Wednesday, May 20, 2009

Síðasi dagurinn í Gudalajara

Halló halló,
Í þetta skiptið ætla ég ekki að lofa að vera duglegri að skrifa þar sem ég er hreint ekki að standa við fyrri loforð :)

En já núna er síðasti dagurinn minn í Guadalajara, ég skilaði íbúðinni í morgun til kerlinga herfanna (er ekki viss með beyginguna) sem borguðu mér ekki depositið mitt til baka. Þaðan fór ég einstaklega reið og alveg tilbúin til að húðskamma hvern sem á vegi mínum yrði.... náði leigubíl til að skutla mér til vinkonu minnar með allan farangurinn og hann villtist.... Reyndar var hann svo sorry fyrir það og hann var nýbyrjaður að vinna sem leigubílstjóri svo ég hafði eiginlega ekki brjóst í mér að vera reið við hann svo aumingja vinkona mín þurfti að hlusta þolinmóð á mig í svona tíu mínútur... :) Ég er samt orðin róleg núna er bara svekkt... beyglur

En það hefur verið margt í gangi hér, skólinn átti að byrja aftur fimmtudaginn sjöunda maí. Í staðinn fyrir að byrja í prófum eins og plön gerðu ráð fyrir ákvað skólastjórn að bæta við viku af tímum og fresta öllum áætlunum um próf um eina viku aftur. Sem var afar vinsælt eins og þig getið rétt ýmindað ykkur. En það komu upp hugsanleg flensutilvik hér í Jalisco (héraðainu mínu) og skólanum og öllu var lokað fram til 18 maí. Svo það var einn dagur og öllu lokað aftur, það var hætt við öll lokapróf en ekki lokaverkefni svo þeir sem voru bara með lokapróf sluppu vel en þeir sem voru með lokaverkefni þuftu að klára allt sitt... frekar ósanngjarnt finnst mér. Ég var reyndar búin með öll verkefni áður svo ég slapp mjög vel og var eiginlega bara í fríi meðan sumir unnu standlaust í viku til að klára.

Afmælið mitt í síðustu viku tókst alveg stórvel. Ég og Antti héldum saman partý afmæli fyrir mig og kveðjupartý fyrir hann. Við fengum að halda það heima hjá vini okkar sem býr í risastóru húsi með stórum garði og það komu allir vinir okkar og elling af vinum þeirra sem bjuggu í húsinu svo þetta var svaka veisla og tókst svona líka vel hjá okkur :) Á eftir að verða erfitt að halda afmælisveislu til að slá út þessa... nema auðvitað vantaði hinn helminginn til að að veislan yrði fullkominn... :)
Daginn eftir var svo síðasti dagurinn hans Antti hér svo að það var kominn tími til að kveðja. Hann fór ekki fyrr en um kvöldið og við fórum út að borða með öllum vinum okkar sem eftir voru... verður að viðurkennast að við höfum oft verið hressari var eilítil þreyta í mannskapnum eftir gleðina kvöldið áður... en þetta var mjög ljúft samt sem áður. Svo kom að kveðjustund og þær voru þónokkrar þetta kvöldið... en ég mun vonandi hitta flest þeirra aftur, Þetta voru allt bestu vinirnir sem ég kvaddi þennan daginn :)

Meðleigjandinn yfirgaf mig svo seinnt um kvöldið í brjálæðislegum stormi.. gluggarnir titruðu af eldingunum, það var grenjandi rigning um um 30cm vatnsflóð á götunum og hífandi rok. Við settum töskurnar hans í lyftuna og rafmagnið sló út.... sem betur fer vorum við rétt búin að setja töskurnar inn og hún var ennþá opin svo við gátum farið niður tröppurnar og strákarnir sem búa hinu meginn við ganginn voru að fara út á sama tíma og tóku sem betur fer niur töskurnar og ég stóð bara með vasaljós :) Þegar við komum niður þá föttuðum við að það er rafmagnslás á hurðinni og við vorum föst í stigaganginum... ekkert smá öruggt hús sem við bjuggum í :) sem beutr fer gerðist ekkert meðan við bjuggum þar...
Rafmagnið flökkti sem betur fer inn aftur rétt í augnablik og einn af strákunum var nógu snöggur að ýta á takkann sem opnar hurðina og við sluppum út. Svo horfði ég á eftir besta vininum hér út í storminn....

Daginn eftir fór ég svo á strönd sem heitir Yelapa og er svona 5 tíma héðan. Maður tekur rútu héðan til Vallarta og það siglir maður yfir. Það eru engir vegir sem liggja þangað og engir bílar í bænum. Þetta er hinn fullkomni staður til að slaka á og gera mest lítið. Við vorum í húsi vonar vinkonu okkar sem er efst í brekkunni og já eftir að labba upp einu sinni hefði ég verið sátt við að vera bara þar :) það lá við að maður klifraði á fjórum síðasta spölinn.
Húsið var æðislegt, það voru tvö lokuð herbergi og restin var þrír veggir og framhliðin opin og svalir/pallur fyrir framan. Eldhúsið var í einu horninu og útsýnið yfir eldavélina var yfir ströndina og útá sjó, þetta var eins og í draumi.

Einn daginn röltum við upp að fossi fyrir ofan bæinn, gangan var nú ekki auðveld en mjög fallegt í kring og svo þarf að vaða ánna síðustu 10-15 metrana fyrir horn til að komast að fossinum. Fyrir framan hann er lítil strönd og svo trjá klæddir kletta veggir allt í kring... svo fallegt og við algerlega alein í heiminum þarna.
Á sunnudagskvöldinu fórum við út að borða og fengum okkur svo sundsprett í sjónum í myrkrinu. Í sjónum var fosforos eða eitthvað mjög svipað á ensku, þetta eru litlir þörungar, ormar veit ekki alveg hvað og þegar þeir verða fyrir ertingu þá lýsa þeir. Svo þegar maður synti þá lýstu þeir allt upp... þeir voru skærgrænir/bláir og svakalega skærir og lýstu það vel að maður sá á sér tærnar og ef einhver kafaði þá leit það út eins og vel upplýstur kafbátur sigldi fyrir neðann mann... þetta var alveg geggjað. Allir í hópnum höfðu sé þetta áður nema ég sem kom alveg af fjöllum en enginn hafði séð þá svona bjarta. Þetta var svo flott ég vildi óska að ég hefði getað tekið myndir. Við vorum að búa til sjó engla og þeir lýstu alltaf í auganblik hefði verið svo flott að sjá okkur úr lofti held ég :)

Við komum svo aftur heim á mánudaginn (18.maí) og ég ákvað að ganga bara frá íbúðinni, pakka öllu og skila henni. Fara svo á ströndina í dag og koma bara til baka til að fra beint út á flugvöll. Svo núna sit ég ennþá hálf sár yfir peningunum mínu og bíð eftir vinkonu minni til að fara á ströndina :)

Ég trúi varla að þetta ár sé að verða búið, mér bæði finnst eins og ég hafi alltaf verið hérna og eins og ég hafi komið í síðustu viku. En það sem skiptir líklega meira máli er að þetta ár hefur verið svo skemmtilegt og hef kynnst svo mörgu yndislegu fólki sem ég mun vonandi alltaf halda sambandi við að ég myndi aldrei skipta því fyrir neitt ef það væri möguleiki :)
En það tekur allt enda ekki satt... og þó að það sé sárt að kyssa alla bless hérna og uppgötva hvers ég á eftir að sakna þegar ég kem... þá er mér farið að hlakka mikið til að koma heim. Tala íslensku og hitta vini og fjölskyldur borða Nóa Súkkulaði og íslenskt lamb :)

Bestu kveðjur til ykkar allra elskurnar mínar
Yfirspennti, sári, leiði og afar hamingjusami skiptineminn :)

Tuesday, May 5, 2009

Svínaflesnu frí

vegna svínaflensu var skólum, veitingastöðum, börum og flest öllum samkomustöðum México lokað hreinlega lokað á hagkerfið hér með tilheyrandi tapi, þar að auki tóku allir upp á því að ganga með skurðlæknagrímur til að forðast smit frá sjúkdómi sem smitast með snertingu, munnvatni og ef að einhver skildi hnerra beint framan í þig. Hálfurinn heimurinn gekk af göflunum og heyrðum við hér í svínaflensu landi að íslendingar, finnar og svíar meðal annarra þjóða hópuðust í verslanir og hömstruðu grímur og sótthreinsigel fyrir hendur.

Hluti vina minna var sendur heim með hótunum frá sínum háskólum á fyrsta degi meðan það var ekki einu sinni vitað hvort að eitthvað slæmt væri í gangi eða ekki og það besta var eiginlega að ein vinkona mín frá Hong Kong voru gefnir úrslitakostir frá rískis/borgar stjórninni annað hvort kemurðu heim núna eða ekki...og ferð í sóttkví í viku... Allt þetta útaf 25 dauðsföllum (sem er auðvitað ekkert grín) og 590 staðfestum tilfellum hér í México og 226 staðfestum tilfellum í Bandaríkjunum.

Spurning hvort að fólk hefði átt að draga djúpt andann og hugsa aðeins áður en það gersamlega sleppti sér eða hvort að allar þessar varúðaráðsafanir hafa gert sitt...
Við hérna erum búin að gera svoldið mikið grín af þessu, og vorum að hljæja af því að ef ég skildi koma smituð heim væri hærra hlutfall sýktra á íslandi heldur en er í Méxíkó sem stendur.... og sama stendur fyrir finnana og svíana.
Mexíkanar hafa einnig tekið þessu með smá húmor og má finna í helstu búðum boli með áletruninni " I survived the swineflu 2009" eða "Swineflue 2009" með afar skemmtilegum myndskreytingum.

Ég meðleigjandinn og flestir skiptinemarnir sem eftir vprum ákváðum bara að gefa skít í þetta allt saman og njóta auka skólafrís og skelltum okkur á ströndina í Sayulita. OK gáfum kannski ekki alveg skít í þetta alltsaman ... við fylgdumst með fréttum og vorum tilbúin til að bregðast við hverju sem er ef á skyldi halda. Við komust líka að þeirri niðurstöður að ströndin væri eflaust öruggari staður en 7 milljón manna borg.
Hverju sem því líður þá áttum við alveg hreint frábæra daga á ströndinni í sól og blíðu. Lágum í leti og slöppuðum af í góðra vina hópi, til að halda okkur í formi brugðum við okkur við og við á brimbretti... sumir voru betri en aðrir... en mér tókst að standa upp og er alveg ógurlega stolt af því afreki mínu (þið sem hafið ekki prófað brimbretti skulið prófa of hlægja svo, þið hin megið hlægja strax).
Það var hálfskondið að vera á ströndinni, allt var lokað það er allir vietingastaðir voru bara með take away mat svo marður pantaði beið í hnapp fyrir utan eftir mat og svo settist maður á torgið með öllum hinum að borða... ég er ekki viss um að þetta fyrirkomulag hjálpaði nokkuð með minnkun útbreisðslu flesunnar sem hefur ekki orðið vart á þessu svæði :)

Eftir þetta yndælis aukafrí snérum við aftur til Guadalajara í flensubælið (held samt að þetta svæði sé ennþá nokkuð flesnulaust) og við bæjarmörkin eru básar þar sem maður borgar fyrir hraðbrautina og sjoppa og eitthvað fleira. Þar voru allir stoppaðir og gefið tímarit um flensuna og skráð hvaðan við komum og hvert við stefnum. Þessir starfsmenn voeu allir með grímur en enginn af hinum 150 sem stoppuðu til að fara í sjoppunuar... ég er ekki alveg sannfærð um að þessti herferð skili árangri.
Núna erum við bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á fimmtudag og erum að undirbúa okkur undir próflestur og kveðjutörn. Við gerðum okkur skyndilega grein fyrir að helmingurinn er farinn heim og við hin þurfum að kveðja eftir eina til tvær vikur.... kom algerlega aftan að mér en já það er ekki alveg strax.

Vona að allt sé í góðu standi heima og ekkert vera að hafa áhyggjur ég hef það bara mjög gott hér sem og allir í kringum mig.

Bkv úr svínapestinni ógurlegu, oink oink

Monday, April 27, 2009

Einn einkennilegast dagur lífs míns hingað til....

Já nú eru málin einkennileg hérna í Mexíkó, síðasta föstudag skellti ég mér í skyndiákvörðuar strandarferð á frekar afskekkta sambandslausa strönd. Í nótt komum við til baka og búmm svína flensa ríður yfir landið, enginn skóli eða neitt fram til sjötta Maí. Ég og meðleigjandinn erum búin að sitja við tölvurnar okkar og lesa allar fréttir sem tengjast þessu og refresha skóla síðuna 150 sinnum til að athuga hvað er að gerast... og núna rétt í þessu kom tilkynning um að skólanum er frestað til sjötta maí... erum ekki alveg viss hvort að við eigum að vera skíthrædd eða bara slaka á og njóta afar óvænts frí og fagna á mannfáum stað skólalokum.... Þetta er allt svona hálfskrítið... en það er allavega hingað til ekki eitt einasta tilfelli af flensunni í mínu héraði svo hér er þetta bara 100% varúðar ráðstöfun sem er gott að vita :)Ég skal reyna að halda blogginu mínu uppi með nýjustu fréttum en ekkert ti að hafa miklar áhyggjur af strax held ég :)

Annars er bara allt mjög gott að frétta, mamma og pabbi fóru heim í síðustu viku og það var hálfskrítið að vakna bara um morgninn og fara í skólann og halda bara áfram...
Þetta var yndisslegt frí hjá okkur eftir San Miguel fórum við á ströndina og vorum þar í nokkra daga að sóla okkur og sötra bjór og kokteila í rólegheitunum. Ég stakk reyndar af í einn dag til Guadalajara til að taka próf og kom svo aftur á ströndina til þeirra ... fríið bara í heildina afar ljút :) Við eyddum svo tveimur dögum hér í Guadalajara að skoða aðeins borgina og kíkja í búðir og svona.

Eftir að þau voru kláraði í síðust hlutaprófin og lokaverkefni og fleira og hafði engan tíma alla vikuna til að slaka á. Var eiginlega bara alveg uppgefni þegar það kom að föstudegi og ég átti ennþá eftir að klára eina ritgerð með fjórum frönskum stelpum... efnið var að greina mismunandi fjölmiðla í heiminum hvernig þeir fjalla um eitthvað x efni. Við gerðum um samband Kína og Tíbet sem er var rosalega gaman að lesa um og greina fannst mér en þessar stelpur skildur ekki hvað greina þýðir þær gerðu bara útdrátt úr greinum og bókum... alveg sama hvað eg reyndi að útskýra að það þarfa að greina greinaranar og útskýra með tilliti til hinna greinanna og þess sem við höfum verið að læra í áfanganum hvað er að gerast og afhverju þessi fjölmiðill segir svona frá en ekki öðruvísi og afhverju þeir segja frá mismunandi hlutum....að lokum gerði ég meira en helminginn af verkefninu og stakk svo bara af á ströndina og lét þær gera lokafráganginn og ég er eiginlega ennþá með í maganum yfir því :S .... en Antti var að tala um kvöldið áður um að fara á einhverja strönd með nokkrum af nýju vinm okkar og mig langaði svo mikið með en þau tóku aldrei ákvörðun svo þetta datt eiginlega uppfyrir. Á föstudaginum um hádegi þegar við vorum komin vel á veg með að klára ritgerðina, sendi Antti mér skilaboð um að þau ætluðu að fara klukkan seinnipartinn og hvort ég vildi koma með... svo það var sett fart í ritgerðina og ég sendi minn part þegar við vorum að hlaupa útúr dyrunum til að ná rútunni.....
En þessi skyndiákvörðun var svo þesss virði að fara, helgin var hreint út sagt frábær. Við tókum rútu til Tecoman um fjóra tíma héðan og svo þaðan til Barra de Nexpal sem er um fjóra tíma þaðan svo við komumst á leiðarenda um þrjú um nóttina. Við vorum skilin eftir við lítinn afleggjara og sagt að bærinn væri í þessa átt. Það var alveg kolsvarta myrkur, stjörnubjart svona 15-20°C og við heyrðum í sjónum í fjárlægð. Þetta var um 20 minútna gangur í þorpið og náttúrulega allir sofandi og ekkert opið. Við röltum bara viður á ströndina, einn var mað tjald með sér og við skelltum því bara upp undir einhverju smáskýli og sváfum þrjú inní tjaldinu og tvö fyrir utan. Enginn var undirbúinn fyrir tjald svo við sváfum bara í öllum fötum sem við vorum með, með okkur með handklæðin okkar ýmist sem dýnu eða teppi... hálf frusum úr kulda og hlógumað vitleysunni í okkur :) Um morguninn vöknuðum við eiginlega alveg ótrúlega útsofin miðað við allt, á æðislegri strönd með pálmatrjám í galmpandi sól í svona fimmtíu manna þorpi fullu af brimbretta gæjum :) hvðaer hægt að biðja um meira... paradís með brimbrettagæjum :)

Þarna hittum við nokkra vini einnar stelpunnar sem var með okkur og þau voru með lítinn sætann kofa með helling af afgangs rúmum og vorum hjá þeim yfir helgina. Við gerðu eiginlega mest lítið, öldurnar voru það stórar að þú þarft að kunna á brimbretti til að reyna og sjórinn of villtur til að synda mikið svo við lágum í sólinni spjölluðum, drukkum bjór og höfðum það bara svakalega rólegt og frábært í góðum félagsskap. Fórum í göngtúr við sólsetur og horðum á hvalina leika sér út á flóanum og já þetta var eiginlega bara súrrealískt frábær helgi.
Á sunnudaginum fórum við svo heim um miðjan daginn, fengum far út á afleggjaran og húkkuðum okkur far áleiðis til Tecoman aftan á pallbíl sem setti okkur út í middle of nowhere... þar náðum við rútu til Tecoman sem var svona kjúklingarúta (ekki með kjúklingum, svínum eða öðrum dýrum samt :)) og gersamlega stöppuð af heilbrigðu óhóstandi fóki. Þaðan tókum við svo rútu til Guadalajara og komum hingað klukkan eitt í nótt. ÉG fór beint að sofa svo þreytt og nennti svo ekki að vakna í skólann..... svo fékk ég sms frá einum sem var að ferðast með okkur og sagði að það væri enginn skóli, sem þá voru einhverjar þær bestu fréttir sem hef fengið :) núna er ég alveg viss um gleðitíðindin.... en ég fékk allavega að sofa út :)
Svo vöknuðum við í morgun í nýjum veru leika og já erum að spá hversu hrædd við eigum að vera... erum nokkuð róleg í augnablikinu að velta ströndinni fyrir okkur :)

En ég bið bara að heilsa heim og mun já láta vita reglulega af mér, hafið það gott elskurnar er farið að hlakka til að hitta ykkur öll í sumar :)
Bkv úr afar einkennilega ástandi :)

Saturday, April 11, 2009

Páskavika í Mexíkó

Komið heil og sæl allir íslendingar,
Nýr áfangi í dvö minni hér í Mexikó Þriðjudags kvöldið síðasliðið... Þau gömlu höfðu það hingað alla leiðina frá íslandi, í gegnum stórborgina Nýju Jórvík og flugvallar skrípið í Atlanta.... og enduðu heima í Guadalajara :)
Þau skötuhjú voru nú hálf lúin þegar þau komu og fóru bara beint í bælið en vöknuðuð ólíkt hressari um fimmleytið morgunin eftir... og biðu eftir að ég vaknaði á eitlítið mannsæmilegri tíma eða um níu leytið.
Við ákváðum að skella okkur bara beint á bílaleigubíl svo að pabbi gæti sannað ökumannashæfileika sína, ég gæti notið mín í kortalestri og mamma vermir aftursætið og hefur titilinn aftursætisbílstjórinn.
ferðin hjá okkur hefur gegnið svakavel, bílinn enn óklestur og við í heilu lagi. Við byrjuðum á að yfirgefa heimaborg mína Guadalajara og stefndum beint til Guanajuato, sem er colonialbær hér með krókagötum og göngum. Við lentum í eilitlum vandræðum þegar við komum inn í borgina að finna hótelið okkar þar sem þar er varla ein einasta venjulega gata þarna... svo eftir að við keyrðum bara eitthvað þá rákumst við á dreng á vespu sem keyrði á undan okkur og vísaði leiðina í gegnum völundarhús af göngum og einstefnugötum. Við lögðum svo bara bílnum og hreyfðum ekki við honum á meðan á dvöl okkar stóð þarna. Við fórum í bæjarferð þarna á spænsku svo ég tók að mér lutverk túlks og reddaði þeim gömlu :) í þessum túr fundum við út að það erum 15km af göngum undir borginni, og það eru 25 göng sem hafa verið byggð og opnuð milli 1982 og 2008. Ekki vænlegt að rata þarna.
Við fundum afar krúttlegan morgunverðar stað þarna, þar var spiluð klassísk kirkjutónlist, undir bogadregnu þaki, allt var svona gamalt sætt og krúttlegt meir að segja eigandinn passaði inn þarna í svuntu og sætum kjól. Bestu pönnsur í heimi í Mexíkó þarna.
Í gær eða föstudaginn langa yfirgáfum við Guanajuato við eltum þarna einn Mexíkana sem var á hótelinu okkar og leiddi okkur út úr völundarhúsinum og áleiðis til næstu borgar og að lokum var bara erfitt að hrista hann af okkur þar sem við ætluðum að beygja en hann stoppaði og beið eftir okkur :)
Við sáum á leiðinni til Guanajuato styttu mikla upp á fjallstoppi, þetta fannst fjallagörpunum heillandi og stefnan var tekin þagnað, styttan var af honum Cristo Rey eða konungi Jesú. Upp fjallið lá hlaðinn vegur alla leið um 10-15KM, verkamenninrnir voru á hnjánum að gera þennan veg. Það var stanslaus umferð upp og niður sem reyndar gekk bara hratt og vel. Eftir að við höfðum það nánast upp á topp á kagganum, þá lögðum við honum og gengum restina sem var svona 2km og þónokkuð uppí móti. Einhver þreyta var í mannskapnum og nokkrar pásur teknar á leiðinni :S
En þetta hafðist allt á endanum með góðum vilja og já mannvirkið á toppnum var ekki af verri endanum. Það er risastór bygging í boga með torgi í miðjunni og á endanum er risastór kapella með honum Cristo Rey ofan á. Hann er nú enginn smásmíði eða 20m á hæð og um 80 tonn og þar að auki í 2600m hæð, hann var byggður um 1920 ef ég man rétt og tæknin eftir því svo við eiginlega dáumst að þessu verki. Það koma þúsindir pílagríma þarna á hverju ári og enn fleiri í páskavikunni svo við komum á besta tíma. Við vorum einu útlendingarnir þarna held ég bara held að við höfuð séð einn annann. Mexíknanarnir voru allir með vönd af kamillu, við vitum ekki afhverju hef ekki fundið útúr því en það var það sama í Guanajuato allir með vönd af kamillu.

Eftir þennan útúr dúr héldum við áfram til San Miguel de Allende þar sem við njótum lífsins núna, hótelið er bara fínt og núna stefnun við út að skoða bæinn :)

Bestu kveðjur og gleðilega páska
Ferðalangarnir ógurlegu

Monday, April 6, 2009

rólegheita mexíkó

Halló,
Síðustu vikur hér í Mexíkó hafa bara verið rólegar, klára skólann fyrir páskafrí og njóta þess að hanga með krökkunum og gera sem minnst :)Það hefur verið það rólegt að ég eiginlega man varla hvað ég hef verið að gera... Hef djammað alveg skuggalega mikið reyndar OK ekki kannski djammað en farið út að hitta krakkana eða í grill og svona. Drekka kannski einn tvo bjóra og spjalla.
Fór í reyndar alveg snilldarpartý síðustu helgi en þemað var "allt gengur nema föt" svo það var smá hausverkur að ákveða í hvað maður ætti að fara. Ég endaði í svörtum rusla poka sem var festur saman með málningar límbandi og rauðum borða. Mitt dress var nú frekar hefðbundið en margir já settu mun meiri metnað í þetta.

Síðasta vika efur verið hálfskrítin þar sem að meðleigjandinn stakk mig af til Kúbu og ég er búin að vera ein í íbúðinni alla vikuna, og allir hinir vinir mínir höfðu svo miklar áhyggjur af því að mér mynd leiðast að ég held að ég hafi sjaldan haft jafn mikið að gera... og verið jafn uppgefin þegar kom að helginni.
En það hefur verið afar rólegt síðan á föstudag þar sem allir eru farnir hingað og þangað í páskafríinu svo að síðustu dagar hafa verið nýttir í að hvíla mig, þrífa íbúðina mína og njóta þess að vera bara ein. Ég var næstum búin að gleyma því hvað það er ljúft svona öðru hvoru til að hlaða batteríin aðeins :)

Mesta vinnan undanfarið hefur verið að undirbúa skyndilega komu foreldra minna, ákveða hvað skal gera og hvert skal fara... sem er það auðvelda og skemmtilega en svo þarf líka að finna hótel og bóka og eitthvað svoleiðis vesen sem er bara ekkert sérstaklega gaman :) Sérstaklega þegar ég var að reyna að bóka eitthvað yfir páskana í bæ sem er afar vinsæll á meðal eftirlauna ameríkana, bakpoka ferðalanga og listamanna og vinsældirnar minnka ekki þegar kemur að frídögum :)
En þetta hafðist að lokum og held að þetta sá bara hið fínasta hótel, er með sundlaug, bílastæði, morgunmat, veitingastað, likamsrækt og að mig minnir með svölum... og utan við hótelið þá er það mikið að skoða þarna að ég held að maður þurfi kannski ekki mjög mikið á öllu þessu að halda.
En þau koma á morgun, það verður svo ljúft :) tala íslensku og þurfa ekki að velta hverju einasta orði/beygingu fyrir mér... jeiii

en já ég er að hugsa um að skjótast og reyna að finn mér bikini sem er eitt það leiðinglegasta sem ég get hugsað mér að gera.... en já einvherju verð ég að vera í.

Bkv frá Mexíkó

Friday, March 20, 2009

San Miguel og fleira

Jæja ég er svo sannarlega ekki að standa við gefin loforð og skrifa aðeins reglulegar...

Fyrir tveimur helgum eða 13-16 mars fór ég ásamt Antti meðleigjanda mínum til San Miguel Allende að heimsækja Andreu vinkonu okkar sem á heima þar. Hún var í Guadalajara fyrir jól og flutti svo aftur heim til sín eftir jól. En allavega San Miguel er lítill bær með um 130.000 íbúa... svona næstum því Reykjavík :)
Þar er endalaust mikið af galleríum, listasöfnum, kaffihúsum, veitingastöðum og af verkstæðum fyrir listamenn. Þar afleiðandi er heilmikið lista líf þarna og ég veit ekki hvað við heimsóttum mörg gallerí og skemmtilegar búðir yfir helgina... hvert öðru og hver annarri skemmtilegri. Ég held að allir sem fæðist í þessum bæ verði sjálfkrafa listamenn, það er bara ekki annað hægt í svona skapandi umhverfi... ég var næstum því farin að mála þarna bara til að vera með :)

Utan við að fara í gallerí og skoða hús, þá fórum við í grillveislu heima hjá Andreu og hittum foreldra hennar og systkini. Við gistum reyndar hjá henni um helgina svo já við hittum þau meira en bara þarna :) En þetta var ekta Mexíkósk grillveisla, endalaust góður matur og þau ekkert smá vinaleg. Húsið þeirra er líka súper mexíkóskt með kúptum þökum og öllum regnboganslitum. Hálf ósmekklegt á köflum en svo skemmtilega glaðlegt :) held að ég gæti alveg hugsað mér að eiga hús í framtíðinni sem er eilítil blanda af mínum stíl og mexíkóskum....

Við reyndar vorum að leita okkur af húsi alla helgina og fundum nokkur sem komu til greina... kröfurnar sem við gerðum voru garður, fyrir grillveilsur og sundlaug, þak sem var hægt að fara út á og sitja þar á kvöldin og njóta margarítu og stórt baðherbergi :) Við fundum ekkert sem uppfyllti allar kröfurnar, reyndar fórum við bara inní eitt hin vorum meira skoðuð utanfrá :) Já og garðurinn á að vera fullur af ávaxta trjám og bleikum blómum.
Í augnablikinu eru blómin og litirnir á trjánum svo fallegir, tréin eru mörg hver blá sem stendur og mjög mikið af bleikum, rauðum, gulum blómum allsstaðar, bara yndisslegt að rölta um borgina.

Við stefndum á að fara í útileigu í San Miguel, en þar sem það er allt svo skuggalega þurrt núna að við máttum skiljanlega ekki kveikja eld neinsstaðar... svo við enduðum á að fara heim til vinkonu hennar Andreu sem býr á sveitabæ eða nánast herragarð rétt fyrir utan San Miguel.... þar var allt til alls, eldstæði, tennisvöllur, skógur svo við gátum kveikt bálið okkar og grillað pulsur og sykurpúða... :) Ægilega kósý

Rétt fyrir utan borgina eru heitar laugar og við fórum þangað á mánudaeginum áður en við lögðum í sex tíma rútuferðina heim. Þetta var helling af litlum sundlaugum og heitum pottum... náðum að slaka við á þar og sóla okkur örlítið.... sem er mjög gott þar sem brúnkan okkar er að fara....


HUmm man ekki hvort það er mikið meira að segja frá þessari helgi nema að ég fari að fara útí mjög nákvæmar lýsingar og hinum og þessum sýningum og mat sem við borðuðum... en ég efast um að nokkur nenni að lesa það svo að já ef þið viljið smáatriði þá fer ég alveg að koma heim :)

Það var kvalræði að byrja aftur í skólanum eftir þriggja daga helgi... ég er alveg búin að fá nóg af þessu í bili nenni ekki legnur að vakna á hverjum degi og fara í leiðinlega málfræðitíma hjá kennara sem hreinlega gefur ekker upp um hvort að okkur sé eitthvað að fara fram eða ekki... eða hvort að við stöndum okkur vel eða ekki... Hún er eiginlega bara hálf leiðinleg aumingja konan, mjög vinalega og allt en bara svo einhæf og breyta út af planinu er bar eitthvað sem er ekki til í hennar orðaforða. Ég nenni ekki heldur að standa í verkefna skilum í hverri viku svona tveim til þrem í hverri viku og próf á þriggja til fjögurra vikna fresti.... Eða að passa að ég mæti í hvern einasta tíma svo maður fái nú ekki of mikið af skrópum og verður felldur á önninni fyrir það... held að það falli fleiri á því heldur en á prófum. Ég og hinir skiptinemarnir hérna við hreinlega skiljum ekki hvernig í ósköpunum mikið af krökkunum hér gengur illa í þessum skóla, námsefnið er svo matað ofan í okkur að maður lærir allt sem maður á að læra án þess að hafa nokkuð fyrir því... verkefnaskil og ritgerðir hér eru eiginlega bara hálfgert djók líka svona ef maður myndi láta sér detta í hug að fara niður í standarta skólans, ég er viss um að 95% nemandanna hér yrði sparkað út í öðrum háskólum fyrir ritstuld... einhvern veginn hefur gleymst að láta þau vita að þegar þú skrifar heimilda ritgerð þá setur maður heimild í sviga eftir nánast hverri einni og einustu setningu..... en nóg um skólann í bili :)

Núna um helgina setti ég held ég met í partýstandi og fór út á föstudag, laugardag og brunch á sunnudag. Á föstudaginn fórum við Antti og hittum nokkra nýja vini og fórum á svo skemmtilegan bar sem er hérna rétt hjá mér og spjölluðum og prófuðum fullt af nýjum dykkjum.... þar sem bjór kostar 25 pesóa (220-250kr) og kokteilar 23 pesóa sem er auðvitað miklu betra :) og já þetta var bara svoldið gaman...

Laugardags kvöldið var mun afslappaðara og við hittumst bara heima hjá nokkrum vinum og fórum bara snemma heim... Á sunnudaginn bauð Leth okkur í Brunch heima hjá sér klukkan þrjú seinnipartinn... hann er frá Laos og eldaði þesslenskan mat handa okkur sem var svo óendanlega góður ... ég er búin að panta mér matreiðslunámskeið hjá honum :) Við eyddum notalegum seinnipart þarna í góðra vina hópi og sötruðum freyðivín og borðuðm endalaust mikið nammmm
Allir áttu að koma með eitthvað í brunch og ég var dæmd til að baka súkkulaðiköku... en þar sem ég á ekkert til að bara köku, eins ot til dæmis þeytara... þá var skotist í búðin splæst í Herseys delight frá henni Betty.... hent í ofninn og dadarada kaka.... ég held að ég hafi ekki oft fengið eins mikið hrós fyrir nokkra köku sem ég hef gert svo að ég held að ég haldi mig bar avið hana Betty hér eftir :) Ég átti erfitt með að halda pókerfeisinu þegar ég tók við öllum hrósunum fyrir þessa snilldar köku :)

Og já eins og venjulega eftir helgi þá er ég bara dauðuppgefni í dag og nenni engu svo ég og Antti ætlum bara að skella okkur í bíó, það er kvikmyndahátíð í gangi í bænum :)

Svo verið þið bara sæl í bili,
Heyrumst já vonandi fyrr en síðar
Ástý bakarameistari

Friday, March 13, 2009

Prófum lokid...

Nú aetla ég ad reyna ad standa vid gefid loford og setja inn blogg strax eftir prófin. Ég kláradi sídasta prófid mitt ádan og gekk bara vel... held ad tetta hafi allt gengid nokkud tokkalega hjá mér, er ekki viss med spaenskuprófid en hin gengu vel sem og bádar kynningarnar mínar. Ein um muninn á Hollywood og Bollywood og sú seinni um tjódehetju Mexíkana, Pancho Villa. Tad var reyndar mjog gaman ad gera bádar tessar kynningar í Holly/Bolly tá var minn hluti um sterio-týpur og um hinn klisjukennda sogutrád beggja markadanna. Seinni kynninguna gerdi ég ein um Pancho Villa og allar taer sogur sem fylgja honum... held ad ég hefdi audveldlega getad talad um hann í fleri fleiri klukkutíma átti í mesta basli med ad skera nidur. En ef eitthvert ykkar skyldi turfa ad gera verkefni um Mexikanska hetju tá maeli ég med honum, hann hefur allt... hann var frá fátaekri fjolskyldu, gerdist útlagi tar sem hann var eftirlýstur fyrir mord, var í bandito í gengi, frelsishetja, herforingji, átti nokkra tugi eiginkvenna og hjákvenna og álíka mikid af bornum (annarhver madur í nordur Mexíkó ber eftirnafn hans) hann var mannvinur, talsmadur menntunar fyrir alla, rak einskonar munadarleysingjaheimili, var kvikmyndastjarna, prentadi sína eigin pening.... já tad er nánast bara ad nefna tad og Pancho Villa er madurinn.

Sídustu tvaer vikur hef ég bara mest lítid gert ekkert gert nema ad laera, sídustu helgi fór ég reyndar á Charreada sem er einskonar rodeo hesta sýining. Tessi er midud ad ungu fólki og tad eru hesetar og kúrekar ad leika listir sýnar undir techno/danstónlist.... var pínu skrýtid verd ég nú ad vidurkenna, en var mjog gaman, ég á eitt nokkud gott video af nauti rádast á einn kúrekann, reyni ad finna út hvort ég geti sett tad inn hér eftir helgi... á enntá eftir ad setja tad á tolvuna mína. Á laugardeginum fór ég ásamt Antti, Alex og medleigjanda hans í centro á sýningu í Cabanas sem er safn hér í bae. Tetta átti ad vera Miró, Picasso og Dahli sýning, erum búín ad tala um í mánud ad fara... vid forum inn og eydum klukkutíma í ad skoda afar athyglisverda/einkennilega ítalska sýningu sem spannadi yfir arkitektúr, honnun, myndlist og kynningu á ítalskri matarmenningu (í myndum).... og vorum eiginglega bara búin ad ákveda ad hin sýningin vaeri bara búin, haldid tid ekki ad vid hofum ekki rekist á sýinguna... eitt málverk frá hverju teirra.... stórkostleg sýning sem er auglýst hér um allan bae :)

Um kvoldid fórum vid svo bara í bíó ad sjá the watchmen, sem var bara hin ágaetis skemmtun... er ekki viss um ad ég geti tekid haleluja lagid alvarlega eftir myndina... en tad er bar aalltí lagi :)

Annars tá hef ég svo sem eiginlega ekki gert nokkurn skapadan hlut nema ad laera sídustu vikuna svo já tad er ekki mikid meira ad segja og ég tarf ad fara ad hitta vinkonu mína í lunch eins og ég lofadi :)
Vona ad tid eigid oll góda helgi ég er ad fara í ferdalag jeiiii

Bkv daudtreytti skiptineminn