Friday, March 20, 2009

San Miguel og fleira

Jæja ég er svo sannarlega ekki að standa við gefin loforð og skrifa aðeins reglulegar...

Fyrir tveimur helgum eða 13-16 mars fór ég ásamt Antti meðleigjanda mínum til San Miguel Allende að heimsækja Andreu vinkonu okkar sem á heima þar. Hún var í Guadalajara fyrir jól og flutti svo aftur heim til sín eftir jól. En allavega San Miguel er lítill bær með um 130.000 íbúa... svona næstum því Reykjavík :)
Þar er endalaust mikið af galleríum, listasöfnum, kaffihúsum, veitingastöðum og af verkstæðum fyrir listamenn. Þar afleiðandi er heilmikið lista líf þarna og ég veit ekki hvað við heimsóttum mörg gallerí og skemmtilegar búðir yfir helgina... hvert öðru og hver annarri skemmtilegri. Ég held að allir sem fæðist í þessum bæ verði sjálfkrafa listamenn, það er bara ekki annað hægt í svona skapandi umhverfi... ég var næstum því farin að mála þarna bara til að vera með :)

Utan við að fara í gallerí og skoða hús, þá fórum við í grillveislu heima hjá Andreu og hittum foreldra hennar og systkini. Við gistum reyndar hjá henni um helgina svo já við hittum þau meira en bara þarna :) En þetta var ekta Mexíkósk grillveisla, endalaust góður matur og þau ekkert smá vinaleg. Húsið þeirra er líka súper mexíkóskt með kúptum þökum og öllum regnboganslitum. Hálf ósmekklegt á köflum en svo skemmtilega glaðlegt :) held að ég gæti alveg hugsað mér að eiga hús í framtíðinni sem er eilítil blanda af mínum stíl og mexíkóskum....

Við reyndar vorum að leita okkur af húsi alla helgina og fundum nokkur sem komu til greina... kröfurnar sem við gerðum voru garður, fyrir grillveilsur og sundlaug, þak sem var hægt að fara út á og sitja þar á kvöldin og njóta margarítu og stórt baðherbergi :) Við fundum ekkert sem uppfyllti allar kröfurnar, reyndar fórum við bara inní eitt hin vorum meira skoðuð utanfrá :) Já og garðurinn á að vera fullur af ávaxta trjám og bleikum blómum.
Í augnablikinu eru blómin og litirnir á trjánum svo fallegir, tréin eru mörg hver blá sem stendur og mjög mikið af bleikum, rauðum, gulum blómum allsstaðar, bara yndisslegt að rölta um borgina.

Við stefndum á að fara í útileigu í San Miguel, en þar sem það er allt svo skuggalega þurrt núna að við máttum skiljanlega ekki kveikja eld neinsstaðar... svo við enduðum á að fara heim til vinkonu hennar Andreu sem býr á sveitabæ eða nánast herragarð rétt fyrir utan San Miguel.... þar var allt til alls, eldstæði, tennisvöllur, skógur svo við gátum kveikt bálið okkar og grillað pulsur og sykurpúða... :) Ægilega kósý

Rétt fyrir utan borgina eru heitar laugar og við fórum þangað á mánudaeginum áður en við lögðum í sex tíma rútuferðina heim. Þetta var helling af litlum sundlaugum og heitum pottum... náðum að slaka við á þar og sóla okkur örlítið.... sem er mjög gott þar sem brúnkan okkar er að fara....


HUmm man ekki hvort það er mikið meira að segja frá þessari helgi nema að ég fari að fara útí mjög nákvæmar lýsingar og hinum og þessum sýningum og mat sem við borðuðum... en ég efast um að nokkur nenni að lesa það svo að já ef þið viljið smáatriði þá fer ég alveg að koma heim :)

Það var kvalræði að byrja aftur í skólanum eftir þriggja daga helgi... ég er alveg búin að fá nóg af þessu í bili nenni ekki legnur að vakna á hverjum degi og fara í leiðinlega málfræðitíma hjá kennara sem hreinlega gefur ekker upp um hvort að okkur sé eitthvað að fara fram eða ekki... eða hvort að við stöndum okkur vel eða ekki... Hún er eiginlega bara hálf leiðinleg aumingja konan, mjög vinalega og allt en bara svo einhæf og breyta út af planinu er bar eitthvað sem er ekki til í hennar orðaforða. Ég nenni ekki heldur að standa í verkefna skilum í hverri viku svona tveim til þrem í hverri viku og próf á þriggja til fjögurra vikna fresti.... Eða að passa að ég mæti í hvern einasta tíma svo maður fái nú ekki of mikið af skrópum og verður felldur á önninni fyrir það... held að það falli fleiri á því heldur en á prófum. Ég og hinir skiptinemarnir hérna við hreinlega skiljum ekki hvernig í ósköpunum mikið af krökkunum hér gengur illa í þessum skóla, námsefnið er svo matað ofan í okkur að maður lærir allt sem maður á að læra án þess að hafa nokkuð fyrir því... verkefnaskil og ritgerðir hér eru eiginlega bara hálfgert djók líka svona ef maður myndi láta sér detta í hug að fara niður í standarta skólans, ég er viss um að 95% nemandanna hér yrði sparkað út í öðrum háskólum fyrir ritstuld... einhvern veginn hefur gleymst að láta þau vita að þegar þú skrifar heimilda ritgerð þá setur maður heimild í sviga eftir nánast hverri einni og einustu setningu..... en nóg um skólann í bili :)

Núna um helgina setti ég held ég met í partýstandi og fór út á föstudag, laugardag og brunch á sunnudag. Á föstudaginn fórum við Antti og hittum nokkra nýja vini og fórum á svo skemmtilegan bar sem er hérna rétt hjá mér og spjölluðum og prófuðum fullt af nýjum dykkjum.... þar sem bjór kostar 25 pesóa (220-250kr) og kokteilar 23 pesóa sem er auðvitað miklu betra :) og já þetta var bara svoldið gaman...

Laugardags kvöldið var mun afslappaðara og við hittumst bara heima hjá nokkrum vinum og fórum bara snemma heim... Á sunnudaginn bauð Leth okkur í Brunch heima hjá sér klukkan þrjú seinnipartinn... hann er frá Laos og eldaði þesslenskan mat handa okkur sem var svo óendanlega góður ... ég er búin að panta mér matreiðslunámskeið hjá honum :) Við eyddum notalegum seinnipart þarna í góðra vina hópi og sötruðum freyðivín og borðuðm endalaust mikið nammmm
Allir áttu að koma með eitthvað í brunch og ég var dæmd til að baka súkkulaðiköku... en þar sem ég á ekkert til að bara köku, eins ot til dæmis þeytara... þá var skotist í búðin splæst í Herseys delight frá henni Betty.... hent í ofninn og dadarada kaka.... ég held að ég hafi ekki oft fengið eins mikið hrós fyrir nokkra köku sem ég hef gert svo að ég held að ég haldi mig bar avið hana Betty hér eftir :) Ég átti erfitt með að halda pókerfeisinu þegar ég tók við öllum hrósunum fyrir þessa snilldar köku :)

Og já eins og venjulega eftir helgi þá er ég bara dauðuppgefni í dag og nenni engu svo ég og Antti ætlum bara að skella okkur í bíó, það er kvikmyndahátíð í gangi í bænum :)

Svo verið þið bara sæl í bili,
Heyrumst já vonandi fyrr en síðar
Ástý bakarameistari

Friday, March 13, 2009

Prófum lokid...

Nú aetla ég ad reyna ad standa vid gefid loford og setja inn blogg strax eftir prófin. Ég kláradi sídasta prófid mitt ádan og gekk bara vel... held ad tetta hafi allt gengid nokkud tokkalega hjá mér, er ekki viss med spaenskuprófid en hin gengu vel sem og bádar kynningarnar mínar. Ein um muninn á Hollywood og Bollywood og sú seinni um tjódehetju Mexíkana, Pancho Villa. Tad var reyndar mjog gaman ad gera bádar tessar kynningar í Holly/Bolly tá var minn hluti um sterio-týpur og um hinn klisjukennda sogutrád beggja markadanna. Seinni kynninguna gerdi ég ein um Pancho Villa og allar taer sogur sem fylgja honum... held ad ég hefdi audveldlega getad talad um hann í fleri fleiri klukkutíma átti í mesta basli med ad skera nidur. En ef eitthvert ykkar skyldi turfa ad gera verkefni um Mexikanska hetju tá maeli ég med honum, hann hefur allt... hann var frá fátaekri fjolskyldu, gerdist útlagi tar sem hann var eftirlýstur fyrir mord, var í bandito í gengi, frelsishetja, herforingji, átti nokkra tugi eiginkvenna og hjákvenna og álíka mikid af bornum (annarhver madur í nordur Mexíkó ber eftirnafn hans) hann var mannvinur, talsmadur menntunar fyrir alla, rak einskonar munadarleysingjaheimili, var kvikmyndastjarna, prentadi sína eigin pening.... já tad er nánast bara ad nefna tad og Pancho Villa er madurinn.

Sídustu tvaer vikur hef ég bara mest lítid gert ekkert gert nema ad laera, sídustu helgi fór ég reyndar á Charreada sem er einskonar rodeo hesta sýining. Tessi er midud ad ungu fólki og tad eru hesetar og kúrekar ad leika listir sýnar undir techno/danstónlist.... var pínu skrýtid verd ég nú ad vidurkenna, en var mjog gaman, ég á eitt nokkud gott video af nauti rádast á einn kúrekann, reyni ad finna út hvort ég geti sett tad inn hér eftir helgi... á enntá eftir ad setja tad á tolvuna mína. Á laugardeginum fór ég ásamt Antti, Alex og medleigjanda hans í centro á sýningu í Cabanas sem er safn hér í bae. Tetta átti ad vera Miró, Picasso og Dahli sýning, erum búín ad tala um í mánud ad fara... vid forum inn og eydum klukkutíma í ad skoda afar athyglisverda/einkennilega ítalska sýningu sem spannadi yfir arkitektúr, honnun, myndlist og kynningu á ítalskri matarmenningu (í myndum).... og vorum eiginglega bara búin ad ákveda ad hin sýningin vaeri bara búin, haldid tid ekki ad vid hofum ekki rekist á sýinguna... eitt málverk frá hverju teirra.... stórkostleg sýning sem er auglýst hér um allan bae :)

Um kvoldid fórum vid svo bara í bíó ad sjá the watchmen, sem var bara hin ágaetis skemmtun... er ekki viss um ad ég geti tekid haleluja lagid alvarlega eftir myndina... en tad er bar aalltí lagi :)

Annars tá hef ég svo sem eiginlega ekki gert nokkurn skapadan hlut nema ad laera sídustu vikuna svo já tad er ekki mikid meira ad segja og ég tarf ad fara ad hitta vinkonu mína í lunch eins og ég lofadi :)
Vona ad tid eigid oll góda helgi ég er ad fara í ferdalag jeiiii

Bkv daudtreytti skiptineminn

Wednesday, March 4, 2009

Hitt og þetta

Hæ hæ
Ákvað að blogga með aðeins styttra millibili en síðast, var frekar erfitt að rifja upp hvað í ósköpunum ég hafði gert á milli bloggskrifa.

Eftir Karnival byrjaði bara venjulegt líf aftur, það var alveg ótrúlega flókið eitthvað að komast aftur í gang í skólanum eftir þetta smá frí... ég skrópaði föstudag og mánudag missti út einn tíma í öllum áföngunum og ég var bara alveg týnd og vissi varla hvað ég hét þegar ég koma aftur til baka. Í einum áfanganum átti ég greinilega að vera búin með þrjú verkefni á milli þeirra tíma sem ég mætti í... veit ekki alveg hvenær það var ákveðið þar sem þau voru ekki inn á námsskránni, en þar sem ég er skipitinemi þá fékk ég auðveldlega frest fram að miðnætti til að skila þeim svo síðasti dagur Charles í Mexíkó fór að einhverju leiti í að gera ekkert meðan ég lærði...Þetta reddaðist allt og ég skilaði verkefnunum á tíma. Í öðrum áfanga var skipt um kennara, sem ég vissi fyrirfram, en hún breytti algerlega öllum áherslum í áfanganum... svo ég er rétt að fatta hennar aðferðir og komast í gang aftur :) Hún er svo miklu betri kennari en hinn sem ég hafði á undan svo ég er hæst ánægð með þessa breytingu þrátt fyrir smá byrjunar örðugleika. Á einmitt að halda fyrirlestur um muninn á Hollywood og Bollywood í næstu viku ásamt fjórum frönskum stelpum, verður athyglisvert að sjá hvernig allir skiptinemarnir í bekknum standa sig saman í hóp... hefði verið afar þægilegt að hafa allavega svona eins og einn Mexíkana sem talar augljóslega mun betri spænsku en við allar. Við erum líka allar saman í hóp að gera lokaverkefnið svo ætli við þurfum ekki að finna einhvern þolinmóðan til að lesa yfir fyrir okkur :) Lokaverkefnið okkar er samt ef kennarinn samþykkir um ágreining Tíbet og Kína sem mér fnnst ógurlega spennandi.

Síðustu helgi þá yfirgaf meðleigjandinn mig og stakk af til Zacatecas með bekknum sínum. Ég fattaði að éger ekkert vön að vera ein... heima þá hef ég systur mínar og vinkonur, hér er Antti (meðleigjandinn) staðgengill fyrir þær allar og við yfirleitt gerum allt saman og ákveðum saman hvað við ætlum að gera. Svo að vera skilin eftir hangandi í lausu lofit með engin plön fyrir helgina... sló mig nánast bara útaf laginu :) Ég reyndar átti mjög skemmtilega helgi sem ég planaði og tók ákvarðanir um alveg sjálf og var mikið með sænskri vinkonu minni, fórum að versla á föstudag, það er hún fór að versla og ég var félagsskapur :), fór í grill veislu hjá Áströlskum vini mínum á laugadaginn og hitti fullt af nýjum hippa Mexíkönum, mun hressari og venjulegri en krakkarnir í skólanum mínum og nær mér í aldri líka sem skaðar ekki :) Hitti eina stelpu sem bjó í Næstved í Danmörku og talar nánast fullkomna dönsku... danskan mín er svo ryðguð að það er hræðilegt, það kemur bara spænska fyrst í stað eftir smátíma og mikla einbeitningu get ég skipt en það er hræðilega erfitt... verð að fara aftur til Danmerkur og rifja döskuna upp.

Prófatörn tvö er að hefjast í þessari viku, byrjar rólega með einu prófi á morgun, fimmtudag úr alveg heilum kafla... sem ég ætti eiginlega að vera að læra núna í staðin fyrir að skirfa blogg humm. En í næstu viku þá fer í í fjögur próf og þarf að gera þrjár kynningar, nei tvær kynningar sú þriðja er á föstudaginn... svo það verður nóg að gera.
Eftir prófatörnina ætlum ég og Antti að fara til San Miguel Allende sem er um 4-5 tíma héðan að heimsækja Andreu, mexíkóska vinkonu okkar sem var hér síðustu önn, það verður ljúft að hitta hana aftur og afar eitthvað.. mér finnst ég hafa gert svo lítið þessa önnina svo ég hlakka mikið til. Við verðum líka heima hjá henni svo við getum sparað okkur gistingu og mat að einvherju leiti þar sem hún býr hjá foreldrum sínum.

Ég er þessa dagana að reyna að ákveða hvað ég að gera í páskafríinu mínu og ég bara get ekki ákveðið mig möguleikarnir sem ég hef eru Kúba, Costa Rica, Panama, ef ég ákveð að yfirgefa Mexíkó, held samt að það sé aðeins of dýrt að gera það. Innan Mexíkó er það ferðast niður ströndina héðan og fara til Acapulco og liggja á ströndinni yfir páskana, fara til Chiapas og gera allt sem ég gerði ekki síðast eða að fara inní í mið Mexíkó og fara til Zacatecas, Durango og allra bæjanna, borganna á því svæði.... ég veit að þetta er ekki stórt vandamál eða neitt... það er bara um svo mikið að velja :s

Ég bið annars að heilsa fram yfir próf, já eða styttra ef ég nenni ekki að læra :)
bæjó allir saman
Óákveðni, ósjálfstæði skiptineminn