Já nú eru málin einkennileg hérna í Mexíkó, síðasta föstudag skellti ég mér í skyndiákvörðuar strandarferð á frekar afskekkta sambandslausa strönd. Í nótt komum við til baka og búmm svína flensa ríður yfir landið, enginn skóli eða neitt fram til sjötta Maí. Ég og meðleigjandinn erum búin að sitja við tölvurnar okkar og lesa allar fréttir sem tengjast þessu og refresha skóla síðuna 150 sinnum til að athuga hvað er að gerast... og núna rétt í þessu kom tilkynning um að skólanum er frestað til sjötta maí... erum ekki alveg viss hvort að við eigum að vera skíthrædd eða bara slaka á og njóta afar óvænts frí og fagna á mannfáum stað skólalokum.... Þetta er allt svona hálfskrítið... en það er allavega hingað til ekki eitt einasta tilfelli af flensunni í mínu héraði svo hér er þetta bara 100% varúðar ráðstöfun sem er gott að vita :)Ég skal reyna að halda blogginu mínu uppi með nýjustu fréttum en ekkert ti að hafa miklar áhyggjur af strax held ég :)
Annars er bara allt mjög gott að frétta, mamma og pabbi fóru heim í síðustu viku og það var hálfskrítið að vakna bara um morgninn og fara í skólann og halda bara áfram...
Þetta var yndisslegt frí hjá okkur eftir San Miguel fórum við á ströndina og vorum þar í nokkra daga að sóla okkur og sötra bjór og kokteila í rólegheitunum. Ég stakk reyndar af í einn dag til Guadalajara til að taka próf og kom svo aftur á ströndina til þeirra ... fríið bara í heildina afar ljút :) Við eyddum svo tveimur dögum hér í Guadalajara að skoða aðeins borgina og kíkja í búðir og svona.
Eftir að þau voru kláraði í síðust hlutaprófin og lokaverkefni og fleira og hafði engan tíma alla vikuna til að slaka á. Var eiginlega bara alveg uppgefni þegar það kom að föstudegi og ég átti ennþá eftir að klára eina ritgerð með fjórum frönskum stelpum... efnið var að greina mismunandi fjölmiðla í heiminum hvernig þeir fjalla um eitthvað x efni. Við gerðum um samband Kína og Tíbet sem er var rosalega gaman að lesa um og greina fannst mér en þessar stelpur skildur ekki hvað greina þýðir þær gerðu bara útdrátt úr greinum og bókum... alveg sama hvað eg reyndi að útskýra að það þarfa að greina greinaranar og útskýra með tilliti til hinna greinanna og þess sem við höfum verið að læra í áfanganum hvað er að gerast og afhverju þessi fjölmiðill segir svona frá en ekki öðruvísi og afhverju þeir segja frá mismunandi hlutum....að lokum gerði ég meira en helminginn af verkefninu og stakk svo bara af á ströndina og lét þær gera lokafráganginn og ég er eiginlega ennþá með í maganum yfir því :S .... en Antti var að tala um kvöldið áður um að fara á einhverja strönd með nokkrum af nýju vinm okkar og mig langaði svo mikið með en þau tóku aldrei ákvörðun svo þetta datt eiginlega uppfyrir. Á föstudaginum um hádegi þegar við vorum komin vel á veg með að klára ritgerðina, sendi Antti mér skilaboð um að þau ætluðu að fara klukkan seinnipartinn og hvort ég vildi koma með... svo það var sett fart í ritgerðina og ég sendi minn part þegar við vorum að hlaupa útúr dyrunum til að ná rútunni.....
En þessi skyndiákvörðun var svo þesss virði að fara, helgin var hreint út sagt frábær. Við tókum rútu til Tecoman um fjóra tíma héðan og svo þaðan til Barra de Nexpal sem er um fjóra tíma þaðan svo við komumst á leiðarenda um þrjú um nóttina. Við vorum skilin eftir við lítinn afleggjara og sagt að bærinn væri í þessa átt. Það var alveg kolsvarta myrkur, stjörnubjart svona 15-20°C og við heyrðum í sjónum í fjárlægð. Þetta var um 20 minútna gangur í þorpið og náttúrulega allir sofandi og ekkert opið. Við röltum bara viður á ströndina, einn var mað tjald með sér og við skelltum því bara upp undir einhverju smáskýli og sváfum þrjú inní tjaldinu og tvö fyrir utan. Enginn var undirbúinn fyrir tjald svo við sváfum bara í öllum fötum sem við vorum með, með okkur með handklæðin okkar ýmist sem dýnu eða teppi... hálf frusum úr kulda og hlógumað vitleysunni í okkur :) Um morguninn vöknuðum við eiginlega alveg ótrúlega útsofin miðað við allt, á æðislegri strönd með pálmatrjám í galmpandi sól í svona fimmtíu manna þorpi fullu af brimbretta gæjum :) hvðaer hægt að biðja um meira... paradís með brimbrettagæjum :)
Þarna hittum við nokkra vini einnar stelpunnar sem var með okkur og þau voru með lítinn sætann kofa með helling af afgangs rúmum og vorum hjá þeim yfir helgina. Við gerðu eiginlega mest lítið, öldurnar voru það stórar að þú þarft að kunna á brimbretti til að reyna og sjórinn of villtur til að synda mikið svo við lágum í sólinni spjölluðum, drukkum bjór og höfðum það bara svakalega rólegt og frábært í góðum félagsskap. Fórum í göngtúr við sólsetur og horðum á hvalina leika sér út á flóanum og já þetta var eiginlega bara súrrealískt frábær helgi.
Á sunnudaginum fórum við svo heim um miðjan daginn, fengum far út á afleggjaran og húkkuðum okkur far áleiðis til Tecoman aftan á pallbíl sem setti okkur út í middle of nowhere... þar náðum við rútu til Tecoman sem var svona kjúklingarúta (ekki með kjúklingum, svínum eða öðrum dýrum samt :)) og gersamlega stöppuð af heilbrigðu óhóstandi fóki. Þaðan tókum við svo rútu til Guadalajara og komum hingað klukkan eitt í nótt. ÉG fór beint að sofa svo þreytt og nennti svo ekki að vakna í skólann..... svo fékk ég sms frá einum sem var að ferðast með okkur og sagði að það væri enginn skóli, sem þá voru einhverjar þær bestu fréttir sem hef fengið :) núna er ég alveg viss um gleðitíðindin.... en ég fékk allavega að sofa út :)
Svo vöknuðum við í morgun í nýjum veru leika og já erum að spá hversu hrædd við eigum að vera... erum nokkuð róleg í augnablikinu að velta ströndinni fyrir okkur :)
En ég bið bara að heilsa heim og mun já láta vita reglulega af mér, hafið það gott elskurnar er farið að hlakka til að hitta ykkur öll í sumar :)
Bkv úr afar einkennilega ástandi :)
Monday, April 27, 2009
Saturday, April 11, 2009
Páskavika í Mexíkó
Komið heil og sæl allir íslendingar,
Nýr áfangi í dvö minni hér í Mexikó Þriðjudags kvöldið síðasliðið... Þau gömlu höfðu það hingað alla leiðina frá íslandi, í gegnum stórborgina Nýju Jórvík og flugvallar skrípið í Atlanta.... og enduðu heima í Guadalajara :)
Þau skötuhjú voru nú hálf lúin þegar þau komu og fóru bara beint í bælið en vöknuðuð ólíkt hressari um fimmleytið morgunin eftir... og biðu eftir að ég vaknaði á eitlítið mannsæmilegri tíma eða um níu leytið.
Við ákváðum að skella okkur bara beint á bílaleigubíl svo að pabbi gæti sannað ökumannashæfileika sína, ég gæti notið mín í kortalestri og mamma vermir aftursætið og hefur titilinn aftursætisbílstjórinn.
ferðin hjá okkur hefur gegnið svakavel, bílinn enn óklestur og við í heilu lagi. Við byrjuðum á að yfirgefa heimaborg mína Guadalajara og stefndum beint til Guanajuato, sem er colonialbær hér með krókagötum og göngum. Við lentum í eilitlum vandræðum þegar við komum inn í borgina að finna hótelið okkar þar sem þar er varla ein einasta venjulega gata þarna... svo eftir að við keyrðum bara eitthvað þá rákumst við á dreng á vespu sem keyrði á undan okkur og vísaði leiðina í gegnum völundarhús af göngum og einstefnugötum. Við lögðum svo bara bílnum og hreyfðum ekki við honum á meðan á dvöl okkar stóð þarna. Við fórum í bæjarferð þarna á spænsku svo ég tók að mér lutverk túlks og reddaði þeim gömlu :) í þessum túr fundum við út að það erum 15km af göngum undir borginni, og það eru 25 göng sem hafa verið byggð og opnuð milli 1982 og 2008. Ekki vænlegt að rata þarna.
Við fundum afar krúttlegan morgunverðar stað þarna, þar var spiluð klassísk kirkjutónlist, undir bogadregnu þaki, allt var svona gamalt sætt og krúttlegt meir að segja eigandinn passaði inn þarna í svuntu og sætum kjól. Bestu pönnsur í heimi í Mexíkó þarna.
Í gær eða föstudaginn langa yfirgáfum við Guanajuato við eltum þarna einn Mexíkana sem var á hótelinu okkar og leiddi okkur út úr völundarhúsinum og áleiðis til næstu borgar og að lokum var bara erfitt að hrista hann af okkur þar sem við ætluðum að beygja en hann stoppaði og beið eftir okkur :)
Við sáum á leiðinni til Guanajuato styttu mikla upp á fjallstoppi, þetta fannst fjallagörpunum heillandi og stefnan var tekin þagnað, styttan var af honum Cristo Rey eða konungi Jesú. Upp fjallið lá hlaðinn vegur alla leið um 10-15KM, verkamenninrnir voru á hnjánum að gera þennan veg. Það var stanslaus umferð upp og niður sem reyndar gekk bara hratt og vel. Eftir að við höfðum það nánast upp á topp á kagganum, þá lögðum við honum og gengum restina sem var svona 2km og þónokkuð uppí móti. Einhver þreyta var í mannskapnum og nokkrar pásur teknar á leiðinni :S
En þetta hafðist allt á endanum með góðum vilja og já mannvirkið á toppnum var ekki af verri endanum. Það er risastór bygging í boga með torgi í miðjunni og á endanum er risastór kapella með honum Cristo Rey ofan á. Hann er nú enginn smásmíði eða 20m á hæð og um 80 tonn og þar að auki í 2600m hæð, hann var byggður um 1920 ef ég man rétt og tæknin eftir því svo við eiginlega dáumst að þessu verki. Það koma þúsindir pílagríma þarna á hverju ári og enn fleiri í páskavikunni svo við komum á besta tíma. Við vorum einu útlendingarnir þarna held ég bara held að við höfuð séð einn annann. Mexíknanarnir voru allir með vönd af kamillu, við vitum ekki afhverju hef ekki fundið útúr því en það var það sama í Guanajuato allir með vönd af kamillu.
Eftir þennan útúr dúr héldum við áfram til San Miguel de Allende þar sem við njótum lífsins núna, hótelið er bara fínt og núna stefnun við út að skoða bæinn :)
Bestu kveðjur og gleðilega páska
Ferðalangarnir ógurlegu
Nýr áfangi í dvö minni hér í Mexikó Þriðjudags kvöldið síðasliðið... Þau gömlu höfðu það hingað alla leiðina frá íslandi, í gegnum stórborgina Nýju Jórvík og flugvallar skrípið í Atlanta.... og enduðu heima í Guadalajara :)
Þau skötuhjú voru nú hálf lúin þegar þau komu og fóru bara beint í bælið en vöknuðuð ólíkt hressari um fimmleytið morgunin eftir... og biðu eftir að ég vaknaði á eitlítið mannsæmilegri tíma eða um níu leytið.
Við ákváðum að skella okkur bara beint á bílaleigubíl svo að pabbi gæti sannað ökumannashæfileika sína, ég gæti notið mín í kortalestri og mamma vermir aftursætið og hefur titilinn aftursætisbílstjórinn.
ferðin hjá okkur hefur gegnið svakavel, bílinn enn óklestur og við í heilu lagi. Við byrjuðum á að yfirgefa heimaborg mína Guadalajara og stefndum beint til Guanajuato, sem er colonialbær hér með krókagötum og göngum. Við lentum í eilitlum vandræðum þegar við komum inn í borgina að finna hótelið okkar þar sem þar er varla ein einasta venjulega gata þarna... svo eftir að við keyrðum bara eitthvað þá rákumst við á dreng á vespu sem keyrði á undan okkur og vísaði leiðina í gegnum völundarhús af göngum og einstefnugötum. Við lögðum svo bara bílnum og hreyfðum ekki við honum á meðan á dvöl okkar stóð þarna. Við fórum í bæjarferð þarna á spænsku svo ég tók að mér lutverk túlks og reddaði þeim gömlu :) í þessum túr fundum við út að það erum 15km af göngum undir borginni, og það eru 25 göng sem hafa verið byggð og opnuð milli 1982 og 2008. Ekki vænlegt að rata þarna.
Við fundum afar krúttlegan morgunverðar stað þarna, þar var spiluð klassísk kirkjutónlist, undir bogadregnu þaki, allt var svona gamalt sætt og krúttlegt meir að segja eigandinn passaði inn þarna í svuntu og sætum kjól. Bestu pönnsur í heimi í Mexíkó þarna.
Í gær eða föstudaginn langa yfirgáfum við Guanajuato við eltum þarna einn Mexíkana sem var á hótelinu okkar og leiddi okkur út úr völundarhúsinum og áleiðis til næstu borgar og að lokum var bara erfitt að hrista hann af okkur þar sem við ætluðum að beygja en hann stoppaði og beið eftir okkur :)
Við sáum á leiðinni til Guanajuato styttu mikla upp á fjallstoppi, þetta fannst fjallagörpunum heillandi og stefnan var tekin þagnað, styttan var af honum Cristo Rey eða konungi Jesú. Upp fjallið lá hlaðinn vegur alla leið um 10-15KM, verkamenninrnir voru á hnjánum að gera þennan veg. Það var stanslaus umferð upp og niður sem reyndar gekk bara hratt og vel. Eftir að við höfðum það nánast upp á topp á kagganum, þá lögðum við honum og gengum restina sem var svona 2km og þónokkuð uppí móti. Einhver þreyta var í mannskapnum og nokkrar pásur teknar á leiðinni :S
En þetta hafðist allt á endanum með góðum vilja og já mannvirkið á toppnum var ekki af verri endanum. Það er risastór bygging í boga með torgi í miðjunni og á endanum er risastór kapella með honum Cristo Rey ofan á. Hann er nú enginn smásmíði eða 20m á hæð og um 80 tonn og þar að auki í 2600m hæð, hann var byggður um 1920 ef ég man rétt og tæknin eftir því svo við eiginlega dáumst að þessu verki. Það koma þúsindir pílagríma þarna á hverju ári og enn fleiri í páskavikunni svo við komum á besta tíma. Við vorum einu útlendingarnir þarna held ég bara held að við höfuð séð einn annann. Mexíknanarnir voru allir með vönd af kamillu, við vitum ekki afhverju hef ekki fundið útúr því en það var það sama í Guanajuato allir með vönd af kamillu.
Eftir þennan útúr dúr héldum við áfram til San Miguel de Allende þar sem við njótum lífsins núna, hótelið er bara fínt og núna stefnun við út að skoða bæinn :)
Bestu kveðjur og gleðilega páska
Ferðalangarnir ógurlegu
Monday, April 6, 2009
rólegheita mexíkó
Halló,
Síðustu vikur hér í Mexíkó hafa bara verið rólegar, klára skólann fyrir páskafrí og njóta þess að hanga með krökkunum og gera sem minnst :)Það hefur verið það rólegt að ég eiginlega man varla hvað ég hef verið að gera... Hef djammað alveg skuggalega mikið reyndar OK ekki kannski djammað en farið út að hitta krakkana eða í grill og svona. Drekka kannski einn tvo bjóra og spjalla.
Fór í reyndar alveg snilldarpartý síðustu helgi en þemað var "allt gengur nema föt" svo það var smá hausverkur að ákveða í hvað maður ætti að fara. Ég endaði í svörtum rusla poka sem var festur saman með málningar límbandi og rauðum borða. Mitt dress var nú frekar hefðbundið en margir já settu mun meiri metnað í þetta.
Síðasta vika efur verið hálfskrítin þar sem að meðleigjandinn stakk mig af til Kúbu og ég er búin að vera ein í íbúðinni alla vikuna, og allir hinir vinir mínir höfðu svo miklar áhyggjur af því að mér mynd leiðast að ég held að ég hafi sjaldan haft jafn mikið að gera... og verið jafn uppgefin þegar kom að helginni.
En það hefur verið afar rólegt síðan á föstudag þar sem allir eru farnir hingað og þangað í páskafríinu svo að síðustu dagar hafa verið nýttir í að hvíla mig, þrífa íbúðina mína og njóta þess að vera bara ein. Ég var næstum búin að gleyma því hvað það er ljúft svona öðru hvoru til að hlaða batteríin aðeins :)
Mesta vinnan undanfarið hefur verið að undirbúa skyndilega komu foreldra minna, ákveða hvað skal gera og hvert skal fara... sem er það auðvelda og skemmtilega en svo þarf líka að finna hótel og bóka og eitthvað svoleiðis vesen sem er bara ekkert sérstaklega gaman :) Sérstaklega þegar ég var að reyna að bóka eitthvað yfir páskana í bæ sem er afar vinsæll á meðal eftirlauna ameríkana, bakpoka ferðalanga og listamanna og vinsældirnar minnka ekki þegar kemur að frídögum :)
En þetta hafðist að lokum og held að þetta sá bara hið fínasta hótel, er með sundlaug, bílastæði, morgunmat, veitingastað, likamsrækt og að mig minnir með svölum... og utan við hótelið þá er það mikið að skoða þarna að ég held að maður þurfi kannski ekki mjög mikið á öllu þessu að halda.
En þau koma á morgun, það verður svo ljúft :) tala íslensku og þurfa ekki að velta hverju einasta orði/beygingu fyrir mér... jeiii
en já ég er að hugsa um að skjótast og reyna að finn mér bikini sem er eitt það leiðinglegasta sem ég get hugsað mér að gera.... en já einvherju verð ég að vera í.
Bkv frá Mexíkó
Síðustu vikur hér í Mexíkó hafa bara verið rólegar, klára skólann fyrir páskafrí og njóta þess að hanga með krökkunum og gera sem minnst :)Það hefur verið það rólegt að ég eiginlega man varla hvað ég hef verið að gera... Hef djammað alveg skuggalega mikið reyndar OK ekki kannski djammað en farið út að hitta krakkana eða í grill og svona. Drekka kannski einn tvo bjóra og spjalla.
Fór í reyndar alveg snilldarpartý síðustu helgi en þemað var "allt gengur nema föt" svo það var smá hausverkur að ákveða í hvað maður ætti að fara. Ég endaði í svörtum rusla poka sem var festur saman með málningar límbandi og rauðum borða. Mitt dress var nú frekar hefðbundið en margir já settu mun meiri metnað í þetta.
Síðasta vika efur verið hálfskrítin þar sem að meðleigjandinn stakk mig af til Kúbu og ég er búin að vera ein í íbúðinni alla vikuna, og allir hinir vinir mínir höfðu svo miklar áhyggjur af því að mér mynd leiðast að ég held að ég hafi sjaldan haft jafn mikið að gera... og verið jafn uppgefin þegar kom að helginni.
En það hefur verið afar rólegt síðan á föstudag þar sem allir eru farnir hingað og þangað í páskafríinu svo að síðustu dagar hafa verið nýttir í að hvíla mig, þrífa íbúðina mína og njóta þess að vera bara ein. Ég var næstum búin að gleyma því hvað það er ljúft svona öðru hvoru til að hlaða batteríin aðeins :)
Mesta vinnan undanfarið hefur verið að undirbúa skyndilega komu foreldra minna, ákveða hvað skal gera og hvert skal fara... sem er það auðvelda og skemmtilega en svo þarf líka að finna hótel og bóka og eitthvað svoleiðis vesen sem er bara ekkert sérstaklega gaman :) Sérstaklega þegar ég var að reyna að bóka eitthvað yfir páskana í bæ sem er afar vinsæll á meðal eftirlauna ameríkana, bakpoka ferðalanga og listamanna og vinsældirnar minnka ekki þegar kemur að frídögum :)
En þetta hafðist að lokum og held að þetta sá bara hið fínasta hótel, er með sundlaug, bílastæði, morgunmat, veitingastað, likamsrækt og að mig minnir með svölum... og utan við hótelið þá er það mikið að skoða þarna að ég held að maður þurfi kannski ekki mjög mikið á öllu þessu að halda.
En þau koma á morgun, það verður svo ljúft :) tala íslensku og þurfa ekki að velta hverju einasta orði/beygingu fyrir mér... jeiii
en já ég er að hugsa um að skjótast og reyna að finn mér bikini sem er eitt það leiðinglegasta sem ég get hugsað mér að gera.... en já einvherju verð ég að vera í.
Bkv frá Mexíkó
Subscribe to:
Posts (Atom)