Halló halló,
Í þetta skiptið ætla ég ekki að lofa að vera duglegri að skrifa þar sem ég er hreint ekki að standa við fyrri loforð :)
En já núna er síðasti dagurinn minn í Guadalajara, ég skilaði íbúðinni í morgun til kerlinga herfanna (er ekki viss með beyginguna) sem borguðu mér ekki depositið mitt til baka. Þaðan fór ég einstaklega reið og alveg tilbúin til að húðskamma hvern sem á vegi mínum yrði.... náði leigubíl til að skutla mér til vinkonu minnar með allan farangurinn og hann villtist.... Reyndar var hann svo sorry fyrir það og hann var nýbyrjaður að vinna sem leigubílstjóri svo ég hafði eiginlega ekki brjóst í mér að vera reið við hann svo aumingja vinkona mín þurfti að hlusta þolinmóð á mig í svona tíu mínútur... :) Ég er samt orðin róleg núna er bara svekkt... beyglur
En það hefur verið margt í gangi hér, skólinn átti að byrja aftur fimmtudaginn sjöunda maí. Í staðinn fyrir að byrja í prófum eins og plön gerðu ráð fyrir ákvað skólastjórn að bæta við viku af tímum og fresta öllum áætlunum um próf um eina viku aftur. Sem var afar vinsælt eins og þig getið rétt ýmindað ykkur. En það komu upp hugsanleg flensutilvik hér í Jalisco (héraðainu mínu) og skólanum og öllu var lokað fram til 18 maí. Svo það var einn dagur og öllu lokað aftur, það var hætt við öll lokapróf en ekki lokaverkefni svo þeir sem voru bara með lokapróf sluppu vel en þeir sem voru með lokaverkefni þuftu að klára allt sitt... frekar ósanngjarnt finnst mér. Ég var reyndar búin með öll verkefni áður svo ég slapp mjög vel og var eiginlega bara í fríi meðan sumir unnu standlaust í viku til að klára.
Afmælið mitt í síðustu viku tókst alveg stórvel. Ég og Antti héldum saman partý afmæli fyrir mig og kveðjupartý fyrir hann. Við fengum að halda það heima hjá vini okkar sem býr í risastóru húsi með stórum garði og það komu allir vinir okkar og elling af vinum þeirra sem bjuggu í húsinu svo þetta var svaka veisla og tókst svona líka vel hjá okkur :) Á eftir að verða erfitt að halda afmælisveislu til að slá út þessa... nema auðvitað vantaði hinn helminginn til að að veislan yrði fullkominn... :)
Daginn eftir var svo síðasti dagurinn hans Antti hér svo að það var kominn tími til að kveðja. Hann fór ekki fyrr en um kvöldið og við fórum út að borða með öllum vinum okkar sem eftir voru... verður að viðurkennast að við höfum oft verið hressari var eilítil þreyta í mannskapnum eftir gleðina kvöldið áður... en þetta var mjög ljúft samt sem áður. Svo kom að kveðjustund og þær voru þónokkrar þetta kvöldið... en ég mun vonandi hitta flest þeirra aftur, Þetta voru allt bestu vinirnir sem ég kvaddi þennan daginn :)
Meðleigjandinn yfirgaf mig svo seinnt um kvöldið í brjálæðislegum stormi.. gluggarnir titruðu af eldingunum, það var grenjandi rigning um um 30cm vatnsflóð á götunum og hífandi rok. Við settum töskurnar hans í lyftuna og rafmagnið sló út.... sem betur fer vorum við rétt búin að setja töskurnar inn og hún var ennþá opin svo við gátum farið niður tröppurnar og strákarnir sem búa hinu meginn við ganginn voru að fara út á sama tíma og tóku sem betur fer niur töskurnar og ég stóð bara með vasaljós :) Þegar við komum niður þá föttuðum við að það er rafmagnslás á hurðinni og við vorum föst í stigaganginum... ekkert smá öruggt hús sem við bjuggum í :) sem beutr fer gerðist ekkert meðan við bjuggum þar...
Rafmagnið flökkti sem betur fer inn aftur rétt í augnablik og einn af strákunum var nógu snöggur að ýta á takkann sem opnar hurðina og við sluppum út. Svo horfði ég á eftir besta vininum hér út í storminn....
Daginn eftir fór ég svo á strönd sem heitir Yelapa og er svona 5 tíma héðan. Maður tekur rútu héðan til Vallarta og það siglir maður yfir. Það eru engir vegir sem liggja þangað og engir bílar í bænum. Þetta er hinn fullkomni staður til að slaka á og gera mest lítið. Við vorum í húsi vonar vinkonu okkar sem er efst í brekkunni og já eftir að labba upp einu sinni hefði ég verið sátt við að vera bara þar :) það lá við að maður klifraði á fjórum síðasta spölinn.
Húsið var æðislegt, það voru tvö lokuð herbergi og restin var þrír veggir og framhliðin opin og svalir/pallur fyrir framan. Eldhúsið var í einu horninu og útsýnið yfir eldavélina var yfir ströndina og útá sjó, þetta var eins og í draumi.
Einn daginn röltum við upp að fossi fyrir ofan bæinn, gangan var nú ekki auðveld en mjög fallegt í kring og svo þarf að vaða ánna síðustu 10-15 metrana fyrir horn til að komast að fossinum. Fyrir framan hann er lítil strönd og svo trjá klæddir kletta veggir allt í kring... svo fallegt og við algerlega alein í heiminum þarna.
Á sunnudagskvöldinu fórum við út að borða og fengum okkur svo sundsprett í sjónum í myrkrinu. Í sjónum var fosforos eða eitthvað mjög svipað á ensku, þetta eru litlir þörungar, ormar veit ekki alveg hvað og þegar þeir verða fyrir ertingu þá lýsa þeir. Svo þegar maður synti þá lýstu þeir allt upp... þeir voru skærgrænir/bláir og svakalega skærir og lýstu það vel að maður sá á sér tærnar og ef einhver kafaði þá leit það út eins og vel upplýstur kafbátur sigldi fyrir neðann mann... þetta var alveg geggjað. Allir í hópnum höfðu sé þetta áður nema ég sem kom alveg af fjöllum en enginn hafði séð þá svona bjarta. Þetta var svo flott ég vildi óska að ég hefði getað tekið myndir. Við vorum að búa til sjó engla og þeir lýstu alltaf í auganblik hefði verið svo flott að sjá okkur úr lofti held ég :)
Við komum svo aftur heim á mánudaginn (18.maí) og ég ákvað að ganga bara frá íbúðinni, pakka öllu og skila henni. Fara svo á ströndina í dag og koma bara til baka til að fra beint út á flugvöll. Svo núna sit ég ennþá hálf sár yfir peningunum mínu og bíð eftir vinkonu minni til að fara á ströndina :)
Ég trúi varla að þetta ár sé að verða búið, mér bæði finnst eins og ég hafi alltaf verið hérna og eins og ég hafi komið í síðustu viku. En það sem skiptir líklega meira máli er að þetta ár hefur verið svo skemmtilegt og hef kynnst svo mörgu yndislegu fólki sem ég mun vonandi alltaf halda sambandi við að ég myndi aldrei skipta því fyrir neitt ef það væri möguleiki :)
En það tekur allt enda ekki satt... og þó að það sé sárt að kyssa alla bless hérna og uppgötva hvers ég á eftir að sakna þegar ég kem... þá er mér farið að hlakka mikið til að koma heim. Tala íslensku og hitta vini og fjölskyldur borða Nóa Súkkulaði og íslenskt lamb :)
Bestu kveðjur til ykkar allra elskurnar mínar
Yfirspennti, sári, leiði og afar hamingjusami skiptineminn :)
Wednesday, May 20, 2009
Tuesday, May 5, 2009
Svínaflesnu frí
vegna svínaflensu var skólum, veitingastöðum, börum og flest öllum samkomustöðum México lokað hreinlega lokað á hagkerfið hér með tilheyrandi tapi, þar að auki tóku allir upp á því að ganga með skurðlæknagrímur til að forðast smit frá sjúkdómi sem smitast með snertingu, munnvatni og ef að einhver skildi hnerra beint framan í þig. Hálfurinn heimurinn gekk af göflunum og heyrðum við hér í svínaflensu landi að íslendingar, finnar og svíar meðal annarra þjóða hópuðust í verslanir og hömstruðu grímur og sótthreinsigel fyrir hendur.
Hluti vina minna var sendur heim með hótunum frá sínum háskólum á fyrsta degi meðan það var ekki einu sinni vitað hvort að eitthvað slæmt væri í gangi eða ekki og það besta var eiginlega að ein vinkona mín frá Hong Kong voru gefnir úrslitakostir frá rískis/borgar stjórninni annað hvort kemurðu heim núna eða ekki...og ferð í sóttkví í viku... Allt þetta útaf 25 dauðsföllum (sem er auðvitað ekkert grín) og 590 staðfestum tilfellum hér í México og 226 staðfestum tilfellum í Bandaríkjunum.
Spurning hvort að fólk hefði átt að draga djúpt andann og hugsa aðeins áður en það gersamlega sleppti sér eða hvort að allar þessar varúðaráðsafanir hafa gert sitt...
Við hérna erum búin að gera svoldið mikið grín af þessu, og vorum að hljæja af því að ef ég skildi koma smituð heim væri hærra hlutfall sýktra á íslandi heldur en er í Méxíkó sem stendur.... og sama stendur fyrir finnana og svíana.
Mexíkanar hafa einnig tekið þessu með smá húmor og má finna í helstu búðum boli með áletruninni " I survived the swineflu 2009" eða "Swineflue 2009" með afar skemmtilegum myndskreytingum.
Ég meðleigjandinn og flestir skiptinemarnir sem eftir vprum ákváðum bara að gefa skít í þetta allt saman og njóta auka skólafrís og skelltum okkur á ströndina í Sayulita. OK gáfum kannski ekki alveg skít í þetta alltsaman ... við fylgdumst með fréttum og vorum tilbúin til að bregðast við hverju sem er ef á skyldi halda. Við komust líka að þeirri niðurstöður að ströndin væri eflaust öruggari staður en 7 milljón manna borg.
Hverju sem því líður þá áttum við alveg hreint frábæra daga á ströndinni í sól og blíðu. Lágum í leti og slöppuðum af í góðra vina hópi, til að halda okkur í formi brugðum við okkur við og við á brimbretti... sumir voru betri en aðrir... en mér tókst að standa upp og er alveg ógurlega stolt af því afreki mínu (þið sem hafið ekki prófað brimbretti skulið prófa of hlægja svo, þið hin megið hlægja strax).
Það var hálfskondið að vera á ströndinni, allt var lokað það er allir vietingastaðir voru bara með take away mat svo marður pantaði beið í hnapp fyrir utan eftir mat og svo settist maður á torgið með öllum hinum að borða... ég er ekki viss um að þetta fyrirkomulag hjálpaði nokkuð með minnkun útbreisðslu flesunnar sem hefur ekki orðið vart á þessu svæði :)
Eftir þetta yndælis aukafrí snérum við aftur til Guadalajara í flensubælið (held samt að þetta svæði sé ennþá nokkuð flesnulaust) og við bæjarmörkin eru básar þar sem maður borgar fyrir hraðbrautina og sjoppa og eitthvað fleira. Þar voru allir stoppaðir og gefið tímarit um flensuna og skráð hvaðan við komum og hvert við stefnum. Þessir starfsmenn voeu allir með grímur en enginn af hinum 150 sem stoppuðu til að fara í sjoppunuar... ég er ekki alveg sannfærð um að þessti herferð skili árangri.
Núna erum við bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á fimmtudag og erum að undirbúa okkur undir próflestur og kveðjutörn. Við gerðum okkur skyndilega grein fyrir að helmingurinn er farinn heim og við hin þurfum að kveðja eftir eina til tvær vikur.... kom algerlega aftan að mér en já það er ekki alveg strax.
Vona að allt sé í góðu standi heima og ekkert vera að hafa áhyggjur ég hef það bara mjög gott hér sem og allir í kringum mig.
Bkv úr svínapestinni ógurlegu, oink oink
Hluti vina minna var sendur heim með hótunum frá sínum háskólum á fyrsta degi meðan það var ekki einu sinni vitað hvort að eitthvað slæmt væri í gangi eða ekki og það besta var eiginlega að ein vinkona mín frá Hong Kong voru gefnir úrslitakostir frá rískis/borgar stjórninni annað hvort kemurðu heim núna eða ekki...og ferð í sóttkví í viku... Allt þetta útaf 25 dauðsföllum (sem er auðvitað ekkert grín) og 590 staðfestum tilfellum hér í México og 226 staðfestum tilfellum í Bandaríkjunum.
Spurning hvort að fólk hefði átt að draga djúpt andann og hugsa aðeins áður en það gersamlega sleppti sér eða hvort að allar þessar varúðaráðsafanir hafa gert sitt...
Við hérna erum búin að gera svoldið mikið grín af þessu, og vorum að hljæja af því að ef ég skildi koma smituð heim væri hærra hlutfall sýktra á íslandi heldur en er í Méxíkó sem stendur.... og sama stendur fyrir finnana og svíana.
Mexíkanar hafa einnig tekið þessu með smá húmor og má finna í helstu búðum boli með áletruninni " I survived the swineflu 2009" eða "Swineflue 2009" með afar skemmtilegum myndskreytingum.
Ég meðleigjandinn og flestir skiptinemarnir sem eftir vprum ákváðum bara að gefa skít í þetta allt saman og njóta auka skólafrís og skelltum okkur á ströndina í Sayulita. OK gáfum kannski ekki alveg skít í þetta alltsaman ... við fylgdumst með fréttum og vorum tilbúin til að bregðast við hverju sem er ef á skyldi halda. Við komust líka að þeirri niðurstöður að ströndin væri eflaust öruggari staður en 7 milljón manna borg.
Hverju sem því líður þá áttum við alveg hreint frábæra daga á ströndinni í sól og blíðu. Lágum í leti og slöppuðum af í góðra vina hópi, til að halda okkur í formi brugðum við okkur við og við á brimbretti... sumir voru betri en aðrir... en mér tókst að standa upp og er alveg ógurlega stolt af því afreki mínu (þið sem hafið ekki prófað brimbretti skulið prófa of hlægja svo, þið hin megið hlægja strax).
Það var hálfskondið að vera á ströndinni, allt var lokað það er allir vietingastaðir voru bara með take away mat svo marður pantaði beið í hnapp fyrir utan eftir mat og svo settist maður á torgið með öllum hinum að borða... ég er ekki viss um að þetta fyrirkomulag hjálpaði nokkuð með minnkun útbreisðslu flesunnar sem hefur ekki orðið vart á þessu svæði :)
Eftir þetta yndælis aukafrí snérum við aftur til Guadalajara í flensubælið (held samt að þetta svæði sé ennþá nokkuð flesnulaust) og við bæjarmörkin eru básar þar sem maður borgar fyrir hraðbrautina og sjoppa og eitthvað fleira. Þar voru allir stoppaðir og gefið tímarit um flensuna og skráð hvaðan við komum og hvert við stefnum. Þessir starfsmenn voeu allir með grímur en enginn af hinum 150 sem stoppuðu til að fara í sjoppunuar... ég er ekki alveg sannfærð um að þessti herferð skili árangri.
Núna erum við bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á fimmtudag og erum að undirbúa okkur undir próflestur og kveðjutörn. Við gerðum okkur skyndilega grein fyrir að helmingurinn er farinn heim og við hin þurfum að kveðja eftir eina til tvær vikur.... kom algerlega aftan að mér en já það er ekki alveg strax.
Vona að allt sé í góðu standi heima og ekkert vera að hafa áhyggjur ég hef það bara mjög gott hér sem og allir í kringum mig.
Bkv úr svínapestinni ógurlegu, oink oink
Subscribe to:
Posts (Atom)