Sunday, July 27, 2008

Ný veröld í Mexíkó

Þá er maður komin til fyrirheitna landsins eftir langt og mikið ferðalag, held að ég hafi ekki alveg gert mér grein fyrir þessu þegar ég lagði af stað að heiman.

Veðrið í Boston batnaði mikið og seinni daginn þá var glampandi sól og að mér fannst svakalega heitt. Ég gerði ekkert þennan dag hékk bara í einhverjum stórum almennings garði og las í rólegheitunum. Alveg yndislegt. Ferðin út á völl gekk bara nokkuð vel þrátt fyrir þetta tösku flykki mitt. Ótrúlegt hvað það er ekki gert ráð fyrir rúllustigum, lyftum eða öðrum álíka þægindum. Var mjög fegin að tékka hana inn og losna við hana alla leið til Guadalajara. Konan á deskinu var svo elskuleg að hún leyfði mér að fara með tvö stykki handfarangur og létta hina töskuna svo ég þyrfti ekki að borga 50$ í aukagjald fyrir yfirvigt. Ég held að taskan sjál útaf fyrir sig sé um fimm- tíu kíló, allavega taskan var hálf og samt var hún í yfirvigt... rugl vil ég meina eða allar vigtir sem ég set hana á eru vitlausar 

Ferðin sjálf gekk bara vel, alla leiðina á hostelið í Gdl, eina var bara að þetta var tólf tíma ferðalag og ég kom til Gdl klukkan 5:30 um morguninn og get ekki tékkað mið inn fyrr enn klukkan ellefu... svo ég er búin að sofa alveg ógurlega graceful í einhverju sófaskrípi hérna frammi í í tvo tíma eða svo. Gott að það er laugardagur og fólk var ekki að rjúka á fætur með látum eldsnemma 

Þegar ég svo loksins rankaði við mér, þá gekk að mér ljóhærður strákur og spurði hvort að ég væri að fara í Tec (það er skólinn minn) þar sem ég væri með tölvu og ekki bakpoka. Hann er líka að fara í Tec sem og þrjú í viðbót, svo eftir að ég skellti mér í sturtu þá lögðum við í húsnæðisleitar leiðangur.... sem gekk afar vel og að lokum enduðum við með þrjár íbúðir, tvær tveggja manna og eina studíó íbúð í sama stigaganginum, svo við munum öll búa saman eða allavega öll í sama húsinu.

Það eru um tuttugu mín það niður í miðbæ Guadalajara og um fjörutíu í skólann :( sem mér finnst svolítið langt, en mörg af hverfunum sem skólinn mælir með eru þarna í kring svo það er bara svona langt að fara þar sem skólinn er í einhverju úthvefi, langt frá öllu :) Það er þvottahús í húsinu og það kostar um 100kr að láta því fimm kíló minnir mig og það er allt þvegið og brotið saman og straujað svo að ég mun verða hrein og strokin í allan vetur. Það er líka lítil "kringla" hinumegin við götuna og allavega tveir stórir supermercados og banki svo það er allt þarna nema skólinn :)

Við skelltum okkur aðeins útí gær, sem var eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera þar sem ég fékk mér aldrei blund þegar ég kom eins og ég ætlaði, svo ég var varla búin að sofa í 36 tíma held ég. Við fórum á einhvern stað svona um fimm mínútna göngu héðan sem endaði á að vera korter í ausandi, grenjandi rigningu, það var ekki þurr þráður á okkur þegar við komum hlaupandi á leiðarenda... og það var það sama þegar við fórum heim... þrumur eldingar og grenjandi rigning... góð byrjun á Mexíkó.

Mér líður núna eins og ég hafi verið hér í marga daga núna og vinnst alveg ótrúlegt að ég hafi komið til landsiins fyrir 28 tímum. Allavega held ég að mér hafi sjaldan tekist að gera svona mikið á einum degi áður, flytja til nýs lands, eignast nokkra nýja vini héðan og þaðan úr heiminum, fundið íbúð, og skellt mér á djammið....

Er að fara núna í nýju íbúðina með tösku flykkið, reyni ða setja inn myndir af henni og umhverfinu við tækifæri.

Bkv frá Guadalajara

6 comments:

Anonymous said...

til hamingju með að vera komin til fyrirheitna landsins, hafa eignast strax vini og íbúð!
Bestur kveðjur frá bsí :)

Anonymous said...

Gott vita af þér elskan okkar við vorum í hestaferðini mjög gaman, Við kintumst líka fullt af fóki og skemtum okkur vel . Ég reið líka helmikið. það er svo fallegt á ströndum, Hentu helv... töskuskríblinu.. vertu svo dugleg að skrifa .
Þín Mamma...

Anonymous said...

Gott að heyra systir góð, til hamingju með íbúðina og alla nýju vinina :)

Anonymous said...

Fantastiskt- Allt faller på plats med en gång! Ótrúlega góð byrjun á ævintýrinu :)

Anonymous said...

rosalega ert þú búin að afreka miklu frá því að þú fórst. Hafðu gaman :)

Sunna

Anonymous said...

já, það er ekki að spurja að því! Frábært hvað það gengur vel! miðað við þetta þá verður framhaldið algjört ævintýri:D