Monday, August 25, 2008

daglegt líf og Mexíkósk skriffinnska....

Tá er enn ein vikan lidin hér í Guadalajara, rétt rúmar fjórar vikur sídan ég yfirgaf gamla góda, mér reyndar finnst baedi ad ég hafi verid hérna sídustu árin... og ad ég sé nýkomin... :)
En lífid hér genegur sinn vanagang, skóli alla daga og mismikid af heimaverkefnum. Í tessari viku er fyrsti hluti annarinnar ad klárast svo ad ég fer í trjú próf, flyt eina kynningu og tad er svo eitt próf í naestu viku svo tad er nóg ad gera.
Ég reyndar flutti eina kynningu í sudustu viku, eda hópfélagar mínir fluttu nánast allt en ég var látin kynna efnid og tala um kosti og galla renghlífa, á spaensku, ég aetladi ekki ad segja neitt en mér var ekki leyft ad komast upp med tad :) Gekk bara ágaetlega hjá mér.

Ég fór ekkert út úr baenum tessa helgina, tad var bara endalaust mikid af afmaelum og verid velkomin skiptinemar partý... svo tetta endadi med einhverju útstáelsi á fimmtudag, fostudag og laugardag. Er ekki alveg í formi fyrir tetta (sem betur fer held ég) svo ad laugardagskvoldid var heldur stutt, ég og mínir sambýlingar fengum okkur bara taco og fórum heim.

Já tad er taco stadur, hinum megin vid gotuna, sem sagt tar sem ég bý. Tad er svo gott taco tarna, mér finnst allir adrir stadir sem ég hef prófad blikna í samanburdi vid tennan. Taco med pastor, lauk og lime tad er tad besta :) maeli hiklaust med tví...

Ég fór á fótboltaleik á laugardaginn, sá Chivas og Santos keppa, Chivas er hédan svo tad var svaka stemning. Teir hofdu yfirhondina í fyrri leikhlutanum... en loka stadan var 5-3 Santos í vil, svo ad tetta vard erfitt kvold fyrir marga... samt er hitt lidid sterkara og haerra í deildinni ad mér skilst... svo tetta voru ekkert svo ávaent úrslit, hefdi ég haldid... en já ég kannski tjá mig ekki mikid um fótbolta... En tad var gaman á leiknum. Vollurinn tekur 60.000 manns minnir mig og er fáránlega brattur. Ég var eiginlega hálf lofthraedd tegar ég fór nidur troppurnar, var feginn ad hafa saeti tarna.

Ég auladist loksin í morgun á "immigration" skrfistofuna, sem ég hreinlega get ekki munad hvad heitir á íslensku. Tar tók tessi snilldar Mexíkóska skirffinnska vid... einn madur sem tekur á móti tér og bendir tér á upplýsinga gaeja sem gefur tér nokkur blod, og er ekki lidlegur fyrir fimmaur... tú lest tá oll blodin til ad finn út hvad skal gera og fyllir tau út. Svo tarf ad fara út aftur í naesta banka og borga 444 pesóa, fara á tridja stadinn til ad fá ljósrit, trjú af bankakvittuninni, og eitt af hverri einustu sídu í vgeabréfinu... gaurinn tar sagdi mér ad ég yrdi ad fá passamyndir (sem ég svo sem vissi) trjár beint fram og trjár og hlid.... afhverju...? En já hann lét mig taka alla eyrnalokka úr eyrunum... mín ordin pínu pirrud á tessum tímapunkti.... jaeja tetta hafdist allt á endanum og kostadi milljón og eina....&%##% Eftir tessa brád skemmtilegu myndatoku tá fór ég aftur til baka í adalbygginguna og spjalladi vid vin minn aftur... sem tilkynnir mér tad ad leigusamningurinn minn, sem er by the way undirritadur af mér og samlegjanda mínum og leigusalanum svona fimmtán sinnum, á ollum spássíum og bara nefna stadinn tar er orugglega einhver undirskrift, og kvittun fyrir leigu greidslum er ekki naeg sonnum fyrir tví ad ég leigi tarna. Ég tarf ad koma med vatns, gas eda rafmagnsreikning til ad sanna ad ég búi tarna...... ég fór óendanlega hamingjusom heim..., tad er tegar ég var búin ad finna straetóinn minn, fékk rafamagns reikning og tarf ad fara aftur seinna...

Bkv frá mér til allra

Tuesday, August 19, 2008

Sael og bless oll somul!!!

Ég var farin ad fá doldid mikid af commentum um ad ég skrifadi ekkert hér svo ég áaetladi ad tad vaeri komin tími á ad segja meira frá lífi mínu hér í Gudalajara.
Einhverveginn aexlast tad alltaf tannig ad tegar ég ákved ad skrifa blogg tá er ég ekki med tolvuna mína, svo tid fáid svona líka skemmtilega stafsetningu :)

En allavega skólinn er komin á fullt, nóg ad gera. Ég er tek fimm námskeid og trjú teirra byggja einungis á hópavinnu svo ég er loksins ad kynnast helling af mexikonum og er farin ad tala mikid meiri spaensku. Ég hef tekid eftir tví ad sídan ég kom tá hefur skilningur á taladri og lesinni spaensku aukist mjog mikid en talmálid hefur ekki alveg fylgt med :/ Ég er ad vinna í tví ad breyta tví og ég og einn sem ég bý med og tek spaensku med tolum allltaf ordid saman á eflaust brád skemmtilegri spaensku.... :) en tetta er allt ad koma og ég stefni á ad tala ordid vel um jólin.

Ég fór í fyrsta skipti útfyrri Guadalajara um helgina. Ég fór ásamt 8 odrum til Colima, sem er um 100.000 manna borg um triggja tíma akstur hédan. Vid skelltum okkur í "fjallgongu" uppá 4250m hátt kulnad eldfjall. Sem er vid hlidin á mjog virku eldfjalli en tví midur var skýjad svo vid sáum tad ekki nógu vel.

Vid keyrdum mest alla leidina upp og gengum sídustu kílómetrana, en vid fundum svo ad segja ekkert fyrir haedinni jafnvel tó ad vid vaerum yfir 4000m sem mér finnst svolítid skrítid midad vid fyrri reynslu. En efst á fjallinu er rannsóknarstod sem fylgist med virkninni hjá eldfjallinu. Tad eru jardskjálftar tarna á hverjum degi og tad má sjá reyk koma úr gígnum, og oft má sjá smá hraun strauma ef ég skildi gaurinn rétt. Tad var mjog gaman ad sjá tetta allt og hlusta á tá segja frá ollu sem teir gera og allt um svaedi alla virkni tarna í kring :)

Eftir eldfjalli tá tók tad okkur um tvo tíma ad keyra aftur til Colima, aftan á pick-up sem vid vorum á. Vid voknudum 4:30 um morgnuninn til ad ná upp og nidur af fjalllinu ádur en trumuvedur seinnipartsins byrjadi, tar sem fjalli dregur víst ad sér mjog mikid af eldingum og er mjog haettulegt á tessum t{ims dags. Svo já heimferdin var ógurlega fyndin og vid hlógum endalsut mikid af engu :) og erum enntá ad hlaeja af ýmsum gódum commentum...

Eftir eldfjalli fórum vid á mexíkóskan veitingastad og prófudum allskyns mat frá tessu héradi, engisprettur sem eru víst "delicatisse" á tessum slódum voru reyndar ekki í bodi en vid fengum ýmislegt annad. Ekkert mjog skrítid samt.

Um kvoldid baettust nokkrir adrir úr skólanum í hópinn og eftir ad vid sátum í dágódan tíma uppá takinu á hótelinu tá skelltum vid okkur út á lífid á stad sem John Travolta hefdi sómad sér vel á í Saturday night fever, ljós í gólfinu, og endalaust mikid af ljósum í loftinu... fínt eflaust fyrir gott reif partý. Tad var eighties kvold svo tau spiludu nánast einungis mexíkóska eighties tónlist sem var áhugavert...held ad ég rjúki kannski ekki útí búd og kaupi diskana, en tetta var gaman.

Á sunnudaeginum skelltum vid okkur á safn um héradid og ég svaf svo bara nokkud vel í rútunni á leidinni heim eftir frekar svefnlausar naetur ádur.

En já annars gengur bara allt mjog vel hér hjá mér.
Reyni ad vera duglegri ad skrifa seinna um svona daglegt líf. En ég tarf ad hlaupa í tíma svo ég fái ekki skróp....
Hasta luego

Thursday, August 7, 2008

Nokkrar myndir

Jæja hérna koma loksins myndirnar sem ég lofaði..þær eru hérna til hliðar undir fyrstu dagarni í Mexíkó.

Hlutirnir eru að detta inní smá rútínu hér. Skólinn er að komast í gang og við erum búin að finna út strætó leiðina svo það er ekki major operation að fara heim á hverjum degi. Það tekur okkur um klukkutíma að fara í skólann, löbbum fyrst í svona korter og tökum svo strætó restina af leiðinni. Strætóarnir eru svona misfínir en Mexíkóskir menn eru herramenn, já og sá finnski sem ég fer yfirleitt samferða í og úr skóla, svo að ég fæ nánast undantekningarlaust sæti. Mér er alltaf hleypt á undan inní í strætóinn sérstaklega ef það er rigning. Þá hleypa mexíkósku mennirnir mér inn og fara svo á eftir mér svo að sá finnski er yfirleitt fastur úti eilítið lengur en ég :)

Skólinn er víst til níu á kvöldinn síðasti tíminn... ekki til sjö eins og ég hélt en sem betur fer er ég ekki í neinum af þeim tímum. Ég er í einum kúrs á spænsku, administración de operaciones, ég held að það verði áhugavert ég skil svona mestmegnis það sem kennarinn er að fara allavega í fyrsta tímanum... það var ekkert flókið sem hann var að tala um... en já það reddast. Bókin er allavega á ensku svo að ég held að ég styðjist meira við hana. En ég stefni á að taka allt á spænsku eftir jól svo að það er eins gott að ég fari að æfa mig.

Í hinum kúrsunum eru fleiri Mexíkanar en skiptinemar, sem mér finnst mjög fínt. Við vinnum mjög mikið í hópum í þessum skóla og við skiptinemarnir megum ekki vera saman í hóp, svo að við verðum alltaf að vinna með Mexíkönunum. Þannig að ég er komin í þrjá mismunandi hópa og ég veit ekki/ man ekki nöfnin á neinum... og ég er ekki viss um að ég þekki nokkurn í útliti... kemur í ljós í næstu viku.

Já.... ég er að fara í tíma svo ég bið bara að heilsa heim
Bkv Ástý

Tuesday, August 5, 2008

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn búin jeiii...
Það er svolítið öðruvísi skólakerfi hér en heima. Kennsla hefst klukkan sjö á morgnana og er lokið sjö á kvöldin, held alveg örugglega að það sé ekkert kennt eftir sjö.
Ég byrja sem betur fer aldrei svona snemma þar sem það tekur mig um klukkutíma að fara í skólann með strætó. Ég byrja 10 alla daga og á mánudögum og fimmtudögum er ég til sjö á kvöldin, með góðum pásum á milli tíma, hina dagana er ég búin klukkan eitt... jei jei :)

Ég er byrjuð í Yoga og það var svvo gott að hreyfa sig aðeins. Yoga tímarnir eru úti á smá túni á milli trjánna, kennarinn er gamall maður sem er alltof aktívur og hann lætur okkur alveg hafa fyrir hlutunum. Hann minnir mig samt mikið frekar á Nepala heldur en Mexíkana.

Tímarnir í dag gengu bara fínt, einn þeirra reyndist vera á spænsku en ég held að það verði í lagi ég náði alveg að fylgja og bókin er á ensku og ég má skila öllum verkefnum á ensku ef ég vil, eða ekki hárréttri spænsku :) Held að þetta sé skemmtilegur kúrs. Bekkirnir hér eru pínulitlir það eru svona 15-20 í öllum tímunum sem ég er í mjög þægilegt. Kerfið hér er mjög svipað og í HR, mikið af verkefnum og prófum yfir önnina og svo gildir loka prófið 50-60%. Það er gefið fyrir þáttöku í tímum og allir eru svakalega duglegir að svara, hvort sem þeir vita svarið eða ekki.... en það er annað mál. Þau eru mjög ströng á mætingu hér við megum missa það sem jafngildir tveimur vikur úr hverjum áfanga. Ef við missum meira þá megum við ekki taka lokaprófið. Seint er ekki möguleiki annaðhvort ertu mættur eða ekki... og það er bjalla sem hringir inn.... þetta er eins og í grunnskóla, við erum búin að hlæja mikið að þessu :)

En já ég tók nokkrar myndir af íbúðinni, sem ég ætla að setja hérna inn við hliðin á sem og örfáar myndir úr miðborginni.

Vona að allt gangi sem best heima
Þreytti, þreytti námssmaðurinn