Monday, August 25, 2008

daglegt líf og Mexíkósk skriffinnska....

Tá er enn ein vikan lidin hér í Guadalajara, rétt rúmar fjórar vikur sídan ég yfirgaf gamla góda, mér reyndar finnst baedi ad ég hafi verid hérna sídustu árin... og ad ég sé nýkomin... :)
En lífid hér genegur sinn vanagang, skóli alla daga og mismikid af heimaverkefnum. Í tessari viku er fyrsti hluti annarinnar ad klárast svo ad ég fer í trjú próf, flyt eina kynningu og tad er svo eitt próf í naestu viku svo tad er nóg ad gera.
Ég reyndar flutti eina kynningu í sudustu viku, eda hópfélagar mínir fluttu nánast allt en ég var látin kynna efnid og tala um kosti og galla renghlífa, á spaensku, ég aetladi ekki ad segja neitt en mér var ekki leyft ad komast upp med tad :) Gekk bara ágaetlega hjá mér.

Ég fór ekkert út úr baenum tessa helgina, tad var bara endalaust mikid af afmaelum og verid velkomin skiptinemar partý... svo tetta endadi med einhverju útstáelsi á fimmtudag, fostudag og laugardag. Er ekki alveg í formi fyrir tetta (sem betur fer held ég) svo ad laugardagskvoldid var heldur stutt, ég og mínir sambýlingar fengum okkur bara taco og fórum heim.

Já tad er taco stadur, hinum megin vid gotuna, sem sagt tar sem ég bý. Tad er svo gott taco tarna, mér finnst allir adrir stadir sem ég hef prófad blikna í samanburdi vid tennan. Taco med pastor, lauk og lime tad er tad besta :) maeli hiklaust med tví...

Ég fór á fótboltaleik á laugardaginn, sá Chivas og Santos keppa, Chivas er hédan svo tad var svaka stemning. Teir hofdu yfirhondina í fyrri leikhlutanum... en loka stadan var 5-3 Santos í vil, svo ad tetta vard erfitt kvold fyrir marga... samt er hitt lidid sterkara og haerra í deildinni ad mér skilst... svo tetta voru ekkert svo ávaent úrslit, hefdi ég haldid... en já ég kannski tjá mig ekki mikid um fótbolta... En tad var gaman á leiknum. Vollurinn tekur 60.000 manns minnir mig og er fáránlega brattur. Ég var eiginlega hálf lofthraedd tegar ég fór nidur troppurnar, var feginn ad hafa saeti tarna.

Ég auladist loksin í morgun á "immigration" skrfistofuna, sem ég hreinlega get ekki munad hvad heitir á íslensku. Tar tók tessi snilldar Mexíkóska skirffinnska vid... einn madur sem tekur á móti tér og bendir tér á upplýsinga gaeja sem gefur tér nokkur blod, og er ekki lidlegur fyrir fimmaur... tú lest tá oll blodin til ad finn út hvad skal gera og fyllir tau út. Svo tarf ad fara út aftur í naesta banka og borga 444 pesóa, fara á tridja stadinn til ad fá ljósrit, trjú af bankakvittuninni, og eitt af hverri einustu sídu í vgeabréfinu... gaurinn tar sagdi mér ad ég yrdi ad fá passamyndir (sem ég svo sem vissi) trjár beint fram og trjár og hlid.... afhverju...? En já hann lét mig taka alla eyrnalokka úr eyrunum... mín ordin pínu pirrud á tessum tímapunkti.... jaeja tetta hafdist allt á endanum og kostadi milljón og eina....&%##% Eftir tessa brád skemmtilegu myndatoku tá fór ég aftur til baka í adalbygginguna og spjalladi vid vin minn aftur... sem tilkynnir mér tad ad leigusamningurinn minn, sem er by the way undirritadur af mér og samlegjanda mínum og leigusalanum svona fimmtán sinnum, á ollum spássíum og bara nefna stadinn tar er orugglega einhver undirskrift, og kvittun fyrir leigu greidslum er ekki naeg sonnum fyrir tví ad ég leigi tarna. Ég tarf ad koma med vatns, gas eda rafmagnsreikning til ad sanna ad ég búi tarna...... ég fór óendanlega hamingjusom heim..., tad er tegar ég var búin ad finna straetóinn minn, fékk rafamagns reikning og tarf ad fara aftur seinna...

Bkv frá mér til allra

3 comments:

Anonymous said...

Þetta eru nú meiri vitleysingarnir þarna í mexico Ástý mín hahaha... en mér heyrist þú nú vera að skemmta þér ansi vel þarna fyrir utan smá vesen þannig að ég hef ekki áhyggjur =)

Bestu kveðjur úr HR,
Hildur

Anonymous said...

Takk fyrir að skrifa gott að heyra að þú bjargir þér í Mexíkó

Þín Mamma

Anonymous said...

Omg. hvað ég skil þig svona óþarfa pappírsvesen og þvæilingur er frekar þreytandi ég er einmitt að vesenast í svipuðu og er búin að vera í símanum síðustu daga til skiptis að tala við skattinn og svo bæinn vegna flutninganna á Selfoss, því ég ætlaði að reyna ða fá húsaleigubætur og það kostar heljarinnar mikið vesen, en samt ekki alveg jafn mikið og hjá þér samt ;)