Thursday, September 18, 2008

Guanajuato y Mexico D.F.

Hola a todos...

Takk kaerlega fyrir oll kommentin baedi gomul og ný, tad er alltaf jafn ógurlega spennandi ad kíkja á síduna og athuga hvort einhver hafi skrifad eitthvad... og enn meira gaman ad tad les tetta einhver :)


Tad er buid ad vera alveg heilmargt í gangi hérna hjá mér og ég veit varla hvar ég á ad byrja...

Tjóhátídar dagur Mexíkó er 16. september og teir kunna sko alveg ad halda hann hátídlegan. Í tilefni dagsins skipulagdi altjóda skrifstofan hér ferd til Mexíkó borgar eda D.F. eins og hún er kollu hér í daglegu tali. Ég skrádi mig í hana med mjog gódum fyrirvara, var ein af teim fyrstu ásamt Alex sambýlingi... vid borgudum baedi á mánudegi, brottfor á fostudag.... ekki malid med tad og svo skyndilega á midvikudagskvold fengum vid tolvupost sem segir ad vid tvo ásamt trem odrum hefdum ekki pláss í ferdinni.... en einn sem vid tekkjum og borgadi degi seinna fékk ad fara... tar sem hann nánast grét úr sér augun vid stjórnendur altjódaskrifstofunnar og sníkti sér far á kostnad annarra... ekki sanngjarnt.

En vid ákvádum ad fara bara sjálf í ferdalag og eftir á ad hyggja var ég eignilega bara afar sátt viad ad fara ekki í skipulogdu ferdina :)
Vid fórum fyrst til lítils baejar, Guanajuato, mitt á milli D.F. og Guadalajara og vorum tar einn dag adalega til ad brjóta upp rútuferdina og til ad vera ekki ein í tvo daga í D.F. ádur en hin komu. Guanajuato er einn af fallegustu stodum sem ég hef komid á hann er uppí fjollunum og er gamall námubaer, helling af silvernámum tarna í kring. Húsin eru lág og eru málud í ollum regnboganslitum og eru í hlídunum svo nánast allur baerinn er í brekkum. Útsýnid yfir borgina er snilld... set inn myndir tegar ég kem aftur heim til Guadalajara og já tek fartolvuna mína med í skólann :)

En allavega vid nutum bara lífisins tar í taepa tvo daga, fórum á sofn og bordudum gódan mat og svona. Ég er búin ad sjá tad ad Mexíkanar hafa annad vidhorft til daudans en vid sídan ég kom hingad... en já vid fórum á Museo de las mummias, múmíu safnid... tetta safn sýnir múmíur sem hafa verid grafnar upp úr kirkjugardinum tar. Heimamenn uppgotvudud fyrir nokkrum árum ad líkin verda steingervd í jardveginum tarna á sex árum. Ef ad fjolskyldan getur ekki borgad staedid í kirkjugardinum eru líkin einfaldlega grafin upp og tau sem líta vel út eru sett á safnid. Sem er eitthvas mér persónulega finn ógedslegt... ad setja einhvern sem dó á sídusta kannski tuttugu árunum á safn... ég meina fjolskyldan er ennntá á lífi... og tad er ekki svo langt sídan. En allavega flestir tarna inni voru mun eldri.. allavega teir sem ég las um. En textaarni voru allir í fyrstu presónu... hjá einum stód. Komid tid sael, ég heiti blabla og ég var franskur laeknir hér í torpinu. Ég er hér á safninu tar sem fjolskyldan mín býr í Frakklandi og borgadi ekki fyrir staedid mitt... mér finnst tetta freaky, og plús textana tá líta allar múmíurnar út fyrir ad vera oskrandi og lída svo illa. Tad var eitt herbergi med litlum ungabornum... ég fordadi mér tadan strax og var daudfegin tegar ég komst út af safninu. Tad voru fjolskyldur tarna ad taka fjolskyldumyndir med múmíu á milli sín... ég sé tad fyrir mér ad ég myndi taka 10 ára krakka med mér og taka myndir med litla látna barninu, gullfallegar minningar :)
Svo já tad er greinilega mikill menningar munur á milli mín og Mexíkana tegar kemur ad múmíum og já eiginlega flestu odru :)

Eftir Guanajuato fórum vid til D.F. og fundum okkur lítd hótel í midborginni rétt hjá hótelinu sem hin áttu ad vera á og hinkrudum eftir teim í svona klukkutíma. Tau endudu á hóteli sem var heldur lengra í burtu en já vid sáum fram á ad vid faerum á hausinn ef vid myndum elta tau svo vid vorum bara kjurr á litla ódýra hótelinu okkar :)

D.F. er ekki eins slaem og ég bjóst vid, tad var búid ad hraeda okkur svo mikid ad ég tordi varla út úr húsi til ad byrja med :) Midborgin er falleg, med gomlum húsum og stórum torgum og kirkjum og mér fannst mjog gaman ad rolta um tar. Borgin var oll skreytt í fánalitunum tar sem tjódhátidardagurinn var á naesta leiti og tad var nánast hátídarbregur yfir ollu :)

Vid Alex tródum okkur svo eiginlega inní ferdina hjá hinum og fórum med teim í allar ferdirnar :)
Fyrsta daginn fórum vid ad stad sem heitir Xiomichla eda eitthvad álíka er med nafnid rét skrifad heima... en tetta er risastórt svaedi sem er med heilling af ám/kananal skurdum og tad er haegt ad sigla tarna um og komast adeins út úr borginni, tetta svaedi er sunnarlega (held ég) í borginni og tad tók um einn og hálfan tíma ad keyra tangad svo tid getid rétt ýmindad ykkur staerdina á borginni. Vid fórum audvitad ad sigla, fengum mariachis á bátana okkar sem spiludu nokkur log fyrir okkur og donsudu... strákarnir á altjódaskrifstofunni keyptu blómvendi handa ollum stelpunum og tetta var aedislegt... afslappandi og fallegt.
Um kvoldid fórum vid svo á aedislegan Salsa klúbb... ég aetla ad opna einn heima :)

Daginn eftir fórum vid til Teotihuacan, sem eru stórir pýramídar rétt fyrir utan borgina... gaman ad koma tangad og guidinn virtist vita allt sem mogulega var haegt ad vita um pýramídana og menninguna, set inn myndir tadan og segir kannski adeins meira frá svaedinu med myndunum, eda set einhver gódan link inn :)
Um kvoldid, daginn fyrir tjódhátidar daginn, tá eru hátídarhold út um allt land, og vid fordudum okkur úr midborginni tar sem vid erum "gringos" alveg sama tótt vid erum lengflest ekki frá BNA... allir kalla okkur gringos, ég toli tad ekki... En tad er aukaatridi. Vid fórum í basjar hluta sem heitir Juliacan og roltum um markadinn tar og fórum á stórt torg tar sem var flugelda sýning og aegilegt show. Eftir midnaetti fórum vid svo á einhver klúbb tar sem einn bjor kostadi 65 pesóa sem gera
um 500-600kr, venjulegt verd er frá 15-25 kannski 30 á fínum stodum svo eiginlega enginn drakk nokkud.. en allir donsudu langt fram á morgun... jesús hvad vid vorum oll treytt á tjódhátídardaginn sjálfan :)

Vid fórum inní midborgina um morguninn til ad sjá skrúdgongu sem samanstód af olllum deildum hersins... allir alvopnadir og hladnir.. okkur fannst tetta heldur einkennileg sýning og tegar 8 deild sjóhersins kom tá var áhuginn farin ad dvína :) Komid nóg af byssum og skriddrekum fyrir okkar smekk :) Herinn ákvad greinilega ad sýna allt innan hersins og tad kom einn vagna med stórum pottum og kokkum á.... tá dóum vid oll úr hlátri tetta var eiginelga bara heimskulegt :)

Sídasta sem hópurinn gerdi var ad fara á mannfraedisafnid...sem er stórkostlegt... tad vaeri haegt ad eyda vikum tarna og laera allt um Azteca, Maya og alla hina menningar hópana... bara gaman :)


En já nú er D.F. ad mestu búin... eftir D.F. fór ég ásamt nokkkrum vinum til Oaxaca sem er sudur af D.F. en tad verur naesta faersla tar sem ég er ad verda of sein í tíma :)

Bkv frá Guadalajara

8 comments:

Anonymous said...

Gaman að heyra frá þér Elskan mín.
sérstagt þetta með líkin en ég hafði heyrt um svona áður í Mexíó. Farðu vel með þig og vertu dugleg að skrifa.kv Mamma

Anonymous said...

Hæ hæ, tek undir með mömmu, gaman að heyra í þér :) en ekki undir það að ég vissi með líkin... ég fannst það örlítið fríkað að lesa... kanski bara ég!
Líst vel á salsaklúbb :) og hvað ég öfunda þig af þessu ferðalagi, hellingur að skoða, dansa, blóm, sól og gaman :) ég trúi því alveg að fólk kunni að skemmta sér í Mexíco
hlakka til að heyra meira

Anonymous said...

hæbbs alltaf jafn hressilegt að lesa bloggið hjá þér, ekki jafn hressilegt að lesa lýsinguna á múmiunum þvílíkur hrotti úff. Við stelpurnar fórum uppí hvalfjörð um helgina og eftir að hafa bókstaflega fokið yfir fjall í svokölluðum göngutúr þá var grillað og drukkið frammeftir nóttu. Við Erna héldum lengst út og enduðum á að skófla í okkur hálfri skyrtertu í morgunsárið áður en við lögðumst til svefns:-))
allt mjög spaugilegt
kv BH

Ásthildur said...

hehe, ég sé ykkur tvær svo fyrir mér með kökuna á milli ykkkar og með rauðvín í hönd...spjallandi um eflaust eitthvað afar mikilvægt, svona næstum eins og baðtímarnir :)

Anonymous said...

Ástý mín... þú ert alveg að misskilja... allt rauðvínið var búið hahahahha en kakan var svooo góð

Anonymous said...

hæhó
Alltaf gaman að lesa hvað þú ert að brasa.. Dáist af því hvað þú ert dugleg að gera skemmtilega hluti. Já og þetta múmíu dæmi er rosalegt, ég er ekki viss um að ég geti sofnað í kvöld.
Já það var stuð í Hvalfirðinum, ég var reyndar farin snemma og missti af staðgóða morgunverðinum hjá þeim stöllum:)
Hafðu það gott elskan
Kv Brynh

Anonymous said...

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið hjá þér :) Þú getur treyst því að ég verði fastakúnni þegar þú opnar salsaklúbbinn! Ég hef lengi látið mig dreyma um einn slíkann hérna í rvk!

Anonymous said...

Hæhæ, ég ákvað að kvitta fyrir mig ti tilbreytingar, finnst rosalega gaman að fylgjast með blogginu þínu.

Ég fór óvart á mexíkóskan veitingastað í Reykjavík þann 16.september og var næstum því köfnuð í mexíkóskri þjóðarkennd... Um mig var vafin slæða í fánalitunum og herrann minn fékk gerviyfirvaraskegg. Hlýtur að vera awesome að vera í landinu sjálfu á þessum degi.

Ég hef líka heyrt af þessari dauðadýrkun í Suður Ameríku og víðar.. bíddu bara eftir dia des los muertos í nóvember :)

Hafðu það gott, kv Alda! :)