Dagurinn byrjaði afar vel, með heimsókn á uppáhaldsstaðinn minn í allri borginni, Immigration skrifstofan...... skrifinnskan og hægagangurinn í hámarki. Það opnar þarna klukkan níu, ég kom tíu mínútur yfir, og það voru 14 manns á undan mér í röðinni. Það sem ég þurfti að gera var að skila inn pappírunum og ljósritunum sem ég gerði síðast þegar ég kom, og kvitta á tvö blöð. Ég byrjaði á að bíða í þrjá tíma meðan þessir 14 gerðu það sama og ég skiluðu inn pappírum... þegar ég komst loksins að þá tók þetta umþað bil 10 mínútur... það er ekkert svo langur tími, ég veit það, en eina sem þetta fólk gerir er að stimpla pappírana sem ég rétti þeim, prenta út tvö blöð og láta mig kvitta. Þetta voru ekki svona mörg blöð sem ég var að skila inn.
Þetta hefði kannski ekki verið svona pirrandi ef ég hefði ekki verið að "skrópa" í skólanum á meðan... sem þýðir að ég get ekki notað heilar tvær vikur ti að ferðast eins og miga langaði af því að þá fer ég yfir skróp kvótann minn... og ef ég hefði ekki verið óendanlega þreytt og verið búin að fá morgun kaffið mitt... Ég gat varla haldið haus þarna :( þýðir líklega að ég ætti að hætta að drekka kaffi...
Spænsku kennarinn var nú reyndar að hlæja að morgunvenjum skiptinemanna í síðasta tíma, tímarnir byrja 8:30 alla daga nema miðvikudaga, og þetta er fáranlega snemma þar sem við búum flest í svona eins og hálfs tíma fjarlægð frá skólanum og enginn (nema ég) byrjara í fyrirlestrum í sínum háskólum fyrr en í fyrsta lagi 10. Og auðvitað er hvergi annarasstaðar mætinga skylda :)
En allavega, 95% okkar mæta of seint, ég og Alex sambýlingur erum alltaf of sein... hlaupum inn í stofu hálfsofandi eftir 45 mínútna fegurðarblundinn í strætó, með nescafé bollana okkar ú vélini niðri (sem við fáum okkur óháð því hvort við erum sen fyrir eða ekki), hlömmum okkur niður aftast í stofunni ásamt hinum "lélegu nemendunum" sem eru annaðhvort með starbucks, nescafé, eða morgunmatinn í höndunum og jafnvel nánast sofandi, þunnir já eða nett slompaðir.
Henni fannst allavega þess virði að gera svolítið grín af okkur og bera okkur saman við Mexíkósku nemendurna sem mæta á réttum tíma klukkan sjö á morgnana... og þurfti einmitt að beina þessum kommentum að mér... ég er ekki sú versta í bekknum :)
Við í þessum bekk megum allavega hafa kaffi með okkur í tíma, flestir kennararnir banna drykki annað en vatn... svo við erum allavega heppin með það, þó að við byrjum snemma.
Ég fór á ströndina síðustu helgi, það var svo ljúft. Við fórum fimm saman á endanum og lögðum af stað, ógurlega fersk og sæt, klukkan níu um morguninn. Orkan var ekki meiri en það á laugardeginum fórum við á þá strönd sem var styst að fara á og lágum þar meira og minna sofandi allan daginn :)
Við eignuðumst "fan club" ákváðum að kalla hann, dagurinn sem hvíta fólkið kom á störndina klúbbinn. Það sátu nokkrir krakkar í kringum okkur allann daginn... ef þau voru ekki að spjalla við okkur þá sátu þau og störðu á okkur... þau sátu svona meter frá okkur og bara gláptu :) okkur fannst það eiginlega bara fyndið, en já þegar íslendingi, finna, breta og rússa er skellt saman á strönd...það mætti segja að við höfum lýst upp ströndina :) og höfum eflaust litið kostulega út með brúna handleggi og brúnku fyrir neðan hné.
Á sunnudeginum var skýjað allan daginn, það var mjög bjart og heitt með eilitlum skúrum. En við fórum nú samt á ströndina ásamt mjög mörgum öðrum og lékum okkur í öldunum allan daginn... það var svo gaman, ég hef aldrei áður verið á srönd með öldum :) Þegar það fór að rigna fyrir alvöru þá fórum við bara heim... ég uppgötvaði að ég var svona líka skemmtilega sólbrennd... þrátt fyrir sólarvörn og enga sól... hin eru ennþá að hlæja að mér :)
Þetta var samt ógurlega góð og letileg helgi... ákkúrat það sem ég þurfti :)
Nú ætla ég að fara að reyna að læra eitthvað smá fyrir morgundaginn og þrífa íbúðina mína... það þarf víst að gera það hér líka...
Bkv röndótti skiptineminn
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Það er að hausta hjá okkur enda réttir á morgun,við erum að vinna í húsini annarslagið nú er smá törn.;)
þetta var bara einsog lýsing á sýsluskrifstofuni á selfossi seigir pabbi en eg held samt sem áður að hann hafi ekki verið 3 tíma þar. honum finst það bara .
annars allt gott elskan okkar,söknum þín Mía líka.bless bless. Mamma og pabbi
nei Ástý mín maður á alls ekki að hætta drekka kaffi bara auka drykkjuna ef e-ð er ég segji það kaffi er pottþétt allra meina bót. annars er allt við það sama hér uppfrá ég sá samt miðað við lýsinguna þína á mexíkóskum mat að við Guðni hefðum miklu frekar átta að fara til Mexíkó heldur en Washington djö maður:-)
anyweis kveðja BH
Mjög góð lýsingin frá ströndinni, ég sé ykkur fyrir mér eins og fjóra litla lampa þarna innan um alla hina, þú ættir kanski að senda eina litla mynd af öllum línunum þínum, það myndi svo gleðja mig að sjá :)
Ég fer heim frá Dk á morgun, var svo stíf dagskrá að ég náði aldrei að tala við þig eins og þú líklega veist :)
Vona að kaffið sé betra í Mexíkó en á Bornholm!!!
Heyrumst
Tekur sig ekki að telja nokkra mánuði á mili vina ;)
Annars hafði ekki hugmynd um þessa síðu fyrr en nú!
Ég sé að það er ýmislegt líkt með þessum ættbálkum, Azerum og Mexíkönum, t.d. strætókerfið og skriffinnskan!! Ekkert nema samúð frá mér!!
Hræddur um að spænskan mín standist þinni ekki snúning, þú virðist vera að plumma þig vel þarna.
Haltu því áfram!
Hlakka til að lesa meira, bestu kveðjur
Vildi bara senda smá kveðju, kíki alltaf annað slagið að kíkja á fréttir. ALltaf jafn gaman að lesa eftir þig.
Haltu áfram að hafa það gott og njóta þín.
Bestu kveðjur Guðrún Edda
Gaman að heyra af þér, vona að allt verði æðislegt áfram (nema skriffinskan kannski) ;o) Ég mun fylgjast með hérna megin frá.
Bestu kveðjur,
María
svo einn dag í maí þá kemuru heim :) ég hlakka til
sakn á þig frá mér.
Sunna
Amma og Afi óska þér góðs gengis, það er gott og gaman að heyra frá þér. Allt gott að frétta hér
AMMA og AFI HELLU
Post a Comment