Saturday, September 27, 2008

súkkuladi, matur og annad gotterí

Halló halló...

Hér kemur þá framhald ferðasögunnar...:)
Eftir D.F. þá héldum ég og sex aðrir áfram suður til Oaxaca. Oaxaca er hérað suður af D.F. og er ofsalega skemmtilegt hérað að ferðast um, þar er hægt að finna gullfalegar strendur(en við fórum ekki þangað í þetta skiptið) litla skemmtilega bæi með mörkuðum fulla af allskonar handverki, endalaust mikið af súkkulaði... brögðuðum aðeins á því... og ofsalega góðan mat :) Draumur í dós.

Við fórum fyrst til Oaxaca borgar sem er höfuðborgin í þessu héraði, þetta er lítil borg með um 263000 íbúum, staðsett uppí fjöllunum í um 1550m hæð. Hún er eiginlega ofan í dal og teygir sig aðeins uppí hlíðarnar og er mjög dreifð miðað við íbúafjölda. Hæsta húsið er í miðborginni og er þrjár eða fjórar hæðir og gnæfir nánast yfir restina af einlyftu húsunum. Held að öll húsin séu svona lág vegna jarðskjálfta hættu. Allavega er dómkirkjan með um tveggja metra - þriggja metra þykka veggi af þeirri ástæðu.
Húsin eru í öllum regnbogans litum eins og er venjan hér í Mexíkó og þau eru öll gullfalleg að mínu mati :) Ætla að byggja svipað hús í framtíðinni, allavega eins og framhliðarnarlíta út og mála blátt með rauðum gluggum :)

Við nutum okkur vel í borginni, gerðum lítið annað en að borða góðan mat... svo ís... svo súkkulaði... kaffi o svo aftur í mat... og kíktum aðeins á markaðina inná milli.

Á markaðunum var einn hlutinn einungis helgaður mat... girnilegasti hlutinn :) En allavega þar er einn gangur sem er "grillgangur" það eru raðir af stórum grillum (parillas) báðu megin.
Þega maður labbar inní ganginn þá stoppa nokkrar konum mann og hálf garga á mann, mikil samnkeppni í gangi, og gefa manni körfu með graænmeti, lauk, chili og einhverju fleiru... síðan gengur maður aðeins lengra að grillunum og velur eitthvert þeirra.. grillararnir öskra enn hærra en gænmetis fólkið, og þeir taka grænmetið og grilla það og maður velur kjöt hjá þeim og borgar þeim það beint... stuttu seinna birtist maturinn á borðinu hjá manni, sem maður deilir pottþétt með einhverjum örum. Þá er maður búin að fara á þriðja staðinn og velja sósur, lime, guacamole og svona og borga það sér. Drykkir eru einnig pantaðir og borgaðir sér en það er komið á borðið til manns og manni boðnir þeir. Það er svo náttúrulea ómögulegt að borða máltíð í Mexíkó án tortillas... maður biður einhvern starfsmann um þær þeir klappa höndum og nokkrar konur kome hlaupandi með tortillas til manns... sem maður borgar síðan, auðvitað, sér... þrátt fyrir frekar flókna framkvæmd þá held ég að þetta sé einhver sú besta máltíð sem ég hef borðað hér...óendanlega gott :)


Eftir þessa máltíð þá fórum við auðvitað í himnaríki súkkulaðið fíkilsins... svona nánast allavega er ekki viss um að þetta toppi Argentínu... en allavega Mayordomo súkkulaði verkstæði/búð veit ekki alveg hvað á að kalla þetta :) þar er hægt að kaupa milljón tegundir af súkkulaði og lyktin þarna inni og í næstu götum er eftir því... þarna er líka hægt að fá chocolade caliente (heitt súkkulaði) og maltidos (kalt súkkulaði með hálfrosinni mjólk held ég). Heita súkkulaðið er annaðhvort, sætt eða biturt og þú færð sætt brauð með svo að þetta er eiginlega eins og kakósúpa :) bara með alvöru súkkulaði. Þau gera þetta með því að setja bara súkkulaði í könnu og hella mjólk, heitri eða kaldri út í og nota síðan, tæki sem er gert úr timbri og skaft með einskonar kúlu á endanum...og mylja/braeda tad út í súkkuladid... tetta er bara gott..maeli eindregid med tessu.

Vid eyddum taepum tveim dogum tarna og gerdum ad mestu ekki neitt, en fyrsta kvoldid fórum vid á sjá sirkus sem var í baenum. Adalástaedan fyrir tví ad vid fórum ad sjá sirkusinn var ad um daginn fyrir utan besnínstod í baenum hittum vid starfsmenn sirkusins og teir voru med Jagúar í búri (á bíl) med sér...okkur fannst tetta athyglisvert og í ljós kom ad tad var sirkus í baenum og vid gátum keypt mida af teim fyrir heilar 80kr.. já eda 90kr í dag. Tetta var áhugavert tígrisdýr, hestar trúdar fimleikafólk og svona. En í endann vard allt frekar "sexual" karlarnir komu fram berir ad ofan med grímur og donsudu fyrir kventjódina... og hálfnakinn madur í bleikum bordum og gerdi einhverjar kúnstir sem okkur fannst varla vid haefi barna... og endadi med línudansara sem greinilega stód í teirri meinigu ad honum baeri ad taka dansspor á milli trauta, tau og fylgihlutir... voru alveg orugglega ekki vid haefi barna... en já okkur fannst tetta brádfyndid en já svolítid skrítid:)

Annad kvoldid, fimmtudag, vorum vid heldur menningarlegri og fórum á Jazz tónleika í leikhúsi baejarins, teir voru virkilega gódir... mun betri en vid bjuggumst vid.

Á fostudeginum fórum vid uppí fjollin til ad fara í tveggja daga gongu... fórum út rútunni einvherstadar út á gotu.. vid pínulítid torp sem eftir tví sem vid komumst naest lifir á vistvaenni ferdatjónustu og eru eflaust baendur líka. Tar fundum vid einn mann sem reyndist vera guidinn okkar... hann sýndi okkur kofann okkar sem var aedi, nýlegt lítid múrsteinshús sem minnti á bjálkakofa. Vid hofdum arinn og alle graejer... bara snilld. Gangan sjálf var hálfeinkennileg.. roltum í gegnum skóginn, upp fjall, med guide sem er fjallageit vid vorum í einhverjum 3000-3500m og hann stoppadi aldrei, tad var ein pása á leidinni og tad var bara aftví ad vid gátum varla andad lengur... :) en vid fórum ad einhverjum útsýnispunkti, en tad var svo skýjad ad tad var ekki haegt ad sjá nokkurn skapadan hlut...og svo byrjadi ad rigna og vid heim.

Tad var svo gott ad koma til baka... fengum aedislegan mat, kaffo Oaxakeña.. hvernig sem tad er aftur stafad... og audvitad heitt súkkuladi.
Fórum svo í búd sem var hluti af veitingastadnum og keyptum ársbirgdir af kexi, nammi og fleiru... tar á medal Mezcal (sem er gert úr kaktus, svipad og tequila en mýkra á bragdid. Mezcal hefur orm í hverri flosku og hann gefur smá reykjarbragd og Mezcal minnir adeins á Whisky) en tetta mezcal var í 20 lítra bensíndúnk og helt á plastflosku fyrir okuur :) enginnn ormur eda fínerí.

MEzcalid hélt svo á okkur hita tar til tad var loksins kveikt upp í arninum.
Tad var fáránlega kalt í kofanum alveg um 5 grádur og rakt... vid erum ekki von tessu og kúrdum saman undir fimm teppum tar til kveikt var í arninum.. tá var teppum faekkad og vid áttum afskaplega rómó kvold saman, med nammi og mezcal :)

Okkur var kalt og vid vorum kold og blaut eftir fyrri daginn svo vid fórum bara heim daginn eftir í stadin fyrir ad labba meira í skýjunum :) Eftir besta morgunmat sem ég hef nokkurn tíman fengid tá´fengum vid far med nissan pallbíl til Oaxaca. PAllurinn var yfirbyggdur og med pollum og vid vorum á tar... :) skemmtum okkur vel á leidinni til Oaxaca.

Tegar vid komum til baka vorum vid hálftreytt og fengum okkur smá fegurdarblund og tegar ég vaknadi tá sátu hin oll frammi ad spjalla, allt í gódu med tad, en ´tar sem ég var nývoknud var smá hrollur í mér svo ég fór inní herbergid ad ná í peysu og ekki vildi betur til en ad ég hrasadi í tessum tvem litlu trepum, og lamdi hendinni svo illilega í dyrakarminn ad tad tók mig tvo daga ádur en ég gat hreyft fingurnar. Hendin á mér er var umtad bil tvofold og er búin ad vera í ollum regnbogans litum sídustu vikuna. Hún er enntá illa bólgin og sár svo ég var dreginn til laeknis í daga af krokkunum, hvort sem mér líkadi betur eda ver, og laeknirinn heldur ad tad hafi kvarnast úr beininu eda eitthvad sé brotid svo ég tarf ad fara á spítalann og láta taka rontgen... helst í gaer. Tetta var svo aulalegt..:) og ég vorkenni mér svo aegilega ad turfa ad fara á spítalann... svo ég tuda bara hér tá tarf allavega enginn ad hlusta á mig, tid geti haett ad lesa :)
En tetta er ekkert slaemt eda alvarlegt mamma í alvoru ég laet tig vita eftir rontgen myndina hvad er ad, ef tad er eitthvad ad :)

En annars tá aetla ég ad gera heimaverkefnin mín núna, ferdasagan er nánast búin vid fórum bara heim á sunnudagskvold :) og daglegrt líf tekid vid aftur.

En ég bid bara ad heilsa og enn og aftur hamingju med tvítugsafmaelid Ingla mín :)
Bkv frá aumingja mér...

7 comments:

Anonymous said...

Heyrðu elskan mín þú verður að fara varðlega með þig.ég fer alveg á taugum ef þú ert slösuð. Er armenileg lækkna þjónusta þarna sem þú ert,Gott að þú skemmtir þér vel í ferðini ég er ánægð að þú skildir fara. Annars allt gott að frétta ég er með Ömmu á pjóna námskeiði.það er bara gaman.
Hafðu það gott og láttu þér batna .
Þín Mamma

Anonymous said...

Ummm... ég laumaðist í suðusúkkulaðið eftir að lesa þetta :) ekkert smá girnileg grein hjá þér... súkkulaði, matur og vín, namm, þið greinilega kunnið að lifa lífinu þarna úti!

Ég er núna með æðislegan rennslukennara í skólanum, er að kenna okkur að renna úr sjö kílóa klumpum, geðv spennandi, ég náði c.a. 30-40 cm háum úr því, ógó spennt yfir þessu :o)
Annars bara sátt í nýja herberginu mínu, með öllum húsgögnunum þá get ég samt haldið eróbik tíma á gólfinu... þú veist, ef ég gerði eróbik :)

Láttu þér batna í hendinni elskan, það þýðir ekkert að vera slasaður í Mexíkó...
Knús knús

Ásthildur said...

sæl mamma, læknaþjónustan hér er mjög fín og ekkert til að hafa áhyggjur af, spítalinn er hinumeginn við götuna frá húsinu mínu svo um leið og fæ næ sambandi við tryggingafélagið mitt þá tölti ég yfir og læt mynda höndina í bak og fyrir... ekkert til að fara á taugum yfir svo endilega slepptu því :)
Bkv Ástý

Kristín Inga said...

umm.. þessi bær hljómar eins og paradís, súkkulaði og góður matur! og torgið hljómar æðislega... samansafn af góðum mat! sé þetta allt í anda:)
Ég vona að þér sé að batna í hendinni, Ástý mín. Ég efast um að þú hafir tíma til að vera slösuð miðað við allt sem þið eruð að bralla:)

Hafðu það sem best!!
knús Kristín

Anonymous said...

Jeminn eini... mig langar í súkkulaði!! Hef ekki enn fundið súkkulaðiparadísina hér en hins vegar hlaupaparadísina. Allir virðast vera svo heilsusamlegir hérna megin... hmm... Knús og kossar

Anonymous said...

Var að skoða myndirnar allar.... mjög fínar og skemmtilegar :)
En nú, aftur í lesturinn... úff, ég er sko ekki í æfingu með það!

Anonymous said...

Nýju myndirnar voru einstaklega skemmtilegar, frábær stytta af manninum sem barðist fyrir frelsinu... hún ber það með sér :)
Ég sé þig frekar í gula húsinu, það er svo glaðlegt.

Mæli með nýrri færslu bráðum áður en ég kommenta þessa alveg í kaf...