Halló allir saman
Lífið hér í Mexíkó gengur sinn vanagang þrátt fyrir þessa ógurlegu kreppu sem virðist vera að drepa allt heima... ég fer að hætta að kíkja á f´rettir að heiman ég verð bara þunglynd af þessu öllu saman.
Ég hef það svo sem ekki það slæmt hér, gengið er í kringum 8,6-9,2 var 8,1 (kr á móti pesóa) svo að það er ekki eins slæmt og evran eða danska krónan, allavega ekki síðan ég kom hingað í Janúar síðastliðinn held ég að genigið hafi verið 5kr á pesóann....
Ég hef líka komist að þeirri niðurstöðu að annaðhvort horfi ég framhjá því að það sé allt í volli í hagkerfinu heima, eða að heimsfréttir eru afar villandi þar sem að ég hef verið stoppuð nokkuð reglulega í skólanum og spurð hvort að ég sé í lagi, hvort að ég eigi einhverja peninga og hvað gerist eiginlega á Íslandi núna þega allir einstaklingar landsins eru gjaldþrota ...
Bretarnir voru að hugsa um að hætta að tala við mig, en ákváðu á endanum að taka mig í sátt þar sem þau vorkenna mér svo mikið :)og hata Gordon Brown.
Svo hef ég frábærar frétttir... ég er laus við gifsið... ég get skrifað, borðað, eldað... þetta er bara nýtt líf :) jafvel þó að ég hafi þurft að standa í strætó.
Ég gat líka loksins mætt aftur í Yoga tímana mína ég saknaði þeirra, Yoga kennarinn leyfði mér samt ekki að gera neinar æfingar þar sem ég þurfti að nota hendina mikið... hann fer mun varlegar en ég :S ætti kannski að taka mér það til fyrirmyndar... Ég byrjaði líka aftur í ræktinni var svakalega dugleg. Mér finnst samt alltaf heilsuræktir svo heimskulegir staðir.. helling af sveittu fólki að hlaupa/hjóla/klifra og svo einhverjir gæjar og gellur fyrir framan spegla að lyfta og rölta um... mér finnst þetta alltaf mjög einkennilegt umhverfi en ég ætla að halda áfram að mæta þrátt fyrir að ég sé ekkert sérstaklega hrifin af ræktinni.
Ég fór síðustu helgi til bæjar hérna í nágrenninu, eða svona 4 tíma héðan sem heitir Morelia, þar var alþjóðleg kvikmyndahátið. Ég finninn og sambýlingurinn minn skelltum okkur saman ásamt einhverju nemendafélagi úr skólanum. Þetta var svo gaman.. ég fór á einhverjar níu kvikmyndir yfir helgina. Eina franska, nokkrar amerískar, mexíkóskar og eina rúmenska... allavega var hún tekin í Rúmeníu. Þær voru allar góðar nema ein hún var svona sæt ástarsaga um eginlega ekki neitt...
Það var international feria, alþjóðadagur, í skólanum á Þriðjudaginn og allir nemendur sem eru í spænsku tímum áttu að kynna landið sitt, ég sem eini íslenski fullrúinn, mætti með myndabók og skellti saman plakkati sem á stóð Islandia með nokkrum myndum af Íslensku landslagi... og engum texta.
Anyway gestirnir mínir eru komnir svo klára þetta á morgun...
OK þá er það framhaldið, gestirnir farnir og ég búin að borða æðislega letilegan og góðan morgun mat :)
Spænsku kennarinn minn skellti mér á milli Japan og Ástralíu sem hvort um sig höfðu mjög marga fulltrúa... ég var pínu týnd þarna en endaði samt á að tala um ísland í þrjá tíma... og það voru held ég tekin fjögur viðtöl við mig af Mexíkósku nemendunum sem voru að gera eitthvað verkefni, ýmist á spænsku eða ensku og á endanum þá kaus einn hópurinn mig Miss Interanational... þar sem að ég stóð mig svo vel að svara spurningnum :) Þau gáfu mér rauðan borða og allt mér fannst þetta bráðfyndið...
En þetta var nú bara svolítið gaman að gera þetta eins mikið og ég nennti þessu ekki, sumir hóparnir voru að kynna mat héðan og þaðan úr heimnim og ég prófaði einhver lifandis ósköp af hinum og þessu. Áströlsku stelpurnar bökuðu Pavlovu... hún er víst Áströlsk eða Ný Sjálensk... en ég náði ekki að smakka hjá þeim :( var hálf svekkt en við ætlum að elda saman í næstu viku held ég og þær ætla að koma með eina, namm namm ég er strax farin að hlakka til.
Að öðru leiti er ekkert mikið að frétta lífið gengur bara sinn vanagang skóli og svo bara hanga með krökkunum. Öllum er farið að hlakka svo mikið til jólafrísins, svona að vissu leiti allavega. Helmingurinn af vinum mínu fer heim þá og þau og við hin reyndar líka fengum sjokk um daginn þegar við föttuðum að það eru fimm vikur í próf.... og svo er þessi önn bara búin og komið kveðjustund.
En það er eftir nokkrar vikur svo ég ætla ekki að fara að hugsa um það strax :) Bara að hlakka til jólanna :)
Ég bið bara að heilsa heim að lokum eins og vanalega :)
Hafið það gott elskurnar og takk enn og aftur fyrir að lesa bloggið mitt og kommenta á það, það er alltaf jafn skemmtilegt að heyra hvað þið hafið að segja :)
Bkv
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Hæ HÆ HÆ...ég var fyrst ..Elskan mín alltaf svo yndislegt að heyra frá þér. Farðu varðlega með hendina láttu þér batna vel. þú verður flott á ströndini ef þú djöflast í ræktini vona að þér gangi allt í hagin og láttu bretana heyra það við erum ekki hrifin af þeim núna. ég er að grínast :)
Ég fer nú barasta í afró í baðhúsinu frekar en tækjaspriklið, þó að sumar hreyfingarnar séu frekar fyndnar ;) Gott að heyra að bretarnir hafi ekki ákveðið að gera þig persónulega ábyrga, maður hefur því miður heyrt slæmar sögur frá englandi og danmörku...
En alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)
Kristín @bsí
Til hamingju mamma, komin með fyrst til að kommenta titillinn aftur :)
Ég sæmi þig orðu þegar ég kem heim fit og heltönuð...
Takk hlakka til nú er ég líka búin að lesa seinni hlutan.
kveðjur og knús frá mömmu.
Vá mamma... ég held Ástý mín að hún sé vel að orðunni komin, fyrst til að kommenta á báða hlutana.. við þurfum að fara að halda tölur yfir þetta :)
Kanski maður skelli sér í keppnina.. hvað segiru mamma... ertu til??? hehe
Gott að bretarnir komi vel fram við þig, maður hefur heyrt slæmar sögur!!!
Ég var akkurat að átta mig á þessu með jólafríið núna fyrir nokkrum dögum, einn og hálfur mánuður... ég hélt að önnin væri rétt byrjuð en hún er víst rúmlega hálfnuð!! hvernig þetta gerðist veit ég ekki :)
Njóttu yogans og handarfrelsisins
Knús og kram, Erna
Post a Comment