jæja ég á mér greinilega ekkert líf þessa dagana þar sem ég er búin með öll heimaverkefni sem ég get gert núna fyrir restina af vikunni og búin að lesa allt sem ég á að vera búin að lesa, geri aðrir betur. Íbúðin er svona nánast hrein, þá er ég að tala um herbergið mitt og eldhúsið... sturtan er næst á dagskrá svona þegar ég nenni að standa upp frá facebook pliktinni...
Ég er einnig búin að eyða svona tíu tímum í síðustu viku í að finna út hvernig kerfi fyrir internet kúrsa virkar... það er allt að koma en ég er ekki ennþá búin að finna út hvernig á að skila verkefnum í þessu kerfi svo það er spurning um að ég drífi mig að reyna að læra það áður en það kemur að fyrsta skiladegi.
Eitt heimaverkefnið sem ég kláraði áðan var tveggjan blaðsíðna texi á spænsku um tækninýjungar og hvaða áhrifa þær hafa á líf fólks og hvernig er hægt að nota þær til að bæta líf fólks. Flest af þessu var svo sem gott og gilt eins og neyðarhnappar fyrir veika og gamla sem búa einir, gasskynjarar, skype (greinin síðan 2006) og tækni til að fylgjast með AIDS sjúklingum í Ruanda o.s.frv.
Svo voru nokkur frekar freaky atriði eins og internet leikskóli... leikskólinn er með videotökuvélar út um allt svo það sé hægt að fylgjast með öllu sem á sér stað þar. Foreldranir fá lykilorð og geta skráð sig inná svæðið og fylgst með börnunum sínum í leikskólanum... og þetta er hugsað svo að foreldrarnir geti verið meiri þáttakendur í lífi barna sinna, viti að það er ekki farið illa með þau á daginn og til þess að þau hafi eitthvað um að tala við börnin þegar þau koma heim.... mér finnst eitthvað rangt við þetta ef foreldrar þurfa ða fylgjast með krökkunum sínum á vefmyndavél til að vita hvað er að gerast í lífi þeirra...
Annað var "long distance mam" hún bjó í annarri borg en maðurinn og litli sonur hennar en henni fannst það sko ekkert vandamál... húsið er bara búið video vélum sem hún getur skoðað hún getur talað við krakkann í gegnum tölvu, hjálpað honum með heimalærdóminn, lesið fyrir hann sögur fyrir svefninn og sagt honum í hvað hann á að fara á morgnanna þar sem hún vaknar alltaf með honum.... mér finnst þetta líka afar sérstakt heimilslíf.
Allavega mér fannst þetta afar áhugavert, heimurinn er greinilega mun tölvuvæddari en ég hélt og ég sem nánast bý á netinu í skólanum heima og hér, er í námskeiði sem er bara kennt í tölvu og nota skype í samskiptum við alla heima, facebook og msn við alla hina bæði sem eru með mér hér í Mexíkó og staðsettir annarsstaðar í heiminum.
Ég kaupi flugmiða, rútumiða plana ferðalög og afla mér upplýsinga um allt á netinu... ég meina hver nennir á bókasafn eða fletta upp í orðbók lengur...
semsagt bý á netinu í grófum dráttum... ég og Alex vinur minn sitjum t.d. núna í sitthvorri tölvunni á þráðlausa netinu mínu ég að skrifa blogg og hann að spjall við aðra vini okkar... en ekki tölum við saman...
en mér eiginlega blöskraði við að lesa um internet leikskólann... samskipti á tölvuvæddu formi eru góð og gilt upp að vissu marki... sumt fer yfir strikið
Allavega smá bull
hafið það gott elskurnar
sé ykkur
Thursday, January 22, 2009
Sunday, January 18, 2009
Byrjun skólaársins
Skólinn er byrjaður af fullum krafti og ég held að kennarar skólans hafi haldið fund milli jóla og nýárs um að vera óeðlilega ströng þetta árið, fyrsta skólavikan innihélt ótrúleg atvik sem mér finnst ekki eiga heima í háskóla:
- Einn fékk skróp þar sem hann mætti mínútu of seint í tíma (við megum skrópa 4 sinnum í hverjum áfanga)
- Vinkona mína var skömmuð af því að hún spurði hvað eitt orð þýddi og var bent á að far í spænsku áfanga stigi neðar...
- Bekkjarfélaga var ekki hleypt inní tíma 10 mínútum of seint, mætti of seint þar sem hann festist í umferð.
- Annar fékk ekki að fara á klósettið, þar sem ekki var um neyðartilvik að ræða ... hvað er neyðartilvik, er eitthvað sem við höfum ekki enn fundið út, pissa telst allavega ekki neyðartilvik.
- Vikonu minni var refsað þar sem hún mætti ekki í fyrsta tíma annarinnar, mætti ekki þar sem hún var ekki skráð í áfangan... var tekin upp fyrir framan bekkinn og eiginlega skömmuð...
Ég bara hreinlega skil ekki hvað er í gangi þarna, mér finnst að fólk sem er í háskóla og er tvítugt og eldra ætti að fá að bera smá ábyrgð á gjörðum sínum... allavega að læra það ef þú mætir ekki í tíma lendirðu í vandræðum.... ekki af því að þú ert búin með skrópin þín heldur af því að þú kannt ekki námsefnið þegar kemur að prófi...
Mér finnst líka fáránlegt að þurfa að biðja um leyfi til að fara á klósettið (það eru reyndar afskaplega fáir kennarar sem ætlast til þess)fólk ætti að vera nógu þroskað til að fara á klósettið þegar það þarf þess ekki bara til að spjalla í símann eða taka pásu frá tímanum.
En svo er það líka það að langflestir nemendur skólans eru af hæstu stétt hér í Mexíkó og hafa aldrei á æfinni sinni þurft að taka ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og mörg þeirra eru send í skólann þar sem að þetta er flott nafn, ekki af því að þeim langar til að læra. Svo að já til þess að einhverjir aðrir en skiptinemarnir mæti í tíma þá er þetta ógulega stundvísis kerfi í gangi... Er samt nett pirruð yfir þessu stundum, sérstaklega þar sem strætókerfið hér í borg er kannski ekki alveg það besta í heiminum og ef bílstjórinn nennir ekki að stoppa þá bara keyrir hann framhjá þér... sem er vandamál ef þrír í röð gera það þá ertu alltof seinn í skólann alveg sama hversu snemma þú ferð út úr húsi...ekkert tillit tekið til þess. Jæja þetta er svo sem ekkert svo mikið mál er aðalega húndfúl útí kennarann sem leyfir ekki klósett ferðir :)
Að öðru leiti hefur önnin byrjað vel, námskeiðin sem ég valdi virðast skemmtileg, frekar fjölbreytt og það eru eldri krakkar með mér á þessum námskeiðum svo það er miklu meiri agi í tímunum og miklu meiri kröfur gerðar til nemanda sem er bara frábært. Ég tek líka allt á spænsku og þau námskeið virðast vera betri en þau sem eru á ensku, þessi á ensku eru frekar auðveld og ekki nógu miklar kröfur gerðar til nemanda en þau sem eru á spænsku eru góð.
Við "gömlu" skitpinemarnir eru núna að vinna í því að kynnast "nýju" skiptinemunum sem er ekki að ganga neitt svakavel þar sem þau svona eru búin að mynda sína hópa og við þekkjumst fyrir svo þetta er svolítið skrítið en er allt að koma :)
Það er líka búið að vera svo gaman að hitta alla eftir jólafrí og heyra hvað allir gerðu þar sem eiginlega ekkert okkar vorum í sama landinu. Ein fór heim til Kanada í kaldasta vetur sem hefur mælst þar -30 til -35 uppá dag.... henni finnst svo heitt hér meðan ég og finninn vöfðum okkur inní ullartrefla og fórum í hanska og var samt kalt...
Núna er kaldasta tímabil ársin, ég klæði mig í helming fatnaðarins sem ég á hér til að reyna að halda á mér hita á morgnanna og sakna mikið converse strigaskónna minna sem dóu í ferðalaginu okkar... og hef stundum velt fyrir mér afhverju ég tók ekki með mér eitt stykki jakka og lokaða skó... en það fer að hlýna eftir einn - tvo mánuði og þá verða jakkar og lokaðir skór eitthvað sem skiptir ekki máli.
En hérna er bara kalt á morgnanna og mjög seint á kvöldin, um miðjan daginn er 25°C... svo það er erfitt finnst mér að klæða mig hér :)
Hin venjubundna rútína er að komast í gang, skóli, ræktin, hitta krakkana, læra, elda venjulegan kvöldmat... og bara gera svona reglubundna hluti... mér finnst það ljúft núna eftir flakkið um jólin :)
Sambúðin hjá mér og finnanum gengur bara vel, ég er að verða alveg súper snyrtileg til að reyna að halda í við hann, gengur mun betur um en ég :) Kaffivélin er tildæmis þvegin svona tvisvar á dag...
Ég enda oftast á því að elda kvöldmat og hann vaskar upp og á frídögum þá vaknar hann oftast á undan mér fer í búðina og eldar morgunmat, svo ég vakna upp við matarlykt, helli upp á kaffi (hann gerir það aldrei bíður frekar eftir að ég vakni til að gera það)og nýt þess að borða helgar-morgunmat, sem er mín uppáhalds máltíð :) Ljúfa líf...
En já þar sem mér hefur einhvernveginn tekist að skrifa þetta mikið um ekkert þá ætla ég að fara að gera eitthvað af viti t.d. læra eða eitthvað álíka gáfulegt :)
Bið kærlega að heilsa heim
Bkv helgar-letibykkjan
- Einn fékk skróp þar sem hann mætti mínútu of seint í tíma (við megum skrópa 4 sinnum í hverjum áfanga)
- Vinkona mína var skömmuð af því að hún spurði hvað eitt orð þýddi og var bent á að far í spænsku áfanga stigi neðar...
- Bekkjarfélaga var ekki hleypt inní tíma 10 mínútum of seint, mætti of seint þar sem hann festist í umferð.
- Annar fékk ekki að fara á klósettið, þar sem ekki var um neyðartilvik að ræða ... hvað er neyðartilvik, er eitthvað sem við höfum ekki enn fundið út, pissa telst allavega ekki neyðartilvik.
- Vikonu minni var refsað þar sem hún mætti ekki í fyrsta tíma annarinnar, mætti ekki þar sem hún var ekki skráð í áfangan... var tekin upp fyrir framan bekkinn og eiginlega skömmuð...
Ég bara hreinlega skil ekki hvað er í gangi þarna, mér finnst að fólk sem er í háskóla og er tvítugt og eldra ætti að fá að bera smá ábyrgð á gjörðum sínum... allavega að læra það ef þú mætir ekki í tíma lendirðu í vandræðum.... ekki af því að þú ert búin með skrópin þín heldur af því að þú kannt ekki námsefnið þegar kemur að prófi...
Mér finnst líka fáránlegt að þurfa að biðja um leyfi til að fara á klósettið (það eru reyndar afskaplega fáir kennarar sem ætlast til þess)fólk ætti að vera nógu þroskað til að fara á klósettið þegar það þarf þess ekki bara til að spjalla í símann eða taka pásu frá tímanum.
En svo er það líka það að langflestir nemendur skólans eru af hæstu stétt hér í Mexíkó og hafa aldrei á æfinni sinni þurft að taka ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og mörg þeirra eru send í skólann þar sem að þetta er flott nafn, ekki af því að þeim langar til að læra. Svo að já til þess að einhverjir aðrir en skiptinemarnir mæti í tíma þá er þetta ógulega stundvísis kerfi í gangi... Er samt nett pirruð yfir þessu stundum, sérstaklega þar sem strætókerfið hér í borg er kannski ekki alveg það besta í heiminum og ef bílstjórinn nennir ekki að stoppa þá bara keyrir hann framhjá þér... sem er vandamál ef þrír í röð gera það þá ertu alltof seinn í skólann alveg sama hversu snemma þú ferð út úr húsi...ekkert tillit tekið til þess. Jæja þetta er svo sem ekkert svo mikið mál er aðalega húndfúl útí kennarann sem leyfir ekki klósett ferðir :)
Að öðru leiti hefur önnin byrjað vel, námskeiðin sem ég valdi virðast skemmtileg, frekar fjölbreytt og það eru eldri krakkar með mér á þessum námskeiðum svo það er miklu meiri agi í tímunum og miklu meiri kröfur gerðar til nemanda sem er bara frábært. Ég tek líka allt á spænsku og þau námskeið virðast vera betri en þau sem eru á ensku, þessi á ensku eru frekar auðveld og ekki nógu miklar kröfur gerðar til nemanda en þau sem eru á spænsku eru góð.
Við "gömlu" skitpinemarnir eru núna að vinna í því að kynnast "nýju" skiptinemunum sem er ekki að ganga neitt svakavel þar sem þau svona eru búin að mynda sína hópa og við þekkjumst fyrir svo þetta er svolítið skrítið en er allt að koma :)
Það er líka búið að vera svo gaman að hitta alla eftir jólafrí og heyra hvað allir gerðu þar sem eiginlega ekkert okkar vorum í sama landinu. Ein fór heim til Kanada í kaldasta vetur sem hefur mælst þar -30 til -35 uppá dag.... henni finnst svo heitt hér meðan ég og finninn vöfðum okkur inní ullartrefla og fórum í hanska og var samt kalt...
Núna er kaldasta tímabil ársin, ég klæði mig í helming fatnaðarins sem ég á hér til að reyna að halda á mér hita á morgnanna og sakna mikið converse strigaskónna minna sem dóu í ferðalaginu okkar... og hef stundum velt fyrir mér afhverju ég tók ekki með mér eitt stykki jakka og lokaða skó... en það fer að hlýna eftir einn - tvo mánuði og þá verða jakkar og lokaðir skór eitthvað sem skiptir ekki máli.
En hérna er bara kalt á morgnanna og mjög seint á kvöldin, um miðjan daginn er 25°C... svo það er erfitt finnst mér að klæða mig hér :)
Hin venjubundna rútína er að komast í gang, skóli, ræktin, hitta krakkana, læra, elda venjulegan kvöldmat... og bara gera svona reglubundna hluti... mér finnst það ljúft núna eftir flakkið um jólin :)
Sambúðin hjá mér og finnanum gengur bara vel, ég er að verða alveg súper snyrtileg til að reyna að halda í við hann, gengur mun betur um en ég :) Kaffivélin er tildæmis þvegin svona tvisvar á dag...
Ég enda oftast á því að elda kvöldmat og hann vaskar upp og á frídögum þá vaknar hann oftast á undan mér fer í búðina og eldar morgunmat, svo ég vakna upp við matarlykt, helli upp á kaffi (hann gerir það aldrei bíður frekar eftir að ég vakni til að gera það)og nýt þess að borða helgar-morgunmat, sem er mín uppáhalds máltíð :) Ljúfa líf...
En já þar sem mér hefur einhvernveginn tekist að skrifa þetta mikið um ekkert þá ætla ég að fara að gera eitthvað af viti t.d. læra eða eitthvað álíka gáfulegt :)
Bið kærlega að heilsa heim
Bkv helgar-letibykkjan
Wednesday, January 14, 2009
Fyrstu dagar annarinnar
Halló halló
Jæja eftir gott jólafrí og ferðalag þá er lífið að komast í sinn vanagang. Ingibjörg er farin og kærastan hans Antti líka svo við erum bara tvö í kotinu núna. Var frekar tómlegt að yfigefa Ingibjörgu á flugvellinum og fara ein með rútunni heim, var svo feginn þegar ég kom til Guadalajara að geta hitt Antti og spjallað við hann...en nei hann var ekki heima. Hann var svo miður sín þegar kærastan fór að hann gat ekki hugsað sér að vera einn heima og fór að heimsækja einhverja finnska gaura sem búa hérna.
En við erum allavega komin með sjónvarp svo ég hafði smá félagsskap af því þar til hann lét sjá sig.
Svo var það bara beint í skólann á mánudaginn, spænska um morguninn og alþjóðasamskipti eftir það, virkar mjög spennandi kúrs hlakka til að taka hann og svo á þriðjudögum er það spænska of gestión de tecnologías de información sem er humm stjórnun í upplýsinga tækni... er svona að finna nákvæmlega út hvað það er seinnipartinn er það svo markaðsrannsóknir sem er óáhugaverðasti kúrsinn en ég þarf að taka mjög sambærilegan kúrs heima svo ég vona að hann verði metinn þannig. Miðvikudagar eru svo frí...:) og svo er í í einum kúrs sem er kenndur á netinu og hann er stjórnun í e-business, held að þessi og upplýsingatæknin séu mjög spennandi. Mér er aftur á móti farið að sýnast að ég þurfi að halda vel á spöðunum þessa önnina og þurfi að hafa frekar mikið fyrir náminu. Allt er á spænsku nema markaðsrannsóknirnar og þar þurfum við að gera markaðsrannsókn fyrir eitthvað x-fyrirtæki svo hann er hálfur á spænsku. Ég þarf að skila inn um 5-8 skrifuðum blaðsíðum í hverri viku (úr öllum kúrsunum samnalagt) á spænsku auðvitað og í einum þá má ég ekki gera meira en 10 villur þá er helmingur einkuninnar dreginn frá... engin miskun þó að þú sért útlendingur... svo gangi mér vel :)
Það var samt svo gaman að koma til baka og hitta alla krakkana, Ingibjörg hitti nokkra þegar hún var hér, kom með í skólann og svona :) Restin hefur svo verið að týnast inn svo það er bara einn sem vantar núna, Alex elskan en hann er fastur í Perú...aulaðist til að týna vegabréfinu sínu og það gengur ekki alveg nógu vel að fá nýtt...
En já ég ætla að fara að reyna að kaupa mér vatnshana eða hvað sem það kallast svo að ég geti keypt 30L dunka af vatni í staðinn fyrir 10L... og þarf þar af leiðandi að kaupa vatn mun sjaldnar, er ekki ennþá búin að venjast þessu, bull og kjaftæði. Stefni á að gera verð könnun á blöndurum og þeyturum í leiðinni :)
Hafið það gott á nýju ári
Bkv eilítið stressaði skiptineminn
Jæja eftir gott jólafrí og ferðalag þá er lífið að komast í sinn vanagang. Ingibjörg er farin og kærastan hans Antti líka svo við erum bara tvö í kotinu núna. Var frekar tómlegt að yfigefa Ingibjörgu á flugvellinum og fara ein með rútunni heim, var svo feginn þegar ég kom til Guadalajara að geta hitt Antti og spjallað við hann...en nei hann var ekki heima. Hann var svo miður sín þegar kærastan fór að hann gat ekki hugsað sér að vera einn heima og fór að heimsækja einhverja finnska gaura sem búa hérna.
En við erum allavega komin með sjónvarp svo ég hafði smá félagsskap af því þar til hann lét sjá sig.
Svo var það bara beint í skólann á mánudaginn, spænska um morguninn og alþjóðasamskipti eftir það, virkar mjög spennandi kúrs hlakka til að taka hann og svo á þriðjudögum er það spænska of gestión de tecnologías de información sem er humm stjórnun í upplýsinga tækni... er svona að finna nákvæmlega út hvað það er seinnipartinn er það svo markaðsrannsóknir sem er óáhugaverðasti kúrsinn en ég þarf að taka mjög sambærilegan kúrs heima svo ég vona að hann verði metinn þannig. Miðvikudagar eru svo frí...:) og svo er í í einum kúrs sem er kenndur á netinu og hann er stjórnun í e-business, held að þessi og upplýsingatæknin séu mjög spennandi. Mér er aftur á móti farið að sýnast að ég þurfi að halda vel á spöðunum þessa önnina og þurfi að hafa frekar mikið fyrir náminu. Allt er á spænsku nema markaðsrannsóknirnar og þar þurfum við að gera markaðsrannsókn fyrir eitthvað x-fyrirtæki svo hann er hálfur á spænsku. Ég þarf að skila inn um 5-8 skrifuðum blaðsíðum í hverri viku (úr öllum kúrsunum samnalagt) á spænsku auðvitað og í einum þá má ég ekki gera meira en 10 villur þá er helmingur einkuninnar dreginn frá... engin miskun þó að þú sért útlendingur... svo gangi mér vel :)
Það var samt svo gaman að koma til baka og hitta alla krakkana, Ingibjörg hitti nokkra þegar hún var hér, kom með í skólann og svona :) Restin hefur svo verið að týnast inn svo það er bara einn sem vantar núna, Alex elskan en hann er fastur í Perú...aulaðist til að týna vegabréfinu sínu og það gengur ekki alveg nógu vel að fá nýtt...
En já ég ætla að fara að reyna að kaupa mér vatnshana eða hvað sem það kallast svo að ég geti keypt 30L dunka af vatni í staðinn fyrir 10L... og þarf þar af leiðandi að kaupa vatn mun sjaldnar, er ekki ennþá búin að venjast þessu, bull og kjaftæði. Stefni á að gera verð könnun á blöndurum og þeyturum í leiðinni :)
Hafið það gott á nýju ári
Bkv eilítið stressaði skiptineminn
Thursday, January 8, 2009
Komnar til Guadalajara
Halló halló
Við systur komumust loksins til Guadalajara eftir langt ferðalag... tæplega tveggja sólarhringja ferðalag, um 30 tímar í rútum.. geri aðrir betur :)
Síðasta stoppið okkur var Mérida sem er borg á Yucatan-skaganum, við vorum þar í tvo daga en gerðum mest lítið, röltum bara um borgina sem var mjög falleg og versluðum svolítið á sunnudags markaðnum þar. Bara rólegheita stopp áður en við gátum farið heim, þar sem ekki var mikið af lasum rútuplássum þessa dagana.
En rólegheita stoppið endaði með ósköpum... rútan átti að fara 22:30 um kvöldið og við vorum búnar að dunda okkur við ekki neitt allan daginn bara hafa það kammó og rölta um og svona. En þegar kom að því að fara og panta leigubíl á rútustöðina... þá fór bara allt úr skorðum. Til að byrja með var enginn laus leigubíll í allri borginni þannig að við rukum út af hostelinu svo við myndum nú ná á réttum tíma í rútuna.... á miðri leið þangað fattaði Ingibjörg að við gleymdum að taka 200 pesóa (1800kr)depositið (óskum eftir betra orði) og við vorum nú hálf reiðar yfir því þar sem við vorum bara búnar að dunda okkur allan daginn.... en allavega það náði ekki lengra þar sem það voru um 10 mínútur í brottför og við bara reyndum að pirra okkur ekki meira á því....svo fórum við að spá í hvar myndavélarnar okkar hefðu nú endað.... og föttuðum þá með skelfingu að sú taska varð eftir á hostelinu (fimm mínútur í brttför).... þá greip Ástý til sinna ráða og hringdi á hostelið, alveg í panic, og var lofað að taskan yrði send til okkar. Heyriði, hún beið úti í fimm mínútur og enginn lét sjá sig.... þá kom Ingibjörg og heimtaði að Ástý myndi hringja aftur núna og sjá hvað væri nú í gangi (fimm mínútna seinkun á rútu ný tilkynnt) og hún hringir og taskan bíður bara ennþá í rólegheitunum í móttökunni... við spyrjum hvort að það sé hægt að fed-exa þetta til Guadalajara þar sem að rútan væri bara að fara... en nei það var ekki möguleiki... svo nú voru góð ráð dýr.... konan frá rútfyrirtækinu leituð uppi og mál útskyrð mjög hratt en nún gat lítið gert svo Ingibjörg beið við útganginn (tilbúin að hoppa fyrir rútuna) á meðan Ástý ræðst á aumingja leigubílstjóra og heimtaði að það yrði keyrt HRATT !!!! á hostelið (ca.sex mínútur til stefnu) og þessi elska hlýddi, þegar hann sá stressið á stúlkunni, keyrði yfir um það bil 10 rauð ljós og lá á flautunni alla leið....
Níu mínútum seinna Ingibjörg nánast að gráta úr sér augun við spænsku mælandi rútu konunua... sem spurði stanslaust tu hermana tu hermana (systir þín) og svaraði einverju á ensku sem skildist ekki vel. Á þessum tíma var rútan full og bílstjórinn að fá sér sæti. Konan rauk út.... og augnabliki seinna mætti Ástý á svæðið með öndina í hálsinum (og töskuna) og sannfærð um að rútan væri farinn..... fólkinu í kringum Ingibjörgu létti stórlega þegar hin systirin kom og við HLUPUM út í rútu.....15 sekúndum seinna var lagat af stað, andstuttur og taugaveiklaðar systur mættar í sætin sín og sofnuðu ekki næsta klukkutíman eftir rólegheita dvölina í Mérida.
En nú erum við komnar til Guadalajara eftir langt ferðalag, rútuferðirnar gengu nú bara ótrulega vel og voru frekar áreynslu lausar...mikið sofið og horft á talsettar bíómyndir Ingibjörgu til mikillar gleði :)
Í gærkvöldi höfðum við samband við hann Jorge, vin okkar frá ævintýraferðinni í Chiapas, og drógum hann með okkur á Lucha Libre, sem er einskonar fjölbragða glíma... en samt meiera eins og fyrir fram ákveðinn leikþáttur...ekkert blóð eða brotinn bein. Byggist meira á tækni, acrobat (fimleikum) og að ná að skapa caracter sem nær til áhorfendanna...hummm svolítið erfitt að útsýra en hér er linkur sem sýnir video
http://www.youtube.com/watch?v=cLxHW0XzvSg
Pínu langt en þið sjáið út á hvað sýninginn gengur..en sýninginn er bara brot af heildar sýningunni (showinu) stór hluti er áhorfendur sem öskra sig hása bæði á keppendur og aðra áhorfendur. Þar sem Mexíkanar eru svo miklir herramenn þá keypti Jorge miða í bestu sætum handa okkur systrum og sagði okkur vinsamlegast að sitja bara svo að það yrði ekki öskrað, blístrað á ljóshærðu dömurnar...sem við hlýddum :)
Í dag áttum við bara rólegheita dag hér í Guadalajara í dag röltum um bæinn og erum að fara hitta nokkra vini Ástýjar í kvöld.. svo er bara stefnan tekin á ströndina svo Ingibjörg geti unnið í taninu fyrir heimkomuna :)
heyrumst
Við systur komumust loksins til Guadalajara eftir langt ferðalag... tæplega tveggja sólarhringja ferðalag, um 30 tímar í rútum.. geri aðrir betur :)
Síðasta stoppið okkur var Mérida sem er borg á Yucatan-skaganum, við vorum þar í tvo daga en gerðum mest lítið, röltum bara um borgina sem var mjög falleg og versluðum svolítið á sunnudags markaðnum þar. Bara rólegheita stopp áður en við gátum farið heim, þar sem ekki var mikið af lasum rútuplássum þessa dagana.
En rólegheita stoppið endaði með ósköpum... rútan átti að fara 22:30 um kvöldið og við vorum búnar að dunda okkur við ekki neitt allan daginn bara hafa það kammó og rölta um og svona. En þegar kom að því að fara og panta leigubíl á rútustöðina... þá fór bara allt úr skorðum. Til að byrja með var enginn laus leigubíll í allri borginni þannig að við rukum út af hostelinu svo við myndum nú ná á réttum tíma í rútuna.... á miðri leið þangað fattaði Ingibjörg að við gleymdum að taka 200 pesóa (1800kr)depositið (óskum eftir betra orði) og við vorum nú hálf reiðar yfir því þar sem við vorum bara búnar að dunda okkur allan daginn.... en allavega það náði ekki lengra þar sem það voru um 10 mínútur í brottför og við bara reyndum að pirra okkur ekki meira á því....svo fórum við að spá í hvar myndavélarnar okkar hefðu nú endað.... og föttuðum þá með skelfingu að sú taska varð eftir á hostelinu (fimm mínútur í brttför).... þá greip Ástý til sinna ráða og hringdi á hostelið, alveg í panic, og var lofað að taskan yrði send til okkar. Heyriði, hún beið úti í fimm mínútur og enginn lét sjá sig.... þá kom Ingibjörg og heimtaði að Ástý myndi hringja aftur núna og sjá hvað væri nú í gangi (fimm mínútna seinkun á rútu ný tilkynnt) og hún hringir og taskan bíður bara ennþá í rólegheitunum í móttökunni... við spyrjum hvort að það sé hægt að fed-exa þetta til Guadalajara þar sem að rútan væri bara að fara... en nei það var ekki möguleiki... svo nú voru góð ráð dýr.... konan frá rútfyrirtækinu leituð uppi og mál útskyrð mjög hratt en nún gat lítið gert svo Ingibjörg beið við útganginn (tilbúin að hoppa fyrir rútuna) á meðan Ástý ræðst á aumingja leigubílstjóra og heimtaði að það yrði keyrt HRATT !!!! á hostelið (ca.sex mínútur til stefnu) og þessi elska hlýddi, þegar hann sá stressið á stúlkunni, keyrði yfir um það bil 10 rauð ljós og lá á flautunni alla leið....
Níu mínútum seinna Ingibjörg nánast að gráta úr sér augun við spænsku mælandi rútu konunua... sem spurði stanslaust tu hermana tu hermana (systir þín) og svaraði einverju á ensku sem skildist ekki vel. Á þessum tíma var rútan full og bílstjórinn að fá sér sæti. Konan rauk út.... og augnabliki seinna mætti Ástý á svæðið með öndina í hálsinum (og töskuna) og sannfærð um að rútan væri farinn..... fólkinu í kringum Ingibjörgu létti stórlega þegar hin systirin kom og við HLUPUM út í rútu.....15 sekúndum seinna var lagat af stað, andstuttur og taugaveiklaðar systur mættar í sætin sín og sofnuðu ekki næsta klukkutíman eftir rólegheita dvölina í Mérida.
En nú erum við komnar til Guadalajara eftir langt ferðalag, rútuferðirnar gengu nú bara ótrulega vel og voru frekar áreynslu lausar...mikið sofið og horft á talsettar bíómyndir Ingibjörgu til mikillar gleði :)
Í gærkvöldi höfðum við samband við hann Jorge, vin okkar frá ævintýraferðinni í Chiapas, og drógum hann með okkur á Lucha Libre, sem er einskonar fjölbragða glíma... en samt meiera eins og fyrir fram ákveðinn leikþáttur...ekkert blóð eða brotinn bein. Byggist meira á tækni, acrobat (fimleikum) og að ná að skapa caracter sem nær til áhorfendanna...hummm svolítið erfitt að útsýra en hér er linkur sem sýnir video
http://www.youtube.com/watch?v=cLxHW0XzvSg
Pínu langt en þið sjáið út á hvað sýninginn gengur..en sýninginn er bara brot af heildar sýningunni (showinu) stór hluti er áhorfendur sem öskra sig hása bæði á keppendur og aðra áhorfendur. Þar sem Mexíkanar eru svo miklir herramenn þá keypti Jorge miða í bestu sætum handa okkur systrum og sagði okkur vinsamlegast að sitja bara svo að það yrði ekki öskrað, blístrað á ljóshærðu dömurnar...sem við hlýddum :)
Í dag áttum við bara rólegheita dag hér í Guadalajara í dag röltum um bæinn og erum að fara hitta nokkra vini Ástýjar í kvöld.. svo er bara stefnan tekin á ströndina svo Ingibjörg geti unnið í taninu fyrir heimkomuna :)
heyrumst
Saturday, January 3, 2009
Nýtt ár
Kaeru vinir og vandamenn
Gledilegt ár og takk fyrir tad gamla :)
Árid hefur bara byrjad vel hér í Mexíkó. EYddum gamlárskvoldi med nokkrum vinum frá Guadalajara og hinum og tessum hédan og tadan ùr heiminum. Fengum okkur Mexíkóskan mat, fórum svo í eitthvad strandarpartý sem átti ad vrea super cool.... en var eiginlega bara hálf lélegt tar sem tad var ekki haegt ad fara á strondina nema ad yfirgefa partyid. En vid gerdum tad og vorum ásamt okkar sundurleita hópi á strondinni ad telja nidur sekúndurnar fram ad midnaetti... og svo var skálad og allir nýju vinirnir kysstir í bak og fyrir :)
Svo var tetta party eiginlega var ekkert skemmtilegt svo vid fórum bara snemma fengum okkur ad borda, kíktum í smástund á eitthvad diskó í baenum og donsudum smá... vorum einu ferdamennirnir tar :) og svo vorum vid bara komin í baelid um trjúleitid.
Allir voknudu eldhressir á nýársdag og vid fórum saman ad skoda maya rústir, Tulum heita taer. Taer eru alveg vid strondina og tad er bara rosa fallegt tarna ì kring, ef vid hefdum vverid mayar hefdum vid viljad bùa tarna, frekar en ì midjum regnskòginum. Svo var nýja árinu fagnad á strondinni tangad til ad sólin hvarf bak vid ský...
HOostelid tarna var eiginlega bara ógedslegt, tad er herbergin. Tau voru einhvers konar strákofar, med engu plàssi og fullir af poddum. Og teim finnst Ingibjorg ekki lítid gód svo hún greyid er útbitin og bólgin eftir tad. Tad var lìka RISASTÓR lodin konguló inn á badherberginu okkar, hún hefur verid án tess ad ýkja 4-5cm í tvermál... vid fundum onnur klósett..
Frá Tulum fórum vid til Chitzen Itza sem eru adrar rùstir en rodin tar var svona um tveir tímar í midakaup og adrir einn tveir til ad komast inn svo vid nenntum eki í túristana og héldum bara áfram til Mérida. Sü borg er gullfalleg og skemmtileg og vid aetlum ad vera hér tangad til annad kvold tá forum vid í maraton rútuferd til Guadalajara...22 tímar til Mexíkó borgar og tadan adrir 7 til GDL..... okkur kvídur innilega fyrir tví en vid reynum bara ad sofa og horfa á sjónvarp eda eitthvad :)
Annars bidjum vid ad heilsa í bili er búin med tímann minn hér :/
heyrumst
Gledilegt ár og takk fyrir tad gamla :)
Árid hefur bara byrjad vel hér í Mexíkó. EYddum gamlárskvoldi med nokkrum vinum frá Guadalajara og hinum og tessum hédan og tadan ùr heiminum. Fengum okkur Mexíkóskan mat, fórum svo í eitthvad strandarpartý sem átti ad vrea super cool.... en var eiginlega bara hálf lélegt tar sem tad var ekki haegt ad fara á strondina nema ad yfirgefa partyid. En vid gerdum tad og vorum ásamt okkar sundurleita hópi á strondinni ad telja nidur sekúndurnar fram ad midnaetti... og svo var skálad og allir nýju vinirnir kysstir í bak og fyrir :)
Svo var tetta party eiginlega var ekkert skemmtilegt svo vid fórum bara snemma fengum okkur ad borda, kíktum í smástund á eitthvad diskó í baenum og donsudum smá... vorum einu ferdamennirnir tar :) og svo vorum vid bara komin í baelid um trjúleitid.
Allir voknudu eldhressir á nýársdag og vid fórum saman ad skoda maya rústir, Tulum heita taer. Taer eru alveg vid strondina og tad er bara rosa fallegt tarna ì kring, ef vid hefdum vverid mayar hefdum vid viljad bùa tarna, frekar en ì midjum regnskòginum. Svo var nýja árinu fagnad á strondinni tangad til ad sólin hvarf bak vid ský...
HOostelid tarna var eiginlega bara ógedslegt, tad er herbergin. Tau voru einhvers konar strákofar, med engu plàssi og fullir af poddum. Og teim finnst Ingibjorg ekki lítid gód svo hún greyid er útbitin og bólgin eftir tad. Tad var lìka RISASTÓR lodin konguló inn á badherberginu okkar, hún hefur verid án tess ad ýkja 4-5cm í tvermál... vid fundum onnur klósett..
Frá Tulum fórum vid til Chitzen Itza sem eru adrar rùstir en rodin tar var svona um tveir tímar í midakaup og adrir einn tveir til ad komast inn svo vid nenntum eki í túristana og héldum bara áfram til Mérida. Sü borg er gullfalleg og skemmtileg og vid aetlum ad vera hér tangad til annad kvold tá forum vid í maraton rútuferd til Guadalajara...22 tímar til Mexíkó borgar og tadan adrir 7 til GDL..... okkur kvídur innilega fyrir tví en vid reynum bara ad sofa og horfa á sjónvarp eda eitthvad :)
Annars bidjum vid ad heilsa í bili er búin med tímann minn hér :/
heyrumst
Subscribe to:
Posts (Atom)