Hola a todos
Ég hef verið heldur löt við að skrifa upp á síðkastið en stefni á að reyna að bæta úr því á næstunni. Lofa engu en það er markmiðið :)
Síðan síðast þá er ekkert svo sem mjög markvert búið að gerast... Það voru próf í vikunni eftir að við fórum á ströndina og ég gerði eiginlega ekkert nema að læra... það var svolítið erfitt að læra bara á spænsku, var orðin frekar þreytt í endann á vikunni :) Prófin gengu reyndar bara vel var með yfir 83 í öllu og ef ég held því áfram út önnina þá fæ ég auka viku af fríi... sem væri frábært :) Ekki það að ég hafi einvher svaka ferðaplön en ef ske kynni að ég færi eitthvað er gott að hafa auka frí upp á að hlaupa.
Valentínusar dagur er haldinn hér í Mexíkó með prompi og pragt.... ekkert nema hjörtu og pör út um allt alla vikuna, við einhleypingarnir hérna vorum eiginlega búin að fá nóg að allri þessari rómantík :) Einn vinur minn, einhleypur, hélt Valentínusar partý og bauð upp á súkkulaði fondu, jarðaber, freyðivín og fleira gotterí. Það var ægilega gaman hjá okkur þarna þarna í the fabulous singles party... enda vorum við öll fabulous and beautiful.
Í síðustu viku komu Saskia og Kate vinkonur mínar frá Ástralíu til baka til Guadalajara og við fórum öll saman út að borða á Libanönskum veitingastað... það var svo góður matur ég hef ekki borðað neitt í líkingu við þetta síðan ég kom hingað, tabule og fleira sem ég gleymdi jafnóðum hvað heitir en er ógurlega gott :) Mjög góð tilbreyting frá Pizzum, salati og tacos... stefni svo að á að fara þangað aftur.
En allavega það var frábært að hitta stelpurnar aftur, verst að þær voru hérna bara í einhverja fjóra daga, og svo var stefnan tekin á Carnival í Mazatlan...
Charles vinur minn frá Englandi kom svo hingað á miðvikudag í síðustu viku, og kom með mér til Mazatlan á Carnival um helgina. Við vorum 16 held í heildina sem fórum saman, svo þetta var frekar stór hópur. Mazatlan er bær um sex tíma norður héðan við ströndina. Mér finnst bærinn mjög skemmtilegur, mikið af gömlum húsum, litlum torgum og sjávarsíðan eða Malecoun er æðisleg. Hún liggur við ströndina meðfram öllum bænum, eða meðfram öllum bænum við ströndina.... við röltum niður með henni á laugardaginn og tókum svona 15 pásur á leiðinni og hlógum af einkennilegum styttum af nöktu fóki í mjög svo einkennilegum hlutföllum, og slatta af hörfungum sem já var gaman að hlægja af líka :)
Charles átti afmæli á föstudeginum en eitthvað lítið varð af, þar sem við komum til Mazatlan snemma um daginn og hin voru að týnast inn fram eftir kvöldi.. svo á laugardaginn þegar hann var eitthvað þreyttur, þá skelltum ég ég tvær vinkonur mínar okkur í risastóran súpermarkað og keyptum köku og kerti handa honum og flösku af góðu tequila. Svo hittumst við öll fyrir framan hótelið (reyndar fyrir tilviljun við vorum bara búnar að tala við nokkra) og komum honum á óvart með afmælissöng og köku... held að hann hafi verið ánægður með það, vona það allavega :)
Carnival gekk sinn vanagang skrúðgöngur flugeldasýningar og meira djamm en nokkrum manni er heilbrigt... :s Hótelið okkar var við aðaldajamm götuna, svo það voru 4 stór svið með mismunandi tónlistar mönnum og stefnum í gangi a hverju einu þeirra þar að auki voru nokkrir klúbbar og veitingastaðir sem hver og einn hafði sína eigin hátalara fyrir utan með hverri þeirri tónlist sem hugsast getur svo, þetta var bara nokkuð fjölbreyttur hávaði. Held að það sé besta lýsingin :) Það var líka hummm hvað heitir það svona gervi naut sem er hægt að setjast á og það hendir manni af, nánast við dyrnar. Þau voru nokkur sem skelltu sér á bak en hann var frekar rólegur svo að þetta var ekkert svo spennandi, en einstaklingarnir sem fóru á bak voru þeim mun skrautlegri.
Ég held að það ætti einhver að koma til Mexíkó og kenna heimamönnum að gera flugeldasýningu, hjálparsveitin heima er bara nokkuð góð í þessu :) Þeir voru með fjórar mismunandi skotstöðvar, ein á ströndinni, ein til hægir við ströndina, önnur til vinstri og sú fjórða skip frekar langt úti. Skipið allavega byrjaði svo voru einhver nokkur gosblys á ströndinni, og sprengjur svona sittá hvað eða bæði hægra og vinstra megin og meðan það voru svaka gullregns sprengjur eða hva þetta heitir þar... þá voru nokkur blys í gangi á skipinum sem enginn sá þar sem stóru sprengjunar tóku alla athyglina... og þetta var allt eitthvað svona á mis það var ekki hægt að horfa bara í eina átt til að sjá heldur þurfti maður að hafa sig allan við til að ná að sjá helminginn.... var afar athyglisvert spurning hvort að björgunarsveitirnar skelli sér ekki bara út á næsta ári og redda þessu :)
Skrúðgangan var bara ágætt, mikið af litskrúðugum vögnum, upplýstum og dansandi fólki. Munurinn hér og á Brasilíu er mikill jafnvel þó að ég sá bara litla skrúðgöngu þar... hér þá er þetta mikið krakkar og fjölskyldur að dansa, í Brasilíu þá voru þetta meira ungt fólk og miklu meiri nekt og sensuality í allri sýningunni, þetta á ekki að hljóma eins og einhver klámsýning en samba og Brasilía og krakkar og Mexíkó þið sjáið muninn.
Ég fór og heimsótti frænku mína sem býr í Mazatlan, það var ánægjulegt svo gaman að tala íslensku :) Hún sótti mig niður í bæ og við fórum heim til hennar og hittum börn, barnabörn og tengdasyni og dætur og svo fórum við á sjávarrétta stað að borða. Var bara mjög ánægjulegt að hitta fjölskyldu og íslending :)
Sjávarréttir var annað frábært við Mazatlan, ég borðaði svo mikið af rækjum, skelfisk og fisk... þetta var paradís :)
Svo lá bara leið heim aftur til Guadalajara, skóli á nýjan leik og Charles farinn til Kúbu... og já raunveruleikinn tekinn við af glans og glamúr
Hafði það gott elskurnar bið að heilsa ykkur
Bkv fisk-svangi skiptineminn (breyttist ekki eftir helgina)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Forusta aftur í mínum höndum..Guð hvað ég var búin að sakna þess að fá ekki blogg frá þér.
Gaman að heyra um æfintírin þín. Heðan er allt fínt að frétta svolítil kreppa í öllu. Huggó að hafa eina stelpu heima við nú erum við að borða saman hafragraut.
Gangi þér vel með lærdóminn og megir þú eiga sem mest af fríum.Gaman að þú hittit Kristínu og fjölskyldu. Tala þau öll íslensku? alla vega Takk ástin mín fyrir bloggið ég sakna þín og langar óskaplega að heimsækja þig. kv ...
Þú ert góð og yndisleg stúlka og til hamingju með hvað þér gengur vel, engin furða góðar ættir í allar áttir. Milið var gaman að þú hittir frænku og þitt og hennar skyldulið. Hún er án efa orðin mikill mexíkani í sér. Bestu kveðjur og upp með húmorinn eins og alltaf. Amma fór í grindarbols aðgerð. Allt gekk upp og hún kemur heim til afa á laugardaginn ef ekkert kemur uppá.
Með elsku og blíðu bestu kveðjur, AFI 'A HELLU.
Gaman að heyra frá þér sys, frábært bogg að venju ;) gæðin fram yfir magnið, I like it :)
Ég hefði alveg verið til í svona singles and fabulous party, en við Fía vorum bara saman fabuous í Frankfurt þennan rauða dag, mjög gaman.
Namm, tabule og fiskur hljómar allt saman frekar vel sem og heimsóknin til frænku.
Hlakka til að heyra í þér
knús og kossar
Post a Comment