Komið heil og sæl allir íslendingar,
Nýr áfangi í dvö minni hér í Mexikó Þriðjudags kvöldið síðasliðið... Þau gömlu höfðu það hingað alla leiðina frá íslandi, í gegnum stórborgina Nýju Jórvík og flugvallar skrípið í Atlanta.... og enduðu heima í Guadalajara :)
Þau skötuhjú voru nú hálf lúin þegar þau komu og fóru bara beint í bælið en vöknuðuð ólíkt hressari um fimmleytið morgunin eftir... og biðu eftir að ég vaknaði á eitlítið mannsæmilegri tíma eða um níu leytið.
Við ákváðum að skella okkur bara beint á bílaleigubíl svo að pabbi gæti sannað ökumannashæfileika sína, ég gæti notið mín í kortalestri og mamma vermir aftursætið og hefur titilinn aftursætisbílstjórinn.
ferðin hjá okkur hefur gegnið svakavel, bílinn enn óklestur og við í heilu lagi. Við byrjuðum á að yfirgefa heimaborg mína Guadalajara og stefndum beint til Guanajuato, sem er colonialbær hér með krókagötum og göngum. Við lentum í eilitlum vandræðum þegar við komum inn í borgina að finna hótelið okkar þar sem þar er varla ein einasta venjulega gata þarna... svo eftir að við keyrðum bara eitthvað þá rákumst við á dreng á vespu sem keyrði á undan okkur og vísaði leiðina í gegnum völundarhús af göngum og einstefnugötum. Við lögðum svo bara bílnum og hreyfðum ekki við honum á meðan á dvöl okkar stóð þarna. Við fórum í bæjarferð þarna á spænsku svo ég tók að mér lutverk túlks og reddaði þeim gömlu :) í þessum túr fundum við út að það erum 15km af göngum undir borginni, og það eru 25 göng sem hafa verið byggð og opnuð milli 1982 og 2008. Ekki vænlegt að rata þarna.
Við fundum afar krúttlegan morgunverðar stað þarna, þar var spiluð klassísk kirkjutónlist, undir bogadregnu þaki, allt var svona gamalt sætt og krúttlegt meir að segja eigandinn passaði inn þarna í svuntu og sætum kjól. Bestu pönnsur í heimi í Mexíkó þarna.
Í gær eða föstudaginn langa yfirgáfum við Guanajuato við eltum þarna einn Mexíkana sem var á hótelinu okkar og leiddi okkur út úr völundarhúsinum og áleiðis til næstu borgar og að lokum var bara erfitt að hrista hann af okkur þar sem við ætluðum að beygja en hann stoppaði og beið eftir okkur :)
Við sáum á leiðinni til Guanajuato styttu mikla upp á fjallstoppi, þetta fannst fjallagörpunum heillandi og stefnan var tekin þagnað, styttan var af honum Cristo Rey eða konungi Jesú. Upp fjallið lá hlaðinn vegur alla leið um 10-15KM, verkamenninrnir voru á hnjánum að gera þennan veg. Það var stanslaus umferð upp og niður sem reyndar gekk bara hratt og vel. Eftir að við höfðum það nánast upp á topp á kagganum, þá lögðum við honum og gengum restina sem var svona 2km og þónokkuð uppí móti. Einhver þreyta var í mannskapnum og nokkrar pásur teknar á leiðinni :S
En þetta hafðist allt á endanum með góðum vilja og já mannvirkið á toppnum var ekki af verri endanum. Það er risastór bygging í boga með torgi í miðjunni og á endanum er risastór kapella með honum Cristo Rey ofan á. Hann er nú enginn smásmíði eða 20m á hæð og um 80 tonn og þar að auki í 2600m hæð, hann var byggður um 1920 ef ég man rétt og tæknin eftir því svo við eiginlega dáumst að þessu verki. Það koma þúsindir pílagríma þarna á hverju ári og enn fleiri í páskavikunni svo við komum á besta tíma. Við vorum einu útlendingarnir þarna held ég bara held að við höfuð séð einn annann. Mexíknanarnir voru allir með vönd af kamillu, við vitum ekki afhverju hef ekki fundið útúr því en það var það sama í Guanajuato allir með vönd af kamillu.
Eftir þennan útúr dúr héldum við áfram til San Miguel de Allende þar sem við njótum lífsins núna, hótelið er bara fínt og núna stefnun við út að skoða bæinn :)
Bestu kveðjur og gleðilega páska
Ferðalangarnir ógurlegu
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Jæja gott að heyra frá ykkur elskurnar okkar!! Við fórum í mat á Hellu á Páskadag og borðuðum þar mjög góðan mat og þar fór afi með okkur til Mexico sýndi okkur þessa litlu krist styttu en við sáum ekki betur en að styttan væri nema 15-20cm! og kíktum einnig í nokkra af þeim bæjum sem ástý og Ingibjörg fóru í um jólin :)
Það er kanski ekki nema von að það hafi gengið hálf illa að finna hótelið og keyra um í öllum þessum göngum og flókheitum þrátt fyrir úrvalslið bílstjóra, aftursætisbílstjóra og kortalesara!!
Annars þurfum við hérna heima að snúa okkur að öðru semsagt taninu, sundlauginni og síðan þarf að fara að huga að endurreisa húsið!!
hafið það gott og pabbi passaðu að ástý tani rétt!!! :D
kveðja frá hvítingjunum heima
Ingibjörg, Eddý og Sunna
Takk fyrir frábært frí elsku Ásthildur mín hlakka til að fá þig heim..
Post a Comment