Tuesday, May 5, 2009

Svínaflesnu frí

vegna svínaflensu var skólum, veitingastöðum, börum og flest öllum samkomustöðum México lokað hreinlega lokað á hagkerfið hér með tilheyrandi tapi, þar að auki tóku allir upp á því að ganga með skurðlæknagrímur til að forðast smit frá sjúkdómi sem smitast með snertingu, munnvatni og ef að einhver skildi hnerra beint framan í þig. Hálfurinn heimurinn gekk af göflunum og heyrðum við hér í svínaflensu landi að íslendingar, finnar og svíar meðal annarra þjóða hópuðust í verslanir og hömstruðu grímur og sótthreinsigel fyrir hendur.

Hluti vina minna var sendur heim með hótunum frá sínum háskólum á fyrsta degi meðan það var ekki einu sinni vitað hvort að eitthvað slæmt væri í gangi eða ekki og það besta var eiginlega að ein vinkona mín frá Hong Kong voru gefnir úrslitakostir frá rískis/borgar stjórninni annað hvort kemurðu heim núna eða ekki...og ferð í sóttkví í viku... Allt þetta útaf 25 dauðsföllum (sem er auðvitað ekkert grín) og 590 staðfestum tilfellum hér í México og 226 staðfestum tilfellum í Bandaríkjunum.

Spurning hvort að fólk hefði átt að draga djúpt andann og hugsa aðeins áður en það gersamlega sleppti sér eða hvort að allar þessar varúðaráðsafanir hafa gert sitt...
Við hérna erum búin að gera svoldið mikið grín af þessu, og vorum að hljæja af því að ef ég skildi koma smituð heim væri hærra hlutfall sýktra á íslandi heldur en er í Méxíkó sem stendur.... og sama stendur fyrir finnana og svíana.
Mexíkanar hafa einnig tekið þessu með smá húmor og má finna í helstu búðum boli með áletruninni " I survived the swineflu 2009" eða "Swineflue 2009" með afar skemmtilegum myndskreytingum.

Ég meðleigjandinn og flestir skiptinemarnir sem eftir vprum ákváðum bara að gefa skít í þetta allt saman og njóta auka skólafrís og skelltum okkur á ströndina í Sayulita. OK gáfum kannski ekki alveg skít í þetta alltsaman ... við fylgdumst með fréttum og vorum tilbúin til að bregðast við hverju sem er ef á skyldi halda. Við komust líka að þeirri niðurstöður að ströndin væri eflaust öruggari staður en 7 milljón manna borg.
Hverju sem því líður þá áttum við alveg hreint frábæra daga á ströndinni í sól og blíðu. Lágum í leti og slöppuðum af í góðra vina hópi, til að halda okkur í formi brugðum við okkur við og við á brimbretti... sumir voru betri en aðrir... en mér tókst að standa upp og er alveg ógurlega stolt af því afreki mínu (þið sem hafið ekki prófað brimbretti skulið prófa of hlægja svo, þið hin megið hlægja strax).
Það var hálfskondið að vera á ströndinni, allt var lokað það er allir vietingastaðir voru bara með take away mat svo marður pantaði beið í hnapp fyrir utan eftir mat og svo settist maður á torgið með öllum hinum að borða... ég er ekki viss um að þetta fyrirkomulag hjálpaði nokkuð með minnkun útbreisðslu flesunnar sem hefur ekki orðið vart á þessu svæði :)

Eftir þetta yndælis aukafrí snérum við aftur til Guadalajara í flensubælið (held samt að þetta svæði sé ennþá nokkuð flesnulaust) og við bæjarmörkin eru básar þar sem maður borgar fyrir hraðbrautina og sjoppa og eitthvað fleira. Þar voru allir stoppaðir og gefið tímarit um flensuna og skráð hvaðan við komum og hvert við stefnum. Þessir starfsmenn voeu allir með grímur en enginn af hinum 150 sem stoppuðu til að fara í sjoppunuar... ég er ekki alveg sannfærð um að þessti herferð skili árangri.
Núna erum við bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á fimmtudag og erum að undirbúa okkur undir próflestur og kveðjutörn. Við gerðum okkur skyndilega grein fyrir að helmingurinn er farinn heim og við hin þurfum að kveðja eftir eina til tvær vikur.... kom algerlega aftan að mér en já það er ekki alveg strax.

Vona að allt sé í góðu standi heima og ekkert vera að hafa áhyggjur ég hef það bara mjög gott hér sem og allir í kringum mig.

Bkv úr svínapestinni ógurlegu, oink oink

5 comments:

Mamma said...

Hlakka til að fá þig heim.Gott að heyra frá þér ..

Leirgerður said...

Oink Oink...

Gaman að heyra frá þér og þó að það sé kveðjutörn að fara að taka við hjá þér, sem ég get rétt ímyndað mér að sé dáldið erfið, þá hlakka ég svo mikið til að fá þig heim.. í morgunmat og kaffi :)

Knús

Sunna said...

EFtir kveðjutörnina færði þó svona "heilsu"törn að hitta alla aftur þegar þú kemur heim :)

Hlakka til að sjá þig Ástý mín

Ingibjörg said...

Gama að heyra frá þér systir!!
Hlakka til að hitta þig í New York beibíí!!!!
og hlakka líka til að þú sért að koma heim til ísland og þá getum við öll fjölskyldan borðað saman en það var einmitt fyrir ári sem við gátum gert það síðast! :)

Leirgerður said...

Já vá, heilt ár síðan.. skrítið..

p.s. loksins fékk ég orð hérna fyrir neðan sem er actually orð :)