Ferðahugurinn er farinn að gera vart við sig, og stressið og kvíðinn er nánast horfinn og spenningurinn og tilhlökkunin að takast á við eitthvað nýtt tekinn yfir.
Ég fékk núna loksins áðan staðfestingu frá skólanum úti, er eiginlega búin að vera að bíða eftir einhverju frá þeim í allt sumar svo það var mikill léttir að heyra að ég á pláss í skólanum og týndist ekki í kerfinu :)
Svo í kvöld er það bara að henda öllu heila klabbinu ofan í tösku, borða góðan mat og njóta síðasta kvöldsins hér heima i bili :)
Á morgun er það svo brottför til Boston, Victorias secret í tæpa tvo daga og svo flogið yfir til Guadalajara, Mexíkó á föstudagskvöld.
Guadalajara er borgin sem ég verð í og hún er í Mexókósku hálöndunum eftir því sem ég kemst næst. Hitastig er milt og gott allan ársins hring og veðursældin víst með einsdæmum :)
Það er hægt að sjá hér á kortinu til hliðar hvar borgin er. Eini gallin sem ég rek augun í undireins er að það er engin strönd... en ég verð bara að vera dugleg að fara þangað svo að ég hafi nú eitthvað smá "tan" þegar ég kem aftur heim á klakann....
Skólinn minn heitir Tecnológico de Monterrey og mér líst bara vel á hann, risastór sýnist mér og lítur afar gæðalega út, og ef að heimasíðan lýgur ekki þá er heilsurækt, sundlaug og ýmislegt fleira í skólanum eða nánasta nágrenni. Svo að það er ekki nóg með að ég mæti heltönuð heim heldur verð ég líka mössuð og ógurlega fit ... :)
Í garðinum er sundlaug og mér finnst þetta allt líta mikið frekar út eins og hótelgarður frekar en skóli...en það má örgugglega venjast því.
En já ég læt heyra eitthvað í mér hér á þessari síðu og frekari lýsing á staðháttum fylgir þegar ég verð komin á svæðið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Góða ferð elskan ég á eftir að sakna þín. Vertu í sambandi.Love
vá en spennandi :) öfunda þig ekkert smá mikið að vera að fara til míns yndislega lands (jú ég á soldið í því... allavega á það soldið í mér )
endilega ef þú vilt kynnast einhverju fólki í Guadalajara eða nálægt þá læturu mig bara vita.. ég á vini þarna í kring og svona.. !!
Guadalajara er frábær borg, stór en mjög falleg..
góða ferð og ég mun hlakka til að sjá myndir og fá fréttir frá þér..
kveðja.
Hrönn Þorkels....
hæ skvís! ég vona að þú hafir ekki lent við hliðina á neinum "óheppilegum":p
Góða skemmtun í Victoria Secrets.. vona að þú villist ekki í þeirri stóru borg!
p.s. síðan er komin í favorites;)
Post a Comment