Ferðin hefur byrjað vel, flugið gekk fínt bara smá ókyrrð, það var enginn röð fyrir eftirlit á flugvellinum, taskan kom frekar fljótt og það tók mig svona í kringum 40 mín. að komast á gistiheimilið mitt. Mikið var nú gott að leggjast uppí rúm um 9 leitið hér þá um 1 heima og fara að sofa. Eini gallinn er sá að ég var glaðvöknuð klukkan sjö í morgun J
Regnhlífin sem ég keypti í morgun er held ég einhver besta fjárfesting sem ég hef lagt í lengi. Veðurspáin laug engu, þrumur og eldingar og dembur með, og svo eiginlega sól á milli þannig að ég er strax komin með nýja línu á axlirnar.
Ég var komin af stað að skoða Boston frekar snemma og rölti nokkra kílómetra í rólegheitunum og tók pásur þegar fór að rigna. Ég fann líka gamlan vin HM og tók einn hring þar og bætti aðeins á fataskápinn og eftir það skellti ég mér í Victorias secret.... það var nú stuð og ég hef aldrei nokkurntíman á ævinni fengið jafn góða þjónustu held ég, allir boðnir og búnir að hjálpa mér og velja handa mér J enda endaði ég með hágæðavörur, renndi kortinu brosandi í gegn og dansaði út... mæli með henni.
En þar sem rigningin er bara að aukast og farið að skyggja þá er ég bara komin heim á gistiheimilið, komin í þurr föt og þurra skó, held að hinir séu ónýtir, og er strax farinn að kvíða því að þurfa að fara aftur út í bleytuna til að finna mat J
En allavega þá er brottför til Mexico seinnipartinn á morgun.... jibbíí það verður spennandi held ég að komst á leiðarenda og sjá hvernig borgin er, finna skólann og íbúð og byrja þennan kafla fyrir alvöru, ég er búin að hugsa þetta svo mikið að það verður snilld að sjá hvernig þetta er allt í raunverleikanum.
Rosalega var samt gott að vera einn að vesenast í dag, rölta bara um drekka fáránlega mikið kaffi á jafnmörgum stöðum og lesa í bókinni minni sem ég er reyndar búin með og slaka bara aðeins á eftir hasar síðustu vikna. Held að þetta hafi verið góð hugmynd hjá mér að leggja svona snemma af stað og njóta þess aðeins að vera á smá ferðalagi, svo maður mæti ekki dauðþreyttur og útúr stressaður fyrsta skóladaginn :)
En annars bið ég bara að heilsa úr þrumuveðrinu hér og vona að það sé skárra á ströndum...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Jæja, þá er ég búin að gráta mig í svefn tvo daga í röð og ráfa um í matvörubúðunum að leita að einhverju "fyrir einn"... vængbrotin og alls laus... hehe
Nei, bara smá grín... gott að heyra að þú hafir hitt gamla kunningja í Boston og getað drukkið smá kaffi í leiðinni :)
Þú þyrftir að pósta mynd af hinu línustrikaða baki þínu bráðum :)
Hvernig fannst þér bókin??
Gangi þér vel á leiðinni til Mehíco
Knús
Bókin var snilld :) Ég gaf öðrum flakkara hana, vona að það sé í lagi ég skal gefa þér nýja þegar ég kem heim... Hundrað ára einsemd lofar góðu svo að ég eflaust eftir að lesa meira og minna næsta sólarhringinn á leið til Mexíkó.
En annars er sólin farin að skína og ég ætla að skell mér uppí útsýnisturn fyrir brottför
En framvegis þá máttu alveg setja nafnið þitt á comment :)
Heyrumst
Hæ hæ
En gaman að geta fylgst með ævintýrinu þínu hérna, þetta verður bara spennandi hjá þér :)
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, finnst eins og við höfum verið að klára verkefnið okkur í nýsköpun bara í gær...
Gangi þér vel í Mexico :)
Kveðja Anna Kristín
Djö líst mér vel á það hvað þú ert dugleg að blogga:-) öfunda þig geðveikt af HM en anyweis ég kemst í hana í sept yeessss.
Það er nb tveir tímar í fríið mitt og 20 gr hiti úti...
ekki það að þó það sé rigning hjá þér í augnablikinu þá er líklega stutt í að þú komist í brjálaða blíðu. amk vertu dugleg við senda pistla (sýnist þú verða að gera það miðað við hvað hinn helmingurinn er vængbrotinn hérna heima híhí)
Gott gengi kv BH
oh gaman að vera loksins komin með linkinn á bloggið þitt!!! hlakka til að fylgjast með ævintýrunum þínum :)
Ásthildur!
Þú átt bara að vita hver ég er... hehe
Þú máttir alveg gefa bókina, ég veit hvernig hún endar, no problemo
Láttu vita þegar þú ert komin í placið
Vona að það hafi gengið vel á leiðinni til mexico hjá þér.. ég hlakka samt til þegar þú kemur heim ;)
Kveðja frá yngstu systurinni
Post a Comment