Tuesday, August 5, 2008

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn búin jeiii...
Það er svolítið öðruvísi skólakerfi hér en heima. Kennsla hefst klukkan sjö á morgnana og er lokið sjö á kvöldin, held alveg örugglega að það sé ekkert kennt eftir sjö.
Ég byrja sem betur fer aldrei svona snemma þar sem það tekur mig um klukkutíma að fara í skólann með strætó. Ég byrja 10 alla daga og á mánudögum og fimmtudögum er ég til sjö á kvöldin, með góðum pásum á milli tíma, hina dagana er ég búin klukkan eitt... jei jei :)

Ég er byrjuð í Yoga og það var svvo gott að hreyfa sig aðeins. Yoga tímarnir eru úti á smá túni á milli trjánna, kennarinn er gamall maður sem er alltof aktívur og hann lætur okkur alveg hafa fyrir hlutunum. Hann minnir mig samt mikið frekar á Nepala heldur en Mexíkana.

Tímarnir í dag gengu bara fínt, einn þeirra reyndist vera á spænsku en ég held að það verði í lagi ég náði alveg að fylgja og bókin er á ensku og ég má skila öllum verkefnum á ensku ef ég vil, eða ekki hárréttri spænsku :) Held að þetta sé skemmtilegur kúrs. Bekkirnir hér eru pínulitlir það eru svona 15-20 í öllum tímunum sem ég er í mjög þægilegt. Kerfið hér er mjög svipað og í HR, mikið af verkefnum og prófum yfir önnina og svo gildir loka prófið 50-60%. Það er gefið fyrir þáttöku í tímum og allir eru svakalega duglegir að svara, hvort sem þeir vita svarið eða ekki.... en það er annað mál. Þau eru mjög ströng á mætingu hér við megum missa það sem jafngildir tveimur vikur úr hverjum áfanga. Ef við missum meira þá megum við ekki taka lokaprófið. Seint er ekki möguleiki annaðhvort ertu mættur eða ekki... og það er bjalla sem hringir inn.... þetta er eins og í grunnskóla, við erum búin að hlæja mikið að þessu :)

En já ég tók nokkrar myndir af íbúðinni, sem ég ætla að setja hérna inn við hliðin á sem og örfáar myndir úr miðborginni.

Vona að allt gangi sem best heima
Þreytti, þreytti námssmaðurinn

4 comments:

Anonymous said...

Ástarkveðjur frá Ömmu og Afa á Hellu. Gangi þér sem allra bezt.
Það er að sjá að þér líki lífið vel þara í Mexíkó. Hjá okkur er allt í sóma eins og venjulega. Sendu okkur heimilisfangið þitt og skólans, Við sjáum engar myndir sem þú talar um.
Er alltaf rigning hjá þér, Afi fylgist með öllu á Google Earth.
Bless, bless alltaf gaman að heyra frá þér, amma og afi.

Anonymous said...

hæ hæ!

Mér líst alveg rosa vel á skólann þinn:) Gaman að sjá hversu vel þér líkar.. ég held að þú eigir alveg eftir að taka þetta með stæl;)
pant fá heimilisfang og fleiri fréttir!

bestu kveðjur
kristín

Anonymous said...

Hæ sæta

Yoga úti á túni... þetta hljómar eins og draumur í mínum eyrum :) Líst líka rosa vel á skólann þinn..

Kveðja af Víðimelnum

Anonymous said...

Sammála Ernu. Ji hvað þetta er kósý. Og svona fín stundatafla. Æi þú ert nú með svo prýðilega aðlögunarhæfni að ég óttast ekki um þig. Ekki ná þér samt í einhvern lítinn latino pjakk alveg strax... Þá ferðu að festa rætur og kemur aldrei heim, sniff sniff...
Gangi þér vel þreytti námsmaður :)