Thursday, August 7, 2008

Nokkrar myndir

Jæja hérna koma loksins myndirnar sem ég lofaði..þær eru hérna til hliðar undir fyrstu dagarni í Mexíkó.

Hlutirnir eru að detta inní smá rútínu hér. Skólinn er að komast í gang og við erum búin að finna út strætó leiðina svo það er ekki major operation að fara heim á hverjum degi. Það tekur okkur um klukkutíma að fara í skólann, löbbum fyrst í svona korter og tökum svo strætó restina af leiðinni. Strætóarnir eru svona misfínir en Mexíkóskir menn eru herramenn, já og sá finnski sem ég fer yfirleitt samferða í og úr skóla, svo að ég fæ nánast undantekningarlaust sæti. Mér er alltaf hleypt á undan inní í strætóinn sérstaklega ef það er rigning. Þá hleypa mexíkósku mennirnir mér inn og fara svo á eftir mér svo að sá finnski er yfirleitt fastur úti eilítið lengur en ég :)

Skólinn er víst til níu á kvöldinn síðasti tíminn... ekki til sjö eins og ég hélt en sem betur fer er ég ekki í neinum af þeim tímum. Ég er í einum kúrs á spænsku, administración de operaciones, ég held að það verði áhugavert ég skil svona mestmegnis það sem kennarinn er að fara allavega í fyrsta tímanum... það var ekkert flókið sem hann var að tala um... en já það reddast. Bókin er allavega á ensku svo að ég held að ég styðjist meira við hana. En ég stefni á að taka allt á spænsku eftir jól svo að það er eins gott að ég fari að æfa mig.

Í hinum kúrsunum eru fleiri Mexíkanar en skiptinemar, sem mér finnst mjög fínt. Við vinnum mjög mikið í hópum í þessum skóla og við skiptinemarnir megum ekki vera saman í hóp, svo að við verðum alltaf að vinna með Mexíkönunum. Þannig að ég er komin í þrjá mismunandi hópa og ég veit ekki/ man ekki nöfnin á neinum... og ég er ekki viss um að ég þekki nokkurn í útliti... kemur í ljós í næstu viku.

Já.... ég er að fara í tíma svo ég bið bara að heilsa heim
Bkv Ástý

4 comments:

Anonymous said...

Vá bara sól og blíða á öllum myndunum :) mér finnst íbúðin bara sæt, amk á myndunum... ykkur á örugglega eftir að líða vel þarna..

Þú rúllar upp spænsku tímunum, verður örugglega bara gaman!

Anonymous said...

Þetta er fín íbúð virðist nýleg er þetta nýtt hverfi sem þú ert í. Endilega settu líka mynd af húsini að utan.
Það er allt gott að frétta ég fór á gleði gönguna .
kíkti á Betu frænku hún Elíabet hennar Dísu var þar,Sæt stelpa. Beta öfundaði þig að vera í Mexíkó hún hefur verið þar nokkrumsinnum. bestukv.frá pabba .
Þin Mamma

Anonymous said...

Hæ hæ, ótrúlega gaman að fylgjast með þér þarna úti og gaman hvað allt gengur vel hjá þér,henrub enda svo sem ekki við öðru að búast þegar þú ert annars vegar ;) Mér sýnist á myndunum að íbúðin sem þú ert í sé bara rosa krúttleg og kósý, vona að þú njótir lífsins í botn þarna úti, hlakka til að lesa fleiri fréttir :)

Kv, Júlí

Anonymous said...

Hæ hæ

Mamma þín var svo góð að senda mér slóðina þína.
Gaman að heyra hvað þetta lítur allt vel út hjá þér. Þú átt örugglega eftir að hafa það alveg æðislegt þarna. Allavega auðvelt að öfunda þig smá, miðað við hvernig þú lýsir þessu.
Ætla að reyna að vera dugleg að fylgjast með þér hérna...

Kærar kveðjur frá ODense Guðrún Edda