Hver sá sem sagði að það væri alltaf sól í Mexíkó, ef einhver sagði það, hafði svo sannarlega rangt fyrir sér... í augnablikinu er grenjandi rigning, rok og þrumuveður... no me gusta. Göturnar eru á floti og maður fer ekki útúr húsi án renghlífar lengur. En það hættir að rigna eftir svona tvær þrjár vikur... svo það er eitthvað til að hlakka til :) Einn mexíkóskur skólafélagi minn var reyndar að segja í dag að það væri búið að rigna óvenju mikið í ár, svo það eru ekki bara við skiptinema greyin sem erum að verða langþreytt á þessu veðri.
Þrátt fyrir rigninguna er nú heilmikið búið að gerast hérna hjá mér og já okkur þar sem að ég er eiginlega varla hugtak lengur, maður gerir varla nokkurn skapaðan hlut einn :)
Fyrsti hluti annarinnar var að klárast núna svo í síðustu viku átti ég að fara í þrjú próf og halda einn fyrirlestur.... allt á fimmtudag og föstudag. Prófin tvö á fimmtudag gengu bara mjög vel og ég er með 9,7 og 9,8 í heildar einkun í þeim áföngum... svo annaðhvort var þetta mjög létt eða ég er orðin súper klár :)
Fyrirlesturinn gekk líka bara þokkalega, hélt hann í spænsku og talaði, af minni alkunnu snilld, um strætóana í borginni. Já ég hef ekki minnst á þá hér áður... en það er alveg bráðmerkilegt strætó kerfi hér í borg. Það sem er ekki til staðar eru tímaáætlanir, strætóstopp, leiðarlýsingar... svo já ég og finninn eyddum fyrstu vikunni í að skröltast um borgina í hinum og þessum strætóum áður en við duttum niður á 629-B. B- nota bene 629-1, 629-A og 629 fara eitthvert allt annað, en keyra allir framhjá staðnum okkar. Til að ná strætó hér þá ferðu bara niður á götu, í mínu tilviki þá geng ég í svona 10-15 mínútur að Minerva, finn mér ágætis götuhorn og veifa í bílstjórann og ef ég er heppinn þá stoppar hann, rukkar mig um fimm pesóa (40kr) eða skólamiða (20kr), ég kem mér fyrir einhversstaðar í mannmergðinni og þar sem ég kem inn frekar snemma á leiðinni fæ ég oftast sæti... kannski ekki alveg strax og ekki við hliðiná einhverjum gæðalegum... en sæti. Svo keyrir hinn elskulegi bístjóri af stað, og þá er betra að hafa gott grip þegar hér er komið í sögunni, hvort sem maður stendur eða situr... loka augunum og vona að maður komist heill á leiðarenda á svona um það bil réttum tíma.
En annars þá eru strætóarnir ekkert svo slæmir þegar maður kemst uppá lagið með þá og veit hvenær eru miklar hossur í veginum og svona... og það getur verið alveg bráðskemmtilegt að fylgjast með fólki á leiðinni.
Síðasta helgi byrjaði með stæl strax eftir skóla á föstudag, prófinu var aflýst vegna veikinda kennara, ég og Siobhan (góð vinkona mín hér) ákváðum að fagna og fórum og fengum okkur djúsí tacos... og fórum á Gran Plaza (kringla) að versla, undur og stórmerki gerðust í þeim leiðangri... ég fann mér skó, sem eru með lágum hæl, innan við 10cm...eitthvað sem ég hélt að væri ekki til í Mexíkó :)
Enn eitt skiptinema partýið var heldið um kvöldið en ég og mínir lötu sambýlingar og félagar í nágrenninu, stungum af frekar snemma fengum okkur taco og fórum að sofa.... zzz
Á laugardaginn var Mariachi hátið í miðborginni, við skelltum okkur þangað og sáum bráðskemmtilega skrúðgöngu ásamt einhverjum tugum þúsundum í viðbót. Mariachi er mjög vinsælt hér og allstaðar í Mexíkó, þetta eru þjóðlög og dansar... og já veit ekki aæveg hvernig ég á að utskýra betur, ég set inn myndir um leið og ég kemst í örlítið hraðvirkara internet, hér tekur hver mynd um hálftíma :) En allavega það var rosalega gaman að fylgjast með þessu öllu saman.. eftir dansana þá fórum við á Mexíkóskan veitingastað og átum endalaust mikið af allskonar Mexíkóskum mat... það er svo gott að það væri þess virði að koma í heimsókn bara til að prófa :) 800kr matur eins og hver og einn getur í sig látið +flaska af Tequila, bjór og bland... hver er til :)
Ég tók svo Sunnudaginn bara í rólegheitunum, við fórum fimm saman til Lake Chapala sem er einhverja 40 -50km hérna fyrir utan borgina. Hinn fullkomni staður til að gera ekkert, röltum bara um bæjinn í rólegheitunum og borðuðm sjávarrétti... inní miðju landi en hvað er það á milli vina... ég ætla allavega rétt að vona að sjávarfangið komi ekki úr þessum skítapolli :) Þessi setning hljómar alveg yndislega vitlaus.
En já annars þá gengur lífið bara sinn vanagang, skóli, vinir, strætó, matur... já ég fór um daginn í Soriana sem er búðin mín og keypti kjúkling, alveg eins pakka og maður kauðir í bónus með bringum... og hann kostaði mig 21 pesóa sem gera 168kr... hver með réttu ráði verðsetur kjúkling í bónus og 2000+kr eða hefur samvisku til þess... ég bara spyr :)
jæja ég ætla að hætta þessu bulli í bili hafði það gott heima öll sömul.
Bkv frá Guadalajara
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Allt gott að frétta að heiman . Sakna þín partý gellan mín. hef ég ekki alltaf sagt að þú værir gáfuð???
það var fínt í afmælinu hans Afa við fórum að búðum á snæfelsnesi. þín Mamma
ef strætó í Reykjavíik kostaði þetta væri égsátt :)en ég samgleðst þér út af skónnum sæta systir.
Sakn á þig
Sunna
Ahhhh.... þarf eitthvað að fara að kveikja á þessum gráu í toppstikkinu. Er búin að velta mikið fyrir mér hver slóðin inn á þetta blogg sé en gleymi eða tíni henni alltaf (thank good for facebook). En núna er ég búin að setja hana inn á bloggið mitt þannig að hún ætti ekki að tínast:)Þetta hljómar allt saman mjög spennandi hjá þér! Knús og kossar frá klakanum
Mmmm væri alveg til í 800 kr. hlaðborðið nammi nammi namm =)
Til hamingju með fínu einkunnirnar þínar, þú rústar þessum mexíkönum....
Þú ert velkomin hvenær sem er Hildur, hlaðborðið bíður... og auðvitað rústa ég þessum Mexíkönum... MA-ingur og HR-ingur ... ég redda því :)
Jii hvað þú ert klár :) til hammó með einkunnirnar, skólasnobbið greinilega að skila sér, hehe.
Ég væri alveg til í svona ódýrt hlaðborð með svona fínum drykkjarveitingum inniföldum... ummm... Danmörk er c.a. helmingi dýrari núna en fyrir fimm árum síðan held ég, finnst það amk!!
so maske snakkar jeg med dig snart...
kys fra Bornholm
alltaf gaman að fylgjast með ævintýrunum hjá þér, fannst strætófrásögnin ótrúlega skondin, kannski álíka furðuleg upplifun og þegar við Hjölli og Katrín vorum í Mexico og ákváðum að kíkja í bæinn og tókum einhvern langferðabíl þangað og sátum svo klesst á milli nokkurra mexikana í 12 manna bíl og gátum varla hreyft okkur í u.þ.bþ klukkutíma ;) en alla vega þá saknaði ég þín um helgina, ætlaði að vera með smá innflutningspartý og veit að þú hefðir sko mætt galvösk og fengið þér í glas með mér :) En við verðum bara að geyma það þangað til þú kemur aftur heim ;)
Hæhæ
Ohh ég segi eins og Hildur væri sko alveg til í 800 króna hlaðborð af mexíkönskum mat namm;) Svo ég tali nú ekki um kjúkling á innan við 200 kall.... sjett:)
kv.
Lilja Hr stelpa
hehe.. þú stendur þig frábærlega, enda klár stelpa!
geturðu ekki sagt að þú sért að spara með því að fara til Mexicó? og færð auk þess sól og hita í kaupauka;)
knús
Kristín
Jú Kristín mín.... þetta er helber sparnaður og ekkert annað að vera hérna :) Nokkuð góð afsökun...
Post a Comment