Thursday, October 9, 2008

Sayulitas og biluð hendi....

Hola a todos...

Nú er orðið frekar langt síðan ég lét í mér heyra síðast svo það er komin tími til að pára eitthvað á blað :)

Ég endaði síðustu færslu á aulalega slysinu mínu ... man reyndar ekki hvort ég tók það fram þetta var um miðjan dag og ég ekki búin að smakka sopa... þetta er fyrsta spurning frá öllum þar sem ég var á ferðalagi :)
Ég fór til læknis, og eftir um það bil þriggja tíma ferli, að sannfæra alla á spítalanum um að tryggingarnar borga allt... hringja nokrum sinnum í tryggingafyrirtækið og spjalla við hina og þessa...og fara út af spítalanum til að leita af lækninum með vitlausa heimilesfanginu sem mér var gefið... koma til baka og finna út að læknirinn var þar allan tímann :)mín var ógurlega hamingjusöm. Þá var loksins tekin röntgen af hendinni og í ljós kom að hún er brákuð/sprungin eitthvað... en allavega smá beinbútur var laus og mín í gips....:( ekki svona alvöru gips samt, það er hart undir hendinni mjúkt ofan á og svo bara umbúðir utan um allan pakkann. Þetta fór víst eins og vel og gat farið þar sem beinið hrefðist ekkert á þessum 10 dögum milli slyss og læknis... svo næst þegar ég geri eitthvað álíka heimskulegt þá fer ég fyrr til læknis :)
Ég losna samt við þetta á Þriðjudaginn svo það er ekki langt eftir, þá get ég eldað, borðað eitthvað sem þarf að skera, tannburstað mig eðlilega, skrifað.... jeii
Það eru samt heil margir kostir þó svo að ég vona af öllu hjarta að ég muni aldrei njóta þeirra aftur :) t.d. fæ ég alltaf sæti strax í strætó, strákarnir bera allt fyrir mig heim úr búðinni, opna flöskur og dósir fyrir mig, og já hinir allir líka, þau glósa fyrir mig í skólanum og gefa mér copy af sínum glósum, þau eru svo mikil yndi :)

En þrátt fyrir þessa smá óheppni þá er ég nú búin að hafa það svaka gott. Eftir alla prófa og verkefna törnina fórum við 14 saman á ströndina. Í þetta skiptið fórum við til Sayulitas sem er alveg yndisslegur staður. Ströndin er um það bil hvít, og sjórinn um það bil blár, pálmatré, sól og blíða. Ströndin sjál er ekki sú falllegaasta í Mexíkó en bærinn er æði og reyndar ströndin líka. Það er ekki svo mikið af ferðamönnum þarna, aðallega eldri Ameríkanar sem hafa sest að þarna og endalaust mikið ef hot brimbrettagæjum. Skemmti mér vel við það á ströndinni að fylgjast með þeim leika listir sínar.
ÞAð var nú samt hálsvekkjandi að sitja bara þarna og geta ekkert gert, mig langaði svo mikið að prófa brimbretti.. en það bíður bara betri tíma :)

Þrátt fyrir afar rólega helgi þá komum við öll dauðuppgefin til baka og ég er búin að vera alla vekinar að ná mér...skil ekki alveg afhverju.

ÉG er búin að setja inn loksins svolítið af myndum svo endilega kíkið á þær ef þið viljið.

Annars þá er ekkert mikið að frétta núna bara rólgheit þessa dagana, bið bara svaka vel að heilsa heim

Bkv fatlafólið

6 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ gaman að sjá nýja færslu ég var orðin hrædd um að þú hefðir farið á taugum af öllum kreppufréttunum af klakanum, en miðað við færsluna, þá ertu ekki að láta þetta hafa mikil áhrif á þig og ég reikna með að þú takir þessu með bros á vör, líkt og þú virðist taka á öllum mögulegum hlutum, vona að þú hafir það gott og skemmtir þér vel þarna úti :)

Anonymous said...

Sæl elskan ég vona að þú hafir það gott þó að allt sé svona skrítið með penigamálin,vonandi rætist úr sem fyrst.Annars kemuru bara fyrr heim til mömmu haha!!
Gaman að heyra frá þér ,einkver nái samt að vera undan að skrifa. heyrumst sjúmst skjúmst.

Anonymous said...

HAHA, mamma, er keppni að vera fyrstur að skrifa?
Já, og, kveðja til Mex líka :)

Anonymous said...

Gott að vita aðhendin er aðfara að lagast, þú ert aldeilis heppin af hafa þessa krakka til aðglósa fyrir þig ;)

Sunna

Anonymous said...

skemmtilegar myndir en það vantar alveg myndir af ljósmyndaranum sjálfum :)

Anonymous said...

Hæ hæ
Voðalega virðist allt þurfa að vera mikið vesen og taka langan tíma hjá þér, þegar að þú þarft að gera eitthvað tengt opinberum stöðum...!
Gott að þetta var ekki verra með hendina, en betra að hafa glósara fyrir sig og svona herramenn til að þjónusta í kringum þig.
Hefði alveg verið til í að fara með á þessa strönd, sem var eins og mynd af póstkorti miðað við lýsinguna.
Þú virðist samt kát þrátt fyrir að vera íslesnkur námsmaður í útlöndum núna á þessum skemmtilegu tímum... ekki draumastaða.. en til hvers að láta það trufla mann að óþarfa. Bara vera bjartsýnn og taka íslendinginn á þetta og segja þetta reddast allt á endanum.

Bið kærlega að heilsa
Guðrún Edda