Thursday, November 27, 2008

Síðustu dagar annarinnar

Halló halló
Nú er önnin komin á enda og ég er ekki ennþá búin að ná í skottið á henni...
Tíminn hérna líður alveg skuggalega hratt ég sver að hann líður hraðar í Latin-Ameríku en heima :)
Mér finnst svo rangt að það er í alvöru kominn 26. nóvember.... og það er ennþá sumar hér :) Jólaskreytingar í hitanum yfir daginn er ekki alveg að gera sig, grænt gras, grænmáluð spónaplötu jólatré og seríur útum allt... einkennilegt. Ég verð eiginlega að fara í leiðangur með myndavélina og mynda herlegheitin :)

Nokkrir af krökkunum sem ég er mikið með hérna eru að fara heim núna eftir þessa önn, svo við erum búin að vera frekar dugleg að hittast og plana síðustu dagana hér. Eini gallin er að þessi blessaði skóli skellir prófum á í endann á önninni... bölvuð vitleysa hjá þeim :)
En það verður hálf leiðinlegt að sjá á eftir þeim, það er búið að vera svo gaman hjá okkur hérna :)
Ég geri mér alveg grein fyrir því að það kemur nýtt fólk eftir jól og svona... en ég væri alveg til í að halda Áströlunum hérna eilítið lengur.

Við erum búin að vera að vesenast að ganga frá íbúðunum okkar hérna, við höfum þrjár íbúðir og ætlum bara að halda einni eftir jól svo að frökkunum er búið að takast að gera þetta ógurlega flókið allt saman. Ein íbúðin á sjöttu hæð er ekkert mál, strákarnir flytja út 13. þegar þeirra samningur klárast. Samningurinn á fjórðu hæðinni rennur út 27.Des en þau tvö sem eru á samningnum vilja ekki borga leiguna fyrir desember þar sem að þau verða ekki hér, vilja semsagt rifta samningnum og fá innborgunina/öryggispeninginn eða hvað sem þetta heitir. En eigendurnir vilja ekki borga þeim þann pening til baka þar sem þau rifta samningnum mánuði áður en hann rennur út. Sem fyrir mér er alveg skiljanlegt þar sem það er samningsbrot og þetta er tiltekið í samningnum, en frakkarnir eru á því að kerlingarálkurnar hérna niðri eru að svindla illilega á þeim, og þau vilja fá að hafa dótið sitt í þeirri íbúð fram að jólum, en ekki borga fyrir des og fá depositið tilbaka.... ég er ekki alvega að skilja hvernig þau ætlast til að það gangi upp.
Og til að gera þetta allt mun skemmtilegra, þá erum ég og Antti með samninginn fyrir íbúðina sem ég bý í núna, og frakkarnir fyrir þeirri sem Antti býr í, við víxluðum bara hver býr með hverjum sem við máttum ekki gera þar sem sveigjanleiki er ekki til í Mexíkóskum orðaforða. Svo núna þarf hann að flytja niður áður en kerlingarnar fatta að hann búi uppi og Celia sem ég bý með er að fara bara núna svo það sleppur til. En hinn frakkinn sem Antti bjó með hann ætlar bara að vera áfram í íbúðinni á fjórðu án þess að borga....:) skil ekki alveg röksemdarfærsluna á bak við það. Við föttuðum líka enn og aftur að frakkar og skandinavar eru ekki alveg á sömu bylgjulengd... svo Antti er eiginlega dauðfeginn að geta bara flutt hingað niður og skilið frakkana eftir í rifrildinu með kerlingarnar. Þær tvær eru ekkert svo slæmar bara svolítið stífar og hafa bara komið vel fram við okkur, allavega okkur Antti, en við höfum líka alltaf borgað leiguna okkar á tíma. Meðan frakkarnir gátu ekki alveg skilið að það átti að borga mánaðarlega á réttum degi...þau eru á því að þau hafi allan rétt þar sem þau borga leigu, og leigusalarnir engan rétt.. ég reyndi að benda á þær ættu húsið en það hitti ekki alveg í mark :) Gaman að þessu.

Ég var annars að koma heim úr fyrsta prófinu mínu, lokapróf í alþjóða hagfræði. Prófið tók 30 mín. og var 20 krossar.... við vorum að tala um eftir prófið að kennarinn hefur örugglega gleymt að hefta ritgerðar spurningarnar við eða eitthvað. Þetta var eiginlega bara rugl-auðvelt sem lokapróf.

En já svo næstu daga verður það bara lærdómur og redda hinum og þessu pappírum til að fá að klára önnina. Eitt af því er að fara í sjöunda skifti á immigration skrifstofuna... og vona að visað mitt verði loksins tilbúið...það verður spennandi.

Ég bið bara eins og ávallt að heilsa heim, hafið það gott í jólaundirbúningum
Bkv prófagemsi

5 comments:

Anonymous said...

Hæ, Ástý.

Ég verð að segja að ég sé vandamál við plönin hjá frökkunum með íbúðarmálin, þetta er ekki alveg að smella ;)

En annars fór ég í eins kaflaprófí sálfræði um daginn sem var bara 20 krossar og tók um 30 mín! :D haha, þægilegt

Sakna þín ástin

Anonymous said...

Við mæðgur ,mæðgur og mæðgur fórum út að borða saman í turninum í kóp á 19 hæðini. það var mjög gaman og bara ágætis matur. Við tíndum Ömmu 2 sinnum í rvk. en allir komust heilir heim. Söknuðum þín, Þóru og Rósu. Við erum búin að gefa Ingibörgu þennan fína bakpoka þannig hún er reddý í ferðalagið til þín elskan gangi þér vel með allt sem þú átt eftir að gera núna. þín Mamma

Ásthildur said...

Hehe Hvernig í ósköpunum fóruð þið að því að týna ömmu, tvisvar....
En hljómar skemmtilegt hefði gjarnan viljað koma með en ég kem bara næst... :)

Anonymous said...

Ég skil bara ekkertí þér að hafa ekki skroppið með okkur Ástý! ;)

Anonymous said...

Hæ Ástý, amma er komin heim til afa
og allt í fína, hér eftir verð ég að fara með til að passa hana. Hafðu það gott, það er alltaf gaman að frétta af þér og bréfin skemmtileg.
Bestu kveðjur, amma biður að heilsa. AFI 'A HELLU