Wednesday, December 31, 2008

Gledilegt Àr

Komid tid heil og sael elskurnar...
Vid systur erum nùna ì Tulum og verdum hèr àssamt nokkrum vinum um àramòtunum.

Gledilegt ár og takk fyrir samfylgdina á tví gamla, alltaf jafn gaman ad fá komment eda einhverskonar skilabod frá ykkur ollum :)

Núna aetlum vid á strondina ad leita uppi brimbretti og helst kennara med tví, svo vid bidjum ad heilsa ollum hafid tad gott
Bkv Àstý og Ingibjorg

Sunday, December 28, 2008

Jol i sol og sumri

Hallo hallo allir saman
Vonum ad tid hafid notid hatidanna og bordad alltof mikid
Jolin her voru frekar einkennileg, alls ekki slaem bara ekki serstaklega jolaleg.. Vid vorum i Cancun, solarparadis Bandarikjamanan, einum dyrasta stad i mexiko svona ef madur myndi bua a hoteli sem er nalaegt strondinni.
En komum tangad 23. i rigningu leist ekki alveg a blikuna.... en tad stytti samt upp fljotlega og var graleitt ut daginn svo vid nyttum bara taekifaerid og forum i mallid ad versla jolgjafir, forum i bio og bara dundudum okkur eitthvad i rolegheitunum. A 24. hafdi raest ur vedrinu en ekki nog til ad vid nenntum a strondina, svo ad vid spjolludum vid fjolskylduna a skype i klukkutima eda svo. Eftir tad ta gerdum vid mest litid roltum bara um og forum og fengum okkur neglur. Manndrapsneglur, taer voru svo langar. Ingibjorg vard eiginlega half gedveik a teim strax gat ekkert gert, medan eg hondladi taer mun betur(taer voru nu samt klipptar i svona nokkud edlilega leng strax daginn eftir)
Seinnipartinn komu tvaer vinkonur minar og kaerasti annarrar teirra, svo vid skelltum okkur i sparidressid og forum ut ad borda, fengum faranlega godan mat, steik og allan pakkann. Stadurinn var svona sterio ymindin af Mexico, tjonarnir med hatta i tjodbuningum, allt var malad i sterkum litum og skreytt med maya munstri... bara gaman ad tvi, mjog hress og skemmtilegur stadur.
A hostelinu heldum vid svo sma jol, tad var litid jolatre tarna sem vid settumst fyrir framan og skiptumst a gjofum, bordudum jolasmakokur (tessar sem tu sendir mer mamma)og ja nutum jolanna i sma stund. Svo hittust allir a hostelinu hid meira venjubundna Tequila dregid fram og skalad fyrir jesus og jolunum.

Vid soknudum jolanna heima, en madur fattar einhverveginn ad tar eru jol. Vid erum bara i sumarleyfis girnum a strandahoppi og erum ekki alveg ad fatta ad tad er ad koma Januar...

Eftir Cancun skildust leidir krakkarnir foru eitthvert og vis systur heldum afram til Playa del carmen, sem er annar svona sumarleifis stadur en mun meira af evropubuum tar. Baerinn er mikid minni og kunnum mun betur vid okkur tar, tar er haegt ad labba a strondina og ja er bara allt mikid minna og notalegra. Vid fengum lika sma upplysisingar um hvar vaeri gott ad borda og svona svo vid hamudum i okkur godan fisk og drukkkum margaritur med ...
Vid endudum svo a sma utstaelsi med systrum fra Alaska alveg super hressar stelpur og rosalega skemmtilegt djamm. Stadurinn sem vid forum a spiladi blondu af allri carabiska hafs tonlist sem haegt er ad hugsa ser og tad var dansad, med hinum og tessum sjalfgefnum kennurunum, fram a raudann morgun....
svo tok strondin vid.... jeii bara gott

Nuna erum vid a eyju sem heitir Cozumel og er fyrir utan strondina fra Playa del carmen, vid komum hingad fyrir svona tveiur timum svo vid hofum ekki mikid um hana ad segja akkurat nuna, annad en hun lofar godu, taer sjor og sol.
VId aetlum ad reyna ad fara ad kafa a morgun, tetta a ad vera naest besti kofunarstadur i heiminum a eftir Astraliu svo vid erum spenntar....

En annars ja ta er ekkert mikid meira ad segja i bili, lifum hinu ljufa lifi her, hongum a strondinni, hittum nytt folk og njotum lifsins, ekkert nema gledi og hamingja

Bidjum vel ad heilsa ollum
Bkv hel-tonudu turistarnir


(tolvan bidur eki uppa kommur eda broskalla)

Tuesday, December 23, 2008

Regnskógar aevintýri

Jaeja vid systur vorum ad komast ad thví ad thad er Thorláksmessa í dag og thar af leidandi Adfangadagur á morgun sem er mjog erfitt ad ímynda sér hér í sólinni á Cancún :)
Margt hefur drifid á daga okkar frá sídasta bloggi en vid systur skelltum okkur til San cristobal og fórum thadan í fimm daga aevintyraferd um Chiapas héradid. Vid fórum ásamt sjo odrum í thessa ferd sex manna mexikóskri fjolskyldu sem var ekki alveg ad gúddera thad ad sofa í tjaldi í regnskóginum en vid hlógum nú bara ad theim og einn mexikóskur strákur sem kom einnig med.
Fyrsta daginn fórum vid og sigldum á kayak nidur á tharna á svaedinu. Thetta var alveg geggjad, ótrulega flott ad sigla svona nidur ánna í midjum regnskóginum thótt vid urdum smá smeikar thegar leidsogumadurinn okkar sagdi ad thad vaeru krokudílar í ánni :s en sagdi okkur svo seinna ad their vaeru ekki mikid haettulegir!
Um kvoldid komum vid svo loks á leidarenda eftir margar veltur hjá fínu fjolskyldunni :D hahah var frekar fyndid!! En vid nádum á fyrstu stoppustodina rétt fyrir myrkur thar sem vid gengum bara inní regnskóginn og tjoldudum thar og svo var eldadur matur fyir okkur og svona okkur fannst thetta hálfgerd lúxus útilega thar sem thad var skíli yfir tjoldunum okkar og thar sem vid bordudum. Vid áttum svo góda kvoldstund med theim svo thegar allir voru ad fara ad sofa thá spurdu vid ástý hvort thad vaeri einhver spes stadur sem átti ad pissa á thá var okkur bent á skýli sem stód tharna rétt hjá og viti menn var ekki bara alvoru klósett!!! hahah í midjum regnskóginum :D
Naesta dag héldum vid áfram á kayakinum og silgdum áfarm nidur ánna stoppudum á einum stad og lobbudum inn í regnskóginn og laerdum ýmislegt thar um skógarlífid og sáum svo Maya rústir en talid er ad um 2000 rústir séu tharna á svaedinu.. Um kvoldid komum vid svo á naesta stoppustod sem var mjog kosý hostel. Thar fengum vid mjog saetan kofa sem vid tvaer sváfum í.. en hann var bara med thremur veggjum.. "gatid" á kofanum sneri ad ánni sem var hálfum metra frá kofanum okkar. Vid sváfum tharna naest thrjár naetur.. Vid urdum smá hraeddar eftir ad tvaer thýskar stelpur sem voru einnig tharna í odrum kofa sogu okkur ad thad hefdi rádist api inn í kofan theirra eina nóttina og var med mjog mikil laeti og stal allskonar gódgaeti frá theim en fyrir betur fer kom einginn óbidinn gestur til okkar!!
Naestu thrjá daga fórum vid svo ad skoda heilmikid af maya rústum sem var mjog gaman og áhugavert en thad sem stód svo uppúr var river rafting sem var ótrúlega skemmtilegt vid silgdum nidur marga fossa sem voru kanski ekki alveg á staerd vid gullfoss en voru samt frekar stórir sumir theirra.. Margir duttu reglulega úr bátunum sínum en okkar bát tókst svo stórkoslega ad vellta í einum fossinum thar sem vid húrrudum oll úr bátnum thetta var svo mikid fjor!! :)
Svo gengum vid í gegnum enn einn refnskóginn til baka med nokkrum stoppum ad skoda rúsir og gangu undir fossa og fleirra... Um kvoldid komu mjog threittir og svangir ferdalangar heim thar sem vid bordudum gódan mat og thar sem vid bordudum naestum meira en allir hinir samnlagt oft var haft ord á thví hvad íslensku stelpurnar bordudu mikid :D
Taer rústir sem vid skodudm tarna pi Chiapas heitam Bonampak, Yaxichlan, Palenque...og nokkrar sem vid munum ekki alveg hvad heita ... en flestar teirra eru enntá huldar gródri í skóginum.
Núna eru vid systur komnar til Cacún og stefnum á ad vera hér fram yfir jól ásamt nokkrum vinum hennar Ásthildar.

Vid sendum ykkur ollum bestu jólakvedjur og takk fyrir samfylgdina hingad til... vid hugsum til ykkar heima og Rúdolfs :)
Bkv "jóla"bornin í Mexíkó

Monday, December 15, 2008

Sól og sumar

Komid tid sael blessud

Vid systur erum ad njóta hins ljúfa lífs hér í Mexíkó.
Frá Mexíkó borg fórum vid til súkkuladi landsins ógurlega, Oaxaca. Tar bordudum vid gódan mat, fórum á markadi, nokkur sofn og eitthvad svona dútlerí.
Á hostelinu kynntumst vid nokkrum odrum ferdalongum, tveimur donum, ástrala og kanadabúa...brádskemmtilegir krakkar sem vid hofum verid núna med í nokkra daga.
Vid fórum med teim í rútuferd daudans frá Oaxaca til Puerto Escondido. Ferdin tók um 6 tíma yfir fjoll alla leidina, krappar beygjur teknar á miklum hrada á fimm sekúndna fresti...segir allt sem segja tarf...
En ferdin var tess virdi, tar sem ad stranda paradís beid okkar vid hinn endann...lítid saett torp og fleiri kílómetrar ad hvítum sandstrondum, brimbretta gaejum, kokteilum og ljúfu lífi. Vid fórum í gaer í smá siglingu til ad skoda risa skjaldbokur og hofrunga. Tar sem vid hoppudum úti og syntum med skjaldboku... taer er alveg ógurlega saetar :)

Á morgun aetlum vid svo ad halda áfram til San Cristobal í Chiapas héradinu og skrifum adeins meira tar :)
Erum hálf treyttar eftir daginn á strondinni....
Hafid tid gott og ekki gleyma ykkur í jólastressinu.
Sumar og sólar kvedjur
Brondóttu túristarnir

Wednesday, December 10, 2008

Koma Ingibjargar og Mexiko-borg

Hallo hallo

Tad var mikill spenningur nuna sidastlidinn manudag.... fara ut a voll og na i hana Ingibjorgu. Eg er buin ad telja nidur dagana ad hitta einhvern kunnulegan ad heiman og ekki ad verra ad tad er einhver sem talar islensku... to ad tad gangi ekkert serstaklega vel hja mer ad skipta yfir... tala eiginlega helming timans a ensku eda spaensku og svo ja er eg stoppud af.... :)

En allavega tad var yndislegt af hitta hana aftur og skipta yfir i halfgerda islensku.
Vid erum bunar ad vera herna i Mexikoborg i dag og i gaer bunar ad gera ymislegt. Jaeja i gaer kannski ekki mikid tar sem Ingibjorg var skiljanlega halftreytt eftir ferdalig. Vid fengum okkur bara ad borda og svo forum vid bara ad sofa fljotlega uppur tvi.
EN i dag vorum vid heldur duglegri, voknudum bara nokkud snemma og byrjududm a Palacio Nacional, sem er hummm... stornarradid eda eitthvad alika :) En tar eru veggmyndir eftir engan annan en Diego Riviera.... mjog flott.
A eftir tvi kiktum vid i te hja Fridu Khalo og spusa hennar Diego Riviera (fannst vid verda ad hrosa honum fyrir vel unnin storf) Husid teirra er aedislegt, blatt og rautt ad utan og enn litrikara ad innan, tad var eitthvad svo hamingjusamt.

A morgun er stefnan svo sett til Oaxaca, sem tid dyggir lesendur munid kannski eftir sem sukkuladi og matar paradis... hlokkum ekkert sma til tess... tar a eftir er stefnan tekinn a strondina... a fostudag liklega... feis a ykkur a islandi hehehe

annars ta hofum vid tad bara frabaert her
bidjum vel ad heilsa
Treyttu og spenntu turistarnir :)

Friday, December 5, 2008

Er eiginlega ekki um neitt sérsakt... :)

Komið þið sæl og blessuð öllsömul
Héðan frá Mexíkó er allt gott að frétta, prófin eru búin og jólafríið hafið. Prófin voru ekkert svakalega erfið og ég er ekki viss um hvort að það sé af því að við höfðum próf á fimm vikna fresti yfir önnina og maður kunni eiginlega allt fyrir. Allavega þetta var ekker mikið mál og nú er þetta bara búið og ég þarf ekki að hugsa meira um það :)

Gallinn við að önnin er að klárast er að þónokkuð af vinum mínum eru að fara.... allar Áströlsku stelpurnar eru fara sem og nokkrir aðrir héðan og þaðan úr heiminum. Margir hverjir kostulegir karakter sem hafa sannarlega sett lit sinn á líf okkar hér.

Fyrst mætti kannski nefna amerískan strák sem er einn sá óheppnasti drengur sem ég hef hitt, kannski ekki óheppinn en gerir endalaust mikið af skrítnum óheppilegum hlutum. Hann til dæmis var eitlítið í glasi einn daginn og ákvað að taka skot af einhverju sem er í kveikt í, og þar sem hann hafði einhvern tímann áður reynt að taka þannig skot og brennt sig þá ákvað hann að finna upp nýja tækni til að taka skotið. Snillingurinn ákvað að best væri að hella skotinu (sem var by the way ennþá kveikt í) uppí sig... og í staðinn fyrir að hella skotinu uppí sig (þið munið að hann var eilítið í glasi) þá hellti hann því yfir hálsinn á sér, sem augljóslega stóð í ljósum logum í augnablik og skildi eftir sig þessi bráðskemmtilegu brunasár niður hálsinn. Viku seinna fór hann með okkur á ströndina og var að kenna tveimur af krökkunum á brimbretti (ég var með gifsið og horfði bara á og var ekkert bitur) og þegar þau voru að fara uppúr þá steig hann á stein og skar sig svo illa undir táberginu að það var rokið með hann beint á næsta spítala, hann saumaður saman og gefnar hækjur. Við vorum nokkuð kostuleg saman þarna, bitur á ströndinni daginn eftir  En í skólanum á mánudeginum þá kom hann í lokuðum skóm án hækja og neitaði að viðurkenna fyrir nokkrum manni að hann hefði slasað sig enn einu sinni. Jafnvel þó að þetta hafi verið „alvöru“ slys.

Annar sem ég á eftir að sakna mikið er Perúanskur/þýskur strákur, hann er einhver sá yndislegasti drengur sem ég hef hitt. Hann fær alla til að líða svo vel í kringum sig og hann nær einhvernveginn að hrósa öllum og draga fram það sterkasta og besta í fólki, og þar af leiðandi eykur sjálfstraust hjá öllum. Frábær eiginleiki. Hann er líka svo ljúfur og góður.... ég held að það sé besta lýsingin á honum ljúfur og yndisslegur :)

Áströlsku stelpurnar eru fjórar, og eru hver annarri hressari og skemmtilegri. Þær eru svo duglegar að plana hluti og taka okkur hin með, og ef við fórum saman ða kaffihús/bar/veitingastað eða eitthvað þá fylla þær upp staðinn. Við vorum að ræða þetta hér fyrr í kvöld ég og finninn að það verður skrítið að hafa þær ekki með til að lífga upp á tilveruna og draga okkur letibykkjurnar út úr húsi  Við hittum þær líka á hostelinu þegar við komum hingað upphaflega, svo þær hafa verið með okkur frá byrjun... get ekki alveg byrjað að ýminda mér Guadalajara án þeirra.

Sem betur fer eru mínir langbestu vinir ekki að fara neitt, bresk vinkona Siobhan, annar kaldhæðinn breti Alex og svo Antti. Ég veit ekki alveg hvernig hlutirnir hér yrðu án þeirra þriggja...:)

En allavega mér finnst ekkert gaman að segja bless við fólk og það er mjög skrítið að gera það þegar maður eiginlega veit að maður mun líklega aldrei hitta það framar. Það er svo mikið sem við erum búin að gera hér og upplifa saman að já, það er mjög einkennilega tilfinning að þetta fólk sé svona eiginlega að fara úr lífi manns aftur eftir stutt stopp.

Ég hef saknað þess örlítið núna þegar jólin eru að nálgast og allir að ræða um að fara heim og gera jóahluti að ég er ekkert að fara gera þessa hluti, versla jólagjafir, pressa á Ernu að nú verðum við að fara að skrifa jólakort, tala um að baka smákökur (sem ég held að ég hafi aldrei komið í verk), gera hið klassíska laufabrauð, reyna að skipuleggja jólahitting hjá vinkonunum (sem hefur aldrei gengið vel þar sem allir eru í prófum) og alla þessa smá hluti sem maður gerir bara fyrir jólin.
Núna verður það bara að hitta hana Inglu mína (sem ég hlakka alveg endalaust mikið til), fara á flakk, kaupa svona eins og eina tvær jólagafir, senda eitt tvö jólakort og já finna eitthvað sniðugt að gera um jólin með Inglu, einum þjóðverja og nokkrum áströlum í Cancún :) Kokteilar á ströndinni.... jeiii

Síðasta vika hefur líka verið undirlögð af kveðjupartýum og lokapartýum og hvað sem menn vilja kalla þau. Ég hef ekki djammað svona mikið síðan fyrstu vikuna hérna...  Búið að vera mjög gaman fór á stað sem heitir Wall-street á laugardaginn og það var brasilískt þema. Þau spiluðu öll lögin frá Karnivalinu í Brasilíu, öll lögin sem Leia og Bruno voru að kenn okkur að dansa við... mannstu Kristín :)
Ég fattaði alltí einu að ég kannaðist nú eitthvað við þetta lag og sporin hjá dans-stelpunum á sviðinu... þetta var svo gaman, verð nú reyndar að viðurkenna að ég gæti ekki fyrir mitt litla munað danssporin sem ég lærði en það var gaman að sjá þetta aftur.

En já ég hef það annars bara mjög gott hérna, jafnvel þó að þetta blogg hljómi eilítið þunglyndislega  við finninn erum búin að sitja hérna saman og tala um hverra við eigum eftir að sakna.... kannski það sé ekkert svo góð hugmynd að við búum saman....

Hafið það gott heima og njótið jólaundir búningsins
Bkv frá litla skiptinemanum

Tuesday, December 2, 2008

Þú hefur verið of lengi í Mexíkó þegar....

-Máltíð telst ekki máltíð án Lime, Chili-sósu og tortilla, þar með talinn egg á morgnana

-Maður stendur í þeirri meiningu að það er nóg pláss í strætó ef það er hægt að loka hurðunum á mikilla erfiðleika.

-Manni finnst 25 pesóar heldur mikið fyrir drykk á barnum (250ISK)

-Sér ekkert mikið athugavert að keyra röngu meginn á veginum til að vera fyrstur á ljósum

-Rífst við leigubílstjóra um 10 pesóa (100kr) og finnur bara annan ef hann gefur ekki eftir, jafnvel þó að við séum 4-5 sem deilum leigubílnum

-Kaupir fótbolta treyju sem á stendur BIMBO, með stórum stöfum og fattar ekki brandarann á bak við það

-Finnst að chili sósan mætti vera eilítið sterkari, þessi með morgunmatnum líka...

-Finnst ekki mikið mál og ekkert sérstaklega langt að taka strætó í 45mín til að skjótast einhvert

-15-20°C er eiginlega bara frekar kalt og krefst peysu og helst jakka

-Þegar manni fnnst 10 pesóa þjórfé orðið í hærri kantinum, eða 1-2 pesóar mjög mikið handa fólkinu sem setur í poka fyrir mann í búðinni

-Já og finnst það ósköp venjulegt að einhver setur í poka fyrir þig...

-Maður leitar sjálfkrafa að ruslatunnunni við hliðin á klósettinu

-Maður mætir 20 mínútum of seint í hópavinnu, mat, heimsókn...o.s.frv. og veit að maður verður fyrstur á svæðið

-Finnst fáránlega dýrt að borga 30-40 pesóa (300-400kr) fyrir 500-700gr af kjúklinga bringum

-Dagurinn er ekki fullkominn án Guacamole

Þetta eru nokkrir punktar stolnir af bloggi vinkonu minnar, ásamt nokkrum frá mér