Friday, December 5, 2008

Er eiginlega ekki um neitt sérsakt... :)

Komið þið sæl og blessuð öllsömul
Héðan frá Mexíkó er allt gott að frétta, prófin eru búin og jólafríið hafið. Prófin voru ekkert svakalega erfið og ég er ekki viss um hvort að það sé af því að við höfðum próf á fimm vikna fresti yfir önnina og maður kunni eiginlega allt fyrir. Allavega þetta var ekker mikið mál og nú er þetta bara búið og ég þarf ekki að hugsa meira um það :)

Gallinn við að önnin er að klárast er að þónokkuð af vinum mínum eru að fara.... allar Áströlsku stelpurnar eru fara sem og nokkrir aðrir héðan og þaðan úr heiminum. Margir hverjir kostulegir karakter sem hafa sannarlega sett lit sinn á líf okkar hér.

Fyrst mætti kannski nefna amerískan strák sem er einn sá óheppnasti drengur sem ég hef hitt, kannski ekki óheppinn en gerir endalaust mikið af skrítnum óheppilegum hlutum. Hann til dæmis var eitlítið í glasi einn daginn og ákvað að taka skot af einhverju sem er í kveikt í, og þar sem hann hafði einhvern tímann áður reynt að taka þannig skot og brennt sig þá ákvað hann að finna upp nýja tækni til að taka skotið. Snillingurinn ákvað að best væri að hella skotinu (sem var by the way ennþá kveikt í) uppí sig... og í staðinn fyrir að hella skotinu uppí sig (þið munið að hann var eilítið í glasi) þá hellti hann því yfir hálsinn á sér, sem augljóslega stóð í ljósum logum í augnablik og skildi eftir sig þessi bráðskemmtilegu brunasár niður hálsinn. Viku seinna fór hann með okkur á ströndina og var að kenna tveimur af krökkunum á brimbretti (ég var með gifsið og horfði bara á og var ekkert bitur) og þegar þau voru að fara uppúr þá steig hann á stein og skar sig svo illa undir táberginu að það var rokið með hann beint á næsta spítala, hann saumaður saman og gefnar hækjur. Við vorum nokkuð kostuleg saman þarna, bitur á ströndinni daginn eftir  En í skólanum á mánudeginum þá kom hann í lokuðum skóm án hækja og neitaði að viðurkenna fyrir nokkrum manni að hann hefði slasað sig enn einu sinni. Jafnvel þó að þetta hafi verið „alvöru“ slys.

Annar sem ég á eftir að sakna mikið er Perúanskur/þýskur strákur, hann er einhver sá yndislegasti drengur sem ég hef hitt. Hann fær alla til að líða svo vel í kringum sig og hann nær einhvernveginn að hrósa öllum og draga fram það sterkasta og besta í fólki, og þar af leiðandi eykur sjálfstraust hjá öllum. Frábær eiginleiki. Hann er líka svo ljúfur og góður.... ég held að það sé besta lýsingin á honum ljúfur og yndisslegur :)

Áströlsku stelpurnar eru fjórar, og eru hver annarri hressari og skemmtilegri. Þær eru svo duglegar að plana hluti og taka okkur hin með, og ef við fórum saman ða kaffihús/bar/veitingastað eða eitthvað þá fylla þær upp staðinn. Við vorum að ræða þetta hér fyrr í kvöld ég og finninn að það verður skrítið að hafa þær ekki með til að lífga upp á tilveruna og draga okkur letibykkjurnar út úr húsi  Við hittum þær líka á hostelinu þegar við komum hingað upphaflega, svo þær hafa verið með okkur frá byrjun... get ekki alveg byrjað að ýminda mér Guadalajara án þeirra.

Sem betur fer eru mínir langbestu vinir ekki að fara neitt, bresk vinkona Siobhan, annar kaldhæðinn breti Alex og svo Antti. Ég veit ekki alveg hvernig hlutirnir hér yrðu án þeirra þriggja...:)

En allavega mér finnst ekkert gaman að segja bless við fólk og það er mjög skrítið að gera það þegar maður eiginlega veit að maður mun líklega aldrei hitta það framar. Það er svo mikið sem við erum búin að gera hér og upplifa saman að já, það er mjög einkennilega tilfinning að þetta fólk sé svona eiginlega að fara úr lífi manns aftur eftir stutt stopp.

Ég hef saknað þess örlítið núna þegar jólin eru að nálgast og allir að ræða um að fara heim og gera jóahluti að ég er ekkert að fara gera þessa hluti, versla jólagjafir, pressa á Ernu að nú verðum við að fara að skrifa jólakort, tala um að baka smákökur (sem ég held að ég hafi aldrei komið í verk), gera hið klassíska laufabrauð, reyna að skipuleggja jólahitting hjá vinkonunum (sem hefur aldrei gengið vel þar sem allir eru í prófum) og alla þessa smá hluti sem maður gerir bara fyrir jólin.
Núna verður það bara að hitta hana Inglu mína (sem ég hlakka alveg endalaust mikið til), fara á flakk, kaupa svona eins og eina tvær jólagafir, senda eitt tvö jólakort og já finna eitthvað sniðugt að gera um jólin með Inglu, einum þjóðverja og nokkrum áströlum í Cancún :) Kokteilar á ströndinni.... jeiii

Síðasta vika hefur líka verið undirlögð af kveðjupartýum og lokapartýum og hvað sem menn vilja kalla þau. Ég hef ekki djammað svona mikið síðan fyrstu vikuna hérna...  Búið að vera mjög gaman fór á stað sem heitir Wall-street á laugardaginn og það var brasilískt þema. Þau spiluðu öll lögin frá Karnivalinu í Brasilíu, öll lögin sem Leia og Bruno voru að kenn okkur að dansa við... mannstu Kristín :)
Ég fattaði alltí einu að ég kannaðist nú eitthvað við þetta lag og sporin hjá dans-stelpunum á sviðinu... þetta var svo gaman, verð nú reyndar að viðurkenna að ég gæti ekki fyrir mitt litla munað danssporin sem ég lærði en það var gaman að sjá þetta aftur.

En já ég hef það annars bara mjög gott hérna, jafnvel þó að þetta blogg hljómi eilítið þunglyndislega  við finninn erum búin að sitja hérna saman og tala um hverra við eigum eftir að sakna.... kannski það sé ekkert svo góð hugmynd að við búum saman....

Hafið það gott heima og njótið jólaundir búningsins
Bkv frá litla skiptinemanum

4 comments:

Anonymous said...

Hej Hej.. Við erum að lejgga á stað með Ingluna okkar.
Í bæinn og út á flug völl..Hún er spent ,ég trúi að hún verði ansi þeytt þegar hún kemur til þín . við vorum að pakka niður. Við söknum þín en við erum ánægð að þið systur verðið saman um þessi jól. ástar kveðjur .Mamma

Anonymous said...

Hæjjjjj

þetta var nú eitt það dúllulegasta blogg sem ég hef lesið :) alls ekkert þunglyndislegt fannst mér, en skil tilfinninguna... ömurlegt að þurfa að kveðja fólkið sem er búið að setja svona mikinn svip á lífið hjá manni.

Mamma minntist nú aðeins á jólakort um daginn svo ég slapp nú ekki alveg við þetta!!! en var einmitt að hugsa um þetta dæmi um daginn. Það söknuðu þín allir líka í laufabrauðinu...

Til hamingju að vera búin í prófunum. Ég var að kveðja Ingluna.. ohh það á eftir að vera svoooo skemmtilegt hjá ykkur, þið verðið að skála fyrir mig líka :)

Eigum við að heyrast einhvað fljótlega. uhh eða er það hægt...

Knús úr ritgerðar og skilastressi hérna heima (klára á miðv dag og get ekki beðið eftir frelsinu :))

Anonymous said...

Hey já, og flottar myndir þarna efst :)

Anonymous said...

Knús frá meginlandinu - Vona að þið Inga skemmtið ykkur sem allra allra best :) Góðar þessar litlu systur - Sigga kemur í lok Desember hingað :)