Wednesday, May 20, 2009

Síðasi dagurinn í Gudalajara

Halló halló,
Í þetta skiptið ætla ég ekki að lofa að vera duglegri að skrifa þar sem ég er hreint ekki að standa við fyrri loforð :)

En já núna er síðasti dagurinn minn í Guadalajara, ég skilaði íbúðinni í morgun til kerlinga herfanna (er ekki viss með beyginguna) sem borguðu mér ekki depositið mitt til baka. Þaðan fór ég einstaklega reið og alveg tilbúin til að húðskamma hvern sem á vegi mínum yrði.... náði leigubíl til að skutla mér til vinkonu minnar með allan farangurinn og hann villtist.... Reyndar var hann svo sorry fyrir það og hann var nýbyrjaður að vinna sem leigubílstjóri svo ég hafði eiginlega ekki brjóst í mér að vera reið við hann svo aumingja vinkona mín þurfti að hlusta þolinmóð á mig í svona tíu mínútur... :) Ég er samt orðin róleg núna er bara svekkt... beyglur

En það hefur verið margt í gangi hér, skólinn átti að byrja aftur fimmtudaginn sjöunda maí. Í staðinn fyrir að byrja í prófum eins og plön gerðu ráð fyrir ákvað skólastjórn að bæta við viku af tímum og fresta öllum áætlunum um próf um eina viku aftur. Sem var afar vinsælt eins og þig getið rétt ýmindað ykkur. En það komu upp hugsanleg flensutilvik hér í Jalisco (héraðainu mínu) og skólanum og öllu var lokað fram til 18 maí. Svo það var einn dagur og öllu lokað aftur, það var hætt við öll lokapróf en ekki lokaverkefni svo þeir sem voru bara með lokapróf sluppu vel en þeir sem voru með lokaverkefni þuftu að klára allt sitt... frekar ósanngjarnt finnst mér. Ég var reyndar búin með öll verkefni áður svo ég slapp mjög vel og var eiginlega bara í fríi meðan sumir unnu standlaust í viku til að klára.

Afmælið mitt í síðustu viku tókst alveg stórvel. Ég og Antti héldum saman partý afmæli fyrir mig og kveðjupartý fyrir hann. Við fengum að halda það heima hjá vini okkar sem býr í risastóru húsi með stórum garði og það komu allir vinir okkar og elling af vinum þeirra sem bjuggu í húsinu svo þetta var svaka veisla og tókst svona líka vel hjá okkur :) Á eftir að verða erfitt að halda afmælisveislu til að slá út þessa... nema auðvitað vantaði hinn helminginn til að að veislan yrði fullkominn... :)
Daginn eftir var svo síðasti dagurinn hans Antti hér svo að það var kominn tími til að kveðja. Hann fór ekki fyrr en um kvöldið og við fórum út að borða með öllum vinum okkar sem eftir voru... verður að viðurkennast að við höfum oft verið hressari var eilítil þreyta í mannskapnum eftir gleðina kvöldið áður... en þetta var mjög ljúft samt sem áður. Svo kom að kveðjustund og þær voru þónokkrar þetta kvöldið... en ég mun vonandi hitta flest þeirra aftur, Þetta voru allt bestu vinirnir sem ég kvaddi þennan daginn :)

Meðleigjandinn yfirgaf mig svo seinnt um kvöldið í brjálæðislegum stormi.. gluggarnir titruðu af eldingunum, það var grenjandi rigning um um 30cm vatnsflóð á götunum og hífandi rok. Við settum töskurnar hans í lyftuna og rafmagnið sló út.... sem betur fer vorum við rétt búin að setja töskurnar inn og hún var ennþá opin svo við gátum farið niður tröppurnar og strákarnir sem búa hinu meginn við ganginn voru að fara út á sama tíma og tóku sem betur fer niur töskurnar og ég stóð bara með vasaljós :) Þegar við komum niður þá föttuðum við að það er rafmagnslás á hurðinni og við vorum föst í stigaganginum... ekkert smá öruggt hús sem við bjuggum í :) sem beutr fer gerðist ekkert meðan við bjuggum þar...
Rafmagnið flökkti sem betur fer inn aftur rétt í augnablik og einn af strákunum var nógu snöggur að ýta á takkann sem opnar hurðina og við sluppum út. Svo horfði ég á eftir besta vininum hér út í storminn....

Daginn eftir fór ég svo á strönd sem heitir Yelapa og er svona 5 tíma héðan. Maður tekur rútu héðan til Vallarta og það siglir maður yfir. Það eru engir vegir sem liggja þangað og engir bílar í bænum. Þetta er hinn fullkomni staður til að slaka á og gera mest lítið. Við vorum í húsi vonar vinkonu okkar sem er efst í brekkunni og já eftir að labba upp einu sinni hefði ég verið sátt við að vera bara þar :) það lá við að maður klifraði á fjórum síðasta spölinn.
Húsið var æðislegt, það voru tvö lokuð herbergi og restin var þrír veggir og framhliðin opin og svalir/pallur fyrir framan. Eldhúsið var í einu horninu og útsýnið yfir eldavélina var yfir ströndina og útá sjó, þetta var eins og í draumi.

Einn daginn röltum við upp að fossi fyrir ofan bæinn, gangan var nú ekki auðveld en mjög fallegt í kring og svo þarf að vaða ánna síðustu 10-15 metrana fyrir horn til að komast að fossinum. Fyrir framan hann er lítil strönd og svo trjá klæddir kletta veggir allt í kring... svo fallegt og við algerlega alein í heiminum þarna.
Á sunnudagskvöldinu fórum við út að borða og fengum okkur svo sundsprett í sjónum í myrkrinu. Í sjónum var fosforos eða eitthvað mjög svipað á ensku, þetta eru litlir þörungar, ormar veit ekki alveg hvað og þegar þeir verða fyrir ertingu þá lýsa þeir. Svo þegar maður synti þá lýstu þeir allt upp... þeir voru skærgrænir/bláir og svakalega skærir og lýstu það vel að maður sá á sér tærnar og ef einhver kafaði þá leit það út eins og vel upplýstur kafbátur sigldi fyrir neðann mann... þetta var alveg geggjað. Allir í hópnum höfðu sé þetta áður nema ég sem kom alveg af fjöllum en enginn hafði séð þá svona bjarta. Þetta var svo flott ég vildi óska að ég hefði getað tekið myndir. Við vorum að búa til sjó engla og þeir lýstu alltaf í auganblik hefði verið svo flott að sjá okkur úr lofti held ég :)

Við komum svo aftur heim á mánudaginn (18.maí) og ég ákvað að ganga bara frá íbúðinni, pakka öllu og skila henni. Fara svo á ströndina í dag og koma bara til baka til að fra beint út á flugvöll. Svo núna sit ég ennþá hálf sár yfir peningunum mínu og bíð eftir vinkonu minni til að fara á ströndina :)

Ég trúi varla að þetta ár sé að verða búið, mér bæði finnst eins og ég hafi alltaf verið hérna og eins og ég hafi komið í síðustu viku. En það sem skiptir líklega meira máli er að þetta ár hefur verið svo skemmtilegt og hef kynnst svo mörgu yndislegu fólki sem ég mun vonandi alltaf halda sambandi við að ég myndi aldrei skipta því fyrir neitt ef það væri möguleiki :)
En það tekur allt enda ekki satt... og þó að það sé sárt að kyssa alla bless hérna og uppgötva hvers ég á eftir að sakna þegar ég kem... þá er mér farið að hlakka mikið til að koma heim. Tala íslensku og hitta vini og fjölskyldur borða Nóa Súkkulaði og íslenskt lamb :)

Bestu kveðjur til ykkar allra elskurnar mínar
Yfirspennti, sári, leiði og afar hamingjusami skiptineminn :)

Tuesday, May 5, 2009

Svínaflesnu frí

vegna svínaflensu var skólum, veitingastöðum, börum og flest öllum samkomustöðum México lokað hreinlega lokað á hagkerfið hér með tilheyrandi tapi, þar að auki tóku allir upp á því að ganga með skurðlæknagrímur til að forðast smit frá sjúkdómi sem smitast með snertingu, munnvatni og ef að einhver skildi hnerra beint framan í þig. Hálfurinn heimurinn gekk af göflunum og heyrðum við hér í svínaflensu landi að íslendingar, finnar og svíar meðal annarra þjóða hópuðust í verslanir og hömstruðu grímur og sótthreinsigel fyrir hendur.

Hluti vina minna var sendur heim með hótunum frá sínum háskólum á fyrsta degi meðan það var ekki einu sinni vitað hvort að eitthvað slæmt væri í gangi eða ekki og það besta var eiginlega að ein vinkona mín frá Hong Kong voru gefnir úrslitakostir frá rískis/borgar stjórninni annað hvort kemurðu heim núna eða ekki...og ferð í sóttkví í viku... Allt þetta útaf 25 dauðsföllum (sem er auðvitað ekkert grín) og 590 staðfestum tilfellum hér í México og 226 staðfestum tilfellum í Bandaríkjunum.

Spurning hvort að fólk hefði átt að draga djúpt andann og hugsa aðeins áður en það gersamlega sleppti sér eða hvort að allar þessar varúðaráðsafanir hafa gert sitt...
Við hérna erum búin að gera svoldið mikið grín af þessu, og vorum að hljæja af því að ef ég skildi koma smituð heim væri hærra hlutfall sýktra á íslandi heldur en er í Méxíkó sem stendur.... og sama stendur fyrir finnana og svíana.
Mexíkanar hafa einnig tekið þessu með smá húmor og má finna í helstu búðum boli með áletruninni " I survived the swineflu 2009" eða "Swineflue 2009" með afar skemmtilegum myndskreytingum.

Ég meðleigjandinn og flestir skiptinemarnir sem eftir vprum ákváðum bara að gefa skít í þetta allt saman og njóta auka skólafrís og skelltum okkur á ströndina í Sayulita. OK gáfum kannski ekki alveg skít í þetta alltsaman ... við fylgdumst með fréttum og vorum tilbúin til að bregðast við hverju sem er ef á skyldi halda. Við komust líka að þeirri niðurstöður að ströndin væri eflaust öruggari staður en 7 milljón manna borg.
Hverju sem því líður þá áttum við alveg hreint frábæra daga á ströndinni í sól og blíðu. Lágum í leti og slöppuðum af í góðra vina hópi, til að halda okkur í formi brugðum við okkur við og við á brimbretti... sumir voru betri en aðrir... en mér tókst að standa upp og er alveg ógurlega stolt af því afreki mínu (þið sem hafið ekki prófað brimbretti skulið prófa of hlægja svo, þið hin megið hlægja strax).
Það var hálfskondið að vera á ströndinni, allt var lokað það er allir vietingastaðir voru bara með take away mat svo marður pantaði beið í hnapp fyrir utan eftir mat og svo settist maður á torgið með öllum hinum að borða... ég er ekki viss um að þetta fyrirkomulag hjálpaði nokkuð með minnkun útbreisðslu flesunnar sem hefur ekki orðið vart á þessu svæði :)

Eftir þetta yndælis aukafrí snérum við aftur til Guadalajara í flensubælið (held samt að þetta svæði sé ennþá nokkuð flesnulaust) og við bæjarmörkin eru básar þar sem maður borgar fyrir hraðbrautina og sjoppa og eitthvað fleira. Þar voru allir stoppaðir og gefið tímarit um flensuna og skráð hvaðan við komum og hvert við stefnum. Þessir starfsmenn voeu allir með grímur en enginn af hinum 150 sem stoppuðu til að fara í sjoppunuar... ég er ekki alveg sannfærð um að þessti herferð skili árangri.
Núna erum við bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á fimmtudag og erum að undirbúa okkur undir próflestur og kveðjutörn. Við gerðum okkur skyndilega grein fyrir að helmingurinn er farinn heim og við hin þurfum að kveðja eftir eina til tvær vikur.... kom algerlega aftan að mér en já það er ekki alveg strax.

Vona að allt sé í góðu standi heima og ekkert vera að hafa áhyggjur ég hef það bara mjög gott hér sem og allir í kringum mig.

Bkv úr svínapestinni ógurlegu, oink oink

Monday, April 27, 2009

Einn einkennilegast dagur lífs míns hingað til....

Já nú eru málin einkennileg hérna í Mexíkó, síðasta föstudag skellti ég mér í skyndiákvörðuar strandarferð á frekar afskekkta sambandslausa strönd. Í nótt komum við til baka og búmm svína flensa ríður yfir landið, enginn skóli eða neitt fram til sjötta Maí. Ég og meðleigjandinn erum búin að sitja við tölvurnar okkar og lesa allar fréttir sem tengjast þessu og refresha skóla síðuna 150 sinnum til að athuga hvað er að gerast... og núna rétt í þessu kom tilkynning um að skólanum er frestað til sjötta maí... erum ekki alveg viss hvort að við eigum að vera skíthrædd eða bara slaka á og njóta afar óvænts frí og fagna á mannfáum stað skólalokum.... Þetta er allt svona hálfskrítið... en það er allavega hingað til ekki eitt einasta tilfelli af flensunni í mínu héraði svo hér er þetta bara 100% varúðar ráðstöfun sem er gott að vita :)Ég skal reyna að halda blogginu mínu uppi með nýjustu fréttum en ekkert ti að hafa miklar áhyggjur af strax held ég :)

Annars er bara allt mjög gott að frétta, mamma og pabbi fóru heim í síðustu viku og það var hálfskrítið að vakna bara um morgninn og fara í skólann og halda bara áfram...
Þetta var yndisslegt frí hjá okkur eftir San Miguel fórum við á ströndina og vorum þar í nokkra daga að sóla okkur og sötra bjór og kokteila í rólegheitunum. Ég stakk reyndar af í einn dag til Guadalajara til að taka próf og kom svo aftur á ströndina til þeirra ... fríið bara í heildina afar ljút :) Við eyddum svo tveimur dögum hér í Guadalajara að skoða aðeins borgina og kíkja í búðir og svona.

Eftir að þau voru kláraði í síðust hlutaprófin og lokaverkefni og fleira og hafði engan tíma alla vikuna til að slaka á. Var eiginlega bara alveg uppgefni þegar það kom að föstudegi og ég átti ennþá eftir að klára eina ritgerð með fjórum frönskum stelpum... efnið var að greina mismunandi fjölmiðla í heiminum hvernig þeir fjalla um eitthvað x efni. Við gerðum um samband Kína og Tíbet sem er var rosalega gaman að lesa um og greina fannst mér en þessar stelpur skildur ekki hvað greina þýðir þær gerðu bara útdrátt úr greinum og bókum... alveg sama hvað eg reyndi að útskýra að það þarfa að greina greinaranar og útskýra með tilliti til hinna greinanna og þess sem við höfum verið að læra í áfanganum hvað er að gerast og afhverju þessi fjölmiðill segir svona frá en ekki öðruvísi og afhverju þeir segja frá mismunandi hlutum....að lokum gerði ég meira en helminginn af verkefninu og stakk svo bara af á ströndina og lét þær gera lokafráganginn og ég er eiginlega ennþá með í maganum yfir því :S .... en Antti var að tala um kvöldið áður um að fara á einhverja strönd með nokkrum af nýju vinm okkar og mig langaði svo mikið með en þau tóku aldrei ákvörðun svo þetta datt eiginlega uppfyrir. Á föstudaginum um hádegi þegar við vorum komin vel á veg með að klára ritgerðina, sendi Antti mér skilaboð um að þau ætluðu að fara klukkan seinnipartinn og hvort ég vildi koma með... svo það var sett fart í ritgerðina og ég sendi minn part þegar við vorum að hlaupa útúr dyrunum til að ná rútunni.....
En þessi skyndiákvörðun var svo þesss virði að fara, helgin var hreint út sagt frábær. Við tókum rútu til Tecoman um fjóra tíma héðan og svo þaðan til Barra de Nexpal sem er um fjóra tíma þaðan svo við komumst á leiðarenda um þrjú um nóttina. Við vorum skilin eftir við lítinn afleggjara og sagt að bærinn væri í þessa átt. Það var alveg kolsvarta myrkur, stjörnubjart svona 15-20°C og við heyrðum í sjónum í fjárlægð. Þetta var um 20 minútna gangur í þorpið og náttúrulega allir sofandi og ekkert opið. Við röltum bara viður á ströndina, einn var mað tjald með sér og við skelltum því bara upp undir einhverju smáskýli og sváfum þrjú inní tjaldinu og tvö fyrir utan. Enginn var undirbúinn fyrir tjald svo við sváfum bara í öllum fötum sem við vorum með, með okkur með handklæðin okkar ýmist sem dýnu eða teppi... hálf frusum úr kulda og hlógumað vitleysunni í okkur :) Um morguninn vöknuðum við eiginlega alveg ótrúlega útsofin miðað við allt, á æðislegri strönd með pálmatrjám í galmpandi sól í svona fimmtíu manna þorpi fullu af brimbretta gæjum :) hvðaer hægt að biðja um meira... paradís með brimbrettagæjum :)

Þarna hittum við nokkra vini einnar stelpunnar sem var með okkur og þau voru með lítinn sætann kofa með helling af afgangs rúmum og vorum hjá þeim yfir helgina. Við gerðu eiginlega mest lítið, öldurnar voru það stórar að þú þarft að kunna á brimbretti til að reyna og sjórinn of villtur til að synda mikið svo við lágum í sólinni spjölluðum, drukkum bjór og höfðum það bara svakalega rólegt og frábært í góðum félagsskap. Fórum í göngtúr við sólsetur og horðum á hvalina leika sér út á flóanum og já þetta var eiginlega bara súrrealískt frábær helgi.
Á sunnudaginum fórum við svo heim um miðjan daginn, fengum far út á afleggjaran og húkkuðum okkur far áleiðis til Tecoman aftan á pallbíl sem setti okkur út í middle of nowhere... þar náðum við rútu til Tecoman sem var svona kjúklingarúta (ekki með kjúklingum, svínum eða öðrum dýrum samt :)) og gersamlega stöppuð af heilbrigðu óhóstandi fóki. Þaðan tókum við svo rútu til Guadalajara og komum hingað klukkan eitt í nótt. ÉG fór beint að sofa svo þreytt og nennti svo ekki að vakna í skólann..... svo fékk ég sms frá einum sem var að ferðast með okkur og sagði að það væri enginn skóli, sem þá voru einhverjar þær bestu fréttir sem hef fengið :) núna er ég alveg viss um gleðitíðindin.... en ég fékk allavega að sofa út :)
Svo vöknuðum við í morgun í nýjum veru leika og já erum að spá hversu hrædd við eigum að vera... erum nokkuð róleg í augnablikinu að velta ströndinni fyrir okkur :)

En ég bið bara að heilsa heim og mun já láta vita reglulega af mér, hafið það gott elskurnar er farið að hlakka til að hitta ykkur öll í sumar :)
Bkv úr afar einkennilega ástandi :)

Saturday, April 11, 2009

Páskavika í Mexíkó

Komið heil og sæl allir íslendingar,
Nýr áfangi í dvö minni hér í Mexikó Þriðjudags kvöldið síðasliðið... Þau gömlu höfðu það hingað alla leiðina frá íslandi, í gegnum stórborgina Nýju Jórvík og flugvallar skrípið í Atlanta.... og enduðu heima í Guadalajara :)
Þau skötuhjú voru nú hálf lúin þegar þau komu og fóru bara beint í bælið en vöknuðuð ólíkt hressari um fimmleytið morgunin eftir... og biðu eftir að ég vaknaði á eitlítið mannsæmilegri tíma eða um níu leytið.
Við ákváðum að skella okkur bara beint á bílaleigubíl svo að pabbi gæti sannað ökumannashæfileika sína, ég gæti notið mín í kortalestri og mamma vermir aftursætið og hefur titilinn aftursætisbílstjórinn.
ferðin hjá okkur hefur gegnið svakavel, bílinn enn óklestur og við í heilu lagi. Við byrjuðum á að yfirgefa heimaborg mína Guadalajara og stefndum beint til Guanajuato, sem er colonialbær hér með krókagötum og göngum. Við lentum í eilitlum vandræðum þegar við komum inn í borgina að finna hótelið okkar þar sem þar er varla ein einasta venjulega gata þarna... svo eftir að við keyrðum bara eitthvað þá rákumst við á dreng á vespu sem keyrði á undan okkur og vísaði leiðina í gegnum völundarhús af göngum og einstefnugötum. Við lögðum svo bara bílnum og hreyfðum ekki við honum á meðan á dvöl okkar stóð þarna. Við fórum í bæjarferð þarna á spænsku svo ég tók að mér lutverk túlks og reddaði þeim gömlu :) í þessum túr fundum við út að það erum 15km af göngum undir borginni, og það eru 25 göng sem hafa verið byggð og opnuð milli 1982 og 2008. Ekki vænlegt að rata þarna.
Við fundum afar krúttlegan morgunverðar stað þarna, þar var spiluð klassísk kirkjutónlist, undir bogadregnu þaki, allt var svona gamalt sætt og krúttlegt meir að segja eigandinn passaði inn þarna í svuntu og sætum kjól. Bestu pönnsur í heimi í Mexíkó þarna.
Í gær eða föstudaginn langa yfirgáfum við Guanajuato við eltum þarna einn Mexíkana sem var á hótelinu okkar og leiddi okkur út úr völundarhúsinum og áleiðis til næstu borgar og að lokum var bara erfitt að hrista hann af okkur þar sem við ætluðum að beygja en hann stoppaði og beið eftir okkur :)
Við sáum á leiðinni til Guanajuato styttu mikla upp á fjallstoppi, þetta fannst fjallagörpunum heillandi og stefnan var tekin þagnað, styttan var af honum Cristo Rey eða konungi Jesú. Upp fjallið lá hlaðinn vegur alla leið um 10-15KM, verkamenninrnir voru á hnjánum að gera þennan veg. Það var stanslaus umferð upp og niður sem reyndar gekk bara hratt og vel. Eftir að við höfðum það nánast upp á topp á kagganum, þá lögðum við honum og gengum restina sem var svona 2km og þónokkuð uppí móti. Einhver þreyta var í mannskapnum og nokkrar pásur teknar á leiðinni :S
En þetta hafðist allt á endanum með góðum vilja og já mannvirkið á toppnum var ekki af verri endanum. Það er risastór bygging í boga með torgi í miðjunni og á endanum er risastór kapella með honum Cristo Rey ofan á. Hann er nú enginn smásmíði eða 20m á hæð og um 80 tonn og þar að auki í 2600m hæð, hann var byggður um 1920 ef ég man rétt og tæknin eftir því svo við eiginlega dáumst að þessu verki. Það koma þúsindir pílagríma þarna á hverju ári og enn fleiri í páskavikunni svo við komum á besta tíma. Við vorum einu útlendingarnir þarna held ég bara held að við höfuð séð einn annann. Mexíknanarnir voru allir með vönd af kamillu, við vitum ekki afhverju hef ekki fundið útúr því en það var það sama í Guanajuato allir með vönd af kamillu.

Eftir þennan útúr dúr héldum við áfram til San Miguel de Allende þar sem við njótum lífsins núna, hótelið er bara fínt og núna stefnun við út að skoða bæinn :)

Bestu kveðjur og gleðilega páska
Ferðalangarnir ógurlegu

Monday, April 6, 2009

rólegheita mexíkó

Halló,
Síðustu vikur hér í Mexíkó hafa bara verið rólegar, klára skólann fyrir páskafrí og njóta þess að hanga með krökkunum og gera sem minnst :)Það hefur verið það rólegt að ég eiginlega man varla hvað ég hef verið að gera... Hef djammað alveg skuggalega mikið reyndar OK ekki kannski djammað en farið út að hitta krakkana eða í grill og svona. Drekka kannski einn tvo bjóra og spjalla.
Fór í reyndar alveg snilldarpartý síðustu helgi en þemað var "allt gengur nema föt" svo það var smá hausverkur að ákveða í hvað maður ætti að fara. Ég endaði í svörtum rusla poka sem var festur saman með málningar límbandi og rauðum borða. Mitt dress var nú frekar hefðbundið en margir já settu mun meiri metnað í þetta.

Síðasta vika efur verið hálfskrítin þar sem að meðleigjandinn stakk mig af til Kúbu og ég er búin að vera ein í íbúðinni alla vikuna, og allir hinir vinir mínir höfðu svo miklar áhyggjur af því að mér mynd leiðast að ég held að ég hafi sjaldan haft jafn mikið að gera... og verið jafn uppgefin þegar kom að helginni.
En það hefur verið afar rólegt síðan á föstudag þar sem allir eru farnir hingað og þangað í páskafríinu svo að síðustu dagar hafa verið nýttir í að hvíla mig, þrífa íbúðina mína og njóta þess að vera bara ein. Ég var næstum búin að gleyma því hvað það er ljúft svona öðru hvoru til að hlaða batteríin aðeins :)

Mesta vinnan undanfarið hefur verið að undirbúa skyndilega komu foreldra minna, ákveða hvað skal gera og hvert skal fara... sem er það auðvelda og skemmtilega en svo þarf líka að finna hótel og bóka og eitthvað svoleiðis vesen sem er bara ekkert sérstaklega gaman :) Sérstaklega þegar ég var að reyna að bóka eitthvað yfir páskana í bæ sem er afar vinsæll á meðal eftirlauna ameríkana, bakpoka ferðalanga og listamanna og vinsældirnar minnka ekki þegar kemur að frídögum :)
En þetta hafðist að lokum og held að þetta sá bara hið fínasta hótel, er með sundlaug, bílastæði, morgunmat, veitingastað, likamsrækt og að mig minnir með svölum... og utan við hótelið þá er það mikið að skoða þarna að ég held að maður þurfi kannski ekki mjög mikið á öllu þessu að halda.
En þau koma á morgun, það verður svo ljúft :) tala íslensku og þurfa ekki að velta hverju einasta orði/beygingu fyrir mér... jeiii

en já ég er að hugsa um að skjótast og reyna að finn mér bikini sem er eitt það leiðinglegasta sem ég get hugsað mér að gera.... en já einvherju verð ég að vera í.

Bkv frá Mexíkó

Friday, March 20, 2009

San Miguel og fleira

Jæja ég er svo sannarlega ekki að standa við gefin loforð og skrifa aðeins reglulegar...

Fyrir tveimur helgum eða 13-16 mars fór ég ásamt Antti meðleigjanda mínum til San Miguel Allende að heimsækja Andreu vinkonu okkar sem á heima þar. Hún var í Guadalajara fyrir jól og flutti svo aftur heim til sín eftir jól. En allavega San Miguel er lítill bær með um 130.000 íbúa... svona næstum því Reykjavík :)
Þar er endalaust mikið af galleríum, listasöfnum, kaffihúsum, veitingastöðum og af verkstæðum fyrir listamenn. Þar afleiðandi er heilmikið lista líf þarna og ég veit ekki hvað við heimsóttum mörg gallerí og skemmtilegar búðir yfir helgina... hvert öðru og hver annarri skemmtilegri. Ég held að allir sem fæðist í þessum bæ verði sjálfkrafa listamenn, það er bara ekki annað hægt í svona skapandi umhverfi... ég var næstum því farin að mála þarna bara til að vera með :)

Utan við að fara í gallerí og skoða hús, þá fórum við í grillveislu heima hjá Andreu og hittum foreldra hennar og systkini. Við gistum reyndar hjá henni um helgina svo já við hittum þau meira en bara þarna :) En þetta var ekta Mexíkósk grillveisla, endalaust góður matur og þau ekkert smá vinaleg. Húsið þeirra er líka súper mexíkóskt með kúptum þökum og öllum regnboganslitum. Hálf ósmekklegt á köflum en svo skemmtilega glaðlegt :) held að ég gæti alveg hugsað mér að eiga hús í framtíðinni sem er eilítil blanda af mínum stíl og mexíkóskum....

Við reyndar vorum að leita okkur af húsi alla helgina og fundum nokkur sem komu til greina... kröfurnar sem við gerðum voru garður, fyrir grillveilsur og sundlaug, þak sem var hægt að fara út á og sitja þar á kvöldin og njóta margarítu og stórt baðherbergi :) Við fundum ekkert sem uppfyllti allar kröfurnar, reyndar fórum við bara inní eitt hin vorum meira skoðuð utanfrá :) Já og garðurinn á að vera fullur af ávaxta trjám og bleikum blómum.
Í augnablikinu eru blómin og litirnir á trjánum svo fallegir, tréin eru mörg hver blá sem stendur og mjög mikið af bleikum, rauðum, gulum blómum allsstaðar, bara yndisslegt að rölta um borgina.

Við stefndum á að fara í útileigu í San Miguel, en þar sem það er allt svo skuggalega þurrt núna að við máttum skiljanlega ekki kveikja eld neinsstaðar... svo við enduðum á að fara heim til vinkonu hennar Andreu sem býr á sveitabæ eða nánast herragarð rétt fyrir utan San Miguel.... þar var allt til alls, eldstæði, tennisvöllur, skógur svo við gátum kveikt bálið okkar og grillað pulsur og sykurpúða... :) Ægilega kósý

Rétt fyrir utan borgina eru heitar laugar og við fórum þangað á mánudaeginum áður en við lögðum í sex tíma rútuferðina heim. Þetta var helling af litlum sundlaugum og heitum pottum... náðum að slaka við á þar og sóla okkur örlítið.... sem er mjög gott þar sem brúnkan okkar er að fara....


HUmm man ekki hvort það er mikið meira að segja frá þessari helgi nema að ég fari að fara útí mjög nákvæmar lýsingar og hinum og þessum sýningum og mat sem við borðuðum... en ég efast um að nokkur nenni að lesa það svo að já ef þið viljið smáatriði þá fer ég alveg að koma heim :)

Það var kvalræði að byrja aftur í skólanum eftir þriggja daga helgi... ég er alveg búin að fá nóg af þessu í bili nenni ekki legnur að vakna á hverjum degi og fara í leiðinlega málfræðitíma hjá kennara sem hreinlega gefur ekker upp um hvort að okkur sé eitthvað að fara fram eða ekki... eða hvort að við stöndum okkur vel eða ekki... Hún er eiginlega bara hálf leiðinleg aumingja konan, mjög vinalega og allt en bara svo einhæf og breyta út af planinu er bar eitthvað sem er ekki til í hennar orðaforða. Ég nenni ekki heldur að standa í verkefna skilum í hverri viku svona tveim til þrem í hverri viku og próf á þriggja til fjögurra vikna fresti.... Eða að passa að ég mæti í hvern einasta tíma svo maður fái nú ekki of mikið af skrópum og verður felldur á önninni fyrir það... held að það falli fleiri á því heldur en á prófum. Ég og hinir skiptinemarnir hérna við hreinlega skiljum ekki hvernig í ósköpunum mikið af krökkunum hér gengur illa í þessum skóla, námsefnið er svo matað ofan í okkur að maður lærir allt sem maður á að læra án þess að hafa nokkuð fyrir því... verkefnaskil og ritgerðir hér eru eiginlega bara hálfgert djók líka svona ef maður myndi láta sér detta í hug að fara niður í standarta skólans, ég er viss um að 95% nemandanna hér yrði sparkað út í öðrum háskólum fyrir ritstuld... einhvern veginn hefur gleymst að láta þau vita að þegar þú skrifar heimilda ritgerð þá setur maður heimild í sviga eftir nánast hverri einni og einustu setningu..... en nóg um skólann í bili :)

Núna um helgina setti ég held ég met í partýstandi og fór út á föstudag, laugardag og brunch á sunnudag. Á föstudaginn fórum við Antti og hittum nokkra nýja vini og fórum á svo skemmtilegan bar sem er hérna rétt hjá mér og spjölluðum og prófuðum fullt af nýjum dykkjum.... þar sem bjór kostar 25 pesóa (220-250kr) og kokteilar 23 pesóa sem er auðvitað miklu betra :) og já þetta var bara svoldið gaman...

Laugardags kvöldið var mun afslappaðara og við hittumst bara heima hjá nokkrum vinum og fórum bara snemma heim... Á sunnudaginn bauð Leth okkur í Brunch heima hjá sér klukkan þrjú seinnipartinn... hann er frá Laos og eldaði þesslenskan mat handa okkur sem var svo óendanlega góður ... ég er búin að panta mér matreiðslunámskeið hjá honum :) Við eyddum notalegum seinnipart þarna í góðra vina hópi og sötruðum freyðivín og borðuðm endalaust mikið nammmm
Allir áttu að koma með eitthvað í brunch og ég var dæmd til að baka súkkulaðiköku... en þar sem ég á ekkert til að bara köku, eins ot til dæmis þeytara... þá var skotist í búðin splæst í Herseys delight frá henni Betty.... hent í ofninn og dadarada kaka.... ég held að ég hafi ekki oft fengið eins mikið hrós fyrir nokkra köku sem ég hef gert svo að ég held að ég haldi mig bar avið hana Betty hér eftir :) Ég átti erfitt með að halda pókerfeisinu þegar ég tók við öllum hrósunum fyrir þessa snilldar köku :)

Og já eins og venjulega eftir helgi þá er ég bara dauðuppgefni í dag og nenni engu svo ég og Antti ætlum bara að skella okkur í bíó, það er kvikmyndahátíð í gangi í bænum :)

Svo verið þið bara sæl í bili,
Heyrumst já vonandi fyrr en síðar
Ástý bakarameistari

Friday, March 13, 2009

Prófum lokid...

Nú aetla ég ad reyna ad standa vid gefid loford og setja inn blogg strax eftir prófin. Ég kláradi sídasta prófid mitt ádan og gekk bara vel... held ad tetta hafi allt gengid nokkud tokkalega hjá mér, er ekki viss med spaenskuprófid en hin gengu vel sem og bádar kynningarnar mínar. Ein um muninn á Hollywood og Bollywood og sú seinni um tjódehetju Mexíkana, Pancho Villa. Tad var reyndar mjog gaman ad gera bádar tessar kynningar í Holly/Bolly tá var minn hluti um sterio-týpur og um hinn klisjukennda sogutrád beggja markadanna. Seinni kynninguna gerdi ég ein um Pancho Villa og allar taer sogur sem fylgja honum... held ad ég hefdi audveldlega getad talad um hann í fleri fleiri klukkutíma átti í mesta basli med ad skera nidur. En ef eitthvert ykkar skyldi turfa ad gera verkefni um Mexikanska hetju tá maeli ég med honum, hann hefur allt... hann var frá fátaekri fjolskyldu, gerdist útlagi tar sem hann var eftirlýstur fyrir mord, var í bandito í gengi, frelsishetja, herforingji, átti nokkra tugi eiginkvenna og hjákvenna og álíka mikid af bornum (annarhver madur í nordur Mexíkó ber eftirnafn hans) hann var mannvinur, talsmadur menntunar fyrir alla, rak einskonar munadarleysingjaheimili, var kvikmyndastjarna, prentadi sína eigin pening.... já tad er nánast bara ad nefna tad og Pancho Villa er madurinn.

Sídustu tvaer vikur hef ég bara mest lítid gert ekkert gert nema ad laera, sídustu helgi fór ég reyndar á Charreada sem er einskonar rodeo hesta sýining. Tessi er midud ad ungu fólki og tad eru hesetar og kúrekar ad leika listir sýnar undir techno/danstónlist.... var pínu skrýtid verd ég nú ad vidurkenna, en var mjog gaman, ég á eitt nokkud gott video af nauti rádast á einn kúrekann, reyni ad finna út hvort ég geti sett tad inn hér eftir helgi... á enntá eftir ad setja tad á tolvuna mína. Á laugardeginum fór ég ásamt Antti, Alex og medleigjanda hans í centro á sýningu í Cabanas sem er safn hér í bae. Tetta átti ad vera Miró, Picasso og Dahli sýning, erum búín ad tala um í mánud ad fara... vid forum inn og eydum klukkutíma í ad skoda afar athyglisverda/einkennilega ítalska sýningu sem spannadi yfir arkitektúr, honnun, myndlist og kynningu á ítalskri matarmenningu (í myndum).... og vorum eiginglega bara búin ad ákveda ad hin sýningin vaeri bara búin, haldid tid ekki ad vid hofum ekki rekist á sýinguna... eitt málverk frá hverju teirra.... stórkostleg sýning sem er auglýst hér um allan bae :)

Um kvoldid fórum vid svo bara í bíó ad sjá the watchmen, sem var bara hin ágaetis skemmtun... er ekki viss um ad ég geti tekid haleluja lagid alvarlega eftir myndina... en tad er bar aalltí lagi :)

Annars tá hef ég svo sem eiginlega ekki gert nokkurn skapadan hlut nema ad laera sídustu vikuna svo já tad er ekki mikid meira ad segja og ég tarf ad fara ad hitta vinkonu mína í lunch eins og ég lofadi :)
Vona ad tid eigid oll góda helgi ég er ad fara í ferdalag jeiiii

Bkv daudtreytti skiptineminn

Wednesday, March 4, 2009

Hitt og þetta

Hæ hæ
Ákvað að blogga með aðeins styttra millibili en síðast, var frekar erfitt að rifja upp hvað í ósköpunum ég hafði gert á milli bloggskrifa.

Eftir Karnival byrjaði bara venjulegt líf aftur, það var alveg ótrúlega flókið eitthvað að komast aftur í gang í skólanum eftir þetta smá frí... ég skrópaði föstudag og mánudag missti út einn tíma í öllum áföngunum og ég var bara alveg týnd og vissi varla hvað ég hét þegar ég koma aftur til baka. Í einum áfanganum átti ég greinilega að vera búin með þrjú verkefni á milli þeirra tíma sem ég mætti í... veit ekki alveg hvenær það var ákveðið þar sem þau voru ekki inn á námsskránni, en þar sem ég er skipitinemi þá fékk ég auðveldlega frest fram að miðnætti til að skila þeim svo síðasti dagur Charles í Mexíkó fór að einhverju leiti í að gera ekkert meðan ég lærði...Þetta reddaðist allt og ég skilaði verkefnunum á tíma. Í öðrum áfanga var skipt um kennara, sem ég vissi fyrirfram, en hún breytti algerlega öllum áherslum í áfanganum... svo ég er rétt að fatta hennar aðferðir og komast í gang aftur :) Hún er svo miklu betri kennari en hinn sem ég hafði á undan svo ég er hæst ánægð með þessa breytingu þrátt fyrir smá byrjunar örðugleika. Á einmitt að halda fyrirlestur um muninn á Hollywood og Bollywood í næstu viku ásamt fjórum frönskum stelpum, verður athyglisvert að sjá hvernig allir skiptinemarnir í bekknum standa sig saman í hóp... hefði verið afar þægilegt að hafa allavega svona eins og einn Mexíkana sem talar augljóslega mun betri spænsku en við allar. Við erum líka allar saman í hóp að gera lokaverkefnið svo ætli við þurfum ekki að finna einhvern þolinmóðan til að lesa yfir fyrir okkur :) Lokaverkefnið okkar er samt ef kennarinn samþykkir um ágreining Tíbet og Kína sem mér fnnst ógurlega spennandi.

Síðustu helgi þá yfirgaf meðleigjandinn mig og stakk af til Zacatecas með bekknum sínum. Ég fattaði að éger ekkert vön að vera ein... heima þá hef ég systur mínar og vinkonur, hér er Antti (meðleigjandinn) staðgengill fyrir þær allar og við yfirleitt gerum allt saman og ákveðum saman hvað við ætlum að gera. Svo að vera skilin eftir hangandi í lausu lofit með engin plön fyrir helgina... sló mig nánast bara útaf laginu :) Ég reyndar átti mjög skemmtilega helgi sem ég planaði og tók ákvarðanir um alveg sjálf og var mikið með sænskri vinkonu minni, fórum að versla á föstudag, það er hún fór að versla og ég var félagsskapur :), fór í grill veislu hjá Áströlskum vini mínum á laugadaginn og hitti fullt af nýjum hippa Mexíkönum, mun hressari og venjulegri en krakkarnir í skólanum mínum og nær mér í aldri líka sem skaðar ekki :) Hitti eina stelpu sem bjó í Næstved í Danmörku og talar nánast fullkomna dönsku... danskan mín er svo ryðguð að það er hræðilegt, það kemur bara spænska fyrst í stað eftir smátíma og mikla einbeitningu get ég skipt en það er hræðilega erfitt... verð að fara aftur til Danmerkur og rifja döskuna upp.

Prófatörn tvö er að hefjast í þessari viku, byrjar rólega með einu prófi á morgun, fimmtudag úr alveg heilum kafla... sem ég ætti eiginlega að vera að læra núna í staðin fyrir að skirfa blogg humm. En í næstu viku þá fer í í fjögur próf og þarf að gera þrjár kynningar, nei tvær kynningar sú þriðja er á föstudaginn... svo það verður nóg að gera.
Eftir prófatörnina ætlum ég og Antti að fara til San Miguel Allende sem er um 4-5 tíma héðan að heimsækja Andreu, mexíkóska vinkonu okkar sem var hér síðustu önn, það verður ljúft að hitta hana aftur og afar eitthvað.. mér finnst ég hafa gert svo lítið þessa önnina svo ég hlakka mikið til. Við verðum líka heima hjá henni svo við getum sparað okkur gistingu og mat að einvherju leiti þar sem hún býr hjá foreldrum sínum.

Ég er þessa dagana að reyna að ákveða hvað ég að gera í páskafríinu mínu og ég bara get ekki ákveðið mig möguleikarnir sem ég hef eru Kúba, Costa Rica, Panama, ef ég ákveð að yfirgefa Mexíkó, held samt að það sé aðeins of dýrt að gera það. Innan Mexíkó er það ferðast niður ströndina héðan og fara til Acapulco og liggja á ströndinni yfir páskana, fara til Chiapas og gera allt sem ég gerði ekki síðast eða að fara inní í mið Mexíkó og fara til Zacatecas, Durango og allra bæjanna, borganna á því svæði.... ég veit að þetta er ekki stórt vandamál eða neitt... það er bara um svo mikið að velja :s

Ég bið annars að heilsa fram yfir próf, já eða styttra ef ég nenni ekki að læra :)
bæjó allir saman
Óákveðni, ósjálfstæði skiptineminn

Thursday, February 26, 2009

Carnival og gleði

Hola a todos

Ég hef verið heldur löt við að skrifa upp á síðkastið en stefni á að reyna að bæta úr því á næstunni. Lofa engu en það er markmiðið :)

Síðan síðast þá er ekkert svo sem mjög markvert búið að gerast... Það voru próf í vikunni eftir að við fórum á ströndina og ég gerði eiginlega ekkert nema að læra... það var svolítið erfitt að læra bara á spænsku, var orðin frekar þreytt í endann á vikunni :) Prófin gengu reyndar bara vel var með yfir 83 í öllu og ef ég held því áfram út önnina þá fæ ég auka viku af fríi... sem væri frábært :) Ekki það að ég hafi einvher svaka ferðaplön en ef ske kynni að ég færi eitthvað er gott að hafa auka frí upp á að hlaupa.

Valentínusar dagur er haldinn hér í Mexíkó með prompi og pragt.... ekkert nema hjörtu og pör út um allt alla vikuna, við einhleypingarnir hérna vorum eiginlega búin að fá nóg að allri þessari rómantík :) Einn vinur minn, einhleypur, hélt Valentínusar partý og bauð upp á súkkulaði fondu, jarðaber, freyðivín og fleira gotterí. Það var ægilega gaman hjá okkur þarna þarna í the fabulous singles party... enda vorum við öll fabulous and beautiful.

Í síðustu viku komu Saskia og Kate vinkonur mínar frá Ástralíu til baka til Guadalajara og við fórum öll saman út að borða á Libanönskum veitingastað... það var svo góður matur ég hef ekki borðað neitt í líkingu við þetta síðan ég kom hingað, tabule og fleira sem ég gleymdi jafnóðum hvað heitir en er ógurlega gott :) Mjög góð tilbreyting frá Pizzum, salati og tacos... stefni svo að á að fara þangað aftur.
En allavega það var frábært að hitta stelpurnar aftur, verst að þær voru hérna bara í einhverja fjóra daga, og svo var stefnan tekin á Carnival í Mazatlan...

Charles vinur minn frá Englandi kom svo hingað á miðvikudag í síðustu viku, og kom með mér til Mazatlan á Carnival um helgina. Við vorum 16 held í heildina sem fórum saman, svo þetta var frekar stór hópur. Mazatlan er bær um sex tíma norður héðan við ströndina. Mér finnst bærinn mjög skemmtilegur, mikið af gömlum húsum, litlum torgum og sjávarsíðan eða Malecoun er æðisleg. Hún liggur við ströndina meðfram öllum bænum, eða meðfram öllum bænum við ströndina.... við röltum niður með henni á laugardaginn og tókum svona 15 pásur á leiðinni og hlógum af einkennilegum styttum af nöktu fóki í mjög svo einkennilegum hlutföllum, og slatta af hörfungum sem já var gaman að hlægja af líka :)

Charles átti afmæli á föstudeginum en eitthvað lítið varð af, þar sem við komum til Mazatlan snemma um daginn og hin voru að týnast inn fram eftir kvöldi.. svo á laugardaginn þegar hann var eitthvað þreyttur, þá skelltum ég ég tvær vinkonur mínar okkur í risastóran súpermarkað og keyptum köku og kerti handa honum og flösku af góðu tequila. Svo hittumst við öll fyrir framan hótelið (reyndar fyrir tilviljun við vorum bara búnar að tala við nokkra) og komum honum á óvart með afmælissöng og köku... held að hann hafi verið ánægður með það, vona það allavega :)

Carnival gekk sinn vanagang skrúðgöngur flugeldasýningar og meira djamm en nokkrum manni er heilbrigt... :s Hótelið okkar var við aðaldajamm götuna, svo það voru 4 stór svið með mismunandi tónlistar mönnum og stefnum í gangi a hverju einu þeirra þar að auki voru nokkrir klúbbar og veitingastaðir sem hver og einn hafði sína eigin hátalara fyrir utan með hverri þeirri tónlist sem hugsast getur svo, þetta var bara nokkuð fjölbreyttur hávaði. Held að það sé besta lýsingin :) Það var líka hummm hvað heitir það svona gervi naut sem er hægt að setjast á og það hendir manni af, nánast við dyrnar. Þau voru nokkur sem skelltu sér á bak en hann var frekar rólegur svo að þetta var ekkert svo spennandi, en einstaklingarnir sem fóru á bak voru þeim mun skrautlegri.
Ég held að það ætti einhver að koma til Mexíkó og kenna heimamönnum að gera flugeldasýningu, hjálparsveitin heima er bara nokkuð góð í þessu :) Þeir voru með fjórar mismunandi skotstöðvar, ein á ströndinni, ein til hægir við ströndina, önnur til vinstri og sú fjórða skip frekar langt úti. Skipið allavega byrjaði svo voru einhver nokkur gosblys á ströndinni, og sprengjur svona sittá hvað eða bæði hægra og vinstra megin og meðan það voru svaka gullregns sprengjur eða hva þetta heitir þar... þá voru nokkur blys í gangi á skipinum sem enginn sá þar sem stóru sprengjunar tóku alla athyglina... og þetta var allt eitthvað svona á mis það var ekki hægt að horfa bara í eina átt til að sjá heldur þurfti maður að hafa sig allan við til að ná að sjá helminginn.... var afar athyglisvert spurning hvort að björgunarsveitirnar skelli sér ekki bara út á næsta ári og redda þessu :)

Skrúðgangan var bara ágætt, mikið af litskrúðugum vögnum, upplýstum og dansandi fólki. Munurinn hér og á Brasilíu er mikill jafnvel þó að ég sá bara litla skrúðgöngu þar... hér þá er þetta mikið krakkar og fjölskyldur að dansa, í Brasilíu þá voru þetta meira ungt fólk og miklu meiri nekt og sensuality í allri sýningunni, þetta á ekki að hljóma eins og einhver klámsýning en samba og Brasilía og krakkar og Mexíkó þið sjáið muninn.

Ég fór og heimsótti frænku mína sem býr í Mazatlan, það var ánægjulegt svo gaman að tala íslensku :) Hún sótti mig niður í bæ og við fórum heim til hennar og hittum börn, barnabörn og tengdasyni og dætur og svo fórum við á sjávarrétta stað að borða. Var bara mjög ánægjulegt að hitta fjölskyldu og íslending :)

Sjávarréttir var annað frábært við Mazatlan, ég borðaði svo mikið af rækjum, skelfisk og fisk... þetta var paradís :)

Svo lá bara leið heim aftur til Guadalajara, skóli á nýjan leik og Charles farinn til Kúbu... og já raunveruleikinn tekinn við af glans og glamúr

Hafði það gott elskurnar bið að heilsa ykkur
Bkv fisk-svangi skiptineminn (breyttist ekki eftir helgina)

Sunday, February 8, 2009

Blogg ég er að blogga

Það er greinilega kominn tími á nýtt blogg þegar hún móðir mín fer með ljótt og systir mín sem er í útlöndum þarf eitthvað að lesa....

Síðan síðast er ég bara búin að vera mikið í skólanum og læra mjög mikið :) sem er bara eiginlega gaman en erfitt. Það tekur alveg svakalega orku að hlusta á, lesa og reyna að tala spænsku allan daginn :) Hefði aldrei trúað því...

Síðustu helgi var löng helgi svo við ætluðum að leigja hús ú Manzanillo eins og við gerðum fyrir jól. Við vorum komin með húsið og allt en svo hringir gaurinn og sagði að hann ákvað að legja það frekar vinum sínum...... okkur finnst þetta hálf lélegir viðskiptahættir svona tveim dögum fyrir fríið...
En í staðinn fórum við, fimmtán saman, til Sayulita sem er staður drauma minna, þorpið er svo ljúft og rólegt, endalaust mikið af góðum mat, ströndin er falleg, pálmatré, öldur og það er hægt að fara á brimbretti :)
Ætla svo sem ekki að halda því fram að ég hafi verið góð á því... mig vantar mun sterkar hendur eða hreyfil til að geta farið nógu hratt til að fylgja öldunni... þar sem mér tókst það bara tvisvar þá náði ég ekki alveg að standa upp.... en það kemur bara næst. Handleggir verða teknir fyrir næstu vikurnar í ræktinni, stefnan er tekin að að verða tönuð og tónuð brimbretta gella fyrir vorið :)

Ég tók mig til núna áðan og ákvað að gerast hin fyrirmyndar húsmóðir. Byrjaði á baðherberginu, vaska upp, þurrka af og svona... það svo sem var ekki mikið mál gekk bara vel. Svo fór ég að skúra.... með þessari helvítis moppu, ég er alveg handviss um að sá sem hannaði þetta og setti á markað hefur aldrei nokkurn tíman þvegið gólf, viðurkenni svo sem alvg að skúra er ekki mitt uppáhalds húsverk og ég er ekki góð í því... en þetta var bara hörmung, ég er dauðfeginn að meðleigjandinn var ekki heima að fylgjast með aðförunum. Er ekki viss um að gólfið sé hreinna núna en áður en ég byrjaði... það er allavega minna rykugt, það hlýtur að vera skárra ekki satt....
Ég var að hugsa um að elda einhvern kvöldmat en aðfarir mínar við þrifin eiginlega drógu úr mér allan kjark til að elda.... svo það er spurning hvort við skellum okkur bara á taco eða eitthvað annað í nágrenninu.

Hverfið sem ég á heima í er paradís fyrir fólk sem kann ekki/nennir ekki að elda. Það eru um 100 veitingastaðir í 10 mínútna göngu fjarlægð héðan, skiptir ekki máli í hvaða átt maður labbar... við erum alltaf að uppgötva nýja staði og ákveða að prófa þá, okkur hefur tekist að prófa svona 6-7 staði... okkur fer fram höfum ákveðið að fara aftur á sömu staðina er ekki í boði lengur :)
Annars er allt í þessu hverfi, allir vinsælustu skemmtistaðirnir og barirnir eru hérna í nágrenninu. Það eru tvö stór bíó hérna rétt hjá í tveimur stórum verslunar miðstöðvum. Svo eru svona um fimm torg hérna í göngufjarlægð sem eru með helling af fata, matar og vín búðum og bakaríum og öllu svona svipað og Smáratorg. Strætó stoppið til að fara niðri miðbæ er hérna á næsta götuhorni... já það er semsagt allt hérna rétt hjá nema skólinn og strætó stoppið til að fara í skólann :)

Jamm held að þetta sé orðið gott í bili, minn er orðinn sársvangur og hefur enga einbeitningu lengur :)
Hafið það gott elskurnar
heyrumst, fyrirmyndar húsmóðirin

Thursday, January 22, 2009

internet líf

jæja ég á mér greinilega ekkert líf þessa dagana þar sem ég er búin með öll heimaverkefni sem ég get gert núna fyrir restina af vikunni og búin að lesa allt sem ég á að vera búin að lesa, geri aðrir betur. Íbúðin er svona nánast hrein, þá er ég að tala um herbergið mitt og eldhúsið... sturtan er næst á dagskrá svona þegar ég nenni að standa upp frá facebook pliktinni...

Ég er einnig búin að eyða svona tíu tímum í síðustu viku í að finna út hvernig kerfi fyrir internet kúrsa virkar... það er allt að koma en ég er ekki ennþá búin að finna út hvernig á að skila verkefnum í þessu kerfi svo það er spurning um að ég drífi mig að reyna að læra það áður en það kemur að fyrsta skiladegi.

Eitt heimaverkefnið sem ég kláraði áðan var tveggjan blaðsíðna texi á spænsku um tækninýjungar og hvaða áhrifa þær hafa á líf fólks og hvernig er hægt að nota þær til að bæta líf fólks. Flest af þessu var svo sem gott og gilt eins og neyðarhnappar fyrir veika og gamla sem búa einir, gasskynjarar, skype (greinin síðan 2006) og tækni til að fylgjast með AIDS sjúklingum í Ruanda o.s.frv.

Svo voru nokkur frekar freaky atriði eins og internet leikskóli... leikskólinn er með videotökuvélar út um allt svo það sé hægt að fylgjast með öllu sem á sér stað þar. Foreldranir fá lykilorð og geta skráð sig inná svæðið og fylgst með börnunum sínum í leikskólanum... og þetta er hugsað svo að foreldrarnir geti verið meiri þáttakendur í lífi barna sinna, viti að það er ekki farið illa með þau á daginn og til þess að þau hafi eitthvað um að tala við börnin þegar þau koma heim.... mér finnst eitthvað rangt við þetta ef foreldrar þurfa ða fylgjast með krökkunum sínum á vefmyndavél til að vita hvað er að gerast í lífi þeirra...

Annað var "long distance mam" hún bjó í annarri borg en maðurinn og litli sonur hennar en henni fannst það sko ekkert vandamál... húsið er bara búið video vélum sem hún getur skoðað hún getur talað við krakkann í gegnum tölvu, hjálpað honum með heimalærdóminn, lesið fyrir hann sögur fyrir svefninn og sagt honum í hvað hann á að fara á morgnanna þar sem hún vaknar alltaf með honum.... mér finnst þetta líka afar sérstakt heimilslíf.

Allavega mér fannst þetta afar áhugavert, heimurinn er greinilega mun tölvuvæddari en ég hélt og ég sem nánast bý á netinu í skólanum heima og hér, er í námskeiði sem er bara kennt í tölvu og nota skype í samskiptum við alla heima, facebook og msn við alla hina bæði sem eru með mér hér í Mexíkó og staðsettir annarsstaðar í heiminum.
Ég kaupi flugmiða, rútumiða plana ferðalög og afla mér upplýsinga um allt á netinu... ég meina hver nennir á bókasafn eða fletta upp í orðbók lengur...
semsagt bý á netinu í grófum dráttum... ég og Alex vinur minn sitjum t.d. núna í sitthvorri tölvunni á þráðlausa netinu mínu ég að skrifa blogg og hann að spjall við aðra vini okkar... en ekki tölum við saman...

en mér eiginlega blöskraði við að lesa um internet leikskólann... samskipti á tölvuvæddu formi eru góð og gilt upp að vissu marki... sumt fer yfir strikið

Allavega smá bull
hafið það gott elskurnar
sé ykkur

Sunday, January 18, 2009

Byrjun skólaársins

Skólinn er byrjaður af fullum krafti og ég held að kennarar skólans hafi haldið fund milli jóla og nýárs um að vera óeðlilega ströng þetta árið, fyrsta skólavikan innihélt ótrúleg atvik sem mér finnst ekki eiga heima í háskóla:

- Einn fékk skróp þar sem hann mætti mínútu of seint í tíma (við megum skrópa 4 sinnum í hverjum áfanga)
- Vinkona mína var skömmuð af því að hún spurði hvað eitt orð þýddi og var bent á að far í spænsku áfanga stigi neðar...
- Bekkjarfélaga var ekki hleypt inní tíma 10 mínútum of seint, mætti of seint þar sem hann festist í umferð.
- Annar fékk ekki að fara á klósettið, þar sem ekki var um neyðartilvik að ræða ... hvað er neyðartilvik, er eitthvað sem við höfum ekki enn fundið út, pissa telst allavega ekki neyðartilvik.
- Vikonu minni var refsað þar sem hún mætti ekki í fyrsta tíma annarinnar, mætti ekki þar sem hún var ekki skráð í áfangan... var tekin upp fyrir framan bekkinn og eiginlega skömmuð...

Ég bara hreinlega skil ekki hvað er í gangi þarna, mér finnst að fólk sem er í háskóla og er tvítugt og eldra ætti að fá að bera smá ábyrgð á gjörðum sínum... allavega að læra það ef þú mætir ekki í tíma lendirðu í vandræðum.... ekki af því að þú ert búin með skrópin þín heldur af því að þú kannt ekki námsefnið þegar kemur að prófi...

Mér finnst líka fáránlegt að þurfa að biðja um leyfi til að fara á klósettið (það eru reyndar afskaplega fáir kennarar sem ætlast til þess)fólk ætti að vera nógu þroskað til að fara á klósettið þegar það þarf þess ekki bara til að spjalla í símann eða taka pásu frá tímanum.

En svo er það líka það að langflestir nemendur skólans eru af hæstu stétt hér í Mexíkó og hafa aldrei á æfinni sinni þurft að taka ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og mörg þeirra eru send í skólann þar sem að þetta er flott nafn, ekki af því að þeim langar til að læra. Svo að já til þess að einhverjir aðrir en skiptinemarnir mæti í tíma þá er þetta ógulega stundvísis kerfi í gangi... Er samt nett pirruð yfir þessu stundum, sérstaklega þar sem strætókerfið hér í borg er kannski ekki alveg það besta í heiminum og ef bílstjórinn nennir ekki að stoppa þá bara keyrir hann framhjá þér... sem er vandamál ef þrír í röð gera það þá ertu alltof seinn í skólann alveg sama hversu snemma þú ferð út úr húsi...ekkert tillit tekið til þess. Jæja þetta er svo sem ekkert svo mikið mál er aðalega húndfúl útí kennarann sem leyfir ekki klósett ferðir :)

Að öðru leiti hefur önnin byrjað vel, námskeiðin sem ég valdi virðast skemmtileg, frekar fjölbreytt og það eru eldri krakkar með mér á þessum námskeiðum svo það er miklu meiri agi í tímunum og miklu meiri kröfur gerðar til nemanda sem er bara frábært. Ég tek líka allt á spænsku og þau námskeið virðast vera betri en þau sem eru á ensku, þessi á ensku eru frekar auðveld og ekki nógu miklar kröfur gerðar til nemanda en þau sem eru á spænsku eru góð.

Við "gömlu" skitpinemarnir eru núna að vinna í því að kynnast "nýju" skiptinemunum sem er ekki að ganga neitt svakavel þar sem þau svona eru búin að mynda sína hópa og við þekkjumst fyrir svo þetta er svolítið skrítið en er allt að koma :)

Það er líka búið að vera svo gaman að hitta alla eftir jólafrí og heyra hvað allir gerðu þar sem eiginlega ekkert okkar vorum í sama landinu. Ein fór heim til Kanada í kaldasta vetur sem hefur mælst þar -30 til -35 uppá dag.... henni finnst svo heitt hér meðan ég og finninn vöfðum okkur inní ullartrefla og fórum í hanska og var samt kalt...

Núna er kaldasta tímabil ársin, ég klæði mig í helming fatnaðarins sem ég á hér til að reyna að halda á mér hita á morgnanna og sakna mikið converse strigaskónna minna sem dóu í ferðalaginu okkar... og hef stundum velt fyrir mér afhverju ég tók ekki með mér eitt stykki jakka og lokaða skó... en það fer að hlýna eftir einn - tvo mánuði og þá verða jakkar og lokaðir skór eitthvað sem skiptir ekki máli.
En hérna er bara kalt á morgnanna og mjög seint á kvöldin, um miðjan daginn er 25°C... svo það er erfitt finnst mér að klæða mig hér :)

Hin venjubundna rútína er að komast í gang, skóli, ræktin, hitta krakkana, læra, elda venjulegan kvöldmat... og bara gera svona reglubundna hluti... mér finnst það ljúft núna eftir flakkið um jólin :)
Sambúðin hjá mér og finnanum gengur bara vel, ég er að verða alveg súper snyrtileg til að reyna að halda í við hann, gengur mun betur um en ég :) Kaffivélin er tildæmis þvegin svona tvisvar á dag...
Ég enda oftast á því að elda kvöldmat og hann vaskar upp og á frídögum þá vaknar hann oftast á undan mér fer í búðina og eldar morgunmat, svo ég vakna upp við matarlykt, helli upp á kaffi (hann gerir það aldrei bíður frekar eftir að ég vakni til að gera það)og nýt þess að borða helgar-morgunmat, sem er mín uppáhalds máltíð :) Ljúfa líf...

En já þar sem mér hefur einhvernveginn tekist að skrifa þetta mikið um ekkert þá ætla ég að fara að gera eitthvað af viti t.d. læra eða eitthvað álíka gáfulegt :)

Bið kærlega að heilsa heim
Bkv helgar-letibykkjan

Wednesday, January 14, 2009

Fyrstu dagar annarinnar

Halló halló

Jæja eftir gott jólafrí og ferðalag þá er lífið að komast í sinn vanagang. Ingibjörg er farin og kærastan hans Antti líka svo við erum bara tvö í kotinu núna. Var frekar tómlegt að yfigefa Ingibjörgu á flugvellinum og fara ein með rútunni heim, var svo feginn þegar ég kom til Guadalajara að geta hitt Antti og spjallað við hann...en nei hann var ekki heima. Hann var svo miður sín þegar kærastan fór að hann gat ekki hugsað sér að vera einn heima og fór að heimsækja einhverja finnska gaura sem búa hérna.
En við erum allavega komin með sjónvarp svo ég hafði smá félagsskap af því þar til hann lét sjá sig.

Svo var það bara beint í skólann á mánudaginn, spænska um morguninn og alþjóðasamskipti eftir það, virkar mjög spennandi kúrs hlakka til að taka hann og svo á þriðjudögum er það spænska of gestión de tecnologías de información sem er humm stjórnun í upplýsinga tækni... er svona að finna nákvæmlega út hvað það er seinnipartinn er það svo markaðsrannsóknir sem er óáhugaverðasti kúrsinn en ég þarf að taka mjög sambærilegan kúrs heima svo ég vona að hann verði metinn þannig. Miðvikudagar eru svo frí...:) og svo er í í einum kúrs sem er kenndur á netinu og hann er stjórnun í e-business, held að þessi og upplýsingatæknin séu mjög spennandi. Mér er aftur á móti farið að sýnast að ég þurfi að halda vel á spöðunum þessa önnina og þurfi að hafa frekar mikið fyrir náminu. Allt er á spænsku nema markaðsrannsóknirnar og þar þurfum við að gera markaðsrannsókn fyrir eitthvað x-fyrirtæki svo hann er hálfur á spænsku. Ég þarf að skila inn um 5-8 skrifuðum blaðsíðum í hverri viku (úr öllum kúrsunum samnalagt) á spænsku auðvitað og í einum þá má ég ekki gera meira en 10 villur þá er helmingur einkuninnar dreginn frá... engin miskun þó að þú sért útlendingur... svo gangi mér vel :)

Það var samt svo gaman að koma til baka og hitta alla krakkana, Ingibjörg hitti nokkra þegar hún var hér, kom með í skólann og svona :) Restin hefur svo verið að týnast inn svo það er bara einn sem vantar núna, Alex elskan en hann er fastur í Perú...aulaðist til að týna vegabréfinu sínu og það gengur ekki alveg nógu vel að fá nýtt...

En já ég ætla að fara að reyna að kaupa mér vatnshana eða hvað sem það kallast svo að ég geti keypt 30L dunka af vatni í staðinn fyrir 10L... og þarf þar af leiðandi að kaupa vatn mun sjaldnar, er ekki ennþá búin að venjast þessu, bull og kjaftæði. Stefni á að gera verð könnun á blöndurum og þeyturum í leiðinni :)

Hafið það gott á nýju ári
Bkv eilítið stressaði skiptineminn

Thursday, January 8, 2009

Komnar til Guadalajara

Halló halló

Við systur komumust loksins til Guadalajara eftir langt ferðalag... tæplega tveggja sólarhringja ferðalag, um 30 tímar í rútum.. geri aðrir betur :)

Síðasta stoppið okkur var Mérida sem er borg á Yucatan-skaganum, við vorum þar í tvo daga en gerðum mest lítið, röltum bara um borgina sem var mjög falleg og versluðum svolítið á sunnudags markaðnum þar. Bara rólegheita stopp áður en við gátum farið heim, þar sem ekki var mikið af lasum rútuplássum þessa dagana.

En rólegheita stoppið endaði með ósköpum... rútan átti að fara 22:30 um kvöldið og við vorum búnar að dunda okkur við ekki neitt allan daginn bara hafa það kammó og rölta um og svona. En þegar kom að því að fara og panta leigubíl á rútustöðina... þá fór bara allt úr skorðum. Til að byrja með var enginn laus leigubíll í allri borginni þannig að við rukum út af hostelinu svo við myndum nú ná á réttum tíma í rútuna.... á miðri leið þangað fattaði Ingibjörg að við gleymdum að taka 200 pesóa (1800kr)depositið (óskum eftir betra orði) og við vorum nú hálf reiðar yfir því þar sem við vorum bara búnar að dunda okkur allan daginn.... en allavega það náði ekki lengra þar sem það voru um 10 mínútur í brottför og við bara reyndum að pirra okkur ekki meira á því....svo fórum við að spá í hvar myndavélarnar okkar hefðu nú endað.... og föttuðum þá með skelfingu að sú taska varð eftir á hostelinu (fimm mínútur í brttför).... þá greip Ástý til sinna ráða og hringdi á hostelið, alveg í panic, og var lofað að taskan yrði send til okkar. Heyriði, hún beið úti í fimm mínútur og enginn lét sjá sig.... þá kom Ingibjörg og heimtaði að Ástý myndi hringja aftur núna og sjá hvað væri nú í gangi (fimm mínútna seinkun á rútu ný tilkynnt) og hún hringir og taskan bíður bara ennþá í rólegheitunum í móttökunni... við spyrjum hvort að það sé hægt að fed-exa þetta til Guadalajara þar sem að rútan væri bara að fara... en nei það var ekki möguleiki... svo nú voru góð ráð dýr.... konan frá rútfyrirtækinu leituð uppi og mál útskyrð mjög hratt en nún gat lítið gert svo Ingibjörg beið við útganginn (tilbúin að hoppa fyrir rútuna) á meðan Ástý ræðst á aumingja leigubílstjóra og heimtaði að það yrði keyrt HRATT !!!! á hostelið (ca.sex mínútur til stefnu) og þessi elska hlýddi, þegar hann sá stressið á stúlkunni, keyrði yfir um það bil 10 rauð ljós og lá á flautunni alla leið....

Níu mínútum seinna Ingibjörg nánast að gráta úr sér augun við spænsku mælandi rútu konunua... sem spurði stanslaust tu hermana tu hermana (systir þín) og svaraði einverju á ensku sem skildist ekki vel. Á þessum tíma var rútan full og bílstjórinn að fá sér sæti. Konan rauk út.... og augnabliki seinna mætti Ástý á svæðið með öndina í hálsinum (og töskuna) og sannfærð um að rútan væri farinn..... fólkinu í kringum Ingibjörgu létti stórlega þegar hin systirin kom og við HLUPUM út í rútu.....15 sekúndum seinna var lagat af stað, andstuttur og taugaveiklaðar systur mættar í sætin sín og sofnuðu ekki næsta klukkutíman eftir rólegheita dvölina í Mérida.

En nú erum við komnar til Guadalajara eftir langt ferðalag, rútuferðirnar gengu nú bara ótrulega vel og voru frekar áreynslu lausar...mikið sofið og horft á talsettar bíómyndir Ingibjörgu til mikillar gleði :)

Í gærkvöldi höfðum við samband við hann Jorge, vin okkar frá ævintýraferðinni í Chiapas, og drógum hann með okkur á Lucha Libre, sem er einskonar fjölbragða glíma... en samt meiera eins og fyrir fram ákveðinn leikþáttur...ekkert blóð eða brotinn bein. Byggist meira á tækni, acrobat (fimleikum) og að ná að skapa caracter sem nær til áhorfendanna...hummm svolítið erfitt að útsýra en hér er linkur sem sýnir video
http://www.youtube.com/watch?v=cLxHW0XzvSg
Pínu langt en þið sjáið út á hvað sýninginn gengur..en sýninginn er bara brot af heildar sýningunni (showinu) stór hluti er áhorfendur sem öskra sig hása bæði á keppendur og aðra áhorfendur. Þar sem Mexíkanar eru svo miklir herramenn þá keypti Jorge miða í bestu sætum handa okkur systrum og sagði okkur vinsamlegast að sitja bara svo að það yrði ekki öskrað, blístrað á ljóshærðu dömurnar...sem við hlýddum :)

Í dag áttum við bara rólegheita dag hér í Guadalajara í dag röltum um bæinn og erum að fara hitta nokkra vini Ástýjar í kvöld.. svo er bara stefnan tekin á ströndina svo Ingibjörg geti unnið í taninu fyrir heimkomuna :)

heyrumst

Saturday, January 3, 2009

Nýtt ár

Kaeru vinir og vandamenn
Gledilegt ár og takk fyrir tad gamla :)

Árid hefur bara byrjad vel hér í Mexíkó. EYddum gamlárskvoldi med nokkrum vinum frá Guadalajara og hinum og tessum hédan og tadan ùr heiminum. Fengum okkur Mexíkóskan mat, fórum svo í eitthvad strandarpartý sem átti ad vrea super cool.... en var eiginlega bara hálf lélegt tar sem tad var ekki haegt ad fara á strondina nema ad yfirgefa partyid. En vid gerdum tad og vorum ásamt okkar sundurleita hópi á strondinni ad telja nidur sekúndurnar fram ad midnaetti... og svo var skálad og allir nýju vinirnir kysstir í bak og fyrir :)
Svo var tetta party eiginlega var ekkert skemmtilegt svo vid fórum bara snemma fengum okkur ad borda, kíktum í smástund á eitthvad diskó í baenum og donsudum smá... vorum einu ferdamennirnir tar :) og svo vorum vid bara komin í baelid um trjúleitid.

Allir voknudu eldhressir á nýársdag og vid fórum saman ad skoda maya rústir, Tulum heita taer. Taer eru alveg vid strondina og tad er bara rosa fallegt tarna ì kring, ef vid hefdum vverid mayar hefdum vid viljad bùa tarna, frekar en ì midjum regnskòginum. Svo var nýja árinu fagnad á strondinni tangad til ad sólin hvarf bak vid ský...

HOostelid tarna var eiginlega bara ógedslegt, tad er herbergin. Tau voru einhvers konar strákofar, med engu plàssi og fullir af poddum. Og teim finnst Ingibjorg ekki lítid gód svo hún greyid er útbitin og bólgin eftir tad. Tad var lìka RISASTÓR lodin konguló inn á badherberginu okkar, hún hefur verid án tess ad ýkja 4-5cm í tvermál... vid fundum onnur klósett..

Frá Tulum fórum vid til Chitzen Itza sem eru adrar rùstir en rodin tar var svona um tveir tímar í midakaup og adrir einn tveir til ad komast inn svo vid nenntum eki í túristana og héldum bara áfram til Mérida. Sü borg er gullfalleg og skemmtileg og vid aetlum ad vera hér tangad til annad kvold tá forum vid í maraton rútuferd til Guadalajara...22 tímar til Mexíkó borgar og tadan adrir 7 til GDL..... okkur kvídur innilega fyrir tví en vid reynum bara ad sofa og horfa á sjónvarp eda eitthvad :)

Annars bidjum vid ad heilsa í bili er búin med tímann minn hér :/
heyrumst