Halló halló
Jæja eftir gott jólafrí og ferðalag þá er lífið að komast í sinn vanagang. Ingibjörg er farin og kærastan hans Antti líka svo við erum bara tvö í kotinu núna. Var frekar tómlegt að yfigefa Ingibjörgu á flugvellinum og fara ein með rútunni heim, var svo feginn þegar ég kom til Guadalajara að geta hitt Antti og spjallað við hann...en nei hann var ekki heima. Hann var svo miður sín þegar kærastan fór að hann gat ekki hugsað sér að vera einn heima og fór að heimsækja einhverja finnska gaura sem búa hérna.
En við erum allavega komin með sjónvarp svo ég hafði smá félagsskap af því þar til hann lét sjá sig.
Svo var það bara beint í skólann á mánudaginn, spænska um morguninn og alþjóðasamskipti eftir það, virkar mjög spennandi kúrs hlakka til að taka hann og svo á þriðjudögum er það spænska of gestión de tecnologías de información sem er humm stjórnun í upplýsinga tækni... er svona að finna nákvæmlega út hvað það er seinnipartinn er það svo markaðsrannsóknir sem er óáhugaverðasti kúrsinn en ég þarf að taka mjög sambærilegan kúrs heima svo ég vona að hann verði metinn þannig. Miðvikudagar eru svo frí...:) og svo er í í einum kúrs sem er kenndur á netinu og hann er stjórnun í e-business, held að þessi og upplýsingatæknin séu mjög spennandi. Mér er aftur á móti farið að sýnast að ég þurfi að halda vel á spöðunum þessa önnina og þurfi að hafa frekar mikið fyrir náminu. Allt er á spænsku nema markaðsrannsóknirnar og þar þurfum við að gera markaðsrannsókn fyrir eitthvað x-fyrirtæki svo hann er hálfur á spænsku. Ég þarf að skila inn um 5-8 skrifuðum blaðsíðum í hverri viku (úr öllum kúrsunum samnalagt) á spænsku auðvitað og í einum þá má ég ekki gera meira en 10 villur þá er helmingur einkuninnar dreginn frá... engin miskun þó að þú sért útlendingur... svo gangi mér vel :)
Það var samt svo gaman að koma til baka og hitta alla krakkana, Ingibjörg hitti nokkra þegar hún var hér, kom með í skólann og svona :) Restin hefur svo verið að týnast inn svo það er bara einn sem vantar núna, Alex elskan en hann er fastur í Perú...aulaðist til að týna vegabréfinu sínu og það gengur ekki alveg nógu vel að fá nýtt...
En já ég ætla að fara að reyna að kaupa mér vatnshana eða hvað sem það kallast svo að ég geti keypt 30L dunka af vatni í staðinn fyrir 10L... og þarf þar af leiðandi að kaupa vatn mun sjaldnar, er ekki ennþá búin að venjast þessu, bull og kjaftæði. Stefni á að gera verð könnun á blöndurum og þeyturum í leiðinni :)
Hafið það gott á nýju ári
Bkv eilítið stressaði skiptineminn
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Gleðilegt árið Ástý mín ;)
Vona að þú getir nú aðeins slakað á eftir ævintýrin með Ingibjörgu!
Kv.
Ex-AzerBen
Hæ hæ elsku Ástý
Gleðikgt nýtt ár og megi það verða jafn viðburðaríkt og yndislegt og það gamla.
Það hefur án efa verið mjög gaman hjá ykkur systrum, get vel skilið tómleikatilfinninguna þegar að hún fór. Njóttu nú þessarar annar og gangi þér vel með spænskuna.. þú átt eftir að verða snilli í henni.
Bestu kveðjur Guðrún Edda
Það var gamman að fá ingibjörgu heim , Hún er svolítið þreytt í vinnuni, tíma mismunurinn var alveg að fara með hana,en núna hefur hún frá mörgu að segja og er greinilega komin með ferðabakteríuna ,,,, hver ætli hafi smitað hana ,,,, Fyrirheitna landið er Ástralía,,
Er alls ekki hægt að halda sig í nágreninu????????????????? mér er spurn. Elsku Ásý mín láttu nú stressið ekki alveg fara með þig og nóttu lífsins,.Söknum þín.
Æjj ástý ef þú verður of einmanna get ég bara alltaf komið aftur til þín og lært bara spænsku eða eitthvað!!
ég er bara líka farin að sakna þín!
en bið að heilsa öllum :D
kveðja frá þreyttu Ingibjörgu..
Takk fyrir nýarskveðjurnar og sömuleiðis... ég veit ekki mamma hver smitaði hana ég er lýsi mig fullkomlega saklausa....
Þú ert velkomin aftur Ingla mín þá má alveg kíkja á spænsku námskeið hér :) sýnist reyndar á skólanum ða ég er ekkert að fara að hafa mikinn frítíma til að vera einmanna :)
Bkv
Geturðu ekki reint að setja myndir úr ferðlaginu ykka Inglunar hér..
Post a Comment