Thursday, January 22, 2009

internet líf

jæja ég á mér greinilega ekkert líf þessa dagana þar sem ég er búin með öll heimaverkefni sem ég get gert núna fyrir restina af vikunni og búin að lesa allt sem ég á að vera búin að lesa, geri aðrir betur. Íbúðin er svona nánast hrein, þá er ég að tala um herbergið mitt og eldhúsið... sturtan er næst á dagskrá svona þegar ég nenni að standa upp frá facebook pliktinni...

Ég er einnig búin að eyða svona tíu tímum í síðustu viku í að finna út hvernig kerfi fyrir internet kúrsa virkar... það er allt að koma en ég er ekki ennþá búin að finna út hvernig á að skila verkefnum í þessu kerfi svo það er spurning um að ég drífi mig að reyna að læra það áður en það kemur að fyrsta skiladegi.

Eitt heimaverkefnið sem ég kláraði áðan var tveggjan blaðsíðna texi á spænsku um tækninýjungar og hvaða áhrifa þær hafa á líf fólks og hvernig er hægt að nota þær til að bæta líf fólks. Flest af þessu var svo sem gott og gilt eins og neyðarhnappar fyrir veika og gamla sem búa einir, gasskynjarar, skype (greinin síðan 2006) og tækni til að fylgjast með AIDS sjúklingum í Ruanda o.s.frv.

Svo voru nokkur frekar freaky atriði eins og internet leikskóli... leikskólinn er með videotökuvélar út um allt svo það sé hægt að fylgjast með öllu sem á sér stað þar. Foreldranir fá lykilorð og geta skráð sig inná svæðið og fylgst með börnunum sínum í leikskólanum... og þetta er hugsað svo að foreldrarnir geti verið meiri þáttakendur í lífi barna sinna, viti að það er ekki farið illa með þau á daginn og til þess að þau hafi eitthvað um að tala við börnin þegar þau koma heim.... mér finnst eitthvað rangt við þetta ef foreldrar þurfa ða fylgjast með krökkunum sínum á vefmyndavél til að vita hvað er að gerast í lífi þeirra...

Annað var "long distance mam" hún bjó í annarri borg en maðurinn og litli sonur hennar en henni fannst það sko ekkert vandamál... húsið er bara búið video vélum sem hún getur skoðað hún getur talað við krakkann í gegnum tölvu, hjálpað honum með heimalærdóminn, lesið fyrir hann sögur fyrir svefninn og sagt honum í hvað hann á að fara á morgnanna þar sem hún vaknar alltaf með honum.... mér finnst þetta líka afar sérstakt heimilslíf.

Allavega mér fannst þetta afar áhugavert, heimurinn er greinilega mun tölvuvæddari en ég hélt og ég sem nánast bý á netinu í skólanum heima og hér, er í námskeiði sem er bara kennt í tölvu og nota skype í samskiptum við alla heima, facebook og msn við alla hina bæði sem eru með mér hér í Mexíkó og staðsettir annarsstaðar í heiminum.
Ég kaupi flugmiða, rútumiða plana ferðalög og afla mér upplýsinga um allt á netinu... ég meina hver nennir á bókasafn eða fletta upp í orðbók lengur...
semsagt bý á netinu í grófum dráttum... ég og Alex vinur minn sitjum t.d. núna í sitthvorri tölvunni á þráðlausa netinu mínu ég að skrifa blogg og hann að spjall við aðra vini okkar... en ekki tölum við saman...

en mér eiginlega blöskraði við að lesa um internet leikskólann... samskipti á tölvuvæddu formi eru góð og gilt upp að vissu marki... sumt fer yfir strikið

Allavega smá bull
hafið það gott elskurnar
sé ykkur

8 comments:

Anonymous said...

Það verður gaman að fylgjast með þegar þú eignast börn ..hvaða samskyfta máta þú munt nota..Ég held bara að það sé best að knúsa þessar elskur þá verði börnin, besta fók.. Tala af reynslu.. Knús til þín.

Ásthildur said...

takk fyrir það :)
Mér finnst allavega þessi fjar mamma ekki hljóma sérsteklega vel, knúsin hljóma ólíkt eðlilegri...
Bkv og knús til þín

Anonymous said...

Ástý, nenniru að setja upp nokkrar vélar svo ég geti fylgst betur með þér, mér finnst eins og ég sé ekki nógu virk í þínu lífi í augnablikinu, ég vil endilega sjá hvað þú ert að gera ALLTAF!! og ef þú gætir varpað því upp á netinu svo ég geti séð það úr hvaða tölvu sem er væri það mjög fínt.


Knús til ykkar allra

Ásthildur said...

consider it done....
Ég ætlast svo auðvitað til þess sama af þér...

Anonymous said...

Ekki málið, ég set það upp á vefsíðunni youcanalwayswatchmesleepingshoweringoreating.com

Anonymous said...

hehehe.. ég þarf greinilega að kaupa mér aðra tölvu til að geta fylgst með ykkur alltaf báðum í einu!!

Anonymous said...

Blogg takk!!

Anonymous said...

Sammála hvernig væri að blogga fyrir okkur heima.í kreppufjandanum. Blogg takk.