Thursday, January 8, 2009

Komnar til Guadalajara

Halló halló

Við systur komumust loksins til Guadalajara eftir langt ferðalag... tæplega tveggja sólarhringja ferðalag, um 30 tímar í rútum.. geri aðrir betur :)

Síðasta stoppið okkur var Mérida sem er borg á Yucatan-skaganum, við vorum þar í tvo daga en gerðum mest lítið, röltum bara um borgina sem var mjög falleg og versluðum svolítið á sunnudags markaðnum þar. Bara rólegheita stopp áður en við gátum farið heim, þar sem ekki var mikið af lasum rútuplássum þessa dagana.

En rólegheita stoppið endaði með ósköpum... rútan átti að fara 22:30 um kvöldið og við vorum búnar að dunda okkur við ekki neitt allan daginn bara hafa það kammó og rölta um og svona. En þegar kom að því að fara og panta leigubíl á rútustöðina... þá fór bara allt úr skorðum. Til að byrja með var enginn laus leigubíll í allri borginni þannig að við rukum út af hostelinu svo við myndum nú ná á réttum tíma í rútuna.... á miðri leið þangað fattaði Ingibjörg að við gleymdum að taka 200 pesóa (1800kr)depositið (óskum eftir betra orði) og við vorum nú hálf reiðar yfir því þar sem við vorum bara búnar að dunda okkur allan daginn.... en allavega það náði ekki lengra þar sem það voru um 10 mínútur í brottför og við bara reyndum að pirra okkur ekki meira á því....svo fórum við að spá í hvar myndavélarnar okkar hefðu nú endað.... og föttuðum þá með skelfingu að sú taska varð eftir á hostelinu (fimm mínútur í brttför).... þá greip Ástý til sinna ráða og hringdi á hostelið, alveg í panic, og var lofað að taskan yrði send til okkar. Heyriði, hún beið úti í fimm mínútur og enginn lét sjá sig.... þá kom Ingibjörg og heimtaði að Ástý myndi hringja aftur núna og sjá hvað væri nú í gangi (fimm mínútna seinkun á rútu ný tilkynnt) og hún hringir og taskan bíður bara ennþá í rólegheitunum í móttökunni... við spyrjum hvort að það sé hægt að fed-exa þetta til Guadalajara þar sem að rútan væri bara að fara... en nei það var ekki möguleiki... svo nú voru góð ráð dýr.... konan frá rútfyrirtækinu leituð uppi og mál útskyrð mjög hratt en nún gat lítið gert svo Ingibjörg beið við útganginn (tilbúin að hoppa fyrir rútuna) á meðan Ástý ræðst á aumingja leigubílstjóra og heimtaði að það yrði keyrt HRATT !!!! á hostelið (ca.sex mínútur til stefnu) og þessi elska hlýddi, þegar hann sá stressið á stúlkunni, keyrði yfir um það bil 10 rauð ljós og lá á flautunni alla leið....

Níu mínútum seinna Ingibjörg nánast að gráta úr sér augun við spænsku mælandi rútu konunua... sem spurði stanslaust tu hermana tu hermana (systir þín) og svaraði einverju á ensku sem skildist ekki vel. Á þessum tíma var rútan full og bílstjórinn að fá sér sæti. Konan rauk út.... og augnabliki seinna mætti Ástý á svæðið með öndina í hálsinum (og töskuna) og sannfærð um að rútan væri farinn..... fólkinu í kringum Ingibjörgu létti stórlega þegar hin systirin kom og við HLUPUM út í rútu.....15 sekúndum seinna var lagat af stað, andstuttur og taugaveiklaðar systur mættar í sætin sín og sofnuðu ekki næsta klukkutíman eftir rólegheita dvölina í Mérida.

En nú erum við komnar til Guadalajara eftir langt ferðalag, rútuferðirnar gengu nú bara ótrulega vel og voru frekar áreynslu lausar...mikið sofið og horft á talsettar bíómyndir Ingibjörgu til mikillar gleði :)

Í gærkvöldi höfðum við samband við hann Jorge, vin okkar frá ævintýraferðinni í Chiapas, og drógum hann með okkur á Lucha Libre, sem er einskonar fjölbragða glíma... en samt meiera eins og fyrir fram ákveðinn leikþáttur...ekkert blóð eða brotinn bein. Byggist meira á tækni, acrobat (fimleikum) og að ná að skapa caracter sem nær til áhorfendanna...hummm svolítið erfitt að útsýra en hér er linkur sem sýnir video
http://www.youtube.com/watch?v=cLxHW0XzvSg
Pínu langt en þið sjáið út á hvað sýninginn gengur..en sýninginn er bara brot af heildar sýningunni (showinu) stór hluti er áhorfendur sem öskra sig hása bæði á keppendur og aðra áhorfendur. Þar sem Mexíkanar eru svo miklir herramenn þá keypti Jorge miða í bestu sætum handa okkur systrum og sagði okkur vinsamlegast að sitja bara svo að það yrði ekki öskrað, blístrað á ljóshærðu dömurnar...sem við hlýddum :)

Í dag áttum við bara rólegheita dag hér í Guadalajara í dag röltum um bæinn og erum að fara hitta nokkra vini Ástýjar í kvöld.. svo er bara stefnan tekin á ströndina svo Ingibjörg geti unnið í taninu fyrir heimkomuna :)

heyrumst

4 comments:

Anonymous said...

o..mæ..god.. Ég varð bara stressuð að lesa þetta.. Gott að vita af ykkur í höfn. Ástar kveðjur

Anonymous said...

uss.. þið deyjið nú ekki ráðalausar stúlkur mínar :)
Get rétt ímyndað mér stressið hjá ykkur þarna, hefur ekki alveg getað átt við ykkur!!
Var að skoða myndirnar á Myface!! ótrúlega skemmtilear, og greinilega gaman hjá ykkur :)

Anonymous said...

gott að þetta bjargaðist hjá ykkur :D

annars sagði orðabókin á netinu að deposit ætti að þýða að leggja frá sér. eeen mér finnst það ekki alveg passa í þessu samhengi :D

Gangi ykkur bara vel með tanið ;)

Anonymous said...

Ég var að horfa á þetta myndband...!! mega fyndið, eru þeir allir í svona búningum??