Sunday, February 8, 2009

Blogg ég er að blogga

Það er greinilega kominn tími á nýtt blogg þegar hún móðir mín fer með ljótt og systir mín sem er í útlöndum þarf eitthvað að lesa....

Síðan síðast er ég bara búin að vera mikið í skólanum og læra mjög mikið :) sem er bara eiginlega gaman en erfitt. Það tekur alveg svakalega orku að hlusta á, lesa og reyna að tala spænsku allan daginn :) Hefði aldrei trúað því...

Síðustu helgi var löng helgi svo við ætluðum að leigja hús ú Manzanillo eins og við gerðum fyrir jól. Við vorum komin með húsið og allt en svo hringir gaurinn og sagði að hann ákvað að legja það frekar vinum sínum...... okkur finnst þetta hálf lélegir viðskiptahættir svona tveim dögum fyrir fríið...
En í staðinn fórum við, fimmtán saman, til Sayulita sem er staður drauma minna, þorpið er svo ljúft og rólegt, endalaust mikið af góðum mat, ströndin er falleg, pálmatré, öldur og það er hægt að fara á brimbretti :)
Ætla svo sem ekki að halda því fram að ég hafi verið góð á því... mig vantar mun sterkar hendur eða hreyfil til að geta farið nógu hratt til að fylgja öldunni... þar sem mér tókst það bara tvisvar þá náði ég ekki alveg að standa upp.... en það kemur bara næst. Handleggir verða teknir fyrir næstu vikurnar í ræktinni, stefnan er tekin að að verða tönuð og tónuð brimbretta gella fyrir vorið :)

Ég tók mig til núna áðan og ákvað að gerast hin fyrirmyndar húsmóðir. Byrjaði á baðherberginu, vaska upp, þurrka af og svona... það svo sem var ekki mikið mál gekk bara vel. Svo fór ég að skúra.... með þessari helvítis moppu, ég er alveg handviss um að sá sem hannaði þetta og setti á markað hefur aldrei nokkurn tíman þvegið gólf, viðurkenni svo sem alvg að skúra er ekki mitt uppáhalds húsverk og ég er ekki góð í því... en þetta var bara hörmung, ég er dauðfeginn að meðleigjandinn var ekki heima að fylgjast með aðförunum. Er ekki viss um að gólfið sé hreinna núna en áður en ég byrjaði... það er allavega minna rykugt, það hlýtur að vera skárra ekki satt....
Ég var að hugsa um að elda einhvern kvöldmat en aðfarir mínar við þrifin eiginlega drógu úr mér allan kjark til að elda.... svo það er spurning hvort við skellum okkur bara á taco eða eitthvað annað í nágrenninu.

Hverfið sem ég á heima í er paradís fyrir fólk sem kann ekki/nennir ekki að elda. Það eru um 100 veitingastaðir í 10 mínútna göngu fjarlægð héðan, skiptir ekki máli í hvaða átt maður labbar... við erum alltaf að uppgötva nýja staði og ákveða að prófa þá, okkur hefur tekist að prófa svona 6-7 staði... okkur fer fram höfum ákveðið að fara aftur á sömu staðina er ekki í boði lengur :)
Annars er allt í þessu hverfi, allir vinsælustu skemmtistaðirnir og barirnir eru hérna í nágrenninu. Það eru tvö stór bíó hérna rétt hjá í tveimur stórum verslunar miðstöðvum. Svo eru svona um fimm torg hérna í göngufjarlægð sem eru með helling af fata, matar og vín búðum og bakaríum og öllu svona svipað og Smáratorg. Strætó stoppið til að fara niðri miðbæ er hérna á næsta götuhorni... já það er semsagt allt hérna rétt hjá nema skólinn og strætó stoppið til að fara í skólann :)

Jamm held að þetta sé orðið gott í bili, minn er orðinn sársvangur og hefur enga einbeitningu lengur :)
Hafið það gott elskurnar
heyrumst, fyrirmyndar húsmóðirin

5 comments:

Anonymous said...

Ég verð nú að viðurkenna að ég ætlaði að tékka á síðunni þinni og ef þetta blogg hefði ekki verið komið ætlaði ég að fara að snýkja nýtt ;) svo ég er ánægð með þig :D

Þú veist líka að þú ert alltaf velkomin til mín að þrýfa svona, moppan mín er alveg klárlega betri svo þetta tæki enga stund fyrir þig ;)

Sakna þín systir :)

Anonymous said...

Gott að vita að þú sveltir ekki í hverfinu þínu. Ég get líka ýmindað mér að tala og læra á eintómri spænsku sé þeytandi allan daginn.
hvernig var átturðu ekki að vinna hjá mexíkósku fyrirtæki? Gott að þú æfir hreigernigarnar ef þú feingir enga vinnu þá er nóg að þrífa í birtingaholti III í skemmum,háalofti og viðar haha..
Elska þig og sakna : )

Anonymous said...

Hæhæ Ástý mín.. ég kíki nú alltaf reglulega hingað inn en er ekki nógu dugleg að kommenta en það verður bætt úr því hér með:) ohh... þetta hverfi hljómar eins og himnaríki fyrir mig.. gæti vel hugsað mér að borða úti alla daga.. Það er kannski ekki alveg sami stíllinn hérna í Breiðholtinu, reyndar er heitur matur niðri í Mjódd.. hef ekki enþá kíkt á það;) Hafðu það gott, hlakka til að fá þig heim..
kossar og knús Brynhildur

Anonymous said...

Já, takk fyrir bloggið systir mín góð :) get nú ekki samt sagt að mér leiðist hérna í útlandinu... reyndar bara mjög gaman hjá mér, þú þarft að koma með mér til Leipzig, æðisleg borg :) :) :)

Þekki þetta með skúringarnar, finnst allt bara svona aðeins betra þegar ég er búin að þrífa, en er samt klárlega með betri moppu :)

Sá rauðan catwoman bol í HM í dag og varð hugsað til þín

Miss you baby

Anonymous said...

>BLOGGAÐU STELPAN MÍN SÖKNUM ÞÍN..