Hæ hæ
Ákvað að blogga með aðeins styttra millibili en síðast, var frekar erfitt að rifja upp hvað í ósköpunum ég hafði gert á milli bloggskrifa.
Eftir Karnival byrjaði bara venjulegt líf aftur, það var alveg ótrúlega flókið eitthvað að komast aftur í gang í skólanum eftir þetta smá frí... ég skrópaði föstudag og mánudag missti út einn tíma í öllum áföngunum og ég var bara alveg týnd og vissi varla hvað ég hét þegar ég koma aftur til baka. Í einum áfanganum átti ég greinilega að vera búin með þrjú verkefni á milli þeirra tíma sem ég mætti í... veit ekki alveg hvenær það var ákveðið þar sem þau voru ekki inn á námsskránni, en þar sem ég er skipitinemi þá fékk ég auðveldlega frest fram að miðnætti til að skila þeim svo síðasti dagur Charles í Mexíkó fór að einhverju leiti í að gera ekkert meðan ég lærði...Þetta reddaðist allt og ég skilaði verkefnunum á tíma. Í öðrum áfanga var skipt um kennara, sem ég vissi fyrirfram, en hún breytti algerlega öllum áherslum í áfanganum... svo ég er rétt að fatta hennar aðferðir og komast í gang aftur :) Hún er svo miklu betri kennari en hinn sem ég hafði á undan svo ég er hæst ánægð með þessa breytingu þrátt fyrir smá byrjunar örðugleika. Á einmitt að halda fyrirlestur um muninn á Hollywood og Bollywood í næstu viku ásamt fjórum frönskum stelpum, verður athyglisvert að sjá hvernig allir skiptinemarnir í bekknum standa sig saman í hóp... hefði verið afar þægilegt að hafa allavega svona eins og einn Mexíkana sem talar augljóslega mun betri spænsku en við allar. Við erum líka allar saman í hóp að gera lokaverkefnið svo ætli við þurfum ekki að finna einhvern þolinmóðan til að lesa yfir fyrir okkur :) Lokaverkefnið okkar er samt ef kennarinn samþykkir um ágreining Tíbet og Kína sem mér fnnst ógurlega spennandi.
Síðustu helgi þá yfirgaf meðleigjandinn mig og stakk af til Zacatecas með bekknum sínum. Ég fattaði að éger ekkert vön að vera ein... heima þá hef ég systur mínar og vinkonur, hér er Antti (meðleigjandinn) staðgengill fyrir þær allar og við yfirleitt gerum allt saman og ákveðum saman hvað við ætlum að gera. Svo að vera skilin eftir hangandi í lausu lofit með engin plön fyrir helgina... sló mig nánast bara útaf laginu :) Ég reyndar átti mjög skemmtilega helgi sem ég planaði og tók ákvarðanir um alveg sjálf og var mikið með sænskri vinkonu minni, fórum að versla á föstudag, það er hún fór að versla og ég var félagsskapur :), fór í grill veislu hjá Áströlskum vini mínum á laugadaginn og hitti fullt af nýjum hippa Mexíkönum, mun hressari og venjulegri en krakkarnir í skólanum mínum og nær mér í aldri líka sem skaðar ekki :) Hitti eina stelpu sem bjó í Næstved í Danmörku og talar nánast fullkomna dönsku... danskan mín er svo ryðguð að það er hræðilegt, það kemur bara spænska fyrst í stað eftir smátíma og mikla einbeitningu get ég skipt en það er hræðilega erfitt... verð að fara aftur til Danmerkur og rifja döskuna upp.
Prófatörn tvö er að hefjast í þessari viku, byrjar rólega með einu prófi á morgun, fimmtudag úr alveg heilum kafla... sem ég ætti eiginlega að vera að læra núna í staðin fyrir að skirfa blogg humm. En í næstu viku þá fer í í fjögur próf og þarf að gera þrjár kynningar, nei tvær kynningar sú þriðja er á föstudaginn... svo það verður nóg að gera.
Eftir prófatörnina ætlum ég og Antti að fara til San Miguel Allende sem er um 4-5 tíma héðan að heimsækja Andreu, mexíkóska vinkonu okkar sem var hér síðustu önn, það verður ljúft að hitta hana aftur og afar eitthvað.. mér finnst ég hafa gert svo lítið þessa önnina svo ég hlakka mikið til. Við verðum líka heima hjá henni svo við getum sparað okkur gistingu og mat að einvherju leiti þar sem hún býr hjá foreldrum sínum.
Ég er þessa dagana að reyna að ákveða hvað ég að gera í páskafríinu mínu og ég bara get ekki ákveðið mig möguleikarnir sem ég hef eru Kúba, Costa Rica, Panama, ef ég ákveð að yfirgefa Mexíkó, held samt að það sé aðeins of dýrt að gera það. Innan Mexíkó er það ferðast niður ströndina héðan og fara til Acapulco og liggja á ströndinni yfir páskana, fara til Chiapas og gera allt sem ég gerði ekki síðast eða að fara inní í mið Mexíkó og fara til Zacatecas, Durango og allra bæjanna, borganna á því svæði.... ég veit að þetta er ekki stórt vandamál eða neitt... það er bara um svo mikið að velja :s
Ég bið annars að heilsa fram yfir próf, já eða styttra ef ég nenni ekki að læra :)
bæjó allir saman
Óákveðni, ósjálfstæði skiptineminn
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Halló elskan :)
Gott að helgin gekk vel hjá þér, annars hélt ég að það værir þú sem hefðir alltaf verið hjá mér svo ég væri ekki ein :) (var það ekki??)
Gangi þér vel að finna stað til að eyða páskafríinu þínu á, ég get ekki lýst því hversu mikið mig langar að koma og eyða því með þér.
kossar og knús
Tvíbbinn
Mig langar líka að eyða páska fríinu með þér elskan mín..Gangi þér vel í öllu sem er frammundan hjá þér.
sjáumst skjáumsr...
Takk fyrir skrifin
AMMA&AFI
Vildi skella á þér kveðju og einum rembingskossi!:*
Spennandi að hafa svona marga möguleika um að velja í páskafríinu... miðað við að það getur verið súper skemmtilegt eða súper skemmtilegt... verður það án efa súperskemmtilegt;)
knús og einn koss (er það ekki líka alltaf sagt?;))
Post a Comment