Sael og bless öll sömul....fattadi hvernig er haegt ad gera ö á tölvunum hér :) En tad er svoldid mál svo ég eginilega nenni tví ekki :)
Eftir lúxus-helgina tá voru tad tveir dagar af skóla... og svo smá ferdalag til nordur Mexíkó. Nánar tiltekid til Barrancas de Cobra, eda kopar gljúfrin. Tetta eru risastór gljúfur sem er sumstadar dýpra en Grand canyon og er víst staerra í heildina. En tad er aukatridi, gljúfrin eru gullfalleg med hrikalegum klettaveggjum og klettamyndunum.
Gljúfrin eru stadsett i Chihuahua héradinu... sá samt bara einn Chihuahua hund og hann var gaeludýr :) Ekki eins og sumir sáu fyrir sér, endalaust mikid af pínu litlum geltandi, grimmum skrímslum....
Ég fór med Antti og kanadískri stelpu sem heitir Kaitlyn. Ég og Antti plönudum tetta ferdalag fyrir tveim eda trem mánudum og einhverveginn ákvádum ad allir aetludu med okkur... en svo greinlega minntumst vid aldrei á tetta ferdalag vid neinn svo tveim dögum fyrir bröttföf vorum vid bara tvö á leidinni tangad :) og tá datt Kaitlyn inn svo ad vid endudum trjú. Vid komumst ad teirri nidurstödu ad vid vaerum ekkert sérlega gódir skipuleggjendur ...eda ad vid vaerum svona ógurlega óvinsael :)
Vid tókum rútu til Los Mochis, einungis 12 tímar, komum tangad sex um morgun og tókum lest beint tadan (tar sem tad er ekkert í tessum bae) klukkan sjö til Creel. Lestin fer í gegnum gljúfrin og útsýnid er frábaert, fjöll (fattadi ekki ad ég saknadi ad sjá fjöll fyrr en tarna), gljúfur, árm lítil saet torp... o.fl.
Lestarferdin t{ok adra tólf tíma svo tad var svo gott ad komast til Creel... og stoppa.
Vid komuna til Creel tók hópur af fólki á móti okkur og vildi endilega fá okkur á sitt Hostel.. .en tar sem vid vorum búin ad velja hvar vid vildum vera fundum vid gaur frá tví hosteli og hann skellti okkut inní rútu til ad keyra okkur tangad.
Vid vorum samt ekki alveg sannfaerd, tar sem biblían, Lonely Plant bókin okkar sýnir tetta hostel u.t.b. 150m frá lestarstodinni, bara handan vid hornid... svo vid spyrjum gaurinn hvort ad tad sé langt á hostelid og hann... jú jú tad er smá spölur, betra ad keyra... svo vid ákvádum bara ad bókin hefdi rangt fyrir sér tar sem heimilisfangid var tad sama.... en já svo keyrum vid af stad... og stoppum hinum meginn vid hornid fyrir fram hostelid, aksturinn tók hálfa mínútu... vid hefdum verid sneggri ad labba :) ég elska Mexíkó...
Vid héldum ad vid myndum deyja úr kulda tarna vid komuna... tad var rétt um frostmark tarna og kvart buxurnar okkar og tunnar peysur voru ekki alveg ad standa sig :)
Fyrsta sem vid gerdum tegar komid var á hostelid var ad fara í heita sturtu og shina sig eitlítd eftir 24 tíma ferdalag og ná smá hita í kroppinn... og draga fram allar flíspeysurnar mínar og einu sídbuxurnar, ullarsokka, trefil og vona ad tad vaeri opin búd einhversstadar med vettlinga :)Sem betur fer var gasofn í herberginu okkar svo ad frusum ekki til dauda um nóttina... tad fór nidur í mínus eitthvad um kvoldid og nóttina... ég er ekki vön tessu lengur :)
Hostelid var fínt borgudum 80pesóa eda um 800kr fyrir nóttina og morgunmatur og kvöldmatur innifalid. MAturinn var vel útilátinn og rosalega gódur svo tetta var alveg tess virdi og kostndurinn vid ad búa tarna í rauninni laegri en í Guadalajara...
En nú tarf ég ad fara í tíma klára tetta í dag eftir skóla :)
Búin í skólanum, fór í gymmið, og er komin heim og er búin að borða quesadillas og hella uppá kaffi ... gæti varla verið betra :)
Svo við höldum áfram með ískalda Creel, sem er reyndar hinn fínasti bær þrátt fyrir kuldann, við bara héldum okkur í sólinni :)
Fyrsta daginn þar fórum við í ferð frá hostelinu okkar ásamt frakka og tveimur þjóðverjum sem við hittum, að heitum laugum í nágrenni Creel. Það er semsagt endalaust mikið af heitu vatni þarna og það kemur uppí hlíðnni í einu gljúfrinu og er eiginlega bara heitur foss...heimamen byggðu sundlaug fyrir neðann fossinn svo já þetta var bara eins og litlu íslensku úti á landi sundlaugarnar, steypt, blámáluð með heitu vatni :) Ég naut þess í botn að fá pínu íslenska nostalgíu, meðan allir hinir höfðu aldrei séð annað eins undur :) Eini gallinn við þessa laug var að hún er í botninum á djúpum dal.. og þar sem maður fer niður í hann þá neyðist maður til að labba aftur upp... mér fannst það bara hreint ekkert sniðugt :)
Daginn eftir afslappandi laugar þá fórum við í tveggja daga ferð til þorps sem heitir Batopilas og er í botninum á stærsta gljúfrinu, held að ég fari ekki rangt með það. Vegurinn niður er malarvegur, beint niður og beint upp.... frekar scary. Minnti eilítið á vestfirðina eða hjólareiðtúrinn í Bólivíu... :)
Á leiðinni í þorpið stoppuðum við á nokkrum stöðum. Fyrst í þorpi þar sem Tarahumara ættflokkurinn býr, nokkrir bjuggu í stórum helli þarna og ég vissi ekki að við vorum að fara að skoða hvernig fátækt fólk býr svo mér leið hræðilega þarna og reyndi að koma mér í burtu...stoppuðum bara stutt sem betur fer.
Tarahumara, er semsagt ættflokkurinn sem býr að þessu svæði. Veit ekki mikið um þau en fötin þeirra eru svo litrík og falleg... og þau eiga mjög fallegt handverk og eru súper vinaleg :) Vá hvað ég er greinlega að læra mikið um Mexíkó :)
Eftir þorpinu stoppuðum við í þremur dölum sem hver og einn hefur mjög mismunandi en skemmitlegar klettamyndanir. Fyrsti dalurinn er dalur sveppana og eins og nafnið gefur til kynna þá eru klettarnir þar eins og sveppir. Það sem mér fannst mjög skrítið er að neðri parturinn er úr allt öðruvísi steini heldur en allt annað í nágrenninu. Þetta var mjúkur ljós steinn, en allt í kring er eins og efri parturinn ósköp venjulegt grátt grjót... mig vantar útskýringu á þessu :)
Næsti staður var dalur froskanna og klettarnir þar, allavega tveir, voru í laginu eins og froskar, dáldið skondnir.
Sá flottasti var sá síðasti og ber hann tvö nöfn, nafn Tarahumara fólksins er dalurinn hinna reistu typpa og opinbera nafnið (sem okkur grunar að spænskir kristiniboðar hafi búið til) er dalur munkanna. Þessi dalur var frekar lítill og mun hærri en hinir og Það var hægt að klifra upp á suma klettana eða typpin og útsýnið var frábært bæði yfir dalinn og næsta nágrenni.
Eftir þetta var ekkert ákveðið stopp, bara langur akstur, en bílstjórinn okkar var eittvað veikur í maga svo við fengum heilmikið að aukastoppum á svona 5-10 mínútna fresti :) Aumingja bílstjórinn.... En sem betur fer fyrir hann þá var þetta afskaplega ljúfur hópur sem við höfðum þarna og útsýnið bauð alveg uppá mörg myndastopp :)
Batopilas er svo mjög fallegt þorp einhversstaðar lengst inní gljúfrunum. Þetta er gamall silfurnámu bær og ber hann þess merki. Húsin eru flest í colonial stíl og göturnar allar hellulagðar, litirnir á húsunum, götuljósum og eiginlega bara flestu voru frábærir... bæði sterkir litir og svo pastellitað inná milli.
Við nutum okkur bara vel þarna, fengum herbergi á litlu hóteli með þremur rúmum fyrir okkur sex svo við héldum hita hvert á öðru :)Tek samt fram að rúmin voru frekar stór svo það var pláss fyrir tvo í hverju þeirra. Fengum frábæran mat heima hjá fjölskyldu nokkri, "veitingastaðurinn" er borð á veröndinni þeirra. Þar sem að túristarnir þurftu nú bjór með matnum eftir langan dag þá var 7-8 ára dóttirin send í í litla búllu í nágrenninu að versla bjór handa okkur... allt mjög heimilislegt :)
Síðasta daginn tókum við rútu frá Creel til Chihuahua borgarinnar og eyddum nokkrum tímum þar, meðan við sátum á torginu og vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að skoða, þá kom til okkar stelpa sem var að selja túra um borgina. Svo við skelltum okkur á einn svoleiðis og náðum að sjá allt sem er vert að sjá þarna. Túrinn var farinn á rútu sem leit úr eins og gamall lestarvagn... og leiðsögumennirnir voru leikarar og léku fyrir okkur sögu borgarinnar :) Við hittum fyrir Panchovilla, Hidalgo og fleiri þjóðþekktar persónur. Þetta var svo skemmtilegur túr og við hlógum svo mikið... eflaust besta leiðin til að skoða Chihuahua.
En nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra þar sem já þetta er eiginlega orðið of langt af engu :) verð að skrifa oftar og styttra :)
Bið að heilsa heim
Bkv litli frostpinninn (það er orðið frekat kalt hér líka, allavega á morgnanna)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Comment! hah! :D
ég bjóst við helling af ltilum hundum sem myndu reyna að ráðast ámann hvað eftir annað..;) gott að þið komuð heil útúr þessu :D
Frábært :) ég kíkti aðallega með því sjónarmiði að segja þér að skrifa... en viti menn, heillöng og skemmtileg færsla.
Stundum hélt ég þarna að þú værir að tala um Asíu ferðina okkar, dalur sveppanna og sundaðstaða sem þarf að labba upp heillangt eftir baðið (sem er náttúrulega bara heimskulegt að þurfa að gera, orðinn jafn sveittur og sætur aftur eftir labbið upp og maður var áður).
...var að spá í að kvitta fyrir mömmu, en Sunna var víst búin að ná fyrsta sætinu!!!
Knús, Erna
Ég er hér nú, ég þarf bara minn svefn..annað en Sunna litla.Ég er samt fan no.1. Elskan mín ferðalangur ekki gott að þér sé kallt.
Það fínt að frétta en sakna þín svona þegar jólaundurbúnigurin er að hefjast.
Ingibjörg vill að við höldum litlu jólin fyrir hana en við bíðum bara þangað til að allir eru á landinu aftur,
Pabbi hefur nóg að gera, það er að minka vinna hjá mörum, Svolítið sorglegt ástand í þjófelaginu.
Vonum bara það besta...skrifaðu sem oftast alltaf gaman að heyra frá þér elskan. Bkv...Mamma
Post a Comment