-Máltíð telst ekki máltíð án Lime, Chili-sósu og tortilla, þar með talinn egg á morgnana
-Maður stendur í þeirri meiningu að það er nóg pláss í strætó ef það er hægt að loka hurðunum á mikilla erfiðleika.
-Manni finnst 25 pesóar heldur mikið fyrir drykk á barnum (250ISK)
-Sér ekkert mikið athugavert að keyra röngu meginn á veginum til að vera fyrstur á ljósum
-Rífst við leigubílstjóra um 10 pesóa (100kr) og finnur bara annan ef hann gefur ekki eftir, jafnvel þó að við séum 4-5 sem deilum leigubílnum
-Kaupir fótbolta treyju sem á stendur BIMBO, með stórum stöfum og fattar ekki brandarann á bak við það
-Finnst að chili sósan mætti vera eilítið sterkari, þessi með morgunmatnum líka...
-Finnst ekki mikið mál og ekkert sérstaklega langt að taka strætó í 45mín til að skjótast einhvert
-15-20°C er eiginlega bara frekar kalt og krefst peysu og helst jakka
-Þegar manni fnnst 10 pesóa þjórfé orðið í hærri kantinum, eða 1-2 pesóar mjög mikið handa fólkinu sem setur í poka fyrir mann í búðinni
-Já og finnst það ósköp venjulegt að einhver setur í poka fyrir þig...
-Maður leitar sjálfkrafa að ruslatunnunni við hliðin á klósettinu
-Maður mætir 20 mínútum of seint í hópavinnu, mat, heimsókn...o.s.frv. og veit að maður verður fyrstur á svæðið
-Finnst fáránlega dýrt að borga 30-40 pesóa (300-400kr) fyrir 500-700gr af kjúklinga bringum
-Dagurinn er ekki fullkominn án Guacamole
Þetta eru nokkrir punktar stolnir af bloggi vinkonu minnar, ásamt nokkrum frá mér
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Hahahah, nokkuð gott :D
Skemtilegt hjá þér elskan min..
hahaha, borðar þú virkilega þennan morgun mat??, en nice að hafa einhvern til að raða í pokana fyrir sig... væri fínt fyrir mig :)
Ég er bara virkilega til í eitt feitt chili eftir að lesa þetta :)
hahahahaha... maður verður bara svangur á að lesa þetta blogg - þú verður að útbúa dýrindis máltíð handa mér að Mexíkóskum sið þegar heim er komið :)
Post a Comment