Wednesday, December 31, 2008

Gledilegt Àr

Komid tid heil og sael elskurnar...
Vid systur erum nùna ì Tulum og verdum hèr àssamt nokkrum vinum um àramòtunum.

Gledilegt ár og takk fyrir samfylgdina á tví gamla, alltaf jafn gaman ad fá komment eda einhverskonar skilabod frá ykkur ollum :)

Núna aetlum vid á strondina ad leita uppi brimbretti og helst kennara med tví, svo vid bidjum ad heilsa ollum hafid tad gott
Bkv Àstý og Ingibjorg

Sunday, December 28, 2008

Jol i sol og sumri

Hallo hallo allir saman
Vonum ad tid hafid notid hatidanna og bordad alltof mikid
Jolin her voru frekar einkennileg, alls ekki slaem bara ekki serstaklega jolaleg.. Vid vorum i Cancun, solarparadis Bandarikjamanan, einum dyrasta stad i mexiko svona ef madur myndi bua a hoteli sem er nalaegt strondinni.
En komum tangad 23. i rigningu leist ekki alveg a blikuna.... en tad stytti samt upp fljotlega og var graleitt ut daginn svo vid nyttum bara taekifaerid og forum i mallid ad versla jolgjafir, forum i bio og bara dundudum okkur eitthvad i rolegheitunum. A 24. hafdi raest ur vedrinu en ekki nog til ad vid nenntum a strondina, svo ad vid spjolludum vid fjolskylduna a skype i klukkutima eda svo. Eftir tad ta gerdum vid mest litid roltum bara um og forum og fengum okkur neglur. Manndrapsneglur, taer voru svo langar. Ingibjorg vard eiginlega half gedveik a teim strax gat ekkert gert, medan eg hondladi taer mun betur(taer voru nu samt klipptar i svona nokkud edlilega leng strax daginn eftir)
Seinnipartinn komu tvaer vinkonur minar og kaerasti annarrar teirra, svo vid skelltum okkur i sparidressid og forum ut ad borda, fengum faranlega godan mat, steik og allan pakkann. Stadurinn var svona sterio ymindin af Mexico, tjonarnir med hatta i tjodbuningum, allt var malad i sterkum litum og skreytt med maya munstri... bara gaman ad tvi, mjog hress og skemmtilegur stadur.
A hostelinu heldum vid svo sma jol, tad var litid jolatre tarna sem vid settumst fyrir framan og skiptumst a gjofum, bordudum jolasmakokur (tessar sem tu sendir mer mamma)og ja nutum jolanna i sma stund. Svo hittust allir a hostelinu hid meira venjubundna Tequila dregid fram og skalad fyrir jesus og jolunum.

Vid soknudum jolanna heima, en madur fattar einhverveginn ad tar eru jol. Vid erum bara i sumarleyfis girnum a strandahoppi og erum ekki alveg ad fatta ad tad er ad koma Januar...

Eftir Cancun skildust leidir krakkarnir foru eitthvert og vis systur heldum afram til Playa del carmen, sem er annar svona sumarleifis stadur en mun meira af evropubuum tar. Baerinn er mikid minni og kunnum mun betur vid okkur tar, tar er haegt ad labba a strondina og ja er bara allt mikid minna og notalegra. Vid fengum lika sma upplysisingar um hvar vaeri gott ad borda og svona svo vid hamudum i okkur godan fisk og drukkkum margaritur med ...
Vid endudum svo a sma utstaelsi med systrum fra Alaska alveg super hressar stelpur og rosalega skemmtilegt djamm. Stadurinn sem vid forum a spiladi blondu af allri carabiska hafs tonlist sem haegt er ad hugsa ser og tad var dansad, med hinum og tessum sjalfgefnum kennurunum, fram a raudann morgun....
svo tok strondin vid.... jeii bara gott

Nuna erum vid a eyju sem heitir Cozumel og er fyrir utan strondina fra Playa del carmen, vid komum hingad fyrir svona tveiur timum svo vid hofum ekki mikid um hana ad segja akkurat nuna, annad en hun lofar godu, taer sjor og sol.
VId aetlum ad reyna ad fara ad kafa a morgun, tetta a ad vera naest besti kofunarstadur i heiminum a eftir Astraliu svo vid erum spenntar....

En annars ja ta er ekkert mikid meira ad segja i bili, lifum hinu ljufa lifi her, hongum a strondinni, hittum nytt folk og njotum lifsins, ekkert nema gledi og hamingja

Bidjum vel ad heilsa ollum
Bkv hel-tonudu turistarnir


(tolvan bidur eki uppa kommur eda broskalla)

Tuesday, December 23, 2008

Regnskógar aevintýri

Jaeja vid systur vorum ad komast ad thví ad thad er Thorláksmessa í dag og thar af leidandi Adfangadagur á morgun sem er mjog erfitt ad ímynda sér hér í sólinni á Cancún :)
Margt hefur drifid á daga okkar frá sídasta bloggi en vid systur skelltum okkur til San cristobal og fórum thadan í fimm daga aevintyraferd um Chiapas héradid. Vid fórum ásamt sjo odrum í thessa ferd sex manna mexikóskri fjolskyldu sem var ekki alveg ad gúddera thad ad sofa í tjaldi í regnskóginum en vid hlógum nú bara ad theim og einn mexikóskur strákur sem kom einnig med.
Fyrsta daginn fórum vid og sigldum á kayak nidur á tharna á svaedinu. Thetta var alveg geggjad, ótrulega flott ad sigla svona nidur ánna í midjum regnskóginum thótt vid urdum smá smeikar thegar leidsogumadurinn okkar sagdi ad thad vaeru krokudílar í ánni :s en sagdi okkur svo seinna ad their vaeru ekki mikid haettulegir!
Um kvoldid komum vid svo loks á leidarenda eftir margar veltur hjá fínu fjolskyldunni :D hahah var frekar fyndid!! En vid nádum á fyrstu stoppustodina rétt fyrir myrkur thar sem vid gengum bara inní regnskóginn og tjoldudum thar og svo var eldadur matur fyir okkur og svona okkur fannst thetta hálfgerd lúxus útilega thar sem thad var skíli yfir tjoldunum okkar og thar sem vid bordudum. Vid áttum svo góda kvoldstund med theim svo thegar allir voru ad fara ad sofa thá spurdu vid ástý hvort thad vaeri einhver spes stadur sem átti ad pissa á thá var okkur bent á skýli sem stód tharna rétt hjá og viti menn var ekki bara alvoru klósett!!! hahah í midjum regnskóginum :D
Naesta dag héldum vid áfram á kayakinum og silgdum áfarm nidur ánna stoppudum á einum stad og lobbudum inn í regnskóginn og laerdum ýmislegt thar um skógarlífid og sáum svo Maya rústir en talid er ad um 2000 rústir séu tharna á svaedinu.. Um kvoldid komum vid svo á naesta stoppustod sem var mjog kosý hostel. Thar fengum vid mjog saetan kofa sem vid tvaer sváfum í.. en hann var bara med thremur veggjum.. "gatid" á kofanum sneri ad ánni sem var hálfum metra frá kofanum okkar. Vid sváfum tharna naest thrjár naetur.. Vid urdum smá hraeddar eftir ad tvaer thýskar stelpur sem voru einnig tharna í odrum kofa sogu okkur ad thad hefdi rádist api inn í kofan theirra eina nóttina og var med mjog mikil laeti og stal allskonar gódgaeti frá theim en fyrir betur fer kom einginn óbidinn gestur til okkar!!
Naestu thrjá daga fórum vid svo ad skoda heilmikid af maya rústum sem var mjog gaman og áhugavert en thad sem stód svo uppúr var river rafting sem var ótrúlega skemmtilegt vid silgdum nidur marga fossa sem voru kanski ekki alveg á staerd vid gullfoss en voru samt frekar stórir sumir theirra.. Margir duttu reglulega úr bátunum sínum en okkar bát tókst svo stórkoslega ad vellta í einum fossinum thar sem vid húrrudum oll úr bátnum thetta var svo mikid fjor!! :)
Svo gengum vid í gegnum enn einn refnskóginn til baka med nokkrum stoppum ad skoda rúsir og gangu undir fossa og fleirra... Um kvoldid komu mjog threittir og svangir ferdalangar heim thar sem vid bordudum gódan mat og thar sem vid bordudum naestum meira en allir hinir samnlagt oft var haft ord á thví hvad íslensku stelpurnar bordudu mikid :D
Taer rústir sem vid skodudm tarna pi Chiapas heitam Bonampak, Yaxichlan, Palenque...og nokkrar sem vid munum ekki alveg hvad heita ... en flestar teirra eru enntá huldar gródri í skóginum.
Núna eru vid systur komnar til Cacún og stefnum á ad vera hér fram yfir jól ásamt nokkrum vinum hennar Ásthildar.

Vid sendum ykkur ollum bestu jólakvedjur og takk fyrir samfylgdina hingad til... vid hugsum til ykkar heima og Rúdolfs :)
Bkv "jóla"bornin í Mexíkó

Monday, December 15, 2008

Sól og sumar

Komid tid sael blessud

Vid systur erum ad njóta hins ljúfa lífs hér í Mexíkó.
Frá Mexíkó borg fórum vid til súkkuladi landsins ógurlega, Oaxaca. Tar bordudum vid gódan mat, fórum á markadi, nokkur sofn og eitthvad svona dútlerí.
Á hostelinu kynntumst vid nokkrum odrum ferdalongum, tveimur donum, ástrala og kanadabúa...brádskemmtilegir krakkar sem vid hofum verid núna med í nokkra daga.
Vid fórum med teim í rútuferd daudans frá Oaxaca til Puerto Escondido. Ferdin tók um 6 tíma yfir fjoll alla leidina, krappar beygjur teknar á miklum hrada á fimm sekúndna fresti...segir allt sem segja tarf...
En ferdin var tess virdi, tar sem ad stranda paradís beid okkar vid hinn endann...lítid saett torp og fleiri kílómetrar ad hvítum sandstrondum, brimbretta gaejum, kokteilum og ljúfu lífi. Vid fórum í gaer í smá siglingu til ad skoda risa skjaldbokur og hofrunga. Tar sem vid hoppudum úti og syntum med skjaldboku... taer er alveg ógurlega saetar :)

Á morgun aetlum vid svo ad halda áfram til San Cristobal í Chiapas héradinu og skrifum adeins meira tar :)
Erum hálf treyttar eftir daginn á strondinni....
Hafid tid gott og ekki gleyma ykkur í jólastressinu.
Sumar og sólar kvedjur
Brondóttu túristarnir

Wednesday, December 10, 2008

Koma Ingibjargar og Mexiko-borg

Hallo hallo

Tad var mikill spenningur nuna sidastlidinn manudag.... fara ut a voll og na i hana Ingibjorgu. Eg er buin ad telja nidur dagana ad hitta einhvern kunnulegan ad heiman og ekki ad verra ad tad er einhver sem talar islensku... to ad tad gangi ekkert serstaklega vel hja mer ad skipta yfir... tala eiginlega helming timans a ensku eda spaensku og svo ja er eg stoppud af.... :)

En allavega tad var yndislegt af hitta hana aftur og skipta yfir i halfgerda islensku.
Vid erum bunar ad vera herna i Mexikoborg i dag og i gaer bunar ad gera ymislegt. Jaeja i gaer kannski ekki mikid tar sem Ingibjorg var skiljanlega halftreytt eftir ferdalig. Vid fengum okkur bara ad borda og svo forum vid bara ad sofa fljotlega uppur tvi.
EN i dag vorum vid heldur duglegri, voknudum bara nokkud snemma og byrjududm a Palacio Nacional, sem er hummm... stornarradid eda eitthvad alika :) En tar eru veggmyndir eftir engan annan en Diego Riviera.... mjog flott.
A eftir tvi kiktum vid i te hja Fridu Khalo og spusa hennar Diego Riviera (fannst vid verda ad hrosa honum fyrir vel unnin storf) Husid teirra er aedislegt, blatt og rautt ad utan og enn litrikara ad innan, tad var eitthvad svo hamingjusamt.

A morgun er stefnan svo sett til Oaxaca, sem tid dyggir lesendur munid kannski eftir sem sukkuladi og matar paradis... hlokkum ekkert sma til tess... tar a eftir er stefnan tekinn a strondina... a fostudag liklega... feis a ykkur a islandi hehehe

annars ta hofum vid tad bara frabaert her
bidjum vel ad heilsa
Treyttu og spenntu turistarnir :)

Friday, December 5, 2008

Er eiginlega ekki um neitt sérsakt... :)

Komið þið sæl og blessuð öllsömul
Héðan frá Mexíkó er allt gott að frétta, prófin eru búin og jólafríið hafið. Prófin voru ekkert svakalega erfið og ég er ekki viss um hvort að það sé af því að við höfðum próf á fimm vikna fresti yfir önnina og maður kunni eiginlega allt fyrir. Allavega þetta var ekker mikið mál og nú er þetta bara búið og ég þarf ekki að hugsa meira um það :)

Gallinn við að önnin er að klárast er að þónokkuð af vinum mínum eru að fara.... allar Áströlsku stelpurnar eru fara sem og nokkrir aðrir héðan og þaðan úr heiminum. Margir hverjir kostulegir karakter sem hafa sannarlega sett lit sinn á líf okkar hér.

Fyrst mætti kannski nefna amerískan strák sem er einn sá óheppnasti drengur sem ég hef hitt, kannski ekki óheppinn en gerir endalaust mikið af skrítnum óheppilegum hlutum. Hann til dæmis var eitlítið í glasi einn daginn og ákvað að taka skot af einhverju sem er í kveikt í, og þar sem hann hafði einhvern tímann áður reynt að taka þannig skot og brennt sig þá ákvað hann að finna upp nýja tækni til að taka skotið. Snillingurinn ákvað að best væri að hella skotinu (sem var by the way ennþá kveikt í) uppí sig... og í staðinn fyrir að hella skotinu uppí sig (þið munið að hann var eilítið í glasi) þá hellti hann því yfir hálsinn á sér, sem augljóslega stóð í ljósum logum í augnablik og skildi eftir sig þessi bráðskemmtilegu brunasár niður hálsinn. Viku seinna fór hann með okkur á ströndina og var að kenna tveimur af krökkunum á brimbretti (ég var með gifsið og horfði bara á og var ekkert bitur) og þegar þau voru að fara uppúr þá steig hann á stein og skar sig svo illa undir táberginu að það var rokið með hann beint á næsta spítala, hann saumaður saman og gefnar hækjur. Við vorum nokkuð kostuleg saman þarna, bitur á ströndinni daginn eftir  En í skólanum á mánudeginum þá kom hann í lokuðum skóm án hækja og neitaði að viðurkenna fyrir nokkrum manni að hann hefði slasað sig enn einu sinni. Jafnvel þó að þetta hafi verið „alvöru“ slys.

Annar sem ég á eftir að sakna mikið er Perúanskur/þýskur strákur, hann er einhver sá yndislegasti drengur sem ég hef hitt. Hann fær alla til að líða svo vel í kringum sig og hann nær einhvernveginn að hrósa öllum og draga fram það sterkasta og besta í fólki, og þar af leiðandi eykur sjálfstraust hjá öllum. Frábær eiginleiki. Hann er líka svo ljúfur og góður.... ég held að það sé besta lýsingin á honum ljúfur og yndisslegur :)

Áströlsku stelpurnar eru fjórar, og eru hver annarri hressari og skemmtilegri. Þær eru svo duglegar að plana hluti og taka okkur hin með, og ef við fórum saman ða kaffihús/bar/veitingastað eða eitthvað þá fylla þær upp staðinn. Við vorum að ræða þetta hér fyrr í kvöld ég og finninn að það verður skrítið að hafa þær ekki með til að lífga upp á tilveruna og draga okkur letibykkjurnar út úr húsi  Við hittum þær líka á hostelinu þegar við komum hingað upphaflega, svo þær hafa verið með okkur frá byrjun... get ekki alveg byrjað að ýminda mér Guadalajara án þeirra.

Sem betur fer eru mínir langbestu vinir ekki að fara neitt, bresk vinkona Siobhan, annar kaldhæðinn breti Alex og svo Antti. Ég veit ekki alveg hvernig hlutirnir hér yrðu án þeirra þriggja...:)

En allavega mér finnst ekkert gaman að segja bless við fólk og það er mjög skrítið að gera það þegar maður eiginlega veit að maður mun líklega aldrei hitta það framar. Það er svo mikið sem við erum búin að gera hér og upplifa saman að já, það er mjög einkennilega tilfinning að þetta fólk sé svona eiginlega að fara úr lífi manns aftur eftir stutt stopp.

Ég hef saknað þess örlítið núna þegar jólin eru að nálgast og allir að ræða um að fara heim og gera jóahluti að ég er ekkert að fara gera þessa hluti, versla jólagjafir, pressa á Ernu að nú verðum við að fara að skrifa jólakort, tala um að baka smákökur (sem ég held að ég hafi aldrei komið í verk), gera hið klassíska laufabrauð, reyna að skipuleggja jólahitting hjá vinkonunum (sem hefur aldrei gengið vel þar sem allir eru í prófum) og alla þessa smá hluti sem maður gerir bara fyrir jólin.
Núna verður það bara að hitta hana Inglu mína (sem ég hlakka alveg endalaust mikið til), fara á flakk, kaupa svona eins og eina tvær jólagafir, senda eitt tvö jólakort og já finna eitthvað sniðugt að gera um jólin með Inglu, einum þjóðverja og nokkrum áströlum í Cancún :) Kokteilar á ströndinni.... jeiii

Síðasta vika hefur líka verið undirlögð af kveðjupartýum og lokapartýum og hvað sem menn vilja kalla þau. Ég hef ekki djammað svona mikið síðan fyrstu vikuna hérna...  Búið að vera mjög gaman fór á stað sem heitir Wall-street á laugardaginn og það var brasilískt þema. Þau spiluðu öll lögin frá Karnivalinu í Brasilíu, öll lögin sem Leia og Bruno voru að kenn okkur að dansa við... mannstu Kristín :)
Ég fattaði alltí einu að ég kannaðist nú eitthvað við þetta lag og sporin hjá dans-stelpunum á sviðinu... þetta var svo gaman, verð nú reyndar að viðurkenna að ég gæti ekki fyrir mitt litla munað danssporin sem ég lærði en það var gaman að sjá þetta aftur.

En já ég hef það annars bara mjög gott hérna, jafnvel þó að þetta blogg hljómi eilítið þunglyndislega  við finninn erum búin að sitja hérna saman og tala um hverra við eigum eftir að sakna.... kannski það sé ekkert svo góð hugmynd að við búum saman....

Hafið það gott heima og njótið jólaundir búningsins
Bkv frá litla skiptinemanum

Tuesday, December 2, 2008

Þú hefur verið of lengi í Mexíkó þegar....

-Máltíð telst ekki máltíð án Lime, Chili-sósu og tortilla, þar með talinn egg á morgnana

-Maður stendur í þeirri meiningu að það er nóg pláss í strætó ef það er hægt að loka hurðunum á mikilla erfiðleika.

-Manni finnst 25 pesóar heldur mikið fyrir drykk á barnum (250ISK)

-Sér ekkert mikið athugavert að keyra röngu meginn á veginum til að vera fyrstur á ljósum

-Rífst við leigubílstjóra um 10 pesóa (100kr) og finnur bara annan ef hann gefur ekki eftir, jafnvel þó að við séum 4-5 sem deilum leigubílnum

-Kaupir fótbolta treyju sem á stendur BIMBO, með stórum stöfum og fattar ekki brandarann á bak við það

-Finnst að chili sósan mætti vera eilítið sterkari, þessi með morgunmatnum líka...

-Finnst ekki mikið mál og ekkert sérstaklega langt að taka strætó í 45mín til að skjótast einhvert

-15-20°C er eiginlega bara frekar kalt og krefst peysu og helst jakka

-Þegar manni fnnst 10 pesóa þjórfé orðið í hærri kantinum, eða 1-2 pesóar mjög mikið handa fólkinu sem setur í poka fyrir mann í búðinni

-Já og finnst það ósköp venjulegt að einhver setur í poka fyrir þig...

-Maður leitar sjálfkrafa að ruslatunnunni við hliðin á klósettinu

-Maður mætir 20 mínútum of seint í hópavinnu, mat, heimsókn...o.s.frv. og veit að maður verður fyrstur á svæðið

-Finnst fáránlega dýrt að borga 30-40 pesóa (300-400kr) fyrir 500-700gr af kjúklinga bringum

-Dagurinn er ekki fullkominn án Guacamole

Þetta eru nokkrir punktar stolnir af bloggi vinkonu minnar, ásamt nokkrum frá mér

Thursday, November 27, 2008

Síðustu dagar annarinnar

Halló halló
Nú er önnin komin á enda og ég er ekki ennþá búin að ná í skottið á henni...
Tíminn hérna líður alveg skuggalega hratt ég sver að hann líður hraðar í Latin-Ameríku en heima :)
Mér finnst svo rangt að það er í alvöru kominn 26. nóvember.... og það er ennþá sumar hér :) Jólaskreytingar í hitanum yfir daginn er ekki alveg að gera sig, grænt gras, grænmáluð spónaplötu jólatré og seríur útum allt... einkennilegt. Ég verð eiginlega að fara í leiðangur með myndavélina og mynda herlegheitin :)

Nokkrir af krökkunum sem ég er mikið með hérna eru að fara heim núna eftir þessa önn, svo við erum búin að vera frekar dugleg að hittast og plana síðustu dagana hér. Eini gallin er að þessi blessaði skóli skellir prófum á í endann á önninni... bölvuð vitleysa hjá þeim :)
En það verður hálf leiðinlegt að sjá á eftir þeim, það er búið að vera svo gaman hjá okkur hérna :)
Ég geri mér alveg grein fyrir því að það kemur nýtt fólk eftir jól og svona... en ég væri alveg til í að halda Áströlunum hérna eilítið lengur.

Við erum búin að vera að vesenast að ganga frá íbúðunum okkar hérna, við höfum þrjár íbúðir og ætlum bara að halda einni eftir jól svo að frökkunum er búið að takast að gera þetta ógurlega flókið allt saman. Ein íbúðin á sjöttu hæð er ekkert mál, strákarnir flytja út 13. þegar þeirra samningur klárast. Samningurinn á fjórðu hæðinni rennur út 27.Des en þau tvö sem eru á samningnum vilja ekki borga leiguna fyrir desember þar sem að þau verða ekki hér, vilja semsagt rifta samningnum og fá innborgunina/öryggispeninginn eða hvað sem þetta heitir. En eigendurnir vilja ekki borga þeim þann pening til baka þar sem þau rifta samningnum mánuði áður en hann rennur út. Sem fyrir mér er alveg skiljanlegt þar sem það er samningsbrot og þetta er tiltekið í samningnum, en frakkarnir eru á því að kerlingarálkurnar hérna niðri eru að svindla illilega á þeim, og þau vilja fá að hafa dótið sitt í þeirri íbúð fram að jólum, en ekki borga fyrir des og fá depositið tilbaka.... ég er ekki alvega að skilja hvernig þau ætlast til að það gangi upp.
Og til að gera þetta allt mun skemmtilegra, þá erum ég og Antti með samninginn fyrir íbúðina sem ég bý í núna, og frakkarnir fyrir þeirri sem Antti býr í, við víxluðum bara hver býr með hverjum sem við máttum ekki gera þar sem sveigjanleiki er ekki til í Mexíkóskum orðaforða. Svo núna þarf hann að flytja niður áður en kerlingarnar fatta að hann búi uppi og Celia sem ég bý með er að fara bara núna svo það sleppur til. En hinn frakkinn sem Antti bjó með hann ætlar bara að vera áfram í íbúðinni á fjórðu án þess að borga....:) skil ekki alveg röksemdarfærsluna á bak við það. Við föttuðum líka enn og aftur að frakkar og skandinavar eru ekki alveg á sömu bylgjulengd... svo Antti er eiginlega dauðfeginn að geta bara flutt hingað niður og skilið frakkana eftir í rifrildinu með kerlingarnar. Þær tvær eru ekkert svo slæmar bara svolítið stífar og hafa bara komið vel fram við okkur, allavega okkur Antti, en við höfum líka alltaf borgað leiguna okkar á tíma. Meðan frakkarnir gátu ekki alveg skilið að það átti að borga mánaðarlega á réttum degi...þau eru á því að þau hafi allan rétt þar sem þau borga leigu, og leigusalarnir engan rétt.. ég reyndi að benda á þær ættu húsið en það hitti ekki alveg í mark :) Gaman að þessu.

Ég var annars að koma heim úr fyrsta prófinu mínu, lokapróf í alþjóða hagfræði. Prófið tók 30 mín. og var 20 krossar.... við vorum að tala um eftir prófið að kennarinn hefur örugglega gleymt að hefta ritgerðar spurningarnar við eða eitthvað. Þetta var eiginlega bara rugl-auðvelt sem lokapróf.

En já svo næstu daga verður það bara lærdómur og redda hinum og þessu pappírum til að fá að klára önnina. Eitt af því er að fara í sjöunda skifti á immigration skrifstofuna... og vona að visað mitt verði loksins tilbúið...það verður spennandi.

Ég bið bara eins og ávallt að heilsa heim, hafið það gott í jólaundirbúningum
Bkv prófagemsi

Sunday, November 23, 2008

Myndir

Skellti inn restinni af myndunum mínum. Þetta eru allt sömu albúm og eru á Facebook nema Guanajuato Cervantine... hér eru allar á facebook er búið að henda út þeim lélegustu og útsýnismyndunum... :)

Hafið það gott heima
Bkv Ástý

Friday, November 21, 2008

Chihuahua

Sael og bless öll sömul....fattadi hvernig er haegt ad gera ö á tölvunum hér :) En tad er svoldid mál svo ég eginilega nenni tví ekki :)

Eftir lúxus-helgina tá voru tad tveir dagar af skóla... og svo smá ferdalag til nordur Mexíkó. Nánar tiltekid til Barrancas de Cobra, eda kopar gljúfrin. Tetta eru risastór gljúfur sem er sumstadar dýpra en Grand canyon og er víst staerra í heildina. En tad er aukatridi, gljúfrin eru gullfalleg med hrikalegum klettaveggjum og klettamyndunum.
Gljúfrin eru stadsett i Chihuahua héradinu... sá samt bara einn Chihuahua hund og hann var gaeludýr :) Ekki eins og sumir sáu fyrir sér, endalaust mikid af pínu litlum geltandi, grimmum skrímslum....

Ég fór med Antti og kanadískri stelpu sem heitir Kaitlyn. Ég og Antti plönudum tetta ferdalag fyrir tveim eda trem mánudum og einhverveginn ákvádum ad allir aetludu med okkur... en svo greinlega minntumst vid aldrei á tetta ferdalag vid neinn svo tveim dögum fyrir bröttföf vorum vid bara tvö á leidinni tangad :) og tá datt Kaitlyn inn svo ad vid endudum trjú. Vid komumst ad teirri nidurstödu ad vid vaerum ekkert sérlega gódir skipuleggjendur ...eda ad vid vaerum svona ógurlega óvinsael :)

Vid tókum rútu til Los Mochis, einungis 12 tímar, komum tangad sex um morgun og tókum lest beint tadan (tar sem tad er ekkert í tessum bae) klukkan sjö til Creel. Lestin fer í gegnum gljúfrin og útsýnid er frábaert, fjöll (fattadi ekki ad ég saknadi ad sjá fjöll fyrr en tarna), gljúfur, árm lítil saet torp... o.fl.
Lestarferdin t{ok adra tólf tíma svo tad var svo gott ad komast til Creel... og stoppa.

Vid komuna til Creel tók hópur af fólki á móti okkur og vildi endilega fá okkur á sitt Hostel.. .en tar sem vid vorum búin ad velja hvar vid vildum vera fundum vid gaur frá tví hosteli og hann skellti okkut inní rútu til ad keyra okkur tangad.
Vid vorum samt ekki alveg sannfaerd, tar sem biblían, Lonely Plant bókin okkar sýnir tetta hostel u.t.b. 150m frá lestarstodinni, bara handan vid hornid... svo vid spyrjum gaurinn hvort ad tad sé langt á hostelid og hann... jú jú tad er smá spölur, betra ad keyra... svo vid ákvádum bara ad bókin hefdi rangt fyrir sér tar sem heimilisfangid var tad sama.... en já svo keyrum vid af stad... og stoppum hinum meginn vid hornid fyrir fram hostelid, aksturinn tók hálfa mínútu... vid hefdum verid sneggri ad labba :) ég elska Mexíkó...
Vid héldum ad vid myndum deyja úr kulda tarna vid komuna... tad var rétt um frostmark tarna og kvart buxurnar okkar og tunnar peysur voru ekki alveg ad standa sig :)

Fyrsta sem vid gerdum tegar komid var á hostelid var ad fara í heita sturtu og shina sig eitlítd eftir 24 tíma ferdalag og ná smá hita í kroppinn... og draga fram allar flíspeysurnar mínar og einu sídbuxurnar, ullarsokka, trefil og vona ad tad vaeri opin búd einhversstadar med vettlinga :)Sem betur fer var gasofn í herberginu okkar svo ad frusum ekki til dauda um nóttina... tad fór nidur í mínus eitthvad um kvoldid og nóttina... ég er ekki vön tessu lengur :)
Hostelid var fínt borgudum 80pesóa eda um 800kr fyrir nóttina og morgunmatur og kvöldmatur innifalid. MAturinn var vel útilátinn og rosalega gódur svo tetta var alveg tess virdi og kostndurinn vid ad búa tarna í rauninni laegri en í Guadalajara...

En nú tarf ég ad fara í tíma klára tetta í dag eftir skóla :)

Búin í skólanum, fór í gymmið, og er komin heim og er búin að borða quesadillas og hella uppá kaffi ... gæti varla verið betra :)

Svo við höldum áfram með ískalda Creel, sem er reyndar hinn fínasti bær þrátt fyrir kuldann, við bara héldum okkur í sólinni :)

Fyrsta daginn þar fórum við í ferð frá hostelinu okkar ásamt frakka og tveimur þjóðverjum sem við hittum, að heitum laugum í nágrenni Creel. Það er semsagt endalaust mikið af heitu vatni þarna og það kemur uppí hlíðnni í einu gljúfrinu og er eiginlega bara heitur foss...heimamen byggðu sundlaug fyrir neðann fossinn svo já þetta var bara eins og litlu íslensku úti á landi sundlaugarnar, steypt, blámáluð með heitu vatni :) Ég naut þess í botn að fá pínu íslenska nostalgíu, meðan allir hinir höfðu aldrei séð annað eins undur :) Eini gallinn við þessa laug var að hún er í botninum á djúpum dal.. og þar sem maður fer niður í hann þá neyðist maður til að labba aftur upp... mér fannst það bara hreint ekkert sniðugt :)

Daginn eftir afslappandi laugar þá fórum við í tveggja daga ferð til þorps sem heitir Batopilas og er í botninum á stærsta gljúfrinu, held að ég fari ekki rangt með það. Vegurinn niður er malarvegur, beint niður og beint upp.... frekar scary. Minnti eilítið á vestfirðina eða hjólareiðtúrinn í Bólivíu... :)

Á leiðinni í þorpið stoppuðum við á nokkrum stöðum. Fyrst í þorpi þar sem Tarahumara ættflokkurinn býr, nokkrir bjuggu í stórum helli þarna og ég vissi ekki að við vorum að fara að skoða hvernig fátækt fólk býr svo mér leið hræðilega þarna og reyndi að koma mér í burtu...stoppuðum bara stutt sem betur fer.

Tarahumara, er semsagt ættflokkurinn sem býr að þessu svæði. Veit ekki mikið um þau en fötin þeirra eru svo litrík og falleg... og þau eiga mjög fallegt handverk og eru súper vinaleg :) Vá hvað ég er greinlega að læra mikið um Mexíkó :)

Eftir þorpinu stoppuðum við í þremur dölum sem hver og einn hefur mjög mismunandi en skemmitlegar klettamyndanir. Fyrsti dalurinn er dalur sveppana og eins og nafnið gefur til kynna þá eru klettarnir þar eins og sveppir. Það sem mér fannst mjög skrítið er að neðri parturinn er úr allt öðruvísi steini heldur en allt annað í nágrenninu. Þetta var mjúkur ljós steinn, en allt í kring er eins og efri parturinn ósköp venjulegt grátt grjót... mig vantar útskýringu á þessu :)
Næsti staður var dalur froskanna og klettarnir þar, allavega tveir, voru í laginu eins og froskar, dáldið skondnir.
Sá flottasti var sá síðasti og ber hann tvö nöfn, nafn Tarahumara fólksins er dalurinn hinna reistu typpa og opinbera nafnið (sem okkur grunar að spænskir kristiniboðar hafi búið til) er dalur munkanna. Þessi dalur var frekar lítill og mun hærri en hinir og Það var hægt að klifra upp á suma klettana eða typpin og útsýnið var frábært bæði yfir dalinn og næsta nágrenni.
Eftir þetta var ekkert ákveðið stopp, bara langur akstur, en bílstjórinn okkar var eittvað veikur í maga svo við fengum heilmikið að aukastoppum á svona 5-10 mínútna fresti :) Aumingja bílstjórinn.... En sem betur fer fyrir hann þá var þetta afskaplega ljúfur hópur sem við höfðum þarna og útsýnið bauð alveg uppá mörg myndastopp :)

Batopilas er svo mjög fallegt þorp einhversstaðar lengst inní gljúfrunum. Þetta er gamall silfurnámu bær og ber hann þess merki. Húsin eru flest í colonial stíl og göturnar allar hellulagðar, litirnir á húsunum, götuljósum og eiginlega bara flestu voru frábærir... bæði sterkir litir og svo pastellitað inná milli.
Við nutum okkur bara vel þarna, fengum herbergi á litlu hóteli með þremur rúmum fyrir okkur sex svo við héldum hita hvert á öðru :)Tek samt fram að rúmin voru frekar stór svo það var pláss fyrir tvo í hverju þeirra. Fengum frábæran mat heima hjá fjölskyldu nokkri, "veitingastaðurinn" er borð á veröndinni þeirra. Þar sem að túristarnir þurftu nú bjór með matnum eftir langan dag þá var 7-8 ára dóttirin send í í litla búllu í nágrenninu að versla bjór handa okkur... allt mjög heimilislegt :)

Síðasta daginn tókum við rútu frá Creel til Chihuahua borgarinnar og eyddum nokkrum tímum þar, meðan við sátum á torginu og vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að skoða, þá kom til okkar stelpa sem var að selja túra um borgina. Svo við skelltum okkur á einn svoleiðis og náðum að sjá allt sem er vert að sjá þarna. Túrinn var farinn á rútu sem leit úr eins og gamall lestarvagn... og leiðsögumennirnir voru leikarar og léku fyrir okkur sögu borgarinnar :) Við hittum fyrir Panchovilla, Hidalgo og fleiri þjóðþekktar persónur. Þetta var svo skemmtilegur túr og við hlógum svo mikið... eflaust besta leiðin til að skoða Chihuahua.

En nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra þar sem já þetta er eiginlega orðið of langt af engu :) verð að skrifa oftar og styttra :)

Bið að heilsa heim
Bkv litli frostpinninn (það er orðið frekat kalt hér líka, allavega á morgnanna)

Monday, November 10, 2008

Besta helgi í heimi

Halló halló

Ég fór um helgina til Manzanillo, sem er strandarbaer um trjá/fjóra tíma hédan og já ég var alvarlega ad hugsa um ad verda rík strax og setjast ad tarna :)

Bresk vinkona mín hér býr med strák frá tessum bae og tau tvo í tilefni tess ad bródir hennar er í heimsókn og kaerasta sambýlingsins átti afmaeli, ad leigja tetta hús og bjóda vinum sínum med. Sambýlingurinn tekkir konu sem leigir út lúxus hús á tessu svaedi og reddadi tessu ollu fyrir okkur.
Húsid er í lokudu hverfi sem heitir Club Santiago og er milla hverfi vid strondina. Húsid var og er risastórt, med gardi, sólskýli med strátaki, sundlaug og tad besta á strondinni :) Tad var eins og hálfs metra hár kantur nidur á strondina...tetta var eins og klippt út úr Amerískri spring break bíómynd. Vid héldum ad vid vorum á rongum stad tegar vid keyrdum upp ad húsinu um kvoldid...vid hreinlega trúdum tví ekki ad vid vaerum eins og ríka fólkid :) allavega í tvo daga :)

Vid endudum á ad borga 5000kr á haus, fyrir húsid, mat, drykk...fyrir alla helgina..svo tetta var baedi ódýrasta og flottasta fríd hingad til, midid vid hvad var innifalid.
Ég tók endalaust mikid af myndum og skelli teim inn um leid og ég kemst í nógu hrada tengingu.

Vid vorum um tuttugu sem fórum í heildina og tetta var ágaetis blanda af Mexíkonum og skiptinemum, vid vorum í heildina frá 10 eda 11 londum svo tetta var allavega mjog altjódlegur hópur :) Flestir af mínum bestu vinum komu svo ad tetta var aedisleg helgi í tad heila, gerdum ekkert nema ad borda liggja í leti á sundlaugar bakkanum, synda í sjónum og já bara ad njóta lífsins... Okkur langadi bara ekkert heima aftur í skólann... Langadi mikid frekar ad liggja áfram í leti og vinna í brúnkunni. Ég er ad verda bara nokkur tonud hérna... :) Var eiginlega ekki búin ad taka eftir tví fyrr en ég fór ad skoda myndir af mér...

Fottudum líka ad tad eru tvaer vikur í lokapróf... sem var ekkert svo snidugt tá fer helmingurinn af ollu tessu fólki heim og vid erum bara nokkur eftir... :)
Neudumst til ad vera social eftir jól held ég kynnast fleira fólki... ekki bara ad halda okkur í okkar orugga umhverfi sem vid erum búin ad skapa okkur hér :)

Utan vid tessa lúxushelgi tá er bara mest lítid ad frétta, engin rómantík á skordýrabardogum, skautasvellum eda odrum einkennilegum stodum :) Svo tid getid slakad á ímyndunaraflinu Erna og Audur :)

Ég bid bara vel ad heilsa heim og vona ad tid hafid tad oll gott
Bkv tanadi wanna be millinn
heyrumst

Thursday, November 6, 2008

Long time no hear....

Komid heil og sael oll somul
Í morgun kláradi ég sídasta hlutaprófid mitt í sídustu hlutaprófa torninni... bara lokapróf eftir trjár vikur og svo jólafrí :)
Hún Ingibjorg mín, eda Inkki eins og hún er kollud hér, aetlar ad koma til mín og stefnan er tekin á mándar rúnt um sudurhluta Mexíkó. Tad verdur svo gaman ég hlakka alveg endalaust mikid til... og ég get talad íslensku, held ad ég muni hana tokkalega enntá :)

Eftir sídustu skrif... hvad hef ég verid ad gera...
Ég fór ásamt nokkrum mexíkóskum kunningjum/vinum mínum og Antti, finnska vini mínum (hann hafdi eitthvad út á tad ad setja ad vera kalladur finninn á blogginu mínu svo ad hann verdur nafngreindur hédan eftir)til Guanajuato fyrir tveimur helgum sídan, borgin er enntá jafn gullfalleg og hún var í september, en í tetta skiptid var hátid sem heitir Cervantino í gangi, tetta er lista og menningar hátid sem er haldin í Október á hverju ári og tad er endalaust mikid af gotulistamonnum, morkudum, tónleikum... og bara mjog mikid ad gerast í baenum. Tetta var loka helgi hátídarinnar og baerinn var fullur af fólki og oll gistipláss í borginni uppbókud... og heilmargir voru bara med svefnpoka og svo í hinum og tessu skúmaskotum. Vid vorum svo heppin ad systir eins Mexíkanans er í skóla í Guanajuato og vid vorum í íbúdinni hennar, sem eginlega gerdi tad mogulegt fyrir okkur ad fara tangad :)

Krakkarnir sem ég fór med eru snilld, Mexíkóskur strákur og kaerastinn hans og besta vinkona hans, tveir adrir skiptinemar sem eru bádir hommar líka... ekki par samt, annar teirra er steríotýpan, alger gella en hinn er heldur dannadri. Tessi ferd var algerlega ný sín inní teirra heim :) alveg yndislegir allir saman, Antti reyndar hafdi ord á tví ad hann vaeri sá eini í tessum hópi sem vaeri hrifinn af stelpum :)
Fannst held ég vanta adeins meiri karlmennsku á koflum. Tad komu svo nokkrir fleiri vinir okkar daginn eftir svo tetta var ordin myndarlegur í kringum 15 manna hópur ad lokum. Helgin var svo bara yndisleg, afslappandi og taegileg. Hálfur dagurinn fór í ad borda og svo roltum vid bara um og gerdum ekkert of mikid... sem betur fer :)

Á laugardags kvoldinu var sýning á einu torginu í baenum og vid skelltum okkur tangad. Tetta var sem sagt skordýraslagur... einhverjir voru búnir ad búa til risastóra maura, konguló og engisprettu og tau voru oll á keyrandi vognum og mennirnir sátu tar og stjórnudu teim.... tau voru frá 3-6 metra há...risastór og flott med ljósum inní og spúdu reyk og látum. Tónlistin undir passadi tilefninu algerlega en temad var valdabarátta á milli skordýranna. Ég veit ekki hvort ad tetta hljómar vel en tetta var...ofsalega flott show. Skordýrin keyrdu svo bara beint í gegnum mannmergdina, sem var smá galli, vid án djóks hlupum í burtu frá kongulónni og allir náttúrlega og tetta var bara kradak. Heppni ad bara enginn tródst undir held ég, ég var med marbletti undir upphandleggnum eftir ad Antti kippti mér upp. Konan fyrir framan mig gerdi nokkrar gódar tilraunir til ad ganga ofan á mér .... ég var mjog hamingjusom med tad... En ég var daudfeginn ad finnin var fyrir aftan mig og hélt mér uppi :) Hópurinn okkar tvístradist reyndar á flóttanum og enginn af hinum lenti í álíka kradaki svo ad ég held ad vid vorum einfaldlega á rongum stad á rongum tíma :) En sýningin var flott sem átti nú ad vera adalatridid í lýsingunni.

Alex, breskur vinur minn, átti afmaeli í sídustu viku og vid slógum oll saman í teketil og alvoru svart te handa honum.... hann ljómadi tegar hann opnadi pakkann og hefur varla haett ad brosa sídan :) Hann er búin ad tuda um hvad hann saknar, ketilsins síns og tes sídan hann kom hingad svo vid ákvádum ad tetta vaeri besta gjofin handa honum. Vid vorum oll á ad borda saman á Argentískan veitinga stad sem er um 200m frá húsinu mínu... med betri mat sem ég hef fengid í Mexíkó og allir sem hafa átt afmaeli hingad til hafa haldi uppá tad tarna. Tetta er svona stadurinn okkar, eigendurnir tekkja okkur og heilsa okkur í hvert skipti sem vid lobbum fram hjá :) Erum uppáhalds kúnnarnir, gefa okkur alltaf aukaflosku af víni tagar vid bordum tarna :)

Um helgina er ég svo ad fara til Manzanillo, strond ekki langt hédan. Nokkrrir vinir mínir leigdu hús tar, rukkudu okkur hin 2500kr, sem er leigan og kvoldmatur yfir alla helgina. Húsid á ad vera risastórt, vonum ad tad sé tad, med sundlaug og er á strondinni :) Tetta verdur snilld, tetta er eiginlega sídasta helgin sem allir eru hérna fyrir próf svo ad tetta er ekki kvedju party en tad sídasta stóra sem vd gerum oll saman ádur en Ástralarnir yfirgefa okkur.

Ég skrifa svo eitthvad meira í naestu viku eftir gódan naetursvefn :)

Bkv frá litla mexíkananum

Friday, October 24, 2008

Jesús hvad tíminn lídur hratt....

Enn ein vikan lidin og tad styttist ódfluga í lokaprófin og jólafrí...

Tetta er búid ad vera frekar róleg vika hér á bae, eftir langa helgi. Planid fyrir helgina var ad slaka á laera svolítd í spaenskri málfraedi, tar sem mér finnst hún mjog leidinleg og tarf ad herda mig adeins í henni... :S og já bara ná upp svefni og svona. En mitt fína plan endadi med tví ad nokkrir vinir mínir komu til mín á fostudag, sátum og spjolludum og sotrudum ol til um 4 um morguninn... tá leit einhver a klukkuna og allir heim í sjokki :) Mjog skemmtilegt kvold samt sem ádur.
Á laugadeginum bordadi ég afar altjódlega máltíd eldada af Mexíkana, breta, svía og rússa, mjog gott :) og svo hélt einn ástralinn party med eldblásurum, bar, DJ... og bara ad nefna tad, svo ad rólegheita matarbodid okkar endadi tar.... skil ekki hvernig svona gerist... tá var planid ad sofa á Sunnudag en vinum mínum tókst ad sannfaera mig um ad koma á tónleika hér í GDL. Tetta voru einhverjar tíu rokk-hljómsveitir..mgmt, flaming lips, pendulum og einhverjar fleiri... tetta var svona útihátid eiginlega og byrjadi tvo um daginn og var til midnaettis, tetta var aedislegt... :)Feginn ad tau drógu mig med... OG tad var venjulegt fólk tarna. Skólinn minn er snobb skóli og allir eru ríkir, tau eru oll kollud fresas, snobb snobb og dýr fot, og bílar og allt. Tau fá sjokk tegar ég segi ad ég taki straeto í skólann. En á tónlistarhátídinni var fólk í raudum gallabuxum, flottar klippingar og bara venjulegt fólk... okkur skandinovunum leid pínu eins og vid vaerum bara komin aftur heim... :) Eda allavega í heim hins venjulega fólks :)

Eftir tessa, ekki eins afslappada helgi og ég aetladi mér, tá er bara búid ad vera skóli, bíómyndir og rólegheit. Fór á tónleika/leikrit á vegum skólans á midvikudaginn ásamt krokkunum í Teatro Degollado sem er adalleikhúsid hér, óendanlega flott, tad er byggt á morgum haedum med beint nidur... humm finn kannski mynd handa ykkur..já eda ekki tid getid bara googlad tad :) En tad er svo fallegt inní. Sýningin var helgud Jose Alfredo, sem var klassískt mexíkóst tónskáld, samdi endalaust mikiad af Mariachie logum um lífid og tilveruna. Tetta var mjog gaman en tad vantadi orlítid uppá skilninginn... :( en ég nádi meirihlutanum svo ad tad er greinlega smá framfor í gangi

Ég fór líka í dagsferd á Tridjudaginn til Guachimontones sem eru hringlaga píramídar um 45mín hédan, eiga víst ad vera einu hringlaga píramídarnir í Mexíkó og í heiminum held ég ad teir hafi sagt líka. Tetta var ferd med spaensku bekknum mínum og já tetta reyndist vera hinn áhugaverdasti dagur.. leidsogumadurinn var svo skemmtilegur og tad var svo audvelt ad skilja hann.. :) Vid komum vid á herragardi í nágrenninu og ég aetla ad eiga hann í framtídinni... ef ekki allt tá aetla ég ad eiga eldhúsid tad var stórkostlegt... risastórt og svo fallegt.... tegar ég verd múltímilljóner tá aetla ég ad kaupa alla landareignina :)

Ég skellti mér líka enn einu sinni á uppáhaldsstadinn minn... immigration skrifstfuna.. ég fae hroll vid ad skrifa tetta :) Eyddi tar um einum og hálfum tíma í ad bída til ad geta rétt einni konu 8 bladsídur... hún gat ekki tekid á móti myndunum eda gefid mér reikninginn sem ég tarf ad borga, heldur tarf ég ad koma einu sinni enn med myndirnar, borga og kvitta adeins meira... og svo aftur til ad ná í vísad... tad er ef allt sem ég er búin ad gefa teim verdur samtykkt og ég tarf ekki ad skila inn fleiri pappírum... brádskemmtilegt og gód tjónusta...

Já ég sé ad vikan mín var ekki alveg jafn róleg og vidburdar lítil og ég hélt... :)

En eins og venjulega tá tarf ég ad skelle mér í tíma í altjóda samningar gerd hjá kennara tekkir ekki muninn á Uzbekistan og Kasakstan á landakorti og heldur tví fram ad fridur í mid austurlondum náist med tví ad tryggja oryggi íbúanna... ég og vinkone mín skildum ekki alveg hvernig hann aetlar ad byrja á ad tryggja oryggi og svo ad koma á fridi ....


En allavega góda helgi allir saman... :)

Saturday, October 18, 2008

Lífið í Gudalajara + endirinn :)

Halló allir saman

Lífið hér í Mexíkó gengur sinn vanagang þrátt fyrir þessa ógurlegu kreppu sem virðist vera að drepa allt heima... ég fer að hætta að kíkja á f´rettir að heiman ég verð bara þunglynd af þessu öllu saman.
Ég hef það svo sem ekki það slæmt hér, gengið er í kringum 8,6-9,2 var 8,1 (kr á móti pesóa) svo að það er ekki eins slæmt og evran eða danska krónan, allavega ekki síðan ég kom hingað í Janúar síðastliðinn held ég að genigið hafi verið 5kr á pesóann....

Ég hef líka komist að þeirri niðurstöðu að annaðhvort horfi ég framhjá því að það sé allt í volli í hagkerfinu heima, eða að heimsfréttir eru afar villandi þar sem að ég hef verið stoppuð nokkuð reglulega í skólanum og spurð hvort að ég sé í lagi, hvort að ég eigi einhverja peninga og hvað gerist eiginlega á Íslandi núna þega allir einstaklingar landsins eru gjaldþrota ...
Bretarnir voru að hugsa um að hætta að tala við mig, en ákváðu á endanum að taka mig í sátt þar sem þau vorkenna mér svo mikið :)og hata Gordon Brown.

Svo hef ég frábærar frétttir... ég er laus við gifsið... ég get skrifað, borðað, eldað... þetta er bara nýtt líf :) jafvel þó að ég hafi þurft að standa í strætó.
Ég gat líka loksins mætt aftur í Yoga tímana mína ég saknaði þeirra, Yoga kennarinn leyfði mér samt ekki að gera neinar æfingar þar sem ég þurfti að nota hendina mikið... hann fer mun varlegar en ég :S ætti kannski að taka mér það til fyrirmyndar... Ég byrjaði líka aftur í ræktinni var svakalega dugleg. Mér finnst samt alltaf heilsuræktir svo heimskulegir staðir.. helling af sveittu fólki að hlaupa/hjóla/klifra og svo einhverjir gæjar og gellur fyrir framan spegla að lyfta og rölta um... mér finnst þetta alltaf mjög einkennilegt umhverfi en ég ætla að halda áfram að mæta þrátt fyrir að ég sé ekkert sérstaklega hrifin af ræktinni.

Ég fór síðustu helgi til bæjar hérna í nágrenninu, eða svona 4 tíma héðan sem heitir Morelia, þar var alþjóðleg kvikmyndahátið. Ég finninn og sambýlingurinn minn skelltum okkur saman ásamt einhverju nemendafélagi úr skólanum. Þetta var svo gaman.. ég fór á einhverjar níu kvikmyndir yfir helgina. Eina franska, nokkrar amerískar, mexíkóskar og eina rúmenska... allavega var hún tekin í Rúmeníu. Þær voru allar góðar nema ein hún var svona sæt ástarsaga um eginlega ekki neitt...

Það var international feria, alþjóðadagur, í skólanum á Þriðjudaginn og allir nemendur sem eru í spænsku tímum áttu að kynna landið sitt, ég sem eini íslenski fullrúinn, mætti með myndabók og skellti saman plakkati sem á stóð Islandia með nokkrum myndum af Íslensku landslagi... og engum texta.

Anyway gestirnir mínir eru komnir svo klára þetta á morgun...

OK þá er það framhaldið, gestirnir farnir og ég búin að borða æðislega letilegan og góðan morgun mat :)

Spænsku kennarinn minn skellti mér á milli Japan og Ástralíu sem hvort um sig höfðu mjög marga fulltrúa... ég var pínu týnd þarna en endaði samt á að tala um ísland í þrjá tíma... og það voru held ég tekin fjögur viðtöl við mig af Mexíkósku nemendunum sem voru að gera eitthvað verkefni, ýmist á spænsku eða ensku og á endanum þá kaus einn hópurinn mig Miss Interanational... þar sem að ég stóð mig svo vel að svara spurningnum :) Þau gáfu mér rauðan borða og allt mér fannst þetta bráðfyndið...

En þetta var nú bara svolítið gaman að gera þetta eins mikið og ég nennti þessu ekki, sumir hóparnir voru að kynna mat héðan og þaðan úr heimnim og ég prófaði einhver lifandis ósköp af hinum og þessu. Áströlsku stelpurnar bökuðu Pavlovu... hún er víst Áströlsk eða Ný Sjálensk... en ég náði ekki að smakka hjá þeim :( var hálf svekkt en við ætlum að elda saman í næstu viku held ég og þær ætla að koma með eina, namm namm ég er strax farin að hlakka til.

Að öðru leiti er ekkert mikið að frétta lífið gengur bara sinn vanagang skóli og svo bara hanga með krökkunum. Öllum er farið að hlakka svo mikið til jólafrísins, svona að vissu leiti allavega. Helmingurinn af vinum mínu fer heim þá og þau og við hin reyndar líka fengum sjokk um daginn þegar við föttuðum að það eru fimm vikur í próf.... og svo er þessi önn bara búin og komið kveðjustund.

En það er eftir nokkrar vikur svo ég ætla ekki að fara að hugsa um það strax :) Bara að hlakka til jólanna :)

Ég bið bara að heilsa heim að lokum eins og vanalega :)
Hafið það gott elskurnar og takk enn og aftur fyrir að lesa bloggið mitt og kommenta á það, það er alltaf jafn skemmtilegt að heyra hvað þið hafið að segja :)
Bkv

Thursday, October 9, 2008

Sayulitas og biluð hendi....

Hola a todos...

Nú er orðið frekar langt síðan ég lét í mér heyra síðast svo það er komin tími til að pára eitthvað á blað :)

Ég endaði síðustu færslu á aulalega slysinu mínu ... man reyndar ekki hvort ég tók það fram þetta var um miðjan dag og ég ekki búin að smakka sopa... þetta er fyrsta spurning frá öllum þar sem ég var á ferðalagi :)
Ég fór til læknis, og eftir um það bil þriggja tíma ferli, að sannfæra alla á spítalanum um að tryggingarnar borga allt... hringja nokrum sinnum í tryggingafyrirtækið og spjalla við hina og þessa...og fara út af spítalanum til að leita af lækninum með vitlausa heimilesfanginu sem mér var gefið... koma til baka og finna út að læknirinn var þar allan tímann :)mín var ógurlega hamingjusöm. Þá var loksins tekin röntgen af hendinni og í ljós kom að hún er brákuð/sprungin eitthvað... en allavega smá beinbútur var laus og mín í gips....:( ekki svona alvöru gips samt, það er hart undir hendinni mjúkt ofan á og svo bara umbúðir utan um allan pakkann. Þetta fór víst eins og vel og gat farið þar sem beinið hrefðist ekkert á þessum 10 dögum milli slyss og læknis... svo næst þegar ég geri eitthvað álíka heimskulegt þá fer ég fyrr til læknis :)
Ég losna samt við þetta á Þriðjudaginn svo það er ekki langt eftir, þá get ég eldað, borðað eitthvað sem þarf að skera, tannburstað mig eðlilega, skrifað.... jeii
Það eru samt heil margir kostir þó svo að ég vona af öllu hjarta að ég muni aldrei njóta þeirra aftur :) t.d. fæ ég alltaf sæti strax í strætó, strákarnir bera allt fyrir mig heim úr búðinni, opna flöskur og dósir fyrir mig, og já hinir allir líka, þau glósa fyrir mig í skólanum og gefa mér copy af sínum glósum, þau eru svo mikil yndi :)

En þrátt fyrir þessa smá óheppni þá er ég nú búin að hafa það svaka gott. Eftir alla prófa og verkefna törnina fórum við 14 saman á ströndina. Í þetta skiptið fórum við til Sayulitas sem er alveg yndisslegur staður. Ströndin er um það bil hvít, og sjórinn um það bil blár, pálmatré, sól og blíða. Ströndin sjál er ekki sú falllegaasta í Mexíkó en bærinn er æði og reyndar ströndin líka. Það er ekki svo mikið af ferðamönnum þarna, aðallega eldri Ameríkanar sem hafa sest að þarna og endalaust mikið ef hot brimbrettagæjum. Skemmti mér vel við það á ströndinni að fylgjast með þeim leika listir sínar.
ÞAð var nú samt hálsvekkjandi að sitja bara þarna og geta ekkert gert, mig langaði svo mikið að prófa brimbretti.. en það bíður bara betri tíma :)

Þrátt fyrir afar rólega helgi þá komum við öll dauðuppgefin til baka og ég er búin að vera alla vekinar að ná mér...skil ekki alveg afhverju.

ÉG er búin að setja inn loksins svolítið af myndum svo endilega kíkið á þær ef þið viljið.

Annars þá er ekkert mikið að frétta núna bara rólgheit þessa dagana, bið bara svaka vel að heilsa heim

Bkv fatlafólið

Saturday, September 27, 2008

súkkuladi, matur og annad gotterí

Halló halló...

Hér kemur þá framhald ferðasögunnar...:)
Eftir D.F. þá héldum ég og sex aðrir áfram suður til Oaxaca. Oaxaca er hérað suður af D.F. og er ofsalega skemmtilegt hérað að ferðast um, þar er hægt að finna gullfalegar strendur(en við fórum ekki þangað í þetta skiptið) litla skemmtilega bæi með mörkuðum fulla af allskonar handverki, endalaust mikið af súkkulaði... brögðuðum aðeins á því... og ofsalega góðan mat :) Draumur í dós.

Við fórum fyrst til Oaxaca borgar sem er höfuðborgin í þessu héraði, þetta er lítil borg með um 263000 íbúum, staðsett uppí fjöllunum í um 1550m hæð. Hún er eiginlega ofan í dal og teygir sig aðeins uppí hlíðarnar og er mjög dreifð miðað við íbúafjölda. Hæsta húsið er í miðborginni og er þrjár eða fjórar hæðir og gnæfir nánast yfir restina af einlyftu húsunum. Held að öll húsin séu svona lág vegna jarðskjálfta hættu. Allavega er dómkirkjan með um tveggja metra - þriggja metra þykka veggi af þeirri ástæðu.
Húsin eru í öllum regnbogans litum eins og er venjan hér í Mexíkó og þau eru öll gullfalleg að mínu mati :) Ætla að byggja svipað hús í framtíðinni, allavega eins og framhliðarnarlíta út og mála blátt með rauðum gluggum :)

Við nutum okkur vel í borginni, gerðum lítið annað en að borða góðan mat... svo ís... svo súkkulaði... kaffi o svo aftur í mat... og kíktum aðeins á markaðina inná milli.

Á markaðunum var einn hlutinn einungis helgaður mat... girnilegasti hlutinn :) En allavega þar er einn gangur sem er "grillgangur" það eru raðir af stórum grillum (parillas) báðu megin.
Þega maður labbar inní ganginn þá stoppa nokkrar konum mann og hálf garga á mann, mikil samnkeppni í gangi, og gefa manni körfu með graænmeti, lauk, chili og einhverju fleiru... síðan gengur maður aðeins lengra að grillunum og velur eitthvert þeirra.. grillararnir öskra enn hærra en gænmetis fólkið, og þeir taka grænmetið og grilla það og maður velur kjöt hjá þeim og borgar þeim það beint... stuttu seinna birtist maturinn á borðinu hjá manni, sem maður deilir pottþétt með einhverjum örum. Þá er maður búin að fara á þriðja staðinn og velja sósur, lime, guacamole og svona og borga það sér. Drykkir eru einnig pantaðir og borgaðir sér en það er komið á borðið til manns og manni boðnir þeir. Það er svo náttúrulea ómögulegt að borða máltíð í Mexíkó án tortillas... maður biður einhvern starfsmann um þær þeir klappa höndum og nokkrar konur kome hlaupandi með tortillas til manns... sem maður borgar síðan, auðvitað, sér... þrátt fyrir frekar flókna framkvæmd þá held ég að þetta sé einhver sú besta máltíð sem ég hef borðað hér...óendanlega gott :)


Eftir þessa máltíð þá fórum við auðvitað í himnaríki súkkulaðið fíkilsins... svona nánast allavega er ekki viss um að þetta toppi Argentínu... en allavega Mayordomo súkkulaði verkstæði/búð veit ekki alveg hvað á að kalla þetta :) þar er hægt að kaupa milljón tegundir af súkkulaði og lyktin þarna inni og í næstu götum er eftir því... þarna er líka hægt að fá chocolade caliente (heitt súkkulaði) og maltidos (kalt súkkulaði með hálfrosinni mjólk held ég). Heita súkkulaðið er annaðhvort, sætt eða biturt og þú færð sætt brauð með svo að þetta er eiginlega eins og kakósúpa :) bara með alvöru súkkulaði. Þau gera þetta með því að setja bara súkkulaði í könnu og hella mjólk, heitri eða kaldri út í og nota síðan, tæki sem er gert úr timbri og skaft með einskonar kúlu á endanum...og mylja/braeda tad út í súkkuladid... tetta er bara gott..maeli eindregid med tessu.

Vid eyddum taepum tveim dogum tarna og gerdum ad mestu ekki neitt, en fyrsta kvoldid fórum vid á sjá sirkus sem var í baenum. Adalástaedan fyrir tví ad vid fórum ad sjá sirkusinn var ad um daginn fyrir utan besnínstod í baenum hittum vid starfsmenn sirkusins og teir voru med Jagúar í búri (á bíl) med sér...okkur fannst tetta athyglisvert og í ljós kom ad tad var sirkus í baenum og vid gátum keypt mida af teim fyrir heilar 80kr.. já eda 90kr í dag. Tetta var áhugavert tígrisdýr, hestar trúdar fimleikafólk og svona. En í endann vard allt frekar "sexual" karlarnir komu fram berir ad ofan med grímur og donsudu fyrir kventjódina... og hálfnakinn madur í bleikum bordum og gerdi einhverjar kúnstir sem okkur fannst varla vid haefi barna... og endadi med línudansara sem greinilega stód í teirri meinigu ad honum baeri ad taka dansspor á milli trauta, tau og fylgihlutir... voru alveg orugglega ekki vid haefi barna... en já okkur fannst tetta brádfyndid en já svolítid skrítid:)

Annad kvoldid, fimmtudag, vorum vid heldur menningarlegri og fórum á Jazz tónleika í leikhúsi baejarins, teir voru virkilega gódir... mun betri en vid bjuggumst vid.

Á fostudeginum fórum vid uppí fjollin til ad fara í tveggja daga gongu... fórum út rútunni einvherstadar út á gotu.. vid pínulítid torp sem eftir tví sem vid komumst naest lifir á vistvaenni ferdatjónustu og eru eflaust baendur líka. Tar fundum vid einn mann sem reyndist vera guidinn okkar... hann sýndi okkur kofann okkar sem var aedi, nýlegt lítid múrsteinshús sem minnti á bjálkakofa. Vid hofdum arinn og alle graejer... bara snilld. Gangan sjálf var hálfeinkennileg.. roltum í gegnum skóginn, upp fjall, med guide sem er fjallageit vid vorum í einhverjum 3000-3500m og hann stoppadi aldrei, tad var ein pása á leidinni og tad var bara aftví ad vid gátum varla andad lengur... :) en vid fórum ad einhverjum útsýnispunkti, en tad var svo skýjad ad tad var ekki haegt ad sjá nokkurn skapadan hlut...og svo byrjadi ad rigna og vid heim.

Tad var svo gott ad koma til baka... fengum aedislegan mat, kaffo Oaxakeña.. hvernig sem tad er aftur stafad... og audvitad heitt súkkuladi.
Fórum svo í búd sem var hluti af veitingastadnum og keyptum ársbirgdir af kexi, nammi og fleiru... tar á medal Mezcal (sem er gert úr kaktus, svipad og tequila en mýkra á bragdid. Mezcal hefur orm í hverri flosku og hann gefur smá reykjarbragd og Mezcal minnir adeins á Whisky) en tetta mezcal var í 20 lítra bensíndúnk og helt á plastflosku fyrir okuur :) enginnn ormur eda fínerí.

MEzcalid hélt svo á okkur hita tar til tad var loksins kveikt upp í arninum.
Tad var fáránlega kalt í kofanum alveg um 5 grádur og rakt... vid erum ekki von tessu og kúrdum saman undir fimm teppum tar til kveikt var í arninum.. tá var teppum faekkad og vid áttum afskaplega rómó kvold saman, med nammi og mezcal :)

Okkur var kalt og vid vorum kold og blaut eftir fyrri daginn svo vid fórum bara heim daginn eftir í stadin fyrir ad labba meira í skýjunum :) Eftir besta morgunmat sem ég hef nokkurn tíman fengid tá´fengum vid far med nissan pallbíl til Oaxaca. PAllurinn var yfirbyggdur og med pollum og vid vorum á tar... :) skemmtum okkur vel á leidinni til Oaxaca.

Tegar vid komum til baka vorum vid hálftreytt og fengum okkur smá fegurdarblund og tegar ég vaknadi tá sátu hin oll frammi ad spjalla, allt í gódu med tad, en ´tar sem ég var nývoknud var smá hrollur í mér svo ég fór inní herbergid ad ná í peysu og ekki vildi betur til en ad ég hrasadi í tessum tvem litlu trepum, og lamdi hendinni svo illilega í dyrakarminn ad tad tók mig tvo daga ádur en ég gat hreyft fingurnar. Hendin á mér er var umtad bil tvofold og er búin ad vera í ollum regnbogans litum sídustu vikuna. Hún er enntá illa bólgin og sár svo ég var dreginn til laeknis í daga af krokkunum, hvort sem mér líkadi betur eda ver, og laeknirinn heldur ad tad hafi kvarnast úr beininu eda eitthvad sé brotid svo ég tarf ad fara á spítalann og láta taka rontgen... helst í gaer. Tetta var svo aulalegt..:) og ég vorkenni mér svo aegilega ad turfa ad fara á spítalann... svo ég tuda bara hér tá tarf allavega enginn ad hlusta á mig, tid geti haett ad lesa :)
En tetta er ekkert slaemt eda alvarlegt mamma í alvoru ég laet tig vita eftir rontgen myndina hvad er ad, ef tad er eitthvad ad :)

En annars tá aetla ég ad gera heimaverkefnin mín núna, ferdasagan er nánast búin vid fórum bara heim á sunnudagskvold :) og daglegrt líf tekid vid aftur.

En ég bid bara ad heilsa og enn og aftur hamingju med tvítugsafmaelid Ingla mín :)
Bkv frá aumingja mér...

Thursday, September 18, 2008

Guanajuato y Mexico D.F.

Hola a todos...

Takk kaerlega fyrir oll kommentin baedi gomul og ný, tad er alltaf jafn ógurlega spennandi ad kíkja á síduna og athuga hvort einhver hafi skrifad eitthvad... og enn meira gaman ad tad les tetta einhver :)


Tad er buid ad vera alveg heilmargt í gangi hérna hjá mér og ég veit varla hvar ég á ad byrja...

Tjóhátídar dagur Mexíkó er 16. september og teir kunna sko alveg ad halda hann hátídlegan. Í tilefni dagsins skipulagdi altjóda skrifstofan hér ferd til Mexíkó borgar eda D.F. eins og hún er kollu hér í daglegu tali. Ég skrádi mig í hana med mjog gódum fyrirvara, var ein af teim fyrstu ásamt Alex sambýlingi... vid borgudum baedi á mánudegi, brottfor á fostudag.... ekki malid med tad og svo skyndilega á midvikudagskvold fengum vid tolvupost sem segir ad vid tvo ásamt trem odrum hefdum ekki pláss í ferdinni.... en einn sem vid tekkjum og borgadi degi seinna fékk ad fara... tar sem hann nánast grét úr sér augun vid stjórnendur altjódaskrifstofunnar og sníkti sér far á kostnad annarra... ekki sanngjarnt.

En vid ákvádum ad fara bara sjálf í ferdalag og eftir á ad hyggja var ég eignilega bara afar sátt viad ad fara ekki í skipulogdu ferdina :)
Vid fórum fyrst til lítils baejar, Guanajuato, mitt á milli D.F. og Guadalajara og vorum tar einn dag adalega til ad brjóta upp rútuferdina og til ad vera ekki ein í tvo daga í D.F. ádur en hin komu. Guanajuato er einn af fallegustu stodum sem ég hef komid á hann er uppí fjollunum og er gamall námubaer, helling af silvernámum tarna í kring. Húsin eru lág og eru málud í ollum regnboganslitum og eru í hlídunum svo nánast allur baerinn er í brekkum. Útsýnid yfir borgina er snilld... set inn myndir tegar ég kem aftur heim til Guadalajara og já tek fartolvuna mína med í skólann :)

En allavega vid nutum bara lífisins tar í taepa tvo daga, fórum á sofn og bordudum gódan mat og svona. Ég er búin ad sjá tad ad Mexíkanar hafa annad vidhorft til daudans en vid sídan ég kom hingad... en já vid fórum á Museo de las mummias, múmíu safnid... tetta safn sýnir múmíur sem hafa verid grafnar upp úr kirkjugardinum tar. Heimamenn uppgotvudud fyrir nokkrum árum ad líkin verda steingervd í jardveginum tarna á sex árum. Ef ad fjolskyldan getur ekki borgad staedid í kirkjugardinum eru líkin einfaldlega grafin upp og tau sem líta vel út eru sett á safnid. Sem er eitthvas mér persónulega finn ógedslegt... ad setja einhvern sem dó á sídusta kannski tuttugu árunum á safn... ég meina fjolskyldan er ennntá á lífi... og tad er ekki svo langt sídan. En allavega flestir tarna inni voru mun eldri.. allavega teir sem ég las um. En textaarni voru allir í fyrstu presónu... hjá einum stód. Komid tid sael, ég heiti blabla og ég var franskur laeknir hér í torpinu. Ég er hér á safninu tar sem fjolskyldan mín býr í Frakklandi og borgadi ekki fyrir staedid mitt... mér finnst tetta freaky, og plús textana tá líta allar múmíurnar út fyrir ad vera oskrandi og lída svo illa. Tad var eitt herbergi med litlum ungabornum... ég fordadi mér tadan strax og var daudfegin tegar ég komst út af safninu. Tad voru fjolskyldur tarna ad taka fjolskyldumyndir med múmíu á milli sín... ég sé tad fyrir mér ad ég myndi taka 10 ára krakka med mér og taka myndir med litla látna barninu, gullfallegar minningar :)
Svo já tad er greinilega mikill menningar munur á milli mín og Mexíkana tegar kemur ad múmíum og já eiginlega flestu odru :)

Eftir Guanajuato fórum vid til D.F. og fundum okkur lítd hótel í midborginni rétt hjá hótelinu sem hin áttu ad vera á og hinkrudum eftir teim í svona klukkutíma. Tau endudu á hóteli sem var heldur lengra í burtu en já vid sáum fram á ad vid faerum á hausinn ef vid myndum elta tau svo vid vorum bara kjurr á litla ódýra hótelinu okkar :)

D.F. er ekki eins slaem og ég bjóst vid, tad var búid ad hraeda okkur svo mikid ad ég tordi varla út úr húsi til ad byrja med :) Midborgin er falleg, med gomlum húsum og stórum torgum og kirkjum og mér fannst mjog gaman ad rolta um tar. Borgin var oll skreytt í fánalitunum tar sem tjódhátidardagurinn var á naesta leiti og tad var nánast hátídarbregur yfir ollu :)

Vid Alex tródum okkur svo eiginlega inní ferdina hjá hinum og fórum med teim í allar ferdirnar :)
Fyrsta daginn fórum vid ad stad sem heitir Xiomichla eda eitthvad álíka er med nafnid rét skrifad heima... en tetta er risastórt svaedi sem er med heilling af ám/kananal skurdum og tad er haegt ad sigla tarna um og komast adeins út úr borginni, tetta svaedi er sunnarlega (held ég) í borginni og tad tók um einn og hálfan tíma ad keyra tangad svo tid getid rétt ýmindad ykkur staerdina á borginni. Vid fórum audvitad ad sigla, fengum mariachis á bátana okkar sem spiludu nokkur log fyrir okkur og donsudu... strákarnir á altjódaskrifstofunni keyptu blómvendi handa ollum stelpunum og tetta var aedislegt... afslappandi og fallegt.
Um kvoldid fórum vid svo á aedislegan Salsa klúbb... ég aetla ad opna einn heima :)

Daginn eftir fórum vid til Teotihuacan, sem eru stórir pýramídar rétt fyrir utan borgina... gaman ad koma tangad og guidinn virtist vita allt sem mogulega var haegt ad vita um pýramídana og menninguna, set inn myndir tadan og segir kannski adeins meira frá svaedinu med myndunum, eda set einhver gódan link inn :)
Um kvoldid, daginn fyrir tjódhátidar daginn, tá eru hátídarhold út um allt land, og vid fordudum okkur úr midborginni tar sem vid erum "gringos" alveg sama tótt vid erum lengflest ekki frá BNA... allir kalla okkur gringos, ég toli tad ekki... En tad er aukaatridi. Vid fórum í basjar hluta sem heitir Juliacan og roltum um markadinn tar og fórum á stórt torg tar sem var flugelda sýning og aegilegt show. Eftir midnaetti fórum vid svo á einhver klúbb tar sem einn bjor kostadi 65 pesóa sem gera
um 500-600kr, venjulegt verd er frá 15-25 kannski 30 á fínum stodum svo eiginlega enginn drakk nokkud.. en allir donsudu langt fram á morgun... jesús hvad vid vorum oll treytt á tjódhátídardaginn sjálfan :)

Vid fórum inní midborgina um morguninn til ad sjá skrúdgongu sem samanstód af olllum deildum hersins... allir alvopnadir og hladnir.. okkur fannst tetta heldur einkennileg sýning og tegar 8 deild sjóhersins kom tá var áhuginn farin ad dvína :) Komid nóg af byssum og skriddrekum fyrir okkar smekk :) Herinn ákvad greinilega ad sýna allt innan hersins og tad kom einn vagna med stórum pottum og kokkum á.... tá dóum vid oll úr hlátri tetta var eiginelga bara heimskulegt :)

Sídasta sem hópurinn gerdi var ad fara á mannfraedisafnid...sem er stórkostlegt... tad vaeri haegt ad eyda vikum tarna og laera allt um Azteca, Maya og alla hina menningar hópana... bara gaman :)


En já nú er D.F. ad mestu búin... eftir D.F. fór ég ásamt nokkkrum vinum til Oaxaca sem er sudur af D.F. en tad verur naesta faersla tar sem ég er ad verda of sein í tíma :)

Bkv frá Guadalajara

Thursday, September 11, 2008

Manzanillo

Dagurinn byrjaði afar vel, með heimsókn á uppáhaldsstaðinn minn í allri borginni, Immigration skrifstofan...... skrifinnskan og hægagangurinn í hámarki. Það opnar þarna klukkan níu, ég kom tíu mínútur yfir, og það voru 14 manns á undan mér í röðinni. Það sem ég þurfti að gera var að skila inn pappírunum og ljósritunum sem ég gerði síðast þegar ég kom, og kvitta á tvö blöð. Ég byrjaði á að bíða í þrjá tíma meðan þessir 14 gerðu það sama og ég skiluðu inn pappírum... þegar ég komst loksins að þá tók þetta umþað bil 10 mínútur... það er ekkert svo langur tími, ég veit það, en eina sem þetta fólk gerir er að stimpla pappírana sem ég rétti þeim, prenta út tvö blöð og láta mig kvitta. Þetta voru ekki svona mörg blöð sem ég var að skila inn.

Þetta hefði kannski ekki verið svona pirrandi ef ég hefði ekki verið að "skrópa" í skólanum á meðan... sem þýðir að ég get ekki notað heilar tvær vikur ti að ferðast eins og miga langaði af því að þá fer ég yfir skróp kvótann minn... og ef ég hefði ekki verið óendanlega þreytt og verið búin að fá morgun kaffið mitt... Ég gat varla haldið haus þarna :( þýðir líklega að ég ætti að hætta að drekka kaffi...

Spænsku kennarinn var nú reyndar að hlæja að morgunvenjum skiptinemanna í síðasta tíma, tímarnir byrja 8:30 alla daga nema miðvikudaga, og þetta er fáranlega snemma þar sem við búum flest í svona eins og hálfs tíma fjarlægð frá skólanum og enginn (nema ég) byrjara í fyrirlestrum í sínum háskólum fyrr en í fyrsta lagi 10. Og auðvitað er hvergi annarasstaðar mætinga skylda :)

En allavega, 95% okkar mæta of seint, ég og Alex sambýlingur erum alltaf of sein... hlaupum inn í stofu hálfsofandi eftir 45 mínútna fegurðarblundinn í strætó, með nescafé bollana okkar ú vélini niðri (sem við fáum okkur óháð því hvort við erum sen fyrir eða ekki), hlömmum okkur niður aftast í stofunni ásamt hinum "lélegu nemendunum" sem eru annaðhvort með starbucks, nescafé, eða morgunmatinn í höndunum og jafnvel nánast sofandi, þunnir já eða nett slompaðir.

Henni fannst allavega þess virði að gera svolítið grín af okkur og bera okkur saman við Mexíkósku nemendurna sem mæta á réttum tíma klukkan sjö á morgnana... og þurfti einmitt að beina þessum kommentum að mér... ég er ekki sú versta í bekknum :)
Við í þessum bekk megum allavega hafa kaffi með okkur í tíma, flestir kennararnir banna drykki annað en vatn... svo við erum allavega heppin með það, þó að við byrjum snemma.

Ég fór á ströndina síðustu helgi, það var svo ljúft. Við fórum fimm saman á endanum og lögðum af stað, ógurlega fersk og sæt, klukkan níu um morguninn. Orkan var ekki meiri en það á laugardeginum fórum við á þá strönd sem var styst að fara á og lágum þar meira og minna sofandi allan daginn :)

Við eignuðumst "fan club" ákváðum að kalla hann, dagurinn sem hvíta fólkið kom á störndina klúbbinn. Það sátu nokkrir krakkar í kringum okkur allann daginn... ef þau voru ekki að spjalla við okkur þá sátu þau og störðu á okkur... þau sátu svona meter frá okkur og bara gláptu :) okkur fannst það eiginlega bara fyndið, en já þegar íslendingi, finna, breta og rússa er skellt saman á strönd...það mætti segja að við höfum lýst upp ströndina :) og höfum eflaust litið kostulega út með brúna handleggi og brúnku fyrir neðan hné.

Á sunnudeginum var skýjað allan daginn, það var mjög bjart og heitt með eilitlum skúrum. En við fórum nú samt á ströndina ásamt mjög mörgum öðrum og lékum okkur í öldunum allan daginn... það var svo gaman, ég hef aldrei áður verið á srönd með öldum :) Þegar það fór að rigna fyrir alvöru þá fórum við bara heim... ég uppgötvaði að ég var svona líka skemmtilega sólbrennd... þrátt fyrir sólarvörn og enga sól... hin eru ennþá að hlæja að mér :)
Þetta var samt ógurlega góð og letileg helgi... ákkúrat það sem ég þurfti :)

Nú ætla ég að fara að reyna að læra eitthvað smá fyrir morgundaginn og þrífa íbúðina mína... það þarf víst að gera það hér líka...
Bkv röndótti skiptineminn

Tuesday, September 2, 2008

hitt og þetta

Hver sá sem sagði að það væri alltaf sól í Mexíkó, ef einhver sagði það, hafði svo sannarlega rangt fyrir sér... í augnablikinu er grenjandi rigning, rok og þrumuveður... no me gusta. Göturnar eru á floti og maður fer ekki útúr húsi án renghlífar lengur. En það hættir að rigna eftir svona tvær þrjár vikur... svo það er eitthvað til að hlakka til :) Einn mexíkóskur skólafélagi minn var reyndar að segja í dag að það væri búið að rigna óvenju mikið í ár, svo það eru ekki bara við skiptinema greyin sem erum að verða langþreytt á þessu veðri.

Þrátt fyrir rigninguna er nú heilmikið búið að gerast hérna hjá mér og já okkur þar sem að ég er eiginlega varla hugtak lengur, maður gerir varla nokkurn skapaðan hlut einn :)

Fyrsti hluti annarinnar var að klárast núna svo í síðustu viku átti ég að fara í þrjú próf og halda einn fyrirlestur.... allt á fimmtudag og föstudag. Prófin tvö á fimmtudag gengu bara mjög vel og ég er með 9,7 og 9,8 í heildar einkun í þeim áföngum... svo annaðhvort var þetta mjög létt eða ég er orðin súper klár :)
Fyrirlesturinn gekk líka bara þokkalega, hélt hann í spænsku og talaði, af minni alkunnu snilld, um strætóana í borginni. Já ég hef ekki minnst á þá hér áður... en það er alveg bráðmerkilegt strætó kerfi hér í borg. Það sem er ekki til staðar eru tímaáætlanir, strætóstopp, leiðarlýsingar... svo já ég og finninn eyddum fyrstu vikunni í að skröltast um borgina í hinum og þessum strætóum áður en við duttum niður á 629-B. B- nota bene 629-1, 629-A og 629 fara eitthvert allt annað, en keyra allir framhjá staðnum okkar. Til að ná strætó hér þá ferðu bara niður á götu, í mínu tilviki þá geng ég í svona 10-15 mínútur að Minerva, finn mér ágætis götuhorn og veifa í bílstjórann og ef ég er heppinn þá stoppar hann, rukkar mig um fimm pesóa (40kr) eða skólamiða (20kr), ég kem mér fyrir einhversstaðar í mannmergðinni og þar sem ég kem inn frekar snemma á leiðinni fæ ég oftast sæti... kannski ekki alveg strax og ekki við hliðiná einhverjum gæðalegum... en sæti. Svo keyrir hinn elskulegi bístjóri af stað, og þá er betra að hafa gott grip þegar hér er komið í sögunni, hvort sem maður stendur eða situr... loka augunum og vona að maður komist heill á leiðarenda á svona um það bil réttum tíma.
En annars þá eru strætóarnir ekkert svo slæmir þegar maður kemst uppá lagið með þá og veit hvenær eru miklar hossur í veginum og svona... og það getur verið alveg bráðskemmtilegt að fylgjast með fólki á leiðinni.

Síðasta helgi byrjaði með stæl strax eftir skóla á föstudag, prófinu var aflýst vegna veikinda kennara, ég og Siobhan (góð vinkona mín hér) ákváðum að fagna og fórum og fengum okkur djúsí tacos... og fórum á Gran Plaza (kringla) að versla, undur og stórmerki gerðust í þeim leiðangri... ég fann mér skó, sem eru með lágum hæl, innan við 10cm...eitthvað sem ég hélt að væri ekki til í Mexíkó :)
Enn eitt skiptinema partýið var heldið um kvöldið en ég og mínir lötu sambýlingar og félagar í nágrenninu, stungum af frekar snemma fengum okkur taco og fórum að sofa.... zzz

Á laugardaginn var Mariachi hátið í miðborginni, við skelltum okkur þangað og sáum bráðskemmtilega skrúðgöngu ásamt einhverjum tugum þúsundum í viðbót. Mariachi er mjög vinsælt hér og allstaðar í Mexíkó, þetta eru þjóðlög og dansar... og já veit ekki aæveg hvernig ég á að utskýra betur, ég set inn myndir um leið og ég kemst í örlítið hraðvirkara internet, hér tekur hver mynd um hálftíma :) En allavega það var rosalega gaman að fylgjast með þessu öllu saman.. eftir dansana þá fórum við á Mexíkóskan veitingastað og átum endalaust mikið af allskonar Mexíkóskum mat... það er svo gott að það væri þess virði að koma í heimsókn bara til að prófa :) 800kr matur eins og hver og einn getur í sig látið +flaska af Tequila, bjór og bland... hver er til :)

Ég tók svo Sunnudaginn bara í rólegheitunum, við fórum fimm saman til Lake Chapala sem er einhverja 40 -50km hérna fyrir utan borgina. Hinn fullkomni staður til að gera ekkert, röltum bara um bæjinn í rólegheitunum og borðuðm sjávarrétti... inní miðju landi en hvað er það á milli vina... ég ætla allavega rétt að vona að sjávarfangið komi ekki úr þessum skítapolli :) Þessi setning hljómar alveg yndislega vitlaus.

En já annars þá gengur lífið bara sinn vanagang, skóli, vinir, strætó, matur... já ég fór um daginn í Soriana sem er búðin mín og keypti kjúkling, alveg eins pakka og maður kauðir í bónus með bringum... og hann kostaði mig 21 pesóa sem gera 168kr... hver með réttu ráði verðsetur kjúkling í bónus og 2000+kr eða hefur samvisku til þess... ég bara spyr :)

jæja ég ætla að hætta þessu bulli í bili hafði það gott heima öll sömul.
Bkv frá Guadalajara

Monday, August 25, 2008

daglegt líf og Mexíkósk skriffinnska....

Tá er enn ein vikan lidin hér í Guadalajara, rétt rúmar fjórar vikur sídan ég yfirgaf gamla góda, mér reyndar finnst baedi ad ég hafi verid hérna sídustu árin... og ad ég sé nýkomin... :)
En lífid hér genegur sinn vanagang, skóli alla daga og mismikid af heimaverkefnum. Í tessari viku er fyrsti hluti annarinnar ad klárast svo ad ég fer í trjú próf, flyt eina kynningu og tad er svo eitt próf í naestu viku svo tad er nóg ad gera.
Ég reyndar flutti eina kynningu í sudustu viku, eda hópfélagar mínir fluttu nánast allt en ég var látin kynna efnid og tala um kosti og galla renghlífa, á spaensku, ég aetladi ekki ad segja neitt en mér var ekki leyft ad komast upp med tad :) Gekk bara ágaetlega hjá mér.

Ég fór ekkert út úr baenum tessa helgina, tad var bara endalaust mikid af afmaelum og verid velkomin skiptinemar partý... svo tetta endadi med einhverju útstáelsi á fimmtudag, fostudag og laugardag. Er ekki alveg í formi fyrir tetta (sem betur fer held ég) svo ad laugardagskvoldid var heldur stutt, ég og mínir sambýlingar fengum okkur bara taco og fórum heim.

Já tad er taco stadur, hinum megin vid gotuna, sem sagt tar sem ég bý. Tad er svo gott taco tarna, mér finnst allir adrir stadir sem ég hef prófad blikna í samanburdi vid tennan. Taco med pastor, lauk og lime tad er tad besta :) maeli hiklaust med tví...

Ég fór á fótboltaleik á laugardaginn, sá Chivas og Santos keppa, Chivas er hédan svo tad var svaka stemning. Teir hofdu yfirhondina í fyrri leikhlutanum... en loka stadan var 5-3 Santos í vil, svo ad tetta vard erfitt kvold fyrir marga... samt er hitt lidid sterkara og haerra í deildinni ad mér skilst... svo tetta voru ekkert svo ávaent úrslit, hefdi ég haldid... en já ég kannski tjá mig ekki mikid um fótbolta... En tad var gaman á leiknum. Vollurinn tekur 60.000 manns minnir mig og er fáránlega brattur. Ég var eiginlega hálf lofthraedd tegar ég fór nidur troppurnar, var feginn ad hafa saeti tarna.

Ég auladist loksin í morgun á "immigration" skrfistofuna, sem ég hreinlega get ekki munad hvad heitir á íslensku. Tar tók tessi snilldar Mexíkóska skirffinnska vid... einn madur sem tekur á móti tér og bendir tér á upplýsinga gaeja sem gefur tér nokkur blod, og er ekki lidlegur fyrir fimmaur... tú lest tá oll blodin til ad finn út hvad skal gera og fyllir tau út. Svo tarf ad fara út aftur í naesta banka og borga 444 pesóa, fara á tridja stadinn til ad fá ljósrit, trjú af bankakvittuninni, og eitt af hverri einustu sídu í vgeabréfinu... gaurinn tar sagdi mér ad ég yrdi ad fá passamyndir (sem ég svo sem vissi) trjár beint fram og trjár og hlid.... afhverju...? En já hann lét mig taka alla eyrnalokka úr eyrunum... mín ordin pínu pirrud á tessum tímapunkti.... jaeja tetta hafdist allt á endanum og kostadi milljón og eina....&%##% Eftir tessa brád skemmtilegu myndatoku tá fór ég aftur til baka í adalbygginguna og spjalladi vid vin minn aftur... sem tilkynnir mér tad ad leigusamningurinn minn, sem er by the way undirritadur af mér og samlegjanda mínum og leigusalanum svona fimmtán sinnum, á ollum spássíum og bara nefna stadinn tar er orugglega einhver undirskrift, og kvittun fyrir leigu greidslum er ekki naeg sonnum fyrir tví ad ég leigi tarna. Ég tarf ad koma med vatns, gas eda rafmagnsreikning til ad sanna ad ég búi tarna...... ég fór óendanlega hamingjusom heim..., tad er tegar ég var búin ad finna straetóinn minn, fékk rafamagns reikning og tarf ad fara aftur seinna...

Bkv frá mér til allra

Tuesday, August 19, 2008

Sael og bless oll somul!!!

Ég var farin ad fá doldid mikid af commentum um ad ég skrifadi ekkert hér svo ég áaetladi ad tad vaeri komin tími á ad segja meira frá lífi mínu hér í Gudalajara.
Einhverveginn aexlast tad alltaf tannig ad tegar ég ákved ad skrifa blogg tá er ég ekki med tolvuna mína, svo tid fáid svona líka skemmtilega stafsetningu :)

En allavega skólinn er komin á fullt, nóg ad gera. Ég er tek fimm námskeid og trjú teirra byggja einungis á hópavinnu svo ég er loksins ad kynnast helling af mexikonum og er farin ad tala mikid meiri spaensku. Ég hef tekid eftir tví ad sídan ég kom tá hefur skilningur á taladri og lesinni spaensku aukist mjog mikid en talmálid hefur ekki alveg fylgt med :/ Ég er ad vinna í tví ad breyta tví og ég og einn sem ég bý med og tek spaensku med tolum allltaf ordid saman á eflaust brád skemmtilegri spaensku.... :) en tetta er allt ad koma og ég stefni á ad tala ordid vel um jólin.

Ég fór í fyrsta skipti útfyrri Guadalajara um helgina. Ég fór ásamt 8 odrum til Colima, sem er um 100.000 manna borg um triggja tíma akstur hédan. Vid skelltum okkur í "fjallgongu" uppá 4250m hátt kulnad eldfjall. Sem er vid hlidin á mjog virku eldfjalli en tví midur var skýjad svo vid sáum tad ekki nógu vel.

Vid keyrdum mest alla leidina upp og gengum sídustu kílómetrana, en vid fundum svo ad segja ekkert fyrir haedinni jafnvel tó ad vid vaerum yfir 4000m sem mér finnst svolítid skrítid midad vid fyrri reynslu. En efst á fjallinu er rannsóknarstod sem fylgist med virkninni hjá eldfjallinu. Tad eru jardskjálftar tarna á hverjum degi og tad má sjá reyk koma úr gígnum, og oft má sjá smá hraun strauma ef ég skildi gaurinn rétt. Tad var mjog gaman ad sjá tetta allt og hlusta á tá segja frá ollu sem teir gera og allt um svaedi alla virkni tarna í kring :)

Eftir eldfjalli tá tók tad okkur um tvo tíma ad keyra aftur til Colima, aftan á pick-up sem vid vorum á. Vid voknudum 4:30 um morgnuninn til ad ná upp og nidur af fjalllinu ádur en trumuvedur seinnipartsins byrjadi, tar sem fjalli dregur víst ad sér mjog mikid af eldingum og er mjog haettulegt á tessum t{ims dags. Svo já heimferdin var ógurlega fyndin og vid hlógum endalsut mikid af engu :) og erum enntá ad hlaeja af ýmsum gódum commentum...

Eftir eldfjalli fórum vid á mexíkóskan veitingastad og prófudum allskyns mat frá tessu héradi, engisprettur sem eru víst "delicatisse" á tessum slódum voru reyndar ekki í bodi en vid fengum ýmislegt annad. Ekkert mjog skrítid samt.

Um kvoldid baettust nokkrir adrir úr skólanum í hópinn og eftir ad vid sátum í dágódan tíma uppá takinu á hótelinu tá skelltum vid okkur út á lífid á stad sem John Travolta hefdi sómad sér vel á í Saturday night fever, ljós í gólfinu, og endalaust mikid af ljósum í loftinu... fínt eflaust fyrir gott reif partý. Tad var eighties kvold svo tau spiludu nánast einungis mexíkóska eighties tónlist sem var áhugavert...held ad ég rjúki kannski ekki útí búd og kaupi diskana, en tetta var gaman.

Á sunnudaeginum skelltum vid okkur á safn um héradid og ég svaf svo bara nokkud vel í rútunni á leidinni heim eftir frekar svefnlausar naetur ádur.

En já annars gengur bara allt mjog vel hér hjá mér.
Reyni ad vera duglegri ad skrifa seinna um svona daglegt líf. En ég tarf ad hlaupa í tíma svo ég fái ekki skróp....
Hasta luego

Thursday, August 7, 2008

Nokkrar myndir

Jæja hérna koma loksins myndirnar sem ég lofaði..þær eru hérna til hliðar undir fyrstu dagarni í Mexíkó.

Hlutirnir eru að detta inní smá rútínu hér. Skólinn er að komast í gang og við erum búin að finna út strætó leiðina svo það er ekki major operation að fara heim á hverjum degi. Það tekur okkur um klukkutíma að fara í skólann, löbbum fyrst í svona korter og tökum svo strætó restina af leiðinni. Strætóarnir eru svona misfínir en Mexíkóskir menn eru herramenn, já og sá finnski sem ég fer yfirleitt samferða í og úr skóla, svo að ég fæ nánast undantekningarlaust sæti. Mér er alltaf hleypt á undan inní í strætóinn sérstaklega ef það er rigning. Þá hleypa mexíkósku mennirnir mér inn og fara svo á eftir mér svo að sá finnski er yfirleitt fastur úti eilítið lengur en ég :)

Skólinn er víst til níu á kvöldinn síðasti tíminn... ekki til sjö eins og ég hélt en sem betur fer er ég ekki í neinum af þeim tímum. Ég er í einum kúrs á spænsku, administración de operaciones, ég held að það verði áhugavert ég skil svona mestmegnis það sem kennarinn er að fara allavega í fyrsta tímanum... það var ekkert flókið sem hann var að tala um... en já það reddast. Bókin er allavega á ensku svo að ég held að ég styðjist meira við hana. En ég stefni á að taka allt á spænsku eftir jól svo að það er eins gott að ég fari að æfa mig.

Í hinum kúrsunum eru fleiri Mexíkanar en skiptinemar, sem mér finnst mjög fínt. Við vinnum mjög mikið í hópum í þessum skóla og við skiptinemarnir megum ekki vera saman í hóp, svo að við verðum alltaf að vinna með Mexíkönunum. Þannig að ég er komin í þrjá mismunandi hópa og ég veit ekki/ man ekki nöfnin á neinum... og ég er ekki viss um að ég þekki nokkurn í útliti... kemur í ljós í næstu viku.

Já.... ég er að fara í tíma svo ég bið bara að heilsa heim
Bkv Ástý

Tuesday, August 5, 2008

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn búin jeiii...
Það er svolítið öðruvísi skólakerfi hér en heima. Kennsla hefst klukkan sjö á morgnana og er lokið sjö á kvöldin, held alveg örugglega að það sé ekkert kennt eftir sjö.
Ég byrja sem betur fer aldrei svona snemma þar sem það tekur mig um klukkutíma að fara í skólann með strætó. Ég byrja 10 alla daga og á mánudögum og fimmtudögum er ég til sjö á kvöldin, með góðum pásum á milli tíma, hina dagana er ég búin klukkan eitt... jei jei :)

Ég er byrjuð í Yoga og það var svvo gott að hreyfa sig aðeins. Yoga tímarnir eru úti á smá túni á milli trjánna, kennarinn er gamall maður sem er alltof aktívur og hann lætur okkur alveg hafa fyrir hlutunum. Hann minnir mig samt mikið frekar á Nepala heldur en Mexíkana.

Tímarnir í dag gengu bara fínt, einn þeirra reyndist vera á spænsku en ég held að það verði í lagi ég náði alveg að fylgja og bókin er á ensku og ég má skila öllum verkefnum á ensku ef ég vil, eða ekki hárréttri spænsku :) Held að þetta sé skemmtilegur kúrs. Bekkirnir hér eru pínulitlir það eru svona 15-20 í öllum tímunum sem ég er í mjög þægilegt. Kerfið hér er mjög svipað og í HR, mikið af verkefnum og prófum yfir önnina og svo gildir loka prófið 50-60%. Það er gefið fyrir þáttöku í tímum og allir eru svakalega duglegir að svara, hvort sem þeir vita svarið eða ekki.... en það er annað mál. Þau eru mjög ströng á mætingu hér við megum missa það sem jafngildir tveimur vikur úr hverjum áfanga. Ef við missum meira þá megum við ekki taka lokaprófið. Seint er ekki möguleiki annaðhvort ertu mættur eða ekki... og það er bjalla sem hringir inn.... þetta er eins og í grunnskóla, við erum búin að hlæja mikið að þessu :)

En já ég tók nokkrar myndir af íbúðinni, sem ég ætla að setja hérna inn við hliðin á sem og örfáar myndir úr miðborginni.

Vona að allt gangi sem best heima
Þreytti, þreytti námssmaðurinn

Wednesday, July 30, 2008

íbúd, skóli, sól og sumar :)

Jaeja nú er skólinn byrjadur, eda tad er kynningardagarinir eru núna. Tad er búid ad sýna okkur allan campusinn og allt sem í bodi hér og tad er ekkert smá mikid sem er innfalid fyrir nemendur. Kannksi skiljanlegt tar sem mér skilst ad skólagjoldin séu 10000$ á onn.... En ég get aeft, korfubolt, fotbolta, blak, sund, tennis, karate salsa, tango, trommur, gítar farid á námskeid og laert ad elda Mexíkóskan mat og já tad er naestum tví bara ad nefna hlutina og tad er haegt ad gera tad hér... frítt. Tad er líka heilsurarkt hérna og nokkrir tjálfarar sem eru tarna standard til ad adstoda fólk.
Skólinn lítur aedislega út, helling af graenum svaedum og bekkjum og bordum
út um allt. Gangarnir eru allir opnir, bara med tak, svo eiginlega tad eina inni er matsalurinn, kennslustofurnar og bókasafnid. Tetta er allt svakalega fínt og fancy hér og afar vel tekid á móti gestum :)

Íbúdin er mjog fín, kannski svona lala á íslenskan standart en mjog fín á mexíkóskan. Tetta er í lítilli blokk og ég er á annarri haed, Ég leigi med franskri stelpu fram ad jólum og svo eftir jól mun ég búa med finnskum strák. Vid erum í reuninni sex saman sem leigjum trjár íbúír í somu byggingunni svo vid erum á 2, 4, og 6, haed. Tvo fara heim um jólin og svo ad vid faekkum nidur í tvaer íbúdir tá.
Vid erum med trjá lykla og einn lyftulykil til ad komamst inní íbúdirnar svo mér líur eins og týskum fangaverdi tegar ég dreg fram lyklakippuna :)
Svo ad til ad komast upp med lyftunni tá turmfum vid lykil til ad komast á haedina okkar og tú getur ekki farid á adrar haedir, svo eru tveir ad hurdinni inní íbúdina einn lítill á venjulegan lás og annar stór til ad opna einskonar slagbrand á hurdinni og sídasti lykillinn ásamt númeralás gengur ad stigaganginum. Svo tad tarf allavega ad hafa fyrir tví ad brjótast inn :)

Skiptinemarnir hér skiptast svolítid í flokka,flestir eru franskir og tau og teirra franska er svolítid sér á báti, ég og finnski strákurinn erum stundum bara tarna med ollum fronsku samleigjendum okkar og horfum uppí lofitd :), svo eru mjog margir frá Ástralíu, (engir saetir strákar Erna, sorry) og nokkrir frá Svítjód og Týskalandi. Restin er svona einn og einn, tveir, hédan og tadan úr heiminum.
Allir sem ég hef talad vid virkar mjog finir og ég og eins saenks stelpa erum ad hugsa um ad skella okkur til Puerto Vallarta sem er vinsaell sumarleyfisstadur um helgina og koma tanadar og fínar til baka, fyrir alvoru fyrsta skóladaginn okkar :)

En allavega ég er búin ad skrifa nóg um ekkert í bili held ég.
Tad var rosalega gamana ad sjá oll kommentin frá ykkur, gott ad fá smá íslensku ad heiman :)
En já svo ég bid bara ad heilsa í bili
Bestu kvedjur frá Guadalajara,
já ég er komin med síma og heimilisfang ef einhver vill
Ciao

Sunday, July 27, 2008

Ný veröld í Mexíkó

Þá er maður komin til fyrirheitna landsins eftir langt og mikið ferðalag, held að ég hafi ekki alveg gert mér grein fyrir þessu þegar ég lagði af stað að heiman.

Veðrið í Boston batnaði mikið og seinni daginn þá var glampandi sól og að mér fannst svakalega heitt. Ég gerði ekkert þennan dag hékk bara í einhverjum stórum almennings garði og las í rólegheitunum. Alveg yndislegt. Ferðin út á völl gekk bara nokkuð vel þrátt fyrir þetta tösku flykki mitt. Ótrúlegt hvað það er ekki gert ráð fyrir rúllustigum, lyftum eða öðrum álíka þægindum. Var mjög fegin að tékka hana inn og losna við hana alla leið til Guadalajara. Konan á deskinu var svo elskuleg að hún leyfði mér að fara með tvö stykki handfarangur og létta hina töskuna svo ég þyrfti ekki að borga 50$ í aukagjald fyrir yfirvigt. Ég held að taskan sjál útaf fyrir sig sé um fimm- tíu kíló, allavega taskan var hálf og samt var hún í yfirvigt... rugl vil ég meina eða allar vigtir sem ég set hana á eru vitlausar 

Ferðin sjálf gekk bara vel, alla leiðina á hostelið í Gdl, eina var bara að þetta var tólf tíma ferðalag og ég kom til Gdl klukkan 5:30 um morguninn og get ekki tékkað mið inn fyrr enn klukkan ellefu... svo ég er búin að sofa alveg ógurlega graceful í einhverju sófaskrípi hérna frammi í í tvo tíma eða svo. Gott að það er laugardagur og fólk var ekki að rjúka á fætur með látum eldsnemma 

Þegar ég svo loksins rankaði við mér, þá gekk að mér ljóhærður strákur og spurði hvort að ég væri að fara í Tec (það er skólinn minn) þar sem ég væri með tölvu og ekki bakpoka. Hann er líka að fara í Tec sem og þrjú í viðbót, svo eftir að ég skellti mér í sturtu þá lögðum við í húsnæðisleitar leiðangur.... sem gekk afar vel og að lokum enduðum við með þrjár íbúðir, tvær tveggja manna og eina studíó íbúð í sama stigaganginum, svo við munum öll búa saman eða allavega öll í sama húsinu.

Það eru um tuttugu mín það niður í miðbæ Guadalajara og um fjörutíu í skólann :( sem mér finnst svolítið langt, en mörg af hverfunum sem skólinn mælir með eru þarna í kring svo það er bara svona langt að fara þar sem skólinn er í einhverju úthvefi, langt frá öllu :) Það er þvottahús í húsinu og það kostar um 100kr að láta því fimm kíló minnir mig og það er allt þvegið og brotið saman og straujað svo að ég mun verða hrein og strokin í allan vetur. Það er líka lítil "kringla" hinumegin við götuna og allavega tveir stórir supermercados og banki svo það er allt þarna nema skólinn :)

Við skelltum okkur aðeins útí gær, sem var eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera þar sem ég fékk mér aldrei blund þegar ég kom eins og ég ætlaði, svo ég var varla búin að sofa í 36 tíma held ég. Við fórum á einhvern stað svona um fimm mínútna göngu héðan sem endaði á að vera korter í ausandi, grenjandi rigningu, það var ekki þurr þráður á okkur þegar við komum hlaupandi á leiðarenda... og það var það sama þegar við fórum heim... þrumur eldingar og grenjandi rigning... góð byrjun á Mexíkó.

Mér líður núna eins og ég hafi verið hér í marga daga núna og vinnst alveg ótrúlegt að ég hafi komið til landsiins fyrir 28 tímum. Allavega held ég að mér hafi sjaldan tekist að gera svona mikið á einum degi áður, flytja til nýs lands, eignast nokkra nýja vini héðan og þaðan úr heiminum, fundið íbúð, og skellt mér á djammið....

Er að fara núna í nýju íbúðina með tösku flykkið, reyni ða setja inn myndir af henni og umhverfinu við tækifæri.

Bkv frá Guadalajara

Thursday, July 24, 2008

Rainy rainy Boston

Ferðin hefur byrjað vel, flugið gekk fínt bara smá ókyrrð, það var enginn röð fyrir eftirlit á flugvellinum, taskan kom frekar fljótt og það tók mig svona í kringum 40 mín. að komast á gistiheimilið mitt. Mikið var nú gott að leggjast uppí rúm um 9 leitið hér þá um 1 heima og fara að sofa. Eini gallinn er sá að ég var glaðvöknuð klukkan sjö í morgun J

Regnhlífin sem ég keypti í morgun er held ég einhver besta fjárfesting sem ég hef lagt í lengi. Veðurspáin laug engu, þrumur og eldingar og dembur með, og svo eiginlega sól á milli þannig að ég er strax komin með nýja línu á axlirnar.

Ég var komin af stað að skoða Boston frekar snemma og rölti nokkra kílómetra í rólegheitunum og tók pásur þegar fór að rigna. Ég fann líka gamlan vin HM og tók einn hring þar og bætti aðeins á fataskápinn og eftir það skellti ég mér í Victorias secret.... það var nú stuð og ég hef aldrei nokkurntíman á ævinni fengið jafn góða þjónustu held ég, allir boðnir og búnir að hjálpa mér og velja handa mér J enda endaði ég með hágæðavörur, renndi kortinu brosandi í gegn og dansaði út... mæli með henni.

En þar sem rigningin er bara að aukast og farið að skyggja þá er ég bara komin heim á gistiheimilið, komin í þurr föt og þurra skó, held að hinir séu ónýtir, og er strax farinn að kvíða því að þurfa að fara aftur út í bleytuna til að finna mat J

En allavega þá er brottför til Mexico seinnipartinn á morgun.... jibbíí það verður spennandi held ég að komst á leiðarenda og sjá hvernig borgin er, finna skólann og íbúð og byrja þennan kafla fyrir alvöru, ég er búin að hugsa þetta svo mikið að það verður snilld að sjá hvernig þetta er allt í raunverleikanum.
Rosalega var samt gott að vera einn að vesenast í dag, rölta bara um drekka fáránlega mikið kaffi á jafnmörgum stöðum og lesa í bókinni minni sem ég er reyndar búin með og slaka bara aðeins á eftir hasar síðustu vikna. Held að þetta hafi verið góð hugmynd hjá mér að leggja svona snemma af stað og njóta þess aðeins að vera á smá ferðalagi, svo maður mæti ekki dauðþreyttur og útúr stressaður fyrsta skóladaginn :)

En annars bið ég bara að heilsa úr þrumuveðrinu hér og vona að það sé skárra á ströndum...

Tuesday, July 22, 2008

Brottför á morgun

Ferðahugurinn er farinn að gera vart við sig, og stressið og kvíðinn er nánast horfinn og spenningurinn og tilhlökkunin að takast á við eitthvað nýtt tekinn yfir.
Ég fékk núna loksins áðan staðfestingu frá skólanum úti, er eiginlega búin að vera að bíða eftir einhverju frá þeim í allt sumar svo það var mikill léttir að heyra að ég á pláss í skólanum og týndist ekki í kerfinu :)

Svo í kvöld er það bara að henda öllu heila klabbinu ofan í tösku, borða góðan mat og njóta síðasta kvöldsins hér heima i bili :)

Á morgun er það svo brottför til Boston, Victorias secret í tæpa tvo daga og svo flogið yfir til Guadalajara, Mexíkó á föstudagskvöld.

Guadalajara er borgin sem ég verð í og hún er í Mexókósku hálöndunum eftir því sem ég kemst næst. Hitastig er milt og gott allan ársins hring og veðursældin víst með einsdæmum :)
Það er hægt að sjá hér á kortinu til hliðar hvar borgin er. Eini gallin sem ég rek augun í undireins er að það er engin strönd... en ég verð bara að vera dugleg að fara þangað svo að ég hafi nú eitthvað smá "tan" þegar ég kem aftur heim á klakann....


Skólinn minn heitir Tecnológico de Monterrey og mér líst bara vel á hann, risastór sýnist mér og lítur afar gæðalega út, og ef að heimasíðan lýgur ekki þá er heilsurækt, sundlaug og ýmislegt fleira í skólanum eða nánasta nágrenni. Svo að það er ekki nóg með að ég mæti heltönuð heim heldur verð ég líka mössuð og ógurlega fit ... :)
Í garðinum er sundlaug og mér finnst þetta allt líta mikið frekar út eins og hótelgarður frekar en skóli...en það má örgugglega venjast því.

En já ég læt heyra eitthvað í mér hér á þessari síðu og frekari lýsing á staðháttum fylgir þegar ég verð komin á svæðið.

Sunday, April 27, 2008

Nýtt blogg

Það var kominn tími til að breyta til að skipta út hægvirka leiðinglega blog.central. Við notuðum það hvort eð er ekki neitt lengur svo að fyrir næsta ævintýri finnst mér tilvalið að skipta um blogg síðu og byrja upp á nýtt.